Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 2
yfSflr Ráðgjöf í sextíu ár Brautryðj andinn Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, eða VST eins og skammstöfunin hljóðar, er elsta og stærsta verkfræðistofan á einkamarkaði á fslandi. Stofan kennir sig við frumherjann, Sigurð Thoroddsen, sem hóf sjálfstæðan rekstur á vormánuðum árið 1932. Smám saman vatt starfsemin upp á sig og þrjátíu árum eftir opnun stofunnar var fyrirtækinu breytt í sameignarfélag. VST varð að hlutafélagi árið 1976 í eigu meirihluta þeirra tæknimenntuðu manna sem þar starfa. Sigurður Thoroddsen fæddist á Bessastöðum 24. júlí 1902, sonur hjónanna Skúla Thoroddsen, ritstjóra og alþingismanns, og Theódóru Thoroddsen skáldkonu. Hann lauk prófi í byggingarverkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn árið 1927. Nafn hans tengist með ýmsum hætti virkjunarsögu íslendinga og byggingarsögu þjóðarinnar. Hann lét sig félagsmál stéttar sinnar miklu varða, var formaður Verkfræðingafélags íslands um tveggja ára skeið og frumkvöðull að stofnun Félags ráðgjafarverkfræðinga og formaður þess fyrstu árin. - Hann lést í Reykjavík 29. júlí 1983. VST er sennilega þekktust fyrir störf sín tengd beislun vatnsfalla íslands til framleiðslu raforku. En VST kemur víðar við sögu. Þar má nefna margvíslega hönnun húsa, jafnt íbúðarhúsa, skóla, kirkna, félagsheimila sem annarra bygginga. Stofan hefur tekið þátt í hönnun jafn óskildra hluta sem íþróttamannvirkja og fiskvinnslu- fyrirtækja, hannað hitaveitur víða um land og tekið að sér önnur viðamikil verkefni á vegum Sigurður Thoroddsen ruddi braut- ina og stofnaði verkfræðistofu á einkamarkaði, þá fyrstu sem hélt velli hér á iandi. sveitarfélaga, svo eitthvað sé nefnt. Nýlegt verkefnasvið VST er verkefnastjórnun þar sem stofan kemur fram fyrir hönd verkkaupa gagnvart hönnuðum, verktökum og efnissölum. Sigurður Thoroddsen var framkvæmdastjóri VST til ársloka 1974 en þá tók Loftur Þorsteinsson við starfi hans. Loftur lét af starfi forstjóra sumardaginn fyrsta 1992 og við því tók Viðar Ólafsson. Jóhannes Guðmundsson var fyrsti formaður sameignarfélagsins og síðar aðstoöarframkvæmdastjóri um langt árabil. Sigurður Þóröarson er núverandi formaður stjórnar Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Á vegum Reykjavíkurborgar er verið að reisa íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Lindargötu. VST hefur séð um verkfræðiþátt þeirrar byggingar. Starfsmenn Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. eru nú um 70 talsins og má fullyrða að þeir spanni flest þau svið verkfræðinnar sem fengist er við hér á landi. Hluthafar í fyrirtækinu eru 39 talsins úr hópi starfsmanna og eiga allir jafnan hlut. Starfseminni er skipt upp í þrjú meginsvið; húsagerðarsvið, byggða- og tölvusvið og virkjana- og vélasvið. Framkvæmdastjóri húsagerðarsviðs og jafnframt forstjóri stofunnar frá sumarmálum 1992 er Viðar Ólafsson verkfræðingur. „Starfsemin á þessari elstu verkfræðistofu fór hægt af stað á árunum fyrir stríð. Verkefnin voru þó margbreytileg; hönnun hafnarmann- virkja, vatnsveitna og virkjana auk þjónustu við húsbyggjendur. í lok stríðsins, samfara miklum búferla- flutningum til Reykjavíkur, varö uppsveifla í starfsemi stofunnar um

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.