Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 4
yfíH Ráðgjöf í sextíu ár Hrauneyjarfossvirkjun er ein fjölmargra vatnsaflsvirkjana sem VST hefur hannað. VST er leiðandi á sviði virkjana Hefur hannað 50% vatnaflsvirkj ana! Það er óhætt að segja að Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hafi komið nálægt hönnun virkjana á íslandi frá fyrstu tíð. Landsmenn hafa virkjað um 880 MW í vatnsorku og lætur nærri að VST hafi að öllu eða nokkru leyti séð um verkfræðiþáttinn við helming þeirrar orkuöflunar. Að auki hefur stofan unnið mikið starf við undirbúning virkjunar í Fljótsdal en þar er ætlunin að beisla ríflega 210 MW af orku. Meðal virkjana, sem Sigurður Thoroddsen og verkfræðistofa hans hafa hannað, eru: Fossavatn 1937, Nónhornsvatn 1946, Gönguskarðsá 1949, Þverá 1953, Laxá I11953, Rjúkandi 1954, Grímsá 1958, Reiðhjalli 1958, Smyrlabjargaá 1969, Laxá II11973, Hrauneyjarfoss 1981 og nú síðast Blanda 1991. Þá hannaði verkfræðistofan stíflumannvirki við Ódáðavötn 1963, Þórisvatn 1971, Sultartanga 1983 og stíflur og veituvirki við Kvíslaveitur 1985. VST er leiðandi á þessu sviði hér á landi og hefur rutt brautina fyrir íslenska hönnuði til að takast á við þessi flóknu verkefni. Nú er svo komið að hönnun mannvirkja af þessu tagi, sem framan af var fyrst og fremst í höndum útlendinga, er nær alfarið hjá íslenskum aðilum. VST hefur um langt árabil unnið að áætlunargerð um vatnsorku á Islandi og athugunum á þeim möguleikum, sem þar eru fyrir hendi til hagstæðrar virkjunar, í samvinnu við Landsvirkjun og áður Orkustofnun. Þetta segir meira en mörg orð um það traust sem opinberir aðilar bera til starfsmanna VST á þessu sviði. Lykilmaður við þessa vinnu og helsti forvígismaður hefur verið Loftur Þorsteinsson ryrrum forstjóri VST. Sigmundur Freysteinsson deildarstjóri virkjunardeildar er einn helsti sérfræðingur landsins um ísamál, tengd virkjunum. Loftur Þorsteinsson, fyrrum forstjóri VST og sérfræðingur um vatnsafls- virkjanir. Hönnun hitaveitna hefur verið snar þáttur í starfsemi VST. Ad nýta jarðvarmann Hluti af velmegun þjóðarinnar felst í mikilli nýtingu þess varma sem hér er að finna í jörðu. Er óhætt að segja að jarðvarminn bæti okkur upp kalt loftslag en hús um 82% landsmanna eru nú hituð upp með jarðvarma. VST hefur talsvert starfað að gerð hitaveitna á síðustu áratugum. Fyrsta verkefnið á því sviði var hönnun hitaveitu á Sauðárkróki árið 1950. Eitt stærsta verkefnið er hins vegar virkjun orkunnar frá vatnsmesta hver á íslandi, Deildartunguhver, til upphitunar húsa í Borgarnesi og síðar einnig á Akranesi. Þá var hitaveita Akureyrar hönnuð af Akureyrarútibúi VST í samvinnu við fleiri aðila. Hönnun Kröfluvirkjunar kom einnig að verulegu leyti í hlut VST. Síðustu misserin hefur VST hugað að nýtingu jarðvarma til hitunar húsa í löndum í Austur-Evrópu.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.