Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1992, Blaðsíða 3
Ráðgjöf í sextíu ár \[5¥“ Sundlaug Kópavogs á Rútstúni er ein þeirra bygginga sem VST hefur fengist við. skeiö og átti hún þá drjúgan hlut aö hönnunarverkefnum við ný hverfi í vaxandi höfuöborg. Frá miðjum sjötta áratugnum og fram á þennan dag hefur veriö nokkuö jöfn stígandi í starfsemi stofunnar með hléum þó,“ sagði Viðar Ólafsson. „Viö höfum ekki tölu á þeim mannvirkjum, sem stofan hefur annast, en þau skipta þúsundum. Á VST hafa veriö gerðar á milli 50 og 60 Undirbúningurinn skiptir öllu máli Viðar Ólafsson, for- stjóri VST, segir að æ meira af tíma verk- fræðinga fari til aðstoðar við útboðs- gerð, kostnaðar- áætlanir og verkefnis- stjórnun. Auk þess að veita stofunni for- stöðu hefur Viðar yfir- umsjón með öllu þvt er lýtur að húsagerð á vegum VST. þúsund teikningar auk kostnaðaráætlana, verklýsinga og margs konar álitsgerða á þessum 60 árum.“ Margir ímynda sér að starf verkfræðingsins sé fyrst og fremst fólgið í því að sitja við teikniborð og draga línur á blað. Þetta er ekki alls- kostar rétt. Æ meiri tími fer í gerð kostnaðaráætlana, aðstoð við tilboðsgerð og eftirlit með framkvæmdum fyrir hönd verkkaupa. „Góður undirbúningur verklegrar framkvæmdar ræður úrslitum um framgang verksins, þann kostnað, sem það útheimtir, og þann hag sem af byggingunni verður eftir að hún er tekin í notkun. Öll hönnun verður að liggja fyrir áður en verkið hefst, verkkaupi verður að geta treyst þeim kostnaðar- áætlunum, sem gengið er út frá í upphafi, og miklu skiptir að verkefnisstjórnun sé traust. Sannleikurinn er Viðar Ólafsson verkfræðingur er for- stjóri VST frá sumarmálum 1992. sá að þótt mikið sé talað um mistök við áætlanagerð nokkurra opinberra bygginga á síðustu árum standast langflestar kostnaðaráætlanir sem lagt er upp með. Um það er hins vegar ekki rætt í fjölmiðlum. Störf okkar taka meira mið af þessum þáttum en áður enda er mun betur staðið að flestum byggingum í landinu nú en áður var.“ Viðar Ólafsson sagði að VST nyti vissulega þeirrar virðingar sem Sigurður Thoroddsen verkfræðingur ávann sér í störfum sínum. „Þessi arfur leggur okkur hins vegar miklar skyldur á herðar og við gerum okkur Ijóst að þeirri vegsemd fylgir vandi. Viðskiptavinir Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hafa ætíð gert miklar kröfur og við þær kröfur viljum við einmitt búa. Hér eru margir verkfræðingar með langan starfsaldur og því samansöfnuð reynsla og þekking á stofunni sem spannar flest ef ekki öll svið verkfræðinnar,“ sagði Viðar Ólafsson að síðustu. ■■

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.