Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1995, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.07.1995, Qupperneq 42
100 STÆRSTU VELTA SH VANTALIN MIÐAB VIB AÐRA FISKÚTFLYTJENDUR Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, SH, beitir ekki sömu reikningsskilaaðferð og flestir aðrir fiskútflytjendur, eins og til dæmis höfuðkepþinauturinn IS Við vinnslu Fijálsrar verslunar á listanum yfir stærstu fyrirtæki lands- ins var athygli blaðsins vakin á því að velta Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, SH, væri vantalin gagnvart flestum öðrum fiskútflytjendum, eins og til dæmis höfuðkeppinautnum, ÍS, íslenskum sjávarafurðum hf. Velta fyrirtækisins er hins vegar saman- burðarhæf við langflest önnur fyrir- tæki landsins sem beita sams konar reikningsskilaaðferð og SH. Munurinn á reikningsskilaaðferð SH og flestra annarra fiskútflytjenda felst í því hvemig umboðssala er talin fram. SH telur umboðslaunin til tekna en ekki alla umboðssöluna. Ef SH beitti sams konar aðferð og flestir aðrir fiskútflytjendur yrði velta fyrirtækisins um 36 milljarðar í stað tæpra 24 milljarða króna. í saman- burði við 19 milljarða veltu ÍS er velta SH því um 36 milljarðar. Sá stærðar- munur er meira í takt við það fisk- magn sem fyrirtækin selja. Margir smáir fiskútflytjendur, með aðeins nokkra starfsmenn, velta hundruðum milljóna króna og jafnvel milljörðum. í þeim tilvikum er um- boðssalan öll talin til veltu en ekki umboðslaunin. Sama máli gegnir um veltu fiskmarkaða innanlands á listan- um. Velta þeirra er heildarsalan á mörkuðunum en ekki þær rekstrar- tekjur sem fiskmarkaðamir sem fyrirtæki hafa af viðskiptunum. Sú upphæð er aðeins brot af viðskiptun- um á mörkuðunum. Við gerð listans skaut Frjáls versl- un á fundi með löggiltum endurskoð- endum þriggja stærstu sölusamtak- anna í sjávarútvegi, SH, ÍS og SÍF, til að hafa veltutölur fyrirtækjanna sam- anburðarhæfar gagnvart lesendum blaðsins. Sá fundur bar hins vegar ekki árangur. í framhaldi af því ákvað Fijáls verslun að stilla veltu þeirra upp að þessu sinni eins og þær birtast í árs- reikningum fyrirtækjanna en skýra rækilega fyrir lesendum að um mis- munandi reikningsskilaaðferðir væri að ræða. Framvegis mun Frjáls verslun hins vegar reyna að stilla upp veltu fyrirtækja í fiskútflutningi þann- ig að meira samræmis gæti við meg- inþorra annarra fyrirtækja í landinu - og sem birtast á listanum. Raunar er þetta mál svok'tið erfitt viðureignar. Fyrir það fyrsta eru tvær ólíkar reikningsskilaaðferðir notaðar af endurskoðendum yfir sams konar starfsemi. Og þær eru báðar viðurkenndar þótt þær skil- greini ekki tekjur með sama hætti. Þá er munur á félagaformi SH og til dæmis ÍS og SÍF. Þau tvö síðar- nefndu eru hlutafélög sem greiða tekjuskatt. SH eru hins vegar sölu- samtök framleiðenda þar sem hagn- aðurinn rennur til eigendanna, þ.e. framleiðendanna, og skattlegst hjá þeim. Fijáls verslun skilgreinir veltu fyrirtækja sem heildartekjur þeirra eins og þær birtast í samstæðureikn- ingum. Á móti kemur kostnaður við að afla teknanna. Þegar um hreina og klára umboðssölu er að ræða, þar sem viðkomandi fyrirtæki tekur enga eignarlega áhættu með því að leggja út fyrir vörukaupunum, telur blaðið rökréttast að telja eingöngu umboðs- launin til tekna en ekki alla umboðs- söluna. Inngreiðslur í umboðssölu eru ekki sama og tekjur. Þetta er sú reikniskilaaðferð sem meginþorri fyrirtækja landsins notar. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á dótturfélög í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar sem kaupa fiskinn af innlend- um framleiðendum og selja hann síð- an aftur út á markaðinn. Um er að ræða eignarlega áhættu. Dótturfé- lögin taka á sig þá skelli sem kunna að koma upp, eins og verðfall birgða. Sömuleiðis selja SH og dótturfélög þess fisk í beinni umboðssölu. í þeim tilvikum eru umboðslaunin, en ekki umboðssalan, talin til tekna. Bæði Sölumiðstöðin og íslenskar sjávarafurðir hafa sama fyrirkomulag í Bandaríkjunum. ÍS á þar dótturfyrir- tæki sem kaupir fisk og tekur eignar- lega áhættu. Mismunurinn kemur hins vegar fyrst og fremst fram í sölu til Evrópu. Þar selur ÍS í umboðssölu eða umsýslusölu, eins og endurskoð- andi fyrirtækisins nefnir það. Sú um- sýslusala er talin tO tekna en ekki ein- göngu umboðslaunin. Máli sínu til stuðnings nefnir end- urskoðandi ÍS eftirfarandi rök fyrir því að skilgreina sölutekjur sölusam- taka í fiskútflutningi sem rekstrar- tekjur þeirra í stað umboðslauna ein- vörðungu: 1. Veltan gefur réttari mynd af mik- ilvægi þessara félaga fyrir efnahags- lífið. 2. Salan er ekki umboðssala, í réttri skilgreiningu þess orðs, heldur umsýslusala. í því félst: A. Sölusam- tökin selja vöruna í eigin nafni og á eigin ábyrgð í öllu því sem viðkemur kaupanda. B. Beint réttarsamband er milli sölusamtakanna og kaupenda en ekki milli framleiðenda og kaupenda TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.