Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 40

Frjáls verslun - 01.08.1995, Síða 40
MARKAÐSMAL Sagan á bak viö markadsherferöina: SAMVINNUFERÐIR KYNNA ÍSLANDSFERÐIR Á ALNETINU Þúsundir útlendinga ,Kferðasf meö Samvinnuferöum-Landsýn til Islands á alnetinu í hverjum mánuöi. Arangurinn kemur í Ijós síöar í vetur raun og veru gerði enginn, sem stóð að verkefninu, sér almennilega grein fyrir því hvaða þýðingu það hafði fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn að koma sér fyrir á Intemetinu. Og menn hafa tæpast gert sér grein fyrir því ennþá, eftir þá sex mánuði sem innanlands- deild fyrirtækisins hefur kynnt landið og þjónustu sína fyrir þeim sem vilja skoða. Gunnar Rafn Birgisson, for- stöðumaður innanlandsdeildar Sam- vinnuferða-Landsýnar, segir meira að segja erfítt að meta fyllilega hvaða ávinning það hafi fyrir fyrirtækið „Hitt er hins vegar ljóst að vefinn okkar, sem er nánast eins og kynningar- bæklingur, skoða að meðaltali sex til sjö þúsund manns á hverjum mánuði, sem er afar mikið miðað við að bækl- ingurinn sem við dreifum til erlendra viðskiptavina okkar er einungis prentaður í sex þúsund eintökum.“ Af öllum þessum fjölda, sem skoð- ar vefinn í hverjum mánuði, leita að meðaltali tveir á dag beint til Sam- vinnuferða-Landsýnar eftir upplýs- ingum um ísland og nánari upplýsing- um um Islandsferðir. Það gera á átt- unda hundrað fyrirspurnir á ári sem virðist vera hrein viðbót við þær fyrirspurnir sem fyrirtækinu berast. „Framtíðin ein sker síðan út um ávinningin af vefnum því þótt fólk hafi áhuga á því sem við og landið höfum upp á að bjóða kann að líða einhver tími, jafnvel ár, þar til að það skilar sér til landsins. Við höfum hins vegar í auknum mæli fengið óskir, frá fólki sem hing- að kemur í stuttar ferðir, um að út- MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON Gunnar Rafn Birgisson, forstöðu- maður innanlandsdeildar Sam- vinnuferða-Landsýnar. vega því gistingu, bflaleigubfla og aðra þjónustu. Við höfum ekkert gert til að nálgast þetta fólk og getum ekki ímyndað okkur hvernig það hefur frétt af okkur, nema þá í gegnum Int- ernetið." 160 SÍÐUR Vefur Samvinnuferða-Landsýnar er settur upp á afar skemmtilegan hátt. í fyrstu er gestunum boðið að velja sér upplýsingar um ákveðna flokka ferða, til dæmis hótelferðir, ævintýraferðir og fleira í þá veruna. Velji viðkomandi ævintýraferðirnar þá þirtist listi yfir þær ferðir sem þar eru í boði. Ef viðkomandi gestur SAGANÁBAK VIÐ HERFERÐINA Þorsteinn G. Gunnarsson ákveður að skoða nánar fjallahjólaferð um landið, svo dæmi sé tekið, þá birt- ist á íslandskort á skjánum sem sýnir leiðina og hvern náttstað. Gesturinn getur síðan haldið áfram og skoðað hverja dagleið fyrir sig og fær hann þá á skjáinn litljósmynd af náttstaðnum eða fögrum stað sem hjólað er fram- hjá, ásamt stuttri leiðarlýsingu. Það er því ljóst að vefurinn er gríðarlega mikil landkynning. Að sögn Gunnars Rafns leið ekki langur tími frá því að ákvörðun var tekin þar til vefurinn var tilbúinn, „enda var forvinnan lítil því allt efni lá fyrir í bæklingnum okkar. Það var því eftir tveggja til þriggja vikna törn sem vefurinn var tilbúinn með sínum 160 síðum og 80 ljósmyndum, sumar þeirra koma reyndar fyrir oftar en einu sinni.“ í TÆKNIGARÐI0G CHICAGO Auglýsingastofa Reykjavíkur sá um uppsetningu vefsins fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn og að sögn Her- manns Ottóssonar hjá auglýsinga- stofunni er vefurinn vistaður á tveim- ur stöðum, í tölvu Tæknigarðs og annarri vestur í Chicago í Bandaríkj- unum. í tölvu Tæknigarðs er vefurinn hluti af Islandsgátt Auglýsingastofu Reykjavíkur og vefurinn fyrir vestan haf er spegill vefsins í Tæknigarði og breytist sjálfkrafa, verði einhverjar breytingar gerðar á vefnum í Tækni- garði. Vefurinn í Chicago er tengdur beint við háhraðanetið í Bandaríkjun- um þannig að þjónustan við banda- ríska notendur er mjög góð. En það er ekki nóg að setja upp 40

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.