Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 73

Frjáls verslun - 01.08.1995, Page 73
FOLK PÁLA ÞÓRISDÓTTIR, EIMSKIP Pála er kynningarfulltrúi Eimskips. Myndin er tekin á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. s fjölbreytt enda er fyrirtækið stórt og viðskiptavinir margir. í dag starfa um 840 manns hjá fyrirtækinu þar af um 200 starfsmenn erlend- is. Þar hefur vaxtarbrodd- urinn verið mestur undan- farin ár og umfangið stöðugt að aukast. Nýlega keypti Eimskip t.d. flutningsmiðl- unarfyrirtækið Gelders Spetra Shipping BV í Rott- erdam, segir Pála Þóris- dóttir kynningarfulltrúi Eimskips. Pála er 26 ára og varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1991. Hún stundaði nám í University of South- Carolina í borginni Colum- bíu og lauk BA prófi í fjöl- miðlafræði, með áherslu á auglýsingafræði og al- mannatengsl, vorið 1993. „Ég hafði unnið hjá Eimskip í sumarafleysingum frá ár- inu 1988 á meðan ég var í skóla og þegar ég kom að utan byrjaði ég í afleysing- um en tók við starfi kynn- ingarfulltrúa í september 1993. Það var þá nýtt starf til aðstoðar kynningarstjóra sem var fyrir í starfi,“ segir Pála. KYNNINGARMÁL Pála hefur umsjón með hönnun og uppsetningu á prentuðu efni fyrirtækisins t.d. fréttabréfi, sem kemur út sex sinnum á ári, árs- skýrslu, dagatali Eimskips, sem margir þekkja, og öðru almennu kynningarefni þar sem áhersla er lögð á sam- ræmt útlit og stíl. >»Ég vinn með prent- smiðjum og auglýsingastof- um að gerð auglýsingaefnis og ber einnig ábyrgð á út- gáfu siglingaáætlana og leið- beininga sem koma út reglu- lega. í minn hlut fellur einnig að taka á móti auglýsinga- og styrkjabeiðnum sem fyrirtækinu berast en við höfum þá reglu að taka aðeins við slíku skriflega. Hingað berst mikið af alls kyns beiðnum og við styðj- um íþróttafélög, líknarfélög, menningarviðburði og önn- ur félagasamtök víða um land. í þessu starfi hef ég kynnst mörgu fólki, starfs- mönnum fyrirtækisins af öll- um starfssviðum, þjónustu- aðilum og viðskiptavinum. Ég tek á móti ýmsum fyrirspurnum sem hingað berast og hef umsjón með móttökum ýmissa hópa, sem boðið er til Eimskips, í samvinnu við kynningar- stjóra. Einnig sjáum við um þjónustu við skrifstofur fé- lagsins erlendis, sem eru sjö talsins, og höfurn umsjón með auglýsingum í sam- starfi við starfsmenn þar. Öflugt gæðastarf er unnið í fyrirtækinu og tek ég þátt í því þegar við á.“ VINNAN NÚMER EITT Sambýlismaður Pálu er Armann Guðmundsson, nemi. „Vinnan tekur mikið af tíma mínum og ég hef ekki mikið aflögu. Ég stunda lík- amsrækt og hef gaman af lestri góðra bóka og tímarita og að sjá góðar kvikmyndir. Ég tók mikinn þátt í félagslífi íVersló, t.d. málfundastörf- um og gæti hugsað mér að stunda félagsstörf þegar tími gefst til. Sem stendur legg ég mesta áherslu á að eiga góðar stundir með vin- um og ættingjum," segir Pála. 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.