Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 37
MARKAÐSMÁL nslensk erfðagreining hefur tek- ið nokkuð annan pól í hæðina í starfsmannamálum en mörg ís- lensk fyrirtæki fram að þessu. Hvetj- andi kerfi nær til allra starfsmanna. Vinna starfsmanna er verkefnatengd. Hver og einn vinnur að ákveðnu markmiði í ákveðnum hópi og þótt miðað sé við um átta stunda vinnudag, geta menn í raun unnið eins mikið og þeir kjósa umfram það. Viðveran fer oft eftir því hvar það verkefni, sem fengist er við hveiju sinni, er á vegi statt. Um hundrað manns unnu hjá ís- lenskri erfðagreiningu um áramót og stefnt er að því að starfsmenn verði tvöfalt íleiri, eða tvö hundruð, áður en árið er liðið. Fyrirtækið hefur verið mikið til umræðu vegna áræðni, genarann- sókna og nú siðast vegna milljarða- samnings við svissneska lyijatyrirtæk- ið Hoffmann - La Roche. OG ÍSLENSK ERFÐAGREINING VARÐ TIL Islensk erfðagreining varð að veru- leika með þeim hætti að sjö fjárfest- ingarfyrirtæki tóku sig saman og stofnuðu fyrirtækið, ásamt hópi Is- lendinga, undir forystu Kára Stefáns- sonar. Stofnijárfestarnir eru: Alta, Advent International, Arch Venture Partners, Atlas, Falcon Technologies, Medical Science Partners og Polaris Venture Partners. Öll eru þessi fyrir- tæki sérhæfð á sviði líftækni. Islenskri erfðagreiningu má skipta í ólík stjórnunarsvið: Fjármála- og þróunarsvið, upplýsingatæknisvið, töl- fræðisvið, rannsóknarsvið og almenn- an rekstur. Starfsmenn starfa svo inn- an þessara sviða en þegar kemur að vinnu á rannsóknarstofu er vinnan skipulögð í kringum hópa. AÐ HÆTTISILICON VALLEY Sú leið hefur verið valin að hvetja starfsmenn til dáða með því að gefa þeim kost á hlutabréfaeign í fyrirtæk- inu. A þetta jatht við um almenna starfsmenn og stjórnendur. Þessi að- ferð er þekkt hjá ungum fyrirtækjum TEXTI: Ólöf Rún Skúladóttir ► ► ► ► ► é, Lykilatriöi hvatakerfa aö hætti Silicon Vailey Markmið: Að stilla saman hags- muni fyrirtækis og starfsmanns með því að gera starfsmanni kleift að gerast hluthafi í við- komandi fyrirtæki og þar af leið- andi njóta góðs af þeim verð- mætum sem verða til. Gera starfsmenn meðvitaða um að þeirra vinna sé mikilvæg. Með öðrum orðum, þeir sem eigendur fyrirtækisins beri ábyrgð á velgengni þess. Kynna sér vel hvaða aðferðum önnur fyrirtæki hafa beitt til að koma á hvatakerfi. Sníða lausnir að aðstæðum hvers fyrirtækis. Hefjast handa. # # ✓ J í í LAUN OG HLUTABRÉFAEIGN Starfsfólk er ráðið upp á laun og hlutabréfaeign. Fyrirkomulag sem þetta hvetur starfsfólkið til að leggja sig fram því hagur fyrirtækisins verður hagur starfsmannsins með óyggjandi hætti. Hann fær ekki aðeins klapp á bakið. ÁHUGIOG METNAÐUR SKIPTA MESTU Fyrst og fremst er leitað að starfsmönnum sem hafa gaman af því sem þeir eru að gera. „Við leitum að fólki, sem fyrir utan að hafa menntun á ákveðnu sviði, vill ná árangri.” STÉTTARFÉLAG EKKISKYLDA Hjá íslenskri erfðagreiningu er það ákvörðun hvers og eins hvort og þá í hvaða stéttarfélagi hann er. Vissulega fellur þetta fyrirkomulag ekki innan hefðbundins ramma ASÍ og VSÍ. á hátæknisviði erlendis, ekki hvað síst í Silicon Valley í Kaliforníu, þar sem segja má að vagga margra hátæknifyr- irtækja sé. Uppskriftin er sem sagt bandarísk og þykir hafa gefist vel. Slík fyrirtæki verða gjarnan til fyrir tilstilli hóps fiárfesta eða stofnenda; starfs- fólk er ráðið upp á laun og hlutabréfa- eign. Fyrirkomulag sem þetta hvetur starfsfólkið til að leggja sig fram því hagur fyrirtækisins verður hagur starfsmannsins með óyggjandi hætti. Hann fær þvi ekki aðeins klapp á bak- ið heldur getur einnig tekið þátt í vel- gengni fyrirtækisins. Ahersla hefur veríð lögð á að kynna starfsmönnum vel þessa nýju hugsun og fyrirkomu- lag. Forsvarsmenn íslenskrar erfða- greiningar eru ánægðir með hvernig til hefur tekist fram að þessu. Skyldi sá hugsunarháttur sem fyr- irtækið sfyðst við að einhveiju leyti vera Islendingum framandi? Hannes Smárason, framkvæmdastjóri fiár- mála- og þróunarsviðs Islenskrar erfðagreiningar, telur svo vera að nokkru leyti. Hvers vegna? „Þetta er nokkuð sem ekki hefur veríð stundað á Islandi, nema í litlum mæli, þetta er svolítið nýtt. Þegar byijað er með nýja aðferð eða stjórnunarstíl tekur tíma að aðlagast honum.“ Það kerfi, sem fyrirtækið hefur val- ið í starfsmannamálum, hefur gefist ágætlega fram að þessu. Víða, þar sem hátækniiðnaður í upplýsinga- og líftækni er að verða til, er þessi háttur hafður á. MEÐALALDURINN RÚM ÞRJÁTÍU ÁR Meðalaldur starfsmanna íslenskr- ar erfðagreiningar getur vart talist hár, því nærri lætur að meðalaldur starfsmanna sé í kringum þrítugt. Þar þykir því vart tíðindum sæta þótt framkvæmdastjóri fiármála- og þróun- arsviðs sé þrítugur! En hvernig fólki sækist íslensk erfðagreining eftir, að menntun frátal- inni? Hannes Smárason segir fyrst og fremst leitað að einstaklingum sem hafi gaman af þvi sem þeir eru að gera. „Við leitum að fólki, sem fyrir utan það að hafa menntun á ákveðnu sviði, vill ná árangri í því sem það fæst við.“ Nóg virðist af slíku fólki á íslandi því að mati forsvarsmanna Islenskrar erfðagreiningar mun félagið ná þeim markmiðum sem sett hafa verið í ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.