Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.03.1998, Qupperneq 64
 Góðbændur o? ?lataðir $nillin?ar Óskiistjarnan eftir Birgi Sigurðsson i Þjóðleikhúsinu * * 1/2 Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Díslenskri sveit er að finna kjarngott fólk, traust og vandað. Það stendur með báða fætur á jörðinni og hleypur ekki frá skyldum sínum, þegar á bjátar. Þó að landbúnaðurinn sé að hrynja, ber það enga ábyrgð á því, heldur kerfiskarlarnir fyr- ir sunnan. Listamenn eru hins vegar vandræðagemlingar. Þeir eru eig- ingjarnir og kaldrifjaðir, metnaðarsjúkir, óhreinlyndir og frá- hrindandi. Þeir eru slæmir á taugum og flýja inn í heim eitur- vímunnar ef lífið er þeim mótdrægt. Ekki veit ég hvort þetta eru í alvöru skoðanir Birgis Sigurðs- sonar. En fyrsta leikrit hans í tíu ár er iskyggilega fullt af vana- hugmyndum, klisjum, af þessu tagi. Það fjallar um tvær systur, bóndadætur sem báðar hafa fengið listrænar gáfur í vöggugjöf. Önnur þeirra, Hrefna, fórnaði þeim í þágu heilsulausra foreldra, giftist vænum manni og tók í fyllingu timans við ættaróðalinu. Hin systirin, Bryndís, hélt út í heim, helgaði myndlistinni allra krafta sína, en lenti í ýmsum vondum málum og snýr nú aftur heim flak af manneskju. Leikurinn lýsir endurfundum systranna og uppgjöri. Birgir Sigurðsson er enginn nýjunga- maður í leikritasmíð. Hann er traustur fag- maður, kann vel að vinna úr söguefni sínu í samræmi við hefðbundnar forskrift- ir, byggja upp spennu, vekja og viðhalda for- vitni áhorfandans á meðan á leik stendur. Fortíðarleyndarmálin eru dregin upp eitt af öðru; kómíkin er notuð af hófsemi til að létta drungalegt andrúmsloft sögunnar. En persónu- lýsingar hans eru að þessu sinni án verulegrar dýptar; það er helst að sál- arástand Bryndísar veki áhugamanns. Síðanvant- ar það sem aldrei má vanta í svona drama (og var á sínum stað í Degi vonar, veigamesta leik- riti Birgis); einhverja sprengingu í lokin, jarðskjálfta sem skekur sál áhorfandans og heldur áfram að lifa þar í ótal eftirskjálftum. í staðinn heggur höfundur einfaldlega á hnútinn með því að senda hina taugabiluðu listakonu upp í flugvél og út í heim. Kærastinn hennar, misheppnaður rithöfundur, hleypur af stað á eftir henni, þó að hún hafi verið reglulega vond við hann, m.a.s. hellt úr vín- glasi yfir hann, og óskiljanlegt að maðurinn skuli ekki vera feg- inn að vera laus við hana. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Bryndísi. Hún gerir margt vel, áhorfendur finna glöggt að þessi kona er búin að sigla skipi sínu í strand. En einhvern veginn nær bijálsemi hennar og botnlaus örvænting aldrei að snerta mann tiltakanlega. Elva Ósk er frek- ar köld leikkona og sama máli gegnir um Halldóru Björnsdótt- ur sem var full stlf í hlutverki Hrefhu. A stundum varð hún auk þess yfir-dramatísk, einkum í þriðja þætti, en það skrifa ég einnig á reikning leikstjórans. Halldóra er tæpast rétt manngerð í þetta hlutverk, leikkonan hefði þurft að mynda betra mótvægi við Bryndísi Elvu Óskar. Karlmennirnir skila sínu mjög vel: Valdi- mar Flygenring, Þór Túliníus og Gunnar Eyjólfsson, sem leikur föður stúlknanna, heilabilað gamalmenni. Ég hefði ráðlagt höfundi að stytta hlutverk föðurins til muna; ruglið í honum varð fljótlega leiðigjarnt og að lokum alveg hætt að bæta nokkru nýju við. Nýliðinn Anita Briem var lífleg og óþvinguð í hlutverki ungu stúlkunnar Kristínar. Þóra Friðriksdóttír var bráðgóð sem gestkona á heimilinu, óþolandi og bijóstumkennanleg (og það er ekki rétt sem einhvers staðar var skrifað, að hún hafi verið illa haldin af frum- sýningarskrekk). Leikmyndin er mjög stílfærð og ég skil ekki hvers vegna. Sam- kvæmt handriti ætlast höfundur til að hún sé með frekar natúralísku sniði, miðli tilfinningu fyrir því sveitaheimili sem leikurinn fer fram á. Leikmyndahönn- uður og leikstjóri kjósa að fara aðra leið. Þannig eru eng- ir veggir á sviðinu nema bakveggur sem er hlaðinn upp af heyböggum. Kolsvört tjöld til hliðar og á bak við skapa myrkvað tóm, áhrif yfirþyrmandi drunga. Yfir sviðinu hanga tveir gluggar sem leiða a.m.k. huga minn miklu fremur að götumynd í borg en íslenskri sveit. Þeir virtust bara vera þarna upp á punt. Sviðsetning Hallmars Sigurðssonar var annars unnin af snyrtimennsku og trúnaði við verk höfundar, sem ekki er vert að vanmeta á þessum síðustu og verstu tímum. H3 fremurköld leikkona. 64 Leikhúsgagnrýni Jóns Vidars Jónssonar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.