Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1998, Side 64

Frjáls verslun - 01.03.1998, Side 64
 Góðbændur o? ?lataðir $nillin?ar Óskiistjarnan eftir Birgi Sigurðsson i Þjóðleikhúsinu * * 1/2 Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Díslenskri sveit er að finna kjarngott fólk, traust og vandað. Það stendur með báða fætur á jörðinni og hleypur ekki frá skyldum sínum, þegar á bjátar. Þó að landbúnaðurinn sé að hrynja, ber það enga ábyrgð á því, heldur kerfiskarlarnir fyr- ir sunnan. Listamenn eru hins vegar vandræðagemlingar. Þeir eru eig- ingjarnir og kaldrifjaðir, metnaðarsjúkir, óhreinlyndir og frá- hrindandi. Þeir eru slæmir á taugum og flýja inn í heim eitur- vímunnar ef lífið er þeim mótdrægt. Ekki veit ég hvort þetta eru í alvöru skoðanir Birgis Sigurðs- sonar. En fyrsta leikrit hans í tíu ár er iskyggilega fullt af vana- hugmyndum, klisjum, af þessu tagi. Það fjallar um tvær systur, bóndadætur sem báðar hafa fengið listrænar gáfur í vöggugjöf. Önnur þeirra, Hrefna, fórnaði þeim í þágu heilsulausra foreldra, giftist vænum manni og tók í fyllingu timans við ættaróðalinu. Hin systirin, Bryndís, hélt út í heim, helgaði myndlistinni allra krafta sína, en lenti í ýmsum vondum málum og snýr nú aftur heim flak af manneskju. Leikurinn lýsir endurfundum systranna og uppgjöri. Birgir Sigurðsson er enginn nýjunga- maður í leikritasmíð. Hann er traustur fag- maður, kann vel að vinna úr söguefni sínu í samræmi við hefðbundnar forskrift- ir, byggja upp spennu, vekja og viðhalda for- vitni áhorfandans á meðan á leik stendur. Fortíðarleyndarmálin eru dregin upp eitt af öðru; kómíkin er notuð af hófsemi til að létta drungalegt andrúmsloft sögunnar. En persónu- lýsingar hans eru að þessu sinni án verulegrar dýptar; það er helst að sál- arástand Bryndísar veki áhugamanns. Síðanvant- ar það sem aldrei má vanta í svona drama (og var á sínum stað í Degi vonar, veigamesta leik- riti Birgis); einhverja sprengingu í lokin, jarðskjálfta sem skekur sál áhorfandans og heldur áfram að lifa þar í ótal eftirskjálftum. í staðinn heggur höfundur einfaldlega á hnútinn með því að senda hina taugabiluðu listakonu upp í flugvél og út í heim. Kærastinn hennar, misheppnaður rithöfundur, hleypur af stað á eftir henni, þó að hún hafi verið reglulega vond við hann, m.a.s. hellt úr vín- glasi yfir hann, og óskiljanlegt að maðurinn skuli ekki vera feg- inn að vera laus við hana. Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Bryndísi. Hún gerir margt vel, áhorfendur finna glöggt að þessi kona er búin að sigla skipi sínu í strand. En einhvern veginn nær bijálsemi hennar og botnlaus örvænting aldrei að snerta mann tiltakanlega. Elva Ósk er frek- ar köld leikkona og sama máli gegnir um Halldóru Björnsdótt- ur sem var full stlf í hlutverki Hrefhu. A stundum varð hún auk þess yfir-dramatísk, einkum í þriðja þætti, en það skrifa ég einnig á reikning leikstjórans. Halldóra er tæpast rétt manngerð í þetta hlutverk, leikkonan hefði þurft að mynda betra mótvægi við Bryndísi Elvu Óskar. Karlmennirnir skila sínu mjög vel: Valdi- mar Flygenring, Þór Túliníus og Gunnar Eyjólfsson, sem leikur föður stúlknanna, heilabilað gamalmenni. Ég hefði ráðlagt höfundi að stytta hlutverk föðurins til muna; ruglið í honum varð fljótlega leiðigjarnt og að lokum alveg hætt að bæta nokkru nýju við. Nýliðinn Anita Briem var lífleg og óþvinguð í hlutverki ungu stúlkunnar Kristínar. Þóra Friðriksdóttír var bráðgóð sem gestkona á heimilinu, óþolandi og bijóstumkennanleg (og það er ekki rétt sem einhvers staðar var skrifað, að hún hafi verið illa haldin af frum- sýningarskrekk). Leikmyndin er mjög stílfærð og ég skil ekki hvers vegna. Sam- kvæmt handriti ætlast höfundur til að hún sé með frekar natúralísku sniði, miðli tilfinningu fyrir því sveitaheimili sem leikurinn fer fram á. Leikmyndahönn- uður og leikstjóri kjósa að fara aðra leið. Þannig eru eng- ir veggir á sviðinu nema bakveggur sem er hlaðinn upp af heyböggum. Kolsvört tjöld til hliðar og á bak við skapa myrkvað tóm, áhrif yfirþyrmandi drunga. Yfir sviðinu hanga tveir gluggar sem leiða a.m.k. huga minn miklu fremur að götumynd í borg en íslenskri sveit. Þeir virtust bara vera þarna upp á punt. Sviðsetning Hallmars Sigurðssonar var annars unnin af snyrtimennsku og trúnaði við verk höfundar, sem ekki er vert að vanmeta á þessum síðustu og verstu tímum. H3 fremurköld leikkona. 64 Leikhúsgagnrýni Jóns Vidars Jónssonar

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.