Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Síða 29

Frjáls verslun - 01.10.1998, Síða 29
ARÐSEMI EIGINFJÁR VAR 200% Fyrirtæki Friðriks, Friðrik Skúlason ehf., er það arðbærasta á tölvumarkaðnum. Velta þess á síðasta ári var 176 milljónir og nam hagnaðurinn um 76 milljónum fyrir skatta. Hagnaður sem hlutfall af veltu var 43%. Eigið fé fyrirtækisins var 38 milljónir um síðustu áramót. Arðsemi eiginfjár Friðrik Skúlasonar ehf. á síðasta ári var því 200%! Geri aðrir betur. ans. Við höfðum engin ijárráð til að stunda hefðbundna markaðssetningu. Þeir sjóðir og flármálastofnanir sem við leituðum tíl hlógu að okkur. Þess vegna urðum við að beita sömu aðferð og Litla gula hænan, þ.e. að gera allt sjálf. Fyrir vikið eigum við fyr- irtækið skuldlaust í dag.“ Veiruforriti Friðriks er dreift á netinu sem svokölluðum deilihugbúnaði eða „shareware". Það þýðir að einstaklingar fá ókeypis aíhot en fyrirtaeki greiða fyrir af- notin. Virkar þetta vel? Er forritinu ekki bara stolið? „Þessi aðferð hentar ekki nema um sé að ræða hugbúnað sem höfðar til allra sem nota tölvur. Viðtakendur eru hvattir til að dreifa forritinu tíl sem flestra og kynna það um leið. Einnig eru menn beðnir að skrá sig og senda greiðslu ef þeir nota forritíð. Þetta gengi aldrei hér þar sem hugbúnaðarþjófn- aður er svo algengur sem raun ber vitni en útí í Bandaríkjunum gengur þetta vel. Fyrirtæki sem nota vírusforritín borga okkur einn dollar á hverja tölvu fyrir árið. Stærstu samningar sem við höfum gert eru við fyrirtæki sem eru með 50 þúsund tölvur. í dag gerum við einnig samninga við önnur hugbúnaðarfyrirtæki sem fá hjá okkur hluta af veiruforritinu til að nota í sín eigin forrit. Þannig leggjum við tíl hluta af forritum eins og Command AntiVirus og F-Secure svo dæmi sé tekið. Slíkir samn- ingar eru orðnir þeir mikilvægustu sem við gerum.“ En hver er ástæðan fyrir þvi að Islend- ingar stela hugbúnaði? „Æitli það sé ekld hlutí af meintu aga- leysi í þjóðfélaginu. Það eru margir heiðar- legir en svörtu sauðirnir eru margfalt fleiri. Það eru dæmi um opinberar stofnan- ir og stór fyrirtæki sem kaupa eitt eintak af dýrum hugbúnaði og fjölfalda síðan fyrir allar deildirnar. Hingað hringir stundum fólk sem vill fá leiðbeiningar og þjónustu þrátt fyrir að vera ekki skráðir notendur. Þetta fólk verður móðgað þegar því er sagt að það sé ekkert annað en þjófar. Is- lenski markaðurinn er aðeins 1% af sölunni en þarf 50% af þjónustunni." Hver er tilgangurinn með ættfræði- skráningunni sem hér fer fram? „Eg hef alltaf haft áhuga á ættfræði og þegar ég bjó til ættffæðiforritíð á sínum tíma lét ég fylgja með því lítínn grunn með nöfnum og ættfærslum nokkur þúsund ís- lendinga. Síðan hef ég verið að stækka þetta smátt og smátt og nú eru meira en 550 þúsund manns í grunninum. Það hafa verið tíl um 1500 þúsund Islendingar frá landnámi en heimildir eru tíl um 600 þús- und þeirra. Minn draumur er að gefa út á geisladiski ættfræðiupplýsingar um alla Is- lendinga. Það er mjög tímafrekt að bæta við þeim sem vantar og ég sá fram á að það tæki 10 ára vinnu. Samstarfið við Islenska erfðagreiningu gerir það að verkum að þetta verður tílbúið miklu fyrr en ætlað var. Eg legg tíl minn grunn, bókasafn, verk- stjórn og aðstöðu, en þeir leggja tíl fé tíl að greiða laun og þess háttar og þeir skrifuðu fj ö 1 ii o ten d afo r i*i t fyrir gagnaskráningu svo nú sitja 15 manns við skráningu. Affaksturinn verður tvíþættur. Annars vegar sérhæfður gagnagrunnur fyrir þá og hins vegar sá sem ég ætla að gefa út á geisladiski. Þetta gerist á næstu árum.“ Friðrik segir að ekkert skipurit hafi verið gert fyrir fyritækið og hann sé eng- inn stjórnandi. „Við viljum ekki starfsfólk sem þarf stjórnun. Við viljum fólk sem við getum falið verkefiii og það síðan leyst þau án þess að það þurfi að standa yfir þeim. Hér vinna forritarar af ýmsu þjóðerni bæði Ástralir, íslendingar, Kanadamaður og Búlgari. Það var dálítíð skondið að þegar við sóttum um atvinnuleyfi fyrir hann þá sóttum við um hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur því tölvufræðingar hafa ekkert stéttarfélag. Þeir vildu ekki veita leyfið svo hann gekk í Félag íslenskra náttúruffæð- inga sem skrifaði upp á atvinnuleyfið. Mað- urinn er jú veirufræðingur með doktorspróf í tölvuveirufræðum frá þýskum háskóla." Sjálfúr fór Friðrik í sálffæðinám með- ffam tölvuffæðinni. Upphaflega var það áhugi á gervigreind sem var hvatínn að sál- fræðináminu. Hann misstí svo áhugann á gervigreindinni en lauk sálffæðináminu að mestu en skrifaði aldrei lokaritgerð. „Mér fannst þetta skemmtilegt nám og skemmtilegt fólk.“ En hvert stefiiir Friðrik með sitt fyrir- tæki. Mun stríðið við veirurnar standa um ókomna framtíð eða finnur hann ný við- fangsefhi? „Mitt nálægasta framtíðarmarkmið er að vinna minna en 100 tíma á viku og geta eytt meiri tíma með dóttur minni.“ 33 Aattin Platti meó úrvals jólaréttum lcr 1750 Þú sækir eða við sendum Jómfrúin veitingaþjónusta Pöntunarsími 5510100 Opið á verslunartíma í desember 29

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.