Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 71

Frjáls verslun - 01.10.1998, Qupperneq 71
TÖLVUMÁL STÓRLAXAR í VIÐSKIPTUM Tvö af allra stærstu fyrirtækjum Danmerkur, símafélagið Tele Danmark, og DSB, danska járnbrautarfélagið, nota kerfi Landsteina fyrir verslanir sínar en samtals reka þau yfir 200 verslanir um alla Danmörku. verslanir um alla Danmörku og DSB rekur 143 búðir, veitingastaði og söluturna. Um þessar mundir er verið að setja kerfið upp fyrir DSB og verður því verki lokið um miðjan desember. í hverri viku er kerfið sett upp í 10-15 búðum hjá þeim. Af öðrum verkefnum má nefna að Landsteinar hafa gert samning við tvær stórar verslanakeðjur um uppsetningu á verslunarkerfinu. Verslanakeðjan Rema 1000, sem rekur 50 verslanir í Danmörku, og opnar sífellt fleiri, og Jacodan sem rek- ur 45 verslanir með svipuðu sniði og Bón- us. Gerður hefur verið samningur við öfl- ugt heildsölu- og verslunarfyrirtæki í Arós- um, KEN/Hallum Storkokken A/S, um heildartölvuvæðingu og í samvinnu við eitt stærsta tölvufyrirtæki Danmerkur, Dana- Data A/S, er nú unnið að uppsetningu á þjónustukerfi Landsteina fyrir einn helsta keppinaut Marels hf., Scanvægt A/S sem hefur dótturfyrirtæki í 18 löndum. Að lok- um má nefna að Landsteinar hafa tekið að sér að þróa lausn í Navision Financials fyr- ir innkaupafyrirtæki í eigu sveitarfélag- anna sem annast kaup og dreifingu á lyfj- um fyrir sjúkrahús. En duga þessir samningar til að ná inn fyrir þeim útgjöldum sem eru samfara stofnun fyrirtækis? Já, reyndar, og gott betur, því þessi verkefni skila öll góðri framlegð og rekstraruppgjör í lok ársins mun sýna góðan hagnað. Ekki lakur árang- ur það. En þar verður ekki látið staðar numið. Frekari landvinningar eru á dag- skránni. Til dæmis hefur verslunarkerfi Landsteina verið selt til verslunarkeðju í Belgíu, sem rekuryfir 400 verslanir, og því fylgir að Landsteinar munu aðlaga og breyta kerfinu eftir séróskum viðskiptavin- arinns, hluti þeirrar vinnu kemur í hlut Landsteina í Danmörku. Rema 1000 rekur auk þess verslanir í átta löndum og reikna má með því að það muni leiða til viðskipta fyrir Landsteina á komandi árum. Danir eru öðruvísi í sínum hugsana- gangi en íslendingar. Gunnar Páll segir að skipulagningin sé þeim mjög mikilvæg, og tímaáætlanir verði að standast. „Það er kannski einkennandi fyrir þá að þeir undirbúa allt mjög vel áður en þeir fara af stað með verkefni. Þeir skilgreina allt niður í kjölinn, ætlast til að hlutirnir séu eins og um var rætt og enginn óeðlileg frá- vik séu. Gerðar eru greiðsluáætlanir sem hægt er að treysta á að standist en ef ekki er skilað á réttum tíma þá eru dagsektir”. Jón Garðar segir að Danir virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skipta við útlendinga, svo lengi sem þeir fái það sem þeir vilji. Astæðan fyrir því að Landsteinar eru í Arósum er sú að Tele Danmark hefur sín- ar höfðustöðvar þar. Segja má að samning- urinn við Tele Danmark hafi verið stökk- pallur inn á danska markaðinn því um leið fóru Landsteinar að kanna möguleikann á frekari útþenslu. „Um leið og við fengum tækifæri til að sýna okkur og það sem við höfðum fram að bjóða, tóku menn okkur opnum örmum.“ Adidas fyrirtækið þýska þarf vart að kynna fyrir lesendum, en svo vill til að Landsteinar International, móðurfélag Landsteina, hefur verið fengið til að að- stoða við rekstur tölvukerfis þessa risafyr- irtækis. Gunnar Páll segir að þetta samstarf hafi leitt til þess, að Landsteinar voru fengnir til að aðstoða við framtíðarskipulag á tölvukerfum fyrirtækisins. „Fyrir utan ráðgjöf og verkefnisstjórn- un eru alltaf þrír til fjórir menn frá Land- steinum sem sitja í höfuðstöðvum Adidas og forrita þar með tæknimönnum Adidas.“ Meirihluti starsfmanna Landsteina í Ár- ósum er nú Islendingar. Bæði menntaðir í Danmörku og á Islandi. Þrátt fyrir gríðar- legan vöxt í tölvugeiranum undanfarin ár, og skort á tölvumönnum, hefur fyrirtæk- inu gengið ágætlega að manna starfsem- ina. Á næstu vikum hefja 5 nýir starfsmenn MUNURINN Á ÍSLENDINGUM OG DÖNUM í VINNU Það er munur á íslendingum og Dönum þegar vinna er annars vegar. Danir eru engu síðri starfskraftur en íslendingar en þeir vilja helst ekki vinna langt fram á kvöld eða um helgar. Þeir krefjast ekki endilega geysihárra launa - en vilja sitt frí. störf hjá fyrirtækinu, einn íslendingur og fjórir Danir. Mikilvægt er að fá góða blöndu af íslendingum og Dönum. Jón Garðar segir að það sé munur á Islending- um og Dönum þegar vinna sé annars veg- ar. Danir séu engu síðri starfskraftur en Is- lendingar, en vilji helst ekki vinna langt fram á kvöld eða um helgar. Þeir krefjist ekki endilega geysihárra launa, heldur vilji sitt fri. „Munurinn á íslenskum tölvumönnum og þeim dönsku er einnig sá að þeir ís- lensku hafa oft meiri víðsýni. Markaðurinn heima gerir það að verkum að einn og sami maðurinn verður að vera vel að sér í nánast öllum hlutum.“ 133 Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. ®?Ofnasmiöjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.