Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 23
FORSÍÐUGREIN aöfnum. í þessu samstarfi er Nóatún gríðarlega traust vörumerki sem verður áfram á sínum stað á markaðnum.“ Sterkir í kjötinu Eitt af því sem Nóatún hefur alltaf lagt mikla áherslu á er að veita góða þjónustu varð- andi kjöt. Nóatún rekur eigin kjötvinnslu og verk- smiðju í nýlegu 1400 fermetra eigin húsnæði í Faxa- feni þar sem allar kjötvörur fyrir verslanirnar eru unnar. Mun þessi sérstaða ekki haldast við breyttar aðstæður? „Þetta hefur alltaf verið okkar styrkur og verður áfram. Við leggjum áherslu á gæði og fagmennsku í þessu sambandi. Þetta geta ekki allir keppinautar okkar því það að hafa gott kjötborð kostar mikla vinnu og dýran, faglærðan vinnukraft," segir Jón Þor- steinn, markaðsstjóri Nóatúns, sem er jafnframt lærður matreiðslumaður. „Við höfum náð gríðarlega sterkri stöðu á þessu sviði. Eftir uppstokkun undanfarinna ára lítum við á Nýkaup sem okkar helsta keppinaut í þessum efiium. Þarna verður að leggja höfuðáherslu á gæðin. Ef þau eru ekki í lagi þá kemur það í bakið á mönnum.“ Styrkur Nóatúns á þessu sérsviði sést best á því að fyrir ijórum árum hóf fyrirtækið framleiðslu á hamborgarhryggjum undir sinu eigin vörumerki og er í dag stærsti framleiðandi á höfuðborgarsvæðinu. Kjötvinnsla félagsins velur þá framleiðendur sem eru með bestu framleiðsluna og skiptir beint við þá. „Við teljum að með því að eiga okkar eigin kjöt- vinnslu vinnum við gegn fákeppni og verðhækkun- um á þeim markaði." Ekki vera báðum megin við borðið En með rekstrí á sinni eigin verksmiðjuvinnslu, hefur Nóatúnsmönn- um aldrei dottið í hug að eignast ítök á framleiðslu- stiginu líka og heíja búrekstur? „Það hefur hingað til verið álit okkar að þessu eigi að halda aðskildu. Það sem gerði Sláturfélagsmönn- um erfitt fyrir á sínum tíma var að sitja báðum megin við borðið í þessum efnum. Við teljum að það hafi verið rétt ákvörðun hjá þeim að einbeita sér að fram- leiðslustiginu eingöngu. Hitt er svo annað mál að þegar fyrirtæki eru komin á markað, eins og við stefnum að, þá er auðvitað ekkert sem hindrar fram- leiðendur í því að kaupa sér hlut í t.d. Kaupási ef þeim finnst það fysilegur kostur.“ Um tíma á sjöunda áratugnum átti Nóatún í félagi við aðra sláturhús í Borg í Grímsnesi og Vík í Mýrdal og rak í nokkur ár. „Þetta var fyrst og fremst til þess að tryggja að verslanir okkar fengju kjöt en þá gat verið mjög erfitt að fá lambakjöt, sérstaklega seinni hluta sumars. Þetta stóð sem betur fer stutt,“ segir Jón. Sagan um Bónus mun ekki endurtaka sig Með tilurð Kaupáss er ljóst að keðjumyndun á matvörumarkaðn- um á Suðvesturhorninu verður enn skýrari. Jóhannes Jónsson, keppinautur ykkar, kenndur við Bónus, hef- ur lýst því hvernig honum tókst að koma undir sig fótunum í upphafi vegna þess að enginn trúði því að þetta myndi ganga. Þess vegna brugðust keppinaut- arnir ekki við og gerðu honum kleift að koma sér fyrir í því tómarúmi sem myndast hafði á markaðnum. Er ekki hætta á að slíkt tómarúm myndist og fljót- lega stofni einhver nýjan „Bónus“ til að keppa við stóru keðjurnar? „Það er auðvitað alveg ljóst að ákveðinn hluti kaupenda vill versla nær ein- göngu í lágverðsmörkuðum og erlendis hafa þeir oft um 15 - 20% markaðs- hlutdeild. Það eru allt aðrar aðstæður á markaðnum nú en voru fyrir 10 árum þegar Bónus var stofnaður. í skipuriti Kaupáss er gert ráð fyrir stofnun lág- verðsmarkaðar og það munum við gera ef okkur finnst ástæða til þess og hentug staðsetning finnst," segir Einar Örn Jónsson, stjórnarformaður Kaupáss. „Við munum ekki gefa neinum kost á að koma sér fyrir á markaðnum með líkum hætti og gerðist fyrir 10 árum.“ Góðir keppinautar á markaðnum Þeir Nóatúnsfeðgar telja að þótt talsverðar sviptingar hafi verið á matvörumarkaðnum undanfarin ár þá sé markaðurinn þrátt fyrir allt kominn í ákveðið jaínvægi. „í dag er mjög gott að keppa við þær keðjur sem eru á markaðnum,“ segir Jón Þorsteinn. „Þetta eru allt traustir og ábyrgir aðilar. Það er betra fyrir okkur heldur en Öryggisskáparnir frá Rosengrens enj traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.