Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.04.1999, Blaðsíða 70
Jón með forstöðumönnum þeirra þriggja sviða sem Húsasmiðjunni er skiþt uþþ í. Frá vinstri: Stefán Árni Einarsson innkauþastjóri, Auður Harðardóttir fjármálastjóri, Jón, og Bogi Þór Siguroddsson, sölu- og markaðsstjóri. BÚSkapur í borginni Þegar ég spyr Jón hvenær hann hafi hafið störf hjá fyrirtæk- inu verður það sama upp á teningnum. Á hann að telja frá því að hann byrjaði að vinna við verslunina eða miklu fyrr, þegar hann fór að vinna í kartöflugarði fjölskyld- unnar, eða við eggjatínslu í hænsnahúsinu? Þannig er mál með vexti að af mikilli framsýni keypti Snorri árið 1954 lóð við það sem varð síðar Skútuvogur. Nokkrar bygg- ingar voru á lóðinni og þótti Snorra sjálf- sagt að nýta þær með einhveijum hætti og kom sér þar upp hænsnabúi. Þar hóf Jón störf á unga aldri við eggjatínslu og fóðrun hænsnanna. I skjóli við eitt húsið var kom- ið upp kartöflugarði og börnin lögðu sitt af mörkum við að pota útsæðinu niður á vorin og vinna við uppskeruna á haustin. Ennfiremur voru inn á lóðinni fjárhús, þar sem karl nokkur uppi á Langholtsvegi hafði nokkrar kindur, og svo fengu Völund- arbræður eitt húsið fyrir hestana sína. Þeir höfðu lykla að lóðinni löngu eftír að þeir voru orðnir harðir keppinautar í timbursöl- unni! „Við systkinin vorum alin upp líkt og tíðkaðist á sveitaheimilum fyrr á öldinni. Eftír þvi sem við höfðum aldur til gengum við í öll tilfallandi störf í fyrirtækinu eftír þörfum. Sturla, eldri bróðir minn, sem nú hefur umsjón með rekstri eigna í fyrirtæk- inu, lærði húsasmíði hjá pabba. Sjálfur lauk ég verslunarprófi frá Verslunarskólanum og bættí svo við mig námi í viðskiptum og tungumálum í Cambridge 1967. Sigur- björg, systír okkar, vann líka í fyrirtækinu þar til fyrir 10 árum.“ Húsasmiðjan er fjölskyldufyrirtæki af þeirri gerð, sem vex hægt og hægt út úr lífsstarfi og áhugamálum húsbóndans, en haslar sér síðan eigin völl innan viðskipta- lífsins. Eins og áður segir var timbursalan í fyrstu að mestu í formi umboðssölu fyrir Völund. Eftír því sem frjálsræði í viðskipt- um óx með Viðreisninni og á árunum þar á eftír tók hún í auknum mæli að flytja inn tímbur á eigin vegum. ,ý\llt fram tíl 1986 var Húsasmiðjan eingöngu með timbur- verslun en þá voru fyrirtækinu sett ný markmið og ákveðið að breikka og stækka rekstrarsviðið og við skilgreindum okkur sem alhliða verslun með byggingavörur og hvers konar vörur til heimilisnota. Árið 1986 fluttum við svo í nýtt og veglegt versl- unarhúsnæði við Skútuvog og höfum síð- an verið þar með allar vörur sem menn hugsanlega þurfa „allt frá grunni að góðu heimili," segir Jón Snorrason. lnnflutningur og timburvinnsla „Við ffytj- um sjálfir inn megnið af öllum okkar vör- um og kaupum beint af innlendum fram- leiðendum, eins og Vírneti og Steinull. Við erum nú með u.þ.b. 40% markaðshlutdeild í innflutningi á tímbri. Við leggjum áherslu á að að afla okkur vara sem víðast um heiminn. Við áttum töluverð viðskipti við Sovétríkin á árum áður. Þeim viðskiptum var alltaf úthlutað í hlutfalli við markaðs- hlutdeild og þar sem við vorum yngstir í greininni áttum við ekki greiðan aðgang í fyrstu. Þessi viðskipti voru dálítíð sérstök, samkeppnisaðilar eins og SH og SÍS urðu að vinna saman að útflutningnum og eins var með innflutninginn. þar áttum við m.a. samstarf við BYKO. Seinni árin höfum við flutt mikið inn ffá Skandinavíu og í auknum mæli frá Eystra- saltslöndunum. Við vorum fyrsta fyrirtækið í þessum geira sem fór út í umfangsmikla tímbur- vinnslu. Við heflum, sögum og þurrkum mikið af tímbri. Við höfúm framleitt mikið af skjólpöllum í garða og garðyrkjumenn hafa verið góðir viðskiptavinir okkar gegn- um árin. Stór hlutí íslendinga situr í okkar skjóli í görðunum sínum. Við höfum frá upphafi lagt stund á hurða- og gluggasmíði og eigum núna fullkomna og góða verk- smiðju í Fífuhvammi, þar sem vinna um 20 manns, iðnaðarmenn og ófaglærðir. Árið 1985 voru starfsmenn fyrirtækisins 50 en voru orðnir 320 árið 1998. Á þessu ári bætt- ust við 45 starfsmenn á Akureyri við yfir- tökuna á Byggingarvörudeild KEA. Hraður vöxtur Fyrirtækið hefur stækkað hratt síðasta hálfan annan áratuginn. Árið 1988 lluttum við í nýtt verslunarhús við Skútuvog, sem sennilega er okkar þekktasta verslun, 4.200 fermetra skáli borinn uppi af límtrésbitum frá Límtrés- verksmiðjunni á Flúðum. Þá vorum við msm -mmæxsi ws&mm 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.