Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 19

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 19
PÁLL SIGURJÓNSSON MflÐUR ARSINS maður ársins Páll Siguijónsson, forstjóri Ístaks, er maður ársins 1999 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Hann hlýtur þennan heiður fyrir einstakan árangur við stjórn- un ístaks og farsælan feril. Stjórnun hans einkennist af vald- dreifingu, sjálfstæði stjórnenda, skipulagi, aga, metnaði og framtakssemi. Fyrirtækið starfar á miklum keppnismarkaði þar sem flestra verkefna, tekna, er aflað með tilboðum í verk og þar er ekki á vísan að róa. Frjáls verslun óskar honum, konu hans, Sigríði Gísladóttur, ijölskyldu og starfsmönnum ístaks til hamingju. Páll er afar þekktur innan viðskiptalífins þótt al- menningur þekki ef til vill minna til hans. Á árunum ‘78 til ‘85 var hann formaður VSI og þá brá honum tíðum fyrir á sjón- varpsskjám landsmanna. Það er ekki ofmælt að fullyrða að Páll og hans samstarfsmenn hjá Istaki hafi látið verkin tala í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins. Iistinn er langur og mannvirkin mörg þar sem íyrirtækið hefur komið við sögu með einum eða öðr- um hætti. Hvalfjarðargöngin bar eflaust hæst á síðasta ári, en á þessu ári má nefna stækkun Kringlunnar, Sultartangavirkjun, stækkun Járnblendiverksmiðjunnar, nýja Olíshúsið, nýtt og glæsilegt íþróttahús KR, frystigeymslur íyrir Isfélag Þorláks- hafnar, endurbyggingu flugskýlis fyrir flugher Bandarikjanna á Keflavíkurflugvelli og skrifstofu- og birgðahús Austurbakka. Og við blasa verkefni eins og endurbygging Reykjavíkurflug- vallar og jarðvinna við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Istak byrjaði smátt, eins og svo mörg alvöru ævintýri, þróun sem gengið hefur hægt og sígandi. Segja má að Kambarnir hafi rutt brautina fyrir nær þrjátíu árum, þ.e. gerð fyrsta áfanga hringvegarins austur fyrir fjall, yfir Hellisheiði og um Kamb- ana. Þetta var verkið sem gaf vind í seglin. Fyrirtækið hefur nokkrum sinnum gengið í gegnum erfiða tima og þurft að segja upp mörgum starfsmönnum vegna verkefnaskorts. Núna er Istak stærsta byggingafyrirtæki landsins, skákaði íslensk- um aðalverktökum úr því sæti fyrir tveimur árum. Hjá því starfa um 450 manns, þar af um 40 tæknimenntaðir menn. Þetta er verkfræðilegt verktakafyrirtæki, sá er bragurinn. Fyr- irtækið velti um 4,5 milljörðum króna á síðasta rekstrarári og var hagnaður fyrir skatta 268 milljónir ki'óna. Árið áður var hagnaðurinn um 265 milljónir fyrir skatta. Páll hefur verið for- maður stjórnar Utflutningsráðs frá ‘93 og setið í stjórn Pihl í Danmörku frá 1989. Hann er ræðismaður Belgíu á íslandi. Danska fyrirtækið Pihl er aðaleigandi ístaks, með 96% hlut, á móti 4% hlut þeirra Páls Siguijónssonar og Jónasar Frímanns- sonar, verkfræðings hjá Istaki, nánasta samstarfsmanns Páls í yfir þrjátiu ár. SD Verkin tala Sultartangavirkjun, Kringlan, stækkun, Hvalfjaröargöng, Vestfjarðagöng, Mýja Olís-húsiö, Járnblendlverksmiöjan, Grundartanga, Járnblendiverksmiðjan, stækkun, íþróttahús KR, lönskólinn í Hafnarfirði, Álver Morðuráls, Álverið í Straumsvík, stækkun, Ráðhúsið í Reykjavík, Flugstöö Leifs Eiríkssonar, uppsteypa, Stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, jarðvinna, Flugskýli á Keflavíkurflugvelli, endurbygging, Höfnin í Helguvík, Höfnin í Þorlákshöfn, Hafnargarður i Hafnarfjarðarhöfn, Austurbakki, skrifstofur og vörugeymslur, Hrauneyjafossvirkjun, Morgunblaðshúsiö, Bessastaðir, endurbygging Bessastaðastofu, Bessastaðir, viðgerð á Bessastaðakirkju, Bessastaðir, starfsmanna- og þjónustuhús, Dómkirkjan, endurbætur, Þjóðleikhúsið, endurbætur, Þjóðminjasafn, endurbætur, Safnahús við Hverfisgötu, endurbætur, Iðnó, endurbætur, Frystigeymsla Eimskips, Frystigeymsla Samskipa, Frystigeymsla í Þorlákshöfn, Síldarvinnslan, vinnsluhús fyrir loðnu og síld, Harpa, málningarverksmiðja, Brú yfir Jökulsá á Brú, Brú yfir Elliðaárnar, Skautahöllin í Reykjavík, Grafarvogskirkja, Reykjavíkurflugvöllur, endurbygging, Breska og þýska sendiráðiö, Nýjar bensínstöðvar fyrir Skeljung og Olís, Fyrsti áfangi hringvegarins; frá Reykjavík, um Hellisheiði og Kambana (árið 1971)

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.