Fregnir - 01.12.1994, Page 11

Fregnir - 01.12.1994, Page 11
FREGNIR Höfundarréttarleg vandamál varðandi efni á tölvutæku formi snúast að miklu leyti um hvenær heimilt er að afrita efni til einkanota, en þessi heimild í lögunum felur í sér undanþágu frá þeim einkarétti, sem höfundur nýtur til að gera eintök af verki sínu. Andersen taldi að nýtt frumvarp til danskra höfundalaga leysti ekki nægilega úr því hvað sé heimil einkaafritun og hvað ekki. Fram kom að í frumvarpinu er ákvæði, sem ætlað er að banna alla afritun á efni á tölvutæku formi. Andersen fjallaði einnig um frumvarp að tilskipun Evrópusambandsins um vernd gagnabanka (COM(93)464 SYN 393). Samkvæmt frumvarpinu er gagnabönkum veitt tvenns konar vernd. Annars vegar er um að ræða að gagnabanki nýtur höfundarréttarverndar að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Hins vegar er um að ræða að gagnabönkum, sem ekki uppfylla þau skilyrði, er veitt sú vernd að óheimilt er að nota efni þeirra í ávinningsskyni. þessi vemd er sérstaks eðlis ("sui generis"), en ekki höfundarréttur. Andersen gagnrýndi nokkuð tilskipunarfrumvarpið, m.a. benti hann á að hugtakið gagnabanki væri ekki skilgreint á réttan hátt og að óeðlilegt væri að vemdartíminn væri háður því að "verulegar breytingar" væm gerðar á gagnabankanum. Taldi hann að eðlilegast væri að reyna að leysa höfundarréttarvandamálin með samningum eða með lagaákvæðum um samnings- eða afnotakvaðir. Jukka Liedes, lögfræðingur í finnska dómsmálaráðuneytinu fjallaði um það starf sem verið er að vinna á alþjóðlegum vettvangi til samræmingar á höfundarréttarlöggjöf einstakra ríkja. Hann gerði grein íyrir þeim sviðum sem verið er að fjalla um eða er í undirbúningi að fjalla um innan WIPO (Alþjóðahugverkastofnunar- innar), í GATT og hjá Evrópusambandinu. Of langt mál yrði að rekja þetta ítarlega hér en nefna má efni eins og vemd hugbúnaðar, vemd gagnabanka, leigu- og lánsréttindi, dreifingu með kapli og gegnum gervihnetti, upptökur til einkanota, lengd vemdartímans og aukin réttindi flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Tvö erindi voru flutt undir yfirskriftinni "Upplýsingahrað- brautin, hlutverk bókasafna sem milliliða milli rétthafa og notenda". Graham P. Cornish talaði hér frá öðmm sjónar- 11

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.