Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 6

Fregnir - 01.03.2004, Blaðsíða 6
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Einstaklingurinn, tækifæri hans og velferð í samfélaginu eru leiðarljós hinnar nýju stefnu en í henni segir m.a. að upplýsingatækni veiti einstaklingum, atvinnulífi og opinberri þjónustu tækifæri til að nýta sér þær auðlindir sem felast í upplýsingum, þekkingu og nýsköpun. Því ber stefnan yfirskriftina: Auðlindir í allra þágu - Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007. Stefnan byggir á eftirfarandi framtíðarsýn: Einstaklingar búi við fjölbreytt tækifæri í lýðæðissamfélagi sem er í fararbroddi í nýtingu upplýsinga og þekkingar. Svigrúm verði fyrir alla til að þroskast, öðlast aukin lífsgæði og axla ábyrgð. Til að ná þessum markmiðum verður að nýta þau sóknarfæri sem felast í styrkleika og sérkennum lands og þjóðar. Örugg og öflug upplýsingatækni er verkfæri til þess. Meginmarkmið stefnunnar eru: • Tækifæri. Aukin verði tækifæri einstaklinga og fyrirtækja til að miðla og sækja þekk- ingu, eiga samskipti og stunda viðskipti hvar sem er og hvenær sem er. • Abyrgð. Forystumenn á öllum sviðum samfélagsins axli ábyrgð og vinni saman að því að upplýsingatæknin sé nýtt í þágu borgaranna og ólíkir einstaklingar geti fært sér hana í nyt. • Öryggi. Tryggður verði aðgangur fólks og íyrirtækja að traustu háhraðaneti á sam- keppnishæfu verði. Öryggi upplýsinga og friðhelgi einkalífs verði höfð að leiðarljósi í þróun upplýsingasamfélagsins. • Lífsgæði. Stuðlað verði að auknum lífsgæðum og auðugra mannlífi með því að nýta möguleika upplýsingatækninnar í menntun, menningu, heilbrigðismálum og á öðrum sviðum samfélagsins. Stefnan nær til áranna 2004-2007 og er verkefnum settur tímarammi og ábyrgð á ein- stökum verkefnum deilt niður á ráðuneyti eftir því sem hægt er. Áhersla er lögð á verkefni á sviði rafrænnar stjómsýslu. Ríkisstjómin hefur ákveðið að skipa sex manna verkefnisstjóm sem verður for- sætisráðuneytinu innan handar um að tryggja framkvæmd stefnunnar. Hún verður skipuð fúlltrúum forsætisráðuneytis, íjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyta. Einnig verður starfandi samráðsnefnd ráðuneyta í málefnum upplýsinga- samfélagsins sem skipuð verður fulltrúum allra ráðuneyta og haft verður samráð við hagsmunaaðila í samfélaginu um framkvæmd stefnunnar. Forsætisráðuneyti skipaði fímm manna stefnumótunarnefnd síðastliðið sumar til að gera tillögu að nýrri stefnu um notkun upplýsingatækni í íslensku samfélagi. í nefndinni sátu: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri, Sigfús Ingi Sigfússon markaðs- stjóri, Svava Garðarsdóttir kerfisfræðingur, Þór Sigfússon framkvæmdastjóri og Guð- björg Sigurðardóttir verkefnisstjóri sem jafnframt var fonnaður nefndarinnar. Með nefndinni vann samráðshópur með fúlltrúum ýmissa hagsmunaaðila í sam- félaginu og Samráðsnefnd í málefnum upplýsingasamfélagsins sem skipuð er fulltrú- um allra ráðuneyta. Stefnumótunamefndin leitaði einnig eftir sjónanniðum ijölmargra annarra aðila. Heimild: Forsœtisráðuneytið - www. forsaetisradunevti. is Frétt 11. mars 2004 Fimmtudaginn 25. mars stóð stjóm Upplýsingar í samvinnu við Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn fyrir kynningarfundi um stefnu ríkisstjómarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007. Guðbjörg Sigurðardóttir formaður verkefnisstjómar um upplýsingasamfélagið kynnti fundargestum upplýsingastefnuna í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.