Fregnir - 01.03.2004, Side 6

Fregnir - 01.03.2004, Side 6
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Einstaklingurinn, tækifæri hans og velferð í samfélaginu eru leiðarljós hinnar nýju stefnu en í henni segir m.a. að upplýsingatækni veiti einstaklingum, atvinnulífi og opinberri þjónustu tækifæri til að nýta sér þær auðlindir sem felast í upplýsingum, þekkingu og nýsköpun. Því ber stefnan yfirskriftina: Auðlindir í allra þágu - Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007. Stefnan byggir á eftirfarandi framtíðarsýn: Einstaklingar búi við fjölbreytt tækifæri í lýðæðissamfélagi sem er í fararbroddi í nýtingu upplýsinga og þekkingar. Svigrúm verði fyrir alla til að þroskast, öðlast aukin lífsgæði og axla ábyrgð. Til að ná þessum markmiðum verður að nýta þau sóknarfæri sem felast í styrkleika og sérkennum lands og þjóðar. Örugg og öflug upplýsingatækni er verkfæri til þess. Meginmarkmið stefnunnar eru: • Tækifæri. Aukin verði tækifæri einstaklinga og fyrirtækja til að miðla og sækja þekk- ingu, eiga samskipti og stunda viðskipti hvar sem er og hvenær sem er. • Abyrgð. Forystumenn á öllum sviðum samfélagsins axli ábyrgð og vinni saman að því að upplýsingatæknin sé nýtt í þágu borgaranna og ólíkir einstaklingar geti fært sér hana í nyt. • Öryggi. Tryggður verði aðgangur fólks og íyrirtækja að traustu háhraðaneti á sam- keppnishæfu verði. Öryggi upplýsinga og friðhelgi einkalífs verði höfð að leiðarljósi í þróun upplýsingasamfélagsins. • Lífsgæði. Stuðlað verði að auknum lífsgæðum og auðugra mannlífi með því að nýta möguleika upplýsingatækninnar í menntun, menningu, heilbrigðismálum og á öðrum sviðum samfélagsins. Stefnan nær til áranna 2004-2007 og er verkefnum settur tímarammi og ábyrgð á ein- stökum verkefnum deilt niður á ráðuneyti eftir því sem hægt er. Áhersla er lögð á verkefni á sviði rafrænnar stjómsýslu. Ríkisstjómin hefur ákveðið að skipa sex manna verkefnisstjóm sem verður for- sætisráðuneytinu innan handar um að tryggja framkvæmd stefnunnar. Hún verður skipuð fúlltrúum forsætisráðuneytis, íjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyta. Einnig verður starfandi samráðsnefnd ráðuneyta í málefnum upplýsinga- samfélagsins sem skipuð verður fulltrúum allra ráðuneyta og haft verður samráð við hagsmunaaðila í samfélaginu um framkvæmd stefnunnar. Forsætisráðuneyti skipaði fímm manna stefnumótunarnefnd síðastliðið sumar til að gera tillögu að nýrri stefnu um notkun upplýsingatækni í íslensku samfélagi. í nefndinni sátu: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri, Sigfús Ingi Sigfússon markaðs- stjóri, Svava Garðarsdóttir kerfisfræðingur, Þór Sigfússon framkvæmdastjóri og Guð- björg Sigurðardóttir verkefnisstjóri sem jafnframt var fonnaður nefndarinnar. Með nefndinni vann samráðshópur með fúlltrúum ýmissa hagsmunaaðila í sam- félaginu og Samráðsnefnd í málefnum upplýsingasamfélagsins sem skipuð er fulltrú- um allra ráðuneyta. Stefnumótunamefndin leitaði einnig eftir sjónanniðum ijölmargra annarra aðila. Heimild: Forsœtisráðuneytið - www. forsaetisradunevti. is Frétt 11. mars 2004 Fimmtudaginn 25. mars stóð stjóm Upplýsingar í samvinnu við Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn fyrir kynningarfundi um stefnu ríkisstjómarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007. Guðbjörg Sigurðardóttir formaður verkefnisstjómar um upplýsingasamfélagið kynnti fundargestum upplýsingastefnuna í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu. 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 6

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.