Fregnir - 01.03.2004, Side 9

Fregnir - 01.03.2004, Side 9
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða borginni, vera heimilislegt með þægindum, deila húsnæði með öðrum stofnunum, markaðstorg menningarinnar með kennslustofum, tölvuverum og netaðgangi, bóka- söfnin væru leiðir að þekkingu. A söfnunum væru kaffistofur, opin svæði og opinn aðgangur að safnkosti og hillumar ekki of háar. Hann taldi að almenningsbókasöfn ættu mikla framtið fyrir sér ef rétt væri á spöðunum haldið. Síðasta atriðið fyrir hádegi voru pallborðsumræður fimm þátttakenda frá jafnmörg- um löndum, Austurríki, írlandi, Hollandi, Noregi og Eistlandi, um hvað þyrfti til að gera almenningsbókasöfn að unaðsreitum. Þar kom m.a. fram að taka þyrfti tillit til félagsaðstæðna. Skapa öllum þjóðfélaghópum rými á bókasöfnunum. Bókasafnið þyrfti að verða staður sem fólk vildi sækja og blanda þyrfti saman hefðbundinni og nútímalegri starfsemi. Söfnin þyrftu að verða fjölmenningarlegur mótsstaður, náms- miðstöð og ennfremur vera notaleg og heimilisleg (e. living room library) og opin allan sólarhringinn. Einnig kom fram að mikilvægt væri að koma böndum á arkitektana þannig að söfnin væru löguð að þörfum notenda. Eftir hádegið voru tveir fyrirlestrar. Annar frá Hollandi þar sem er mjög þróað bókasafnskerfí. Um 30% þjóðarinnar er með bókasafnsskírteini en fram kom að þar eru engin lög um bókasöfn. Hinn var frá Króatíu þar sem bókasöfn eru í hraðri upp- byggingu en öll í húsnæði sem þegar er fyrir hendi. Þar eru lög um bókasöfn en ekki um bókasafnsbyggingar. Bókasöfn voru áður stakstæðar þjónustustofnanir en þróunin er að þau tengist öðrum stofnunum. Næst voru kynntar niðurstöður spumingakönnunar um húsnæði almenningsbóka- safna sem þátttakendur vom beðnir um að senda svör við fyrir ráðstefnuna. Af 35 löndum sendu 23 inn svör. Fram kom að löndin sem svömðu vom misjafnlega langt á veg komin í uppbyggingu bókasafnsþjónustu. Á gmndvelli niðurstaðnanna úr könnun- inni vom teknar saman tillögur að ályktun fundarins um almenningsbókasöfn til Evrópuráðsins og meðlima þess um hvemig megi efla söfnin í hverju landi um sig og á alþjóðagrundvelli. Að lokinni dagskránni var aðalsafnið í Hag, sem bandaríski arkitektinn Richard Meier teiknaði, skoðað. Safnið er m.a. undir sama þaki og ráðhúsið. Að því loknu bauð borgarstjórinn til móttöku á móttökusvæði ráðhússins. Um kvöldið var svo boðið til hlaðborðs í Friðarhöllinni í Haag. Föstudagurinn hófst svo á því að hópnum var skipt upp í tvennt og bókasöfn skoð- uð. Við frá Islandi fómm til Amstelveen, sem er 78.000 manna borg, þar sem skoðað var aðalbókasafnið - miðstöð þekkingar og menningar sem opnað var árið 2001. Arki- tekt hússins, Hans Ruijssenaars, útskýrði sín sjónarmið varðandi bygginguna. Bóka- safnið er í miðbænum. Þar vom áður bílastæði fyrir 1.000 bíla þannig að jafnframt bókasafninu var byggt bílastæðahús sem er undir safninu. Arkitektinn gerði sér far um að sameina notagildi og fegurð og segja má að mjög vel hafði tekist til með bygging- una og var þama eitt allra skemmtilegasta bókasafn sem þátttakendur höfðu heimsótt. Afar rúmgott og skipt upp í svæði fyrir notendur að dvelja á. Hillumar em inni á safn- inu en lestraraðstaða út við gluggana. Að lokinni skoðuninni var haldið til Apeldoom, borgar með 155.000 íbúa. Þar var borðaður hádegismatur og safnið skoðað og síðan var ráðstefnunni haldið áfram í samkomusal bókasafnsins og bættust þar við fleiri hollenskir þátttakendur. Safnið er nefnt CODA sem stendur fyrir Cultuur Onder Dak Apeldoom eða menning undir einu þaki í Apeldoom. Þar er auk bókasafns og þekkingarmiðstöðvar hýst skjalasafn, byggðasafn og nýlistasafn. Arkitekt safnsins er Herman Hertzberger, einn fremsti arkitekt Hollands. Húsið er mjög opið og sveigjanlegt og afar vel hefur tekist til með 29. árg. - 1. tbl. 2004 - bls. 9

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.