Alþýðublaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 15.09.1969, Blaðsíða 11
A'llþýðuhlaðið 15. september 1969 11 BERGMAN Framhald bls. 2. Rosselini, það kom líka niður á börnunum, viðurkennir hún. Peter var svo bitur í minn garð, þegar hjónabandið fór út um þúfur, að hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að stía okkur Piu í sundur. Og honum tókst það svo sannar- lega. Mig hefði aldrei órað fyr- ir því að svona langur tími myndi líða þar til ég og elzta dóttir mín sameinuðumst á ný. En nú erum við sáttar og allt leikur í lyndi. Robertíno er eins lítið ítalsk- ur í útliti og ég. Hann er há- vaxinn, 185 cm. og ljóshærð- ur. Hann er ekki ennþá búinn að ákveða framtíðina, en ég veit að ákvörðun hans verður skynsamleg. Isabella og Ingrid eru ólíkar eins og dagur og nótt. Isabella elskar að skemmta sér og ganga í hippia-fötum, Ingrid lætur aldrei sjá sig öðruvísi en óað- finnanlega klædd, og hún er feimin og hlédræg, eins og ég var á hennar aldri. Þau eru öll í skóla í Róm, og það eru gleði stundir, þegar þau koma í heim sókn til okkar. Þriðja hamingja Ingrid Bergman, er ólík þeim, sem hún kallar fyrstu og aðra hamingjuna. \ ★ Fyrstu hamingjuna var hún lengi að finna. Æskuárin í Stokkhólmi voru dapurleg. Hún var dóttir ljósmyndarans AXMINSTER býSur kjör viS allra hœfi SIMI 30676 GRENSASVEGI 8 Viðskiptavinir athugið nýtf símanúmer 2 66 30 Jóh. Ólafsson og Co. h.f. heild'verzlun, Hverfisgötu 18. Sími í varahlutavíerzlun Brautarholti 2 verður ÁFRAM 1 19 84 RAFMAGNí gólfteppum ANTI—STATIC fjarlægir það. GÓLFTEPPAGERÐIN H.F., Grundargerði 8. Sími 23570 Justin Bergman. Móðir hennar var þýzk. Hún var veikluð kona og dó fyrir aldur fram. 11' árum síðar lézt faðir henn- ar úr krabbameini. Þá fór Ing- rid í fóstur til Ellenar frænku sinnar. Það öryggi entist í sjö mánuði, eða þar til frænkan lézt úr hjartaslagi. Þá varð Ingrid fullorðin, 14 ára gömul. Hún tók stúdentspróf og sótti síðan um inngöngu í kon- unglega leiklistarskólann í Stokkhólmi, Eftir tvö ár hafði hún fengið minniháttar kvik- myndahlutverk, yfirgaf skól- ann og var þar fyrir utan ást- fangin af hávöxnum alvarleg- um tannlækni, Peter Lind- ström. Þau giftust 10. júlí 1937. Er Ingrid Bergman fór til Ame- ríku til að leika í kvikmynd- inni „Intermesso" fór maður hennar með henni. En hon- um leiddist vestra. Hjóna- bandið, sem almenningur hélt að væri sérlega hamingjusamt, var í veruleikanum allt annað en gott. Lindström hafði gam- aldags skoðanir um hvernig eiginkona hans ætti að vera og fannst að Ingrid ætti að vera sér eilíflega þakklát fyrir að hafa kvænzt henni — for- eldralausri stúlkunni. Hann gerði líka hvert axarskaftið af öðru er hann gerðist umboðs- maður konu sinnar. Sannleik- urinn var sá, að Lindström var farin að fara óskaplega í taug- arnar á Ingrid. .. í ★ Onnur hamingjan byrj- aði árið 1949. Roberto Rossel- ini var þá að byrja að vinna að mynd sinni „Stromboli,“ þar sem Ingrid átti að leika aðal- hlutverkið. Rossellini var til heimilis hjá hjónunum Berg- man/Lindström, sem gestur þeirra. Meðan Lindström vann á sjúkrahúsi í Los Angeles, •fóru jlngrid dg jl|ssellini í kynnisferðir um nágrennið og töluðu saman um væntanlega kvikmynd. Síðar sagði Ingrid í blaðaviðtali, að af kynnum sínum við Rossellini hefði hún fyrst fundið að hún væri lif- andi og blóðheit kona. Það var svo auðvelt að tala við hann og enn auðveldara að hlusta á hann tala, sagði hún. Dagblöðin fengu nasasjón af verðandi hneyksli og fylgd- ust vel með Ingrid. Rossellini yfirgaf Hollywood í febrúar, Ingrid fór til hans til Rómar í marz. Heimurinn stóð á önd- inni af fyrirlitningu. Lindström flaug til Rómar til að reyna að tengja saman endana á hjónabandinu, en það var of seint. Ingrid óskaði skilnaðar. í desember 1949 vissu allir að Ingrid og Rossellini áttu von á barni. Þau giftust í Mexico eftir fæðingu sonarins Ro- bertíno. Peter Lindström fékk hjóna- band þeirra dæmt ógilt fyrir dómstólum í Los Angeles og hlaut foreldraréttinn yfir Piu. Ingrid átti þó að fá leyfi til að sjá hana í fríunum. En af því varð þó ekki. Ingrid varð að vera án dóttur sinnar í naörg ár, það var ekki fyrr en Pia var orðin uppkomin stúlka, að endurfundirnir áttu sér stað og þær sættust heilum sáttum. Ekki löngu eftir fæðingu tvíburasystrana, féll Rossellini fyrir Sonali Das Gupta, sem var gift indverskum leikstjóra. Afleiðing þeirra kynna var óskilgetið barn og aftur endur- tók sagan sig. Ingrid og Rossel- lini skildu árið 1958. Er þau Ingrid og Lars kynnt- ust var það ást við fyrstu sýn og byrjunin á þriðju hamingju Ingridar Bergman. Hún hefur ekki alltaf dansað á rósum, en hún hefur átt sálarstyrk til að komast í gegnum erfiðleikana. Sálarstyrkur, góð heilsa og slæmt minni — það er leynd- ardómurinn bak við þriðju hamingjuna. — Veggfóður jypaniNN ? Sími 22866 HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar. — KlæSi gömul húsgögn. — Orval af góSu áklæöi, meðal annars pluss í mörgum litum. — Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, BERGSTAÐASTRÆTI 2 — SÍMI 16807. Húsmæður! Hvað er betra í dýrtíðinni en lágt vöruverð? Gjörið svo vel að líta inn. Opið til kl. 10 á kvöldin. VÖRUSKEMMAN GRETTISGuTU 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.