Alþýðublaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 18.09.1969, Blaðsíða 14
14 Aílþýðuíblaðið 18. september 1969 ■ én því miður lá böggullinn enn heima. Einhver hlaut að þekkja þerrnan mann. Hann var þannig, að allir hlutu að taka eftir honum. Ef ég hefði nú bara spurt hann að nafni eða hvar hann ætti hejma, eða þá tekið eftir því, hvað báturinn hét. En svona er ég alltaf seinheppin. Þegar ég lötraði þarna áfram, kom ég að einum sumarbústaðnum, þar sem Valur, litli vinur mjnn, bjó. — Hvert ertu að fara? spurði hann. — Ég ætla upp að hótelinu og vita, hvort ég get ekki fengið far í bæinn, sagði ég. — í alvöru? spurði Valur. — Já, svaraði ég. — Ertu að flýja að heiman? spurði hann og ég laut niður að eyra hans og hvíslaði því að honum, að þetta væri mikið leyndarmál, sem hann mætti alls engum segja og frænka mætti ekkert um það vita. — Þá þýðir ekkert fyrir þig að reyna að fá að sitja ' f, sagðj Valur. — Sá, sem keyrir þig, kjaftar í frænku þína, þegar hún fer að auglýsa eftir þér í útvarpinu. Þú ættir heldur að fá hjólið mitt lánað. Þá sér þig enginn. Þetta var ágætis hugmynd og ég iagði. af stað hjólandi í blíðviðrinu og söng við raust til að hressa mig. Eftir skamma stund fann ég, að það var erfitt að hjóla alla þessa leið. Kannski hef ég verið komin úr æfingu. Ég hjólaði oft til Þingvalla, þegar ég var stelpa, en nú fannst mér allt fara aflögu. Hnakkur- inn var óþægilegur og leiðin virtist óendanleg. Það var erfitt að trúa því, að vegurinn, sem virtist svo ágætur, væri svona slæmur, þegar maður var á hjóli. Framhjólið hoppaði yfir holurnar og rakst í alla steina og örður á veginum. Loksins valt ég á hjólinu og þegar ég stóð upp aftur, þakin ryki og óhreinind- um frá hvirfli til ilja, var sprungið á.fjárans framhjól- ! inu. ' Ég varð að reyna að fá að sitja í. Það var ekkert um annað að gera, nema ég vildi snúa við. Ég leit ekki sem bezt út í óhreinni peysu og tjásulegu pilsi ' og ég vissi, að það voru mestar líkur fyrir því, að ég þyrfti að ganga alla leiðina til Reykjavíkur. Nokkrir bílar fóru framhjá mér, en enginn gerði sigsig líklegan til að nema staðar, hvað mikið, sem é f baðaði út öllum öngum. Það hafa víst flestir hugsað I um fínu sætin í bílnum sínum og ekki óskað eftir því, að ég óhreinkaði þau. Og það eins og mér hafði virzt allt líta vel út í morgun. Ég ætlaði að fara til Reykjavíkur og fara í I bankann og taka út peninga. Svo ætlaði ég að kaupa f mér föt og fara í lagningu og reyna að líta út eins og r ég vissi, að frænka vildi hafa mig. En nú var ég f auralaus, hjólið bilað, og ég varð að ganga áfram. ' lyiig sárverkjaði í fæturna. f Eftir langa mæðu kom ég þar að, sem bíll stóð f l Gtafningnum. Ég gekk upp að bílnum og beið þar 15. INGIBJÖRG JÓNSÐÓTTIR góða stund, því að ég ætlaði að biðja eigandann um að leyfa mér að sitja í til Reykjavíkur. Það er alltaf mun auðveldara að tala við fólkið sjálft en að ganga um og reyna að fá sér far á puttanum. Ég beið lengi, lengi og loksirrs varð ég svo óþolin móð, að ég teygði höndina inn um opna hliðarrúðuna og flautaði lengi og mikið. Vélin var enn í gangi, svo að það gat ekki veríð, að eigandinn hefði farið langt frá né ætlað að vera lengi í burtu. Eigandinn kom hlaupandi eftir smástund, rjóður af reiði. — Hvað á þetta að þýða? Gerðuð þér þetta? spurði hann mig, þar sem ég hallaði mér upp að bílnum, rif- in og óhrein. Ég starði á hann. Þetta gat ekki verið rétt, sagði ég við sjálfa mig og gekk frá bílnum, en hann sett- ist undir stýri og ætlaði að aka af stað, eftir að hafa gefið mér reiðilegar augnagotur. Þá áttaði ég mig nægilega mikið til að kalla: i —Eruð það þér? Ég hikaði ögn. — Þér björguðuð mér frá drukknun fyrir nokkrum vikum.... Munið þér ekkert eftir mér? Ég var mjög æst. — Litli fiskurirrn minn! sagði hann og brosti. — Eruð þér aldrei sæmilega til hafðar, Jóa Jóns? Ég var næstum því búin að gleyma því, að ég hafði sagt honum, að ég héti Jóa Jóns, eða Jóhanna Jónsdóttir. — Ég lenti í slysi, sagði ég. , ., —Það kemur mér ekkert á óvart. Eruð þér ekki sífellt að verða fyrir slysum? Það var alls ekkert mér að kenna, sagði ég sár. — Ég var á hjóli, og það sprakk á því og ég datt og beint ofan í skurð. Þess vegna er ég svona óhrein. — En líkt yður! Hvað get ég gert fyrir yður núrra? — Má ég sitja í til Reykjavíkur? Inn með yður! Ég settist við hlið hans, og ég hafði ákafan hjart- slátt. Þegar ég fékk að sitja svona við hliðina á hon- um og virða hann fyrir mér, sá ég, að hann var enn- þá myndarlegri en mér hafði virzt hann vera í trillunni. Það var kannski ekki svo slæmt að gera út smábát, þegar maður gat átt svona fínan bíl. — Ég skilaði aldrei fötunum, sagði ég. — Ég vissi ekki, hvar þér áttuð heima, eða hvað þér heit- ið.: En hann kynnti sig alls ekki. t — Þér megið eiga fötin. Þér lituð betur út í þeirn en þessum. Hvar eigið þér heima? Við erum góðan spöl frá Reykjavík. — Ég kom frá Þingvöllum. i — Hvaðan á Þingvöllum? — Voruð þér kanski þar? spurði ég. Já, ég var að heimsækja konu, sem ég þekki þar. Eftir stundarakstur komum við til Reykjavíkur og ég bað hann um að nema staðar við veitingahús þar. — Mig langar nefnilega að fá mér eitthvað að I : I I I I I I I I Smáauglýsingar TRÉSMÍÐ AÞ J ÓNUSTA Látið fagmann annast vlðgerðir og viðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytlngum á nýýu og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Brettl — HurðiX — Véliarlok — Geymslulok á Voikswagen í allflestum litum, Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir á- kveðið verð. — Reyplð viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtl 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. VönduS og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐA STJÓRAR Gerum við aliar tegundlr blfrelða. — Sérgrein: hemlaviðgerðir, hemlavarahlutir. Hemlastilling h.f., Súðavogl 14. Sími 30135. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og gerl við bólstruð húsgögn. Bólstrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. Munið Nýþjónustuna Tek að mér allar minniháttar viðgerðir og klæðningar á bólstruðum húsgögnium í heima húsum. — Upplýsingar í síma 14213 kl. 12— 1 og 7—8 á kvöldin. AGNAR ÍVARS, húsgagnabólstrari. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir og uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis- og vatnslögnum. Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröíur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bíBcrana, til allra fram'kvæmda, lnnan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. MATUR OG BENSÍN 57 allan sólarhringinn. Veltingaskállnn, Gelthálsl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.