Alþýðublaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 16
Samlök ungs fólks gegn eilur iyfjanolkun: SLEPPUM EKKI NEMA SPYRNT SÉ VIÐ FÓTUM □ „Við ætlum ekki að 'láta einhverja glæpahringi „dópa“ okkulr upp eins og einhverja kjúklinga. Eng- in fjölskylda er lengur óhult fyrir eiturlyfjahætt- unni og hún eykst dag frá degi. Þegar er hash- og marihuananeyzla orðin miklu meiri en nokkurn g'runar hér á landi. Eiturlyfjadreifingin í heimin- um er í höndum glæpahringa. Og haldið þið, að við sleppum? Nei, ekki nema okkur taléizt að spyrna við fótum. Það er ekkert fínt að neyta eiturlyfja og við erum sammála um, að það sé leiðinlegt að skemmta og umgangast þá sem eru „uppdópaðir". Það er mis- skilningur, að hash sé ekki hættulegt og þó að það væri ekki hættulegt hreint, tír þess að gæta, að yfir 90% af öllu hashi, sem í umferð tír, er blandað cpí- um. Þess vegna höfum við stofnað óformleg samtök ungs fólks til að gera fólki ljóst, hvað eiturlyf eru hættuleg, hverju nafni, sem þau nefnast. Við ætlum ekíki tað heilaþvo fólk, heldur reyna að breyta al- menningsálitinu, þannig að það verði gegn eitur- lyfjanotkun.“ Þessi orð hefur Alþýðublaðið eftir nokkrum stjörnum unga fólksins, sem heimsóttu okkur á blaðið í gær, en þau eru: Björgvin Halldórsson, söngvari í hljómsv. Ævintýri, Jónas Rúnar Jónsson, söngvari í hljómsv, Náttúra, og Henný Hermanns- dóttir, danskennari. Á sunnudag efndi hópur ungs fólks, þ. á m. þekktir aðilar úr pop-heiminum til fundar með blaðamönnum, þar sem skýrt var frá því, að þeir, sem þar voru mættir og ýmsir fleiri, hefðu bundizt óformlegum sam- tökum um baráttu gegn sívax- andi eiturlyfjaneyzlu ungs fólks hér á landi. 90% ÓPÍUMBLANDAÐ Á fundinum með blaðamönnum sagði unga fólkið m. a., að hash- og marihuananeyzla væri meiri en nokkurn grunaði hér á landi, að neyzlan breiðist ört út, en sé þó enn bundin við vissa hópa. Hélt unga fólkið því fram á fundinum, að yfir 90% af öllu hashi, sem á markaði væri hér á landi, sé blandað ópíum, en sú staðreynd ein væri skelfileg og hlyti að hafa í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar. FÁVÍST UNGT FÓLK Unga fólkið segir, að þeir, sem standi fyrir dreifingu eiturlyfja hér á landi, séu að öllu jöfnu fávíst ungt fólk, sem ekki vissi, hvað það væri að gera, enda væri það aðferð glæpahringa þeirra, sem stjórnuðu eiturlyfja sölu, að fá ávallt slíkt fólk sem dreifingaraðila. Aðferðin væri alla jafna sú, að viðkomandi byðist til að útvega „eitthvað spennandi" og þá á milli vina. Ennfremur kpm fram á blaða- mannafundinum, að mestur hluti þeirra eiturlyfja, sem bær- ust hingað til lands, kæmu frá Bandaríkjunum og Danmörku með pósti og í farangri ferða- manna bæði með flugvélum og skipum. í GEGNUM SKEMMTISTAÐINA Þau Björgvin Halldórsson, Jón- as Rúnar Jónsson og Henný Hermannsdóttir svöruðu nokkr- um spurningum blaðamanns Al- þýðublaðsins um nýhafna bar- áttu þeirra gegn þessu óhugn- anlega vandamáli, sem margir hafa viljað telja óþekkt hér á jandi til þessa, en í nágranna- löndunum er eiturlyfjavanda- málið eitthvert stærsta félags- legt vandamál samtíðarinnar. —• Hvernig getið þið verið viss um, að eiturlyfjaneyzla fari í vöxt meðal ungs fólks hér á landi? — Við umgöngumst ungt fólk svo að segja daglega. Við horf- um upp á það, að eiturlyfja- neyzla eykst viku frá viku á skemmtistöðunum. Maður frétt- ir um fleiri og fleiri, sem grobba af því, að þeir séu byrjaðir og hafi sambönd. Það er einmitt hættulegt, að þetta skuli breið- ast út í gegnum skemmtistað- ina, þar sem fjöldinn er. „Vin- ur“ kemur til þín og býður þér „smoke“ og þér líkar vel. Síðan kemstu í samband og færð þér köggul og reykir hann á öðrum skemmtistað. Þannig breiðist þetta út. ÞAÐ ER SKAMMAR LEGT . . . — Er hash hættulegt? — Það er alltaf verið að hamra á því, að hash sé ekki hættulegt. Þetta er misskilning- ur, því að hashið hefur áhrif á heilann og hugsunin breytist. Hash eykur tilhneigingu þeirra, sem hafa komplexa, til að fram- kvæma bæði gott og illt. Fólk læknar sig ekki sjálft. Annars er það voðalega við þetta allt saman, að 70% allra eiturlyfjasjúklinga í Bandaríkj- unum byrja á marihuana, sem menn segja, að sé ekki vana- bundið, og ekki er hægt að blanda með ópíum. Þeir leiðast semsagt út í annað sterkara. Svo að maður hlýtur að sjá það glöggt, hvað hash, sem blandað er ópíum, er hættulegt. Við erum sannfærð um, að yfir 90% af því hashi, sem not- að er hér á landi, er blandað ópíum, enda blandar Mafían, sem stjórnar meirihluta allra eit urlyfjasölu í heiminum, allt sitt hash til að fá ódýrari fram- leiðslu og til að fá fasta „kúna“. Satt að segja ætlum við ekki að láta einhverja glæpahringi „dópa“ okkur upp eins og ein- hverja kjúklinga. Það er skamm arlegt að verða eiturlyfjum að bráð. SJÁ HÆTTUNA í RÉTTU LJÓSI — Hvernig komast eiturlyf hing að til lands? — Fyrst og fremst með pósti, í tímaritum, bókum, holum styttum o. s. frv. Ennfremur smygla margir þessu inn í sæl- gæti. Það fer ekkert fyrir einu kg. af hashi. Það fer álíka fyrir því og einni stórri coca-cola- flösku og dugar í 3—4 mánuði fyrir viðkomandi. Jónas, Björgviii og Henný á ritstjórn Alþýðublaðs- ins. — Hvað viljið þið gera til að koma í veg fyrir eiiurlyfja- neyzlu? —• Víð viljum breyta alm.enn ingsálitinu, þannig að fólk snú- ist gegn þessari hættu. Hér á landi hefur engin fræðsla farið fram um skaðsemi eiturlyfja, Margt fullorðið fólk veit ekkert um hash. Sumir halda, að það sé hættulaust og jafnvel betra en helv ... brennivínið, en aðrir halda, að það sé eitthvað svip- að og heróín eða kókaín. Við ætlum ekki að heilaþvo fólk, þannig að það snúisí gegn eit- urlyfjahættunni þess vegna, heldur viljum við, að fólk sjái hættuna í réttu ljósi og snúist þess vegna gegn henni. „WAY OUT“ Það yfirgengilega er, að vald- hafarnir vilja ekki kannast vjð eiturlyfjavandamálið og lýsa því jafnvel yfir við erlenda aðila, að hér á landi sé ekkert eitur- lyfjavandam.ál fýrir hendi. — Er gaman að skemmta fólki undir áhrifum eiturlyfja á skemmtistöðunum? — Nei, engan veginn. Þetta fólk er „way out“. Það hvorki hevrir né sér neitt í réttu ljósi. Hljómlistarmaður undir áhrif- um telur sig vera í ofsa stuði og heldur, að hann lifi sig inn í músíkina, en sá, sem hlustar fær ekkert út úr músíkinni. — Hvernig bregðist þið við, ef ykkur er boðið upp á hash? — Við afþökkum kurteislega. — Af hverju? — Við gerum okkur. grein fyr ir þessari hættu og tökum þess vegna þátt í herferð. gegn henni. í öðru lagi viljum við ekki verða eituríyfjunum að bráð. HEH □ Frá Brisbane í Ástralíu berast þær fréttiir að tveir prest- ar araglíkönsku kirkjunnar þrr í landi, sem voru sviptúr kjóli og kalli af erkibiekupnum í BrisbEine, vegna þess að þeiir neituðu að sksira hár sitt, hefa nú fengið nokkra upprei-n æru og nýjar stöður, sem prestair ■annars staðar. i Ekki er þess getið að bisikup- inn hafi haldið fast við lað þeir létu klippa sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.