Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNODAGUR 3. OKTÓBER 1994 Keflavík Óskar Vigfusson hættir sem formaður Sjómannasambandsins Steingrímur Hermannsson Seðlabankastjóri og raf- magnsverkfræðingur gerði gæðakönnun á kínverskum síma með því að gera rúmrusk hjá-Steingrími J. Sigfússyni um miðja nótt. Hringdi í Steingrim J. úr farsíma frá Kína „Síminn hringdi heima hjá mér um miðja nótt í síðustu viku og það er rétt að á línunni voru Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson frá Kína. Þeir voru staddir uppi á þaki á hóteli í Peking að morgni dags,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður í sam- tali við MORGUNPÓSTINN í gær. Steingrímur og Ólafur Ragnar eru sem kunnugt er í Kína í boði þarlendra stjórnvalda. Tilgangur símtalsins, að sögn Steingríms J., var sá að prófa þráðlausan, kín- verskan síma. Seðlabankastjór- inn ætti að geta lagt mat á gæðin, enda rafmagnsverkfræðingur að mennt. „Nafhi var afar hrifinn af þessari tækni Kínverjanna.“ Símtalið kom ekki illa við al- þingismanninn þótt hann væri vakinn af værum svefni. „Þeir létu vel af dvölinni í Kína og það fuku nokkrir brandarar. Svo spurðu þeir ffétta í leiðinni." -sg Steingrímur J. Sigfússon Alþingismaður „Nafni var af- ar hrifinn af þessari tækni Kín- verjanna." Jóhanna Sigurðardóttir „Sest ekki í dómarasæti yfir Guðmundi Áma.“ Guðmundur Árni Stefánsson Jóhanna hefur ekki lesið greina- gerðina hans. Fíkniefni fundust Lögreglan í Keflavík fann lítillegt magn af fíkniefnum í heimahúsi manns á fertugsaldri á laugardags- kvöldið. Nágranni mannsins hringdi á lögregluna vegna gruns um að maðurinn væri búinn að gleypa óheyrilegt magn af pillum. Þegar lögreglan kom á svæðið var allt í lagi með manninn en við nánari eftirgrennslan fannst lítillegt magn af fíkniefnum í fórum hans. Mað- urinn var fluttur í fangelsi þar sem hann gisti um nóttina og fékk svo að fara heim að lokinni skýrslutöku daginn eftir. ■ Akraborgin Tvisvar brotist inn Brotist var inn í Akraborgina föstudags- og laugardagskvöld. Að sögn lögreglunnar á Akranesi var ránsfengurinn í bæði skiptin ein- göngu sælgæti sem bendir til þess að börn eða unglingar hafi verið að verki. Ekki voru nein skemmdar- verk framin utan það að skáphurð að sælgætisgeymslu var brotin upp. Líldegt er talið að þjófarnir hafi læðst inn í Akraborgina á meðan verið var að þrífa hana og falið sig. Þannig hafi þeir geta athafnað sig óáreittir eftir að ræstingunni var lokið og hleypt sér því næst sjálfir út. ■ Atök um formennsku Sjómannasambandsins Harðar deilur hafa verið innan Sjómannasambands Islands síðustu misserin og nú blossa þær upp þegar velja þarfnýjan formann. Menn óttast jafnvel klofning náist ekki sátt milli fylkinga um arftaka. Óskar Vigfússon formaður Sjó- stjórnar um að kaupa sumarbústað Suðurlandi, að Vestmannaeyjum undanskildum.„Hins vegar þykir mannasambands Islands gefur ekki kost á sér til endurkjörs á þingi Sjó- mannasambandsins sem haldið verður fyrstu helgina í nóvember. Þessi ákvörðun hans hefur legið nokkuð lengi í loftinu en í viðtali við Sjómannablaðið Víking lýsir hann þessu formlega yfir. Umræða var þegar komin af stað um hugs- anlegt mótframboð gegn Óskari. Menn hafa hingað til talið nokk- uð sjálfgefið að varaformaður sam- bandsins, Sævar Gunnarsson frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur, taki við af Óskari en það er ekki talið eins öruggt ennþá. Þar spilar inn í gamalgróinn klofn- ingur innan sambandsins en einnig tvær umdeildar ákvarðanir á síð- ustu dögum. Annars vegar er um að ræða ákvörðun framkvæmda- í Biskupstungum íyrir 8,4 milljónir. Bústaðurinn er eingöngu ætlaður stjórn félagsins og formönnum stéttarfélaganna. Hins vegar samn- ingur sem Sjómannasambandið gerði við LÍÚ og undirritaður var 22. september. Margir eru óánægð- ir með þann samning og stærsta fé- lagið, Sjómannafélag Reykjavíkur, hefur lýst því yfir að hann hafi ekki verið gerður í umboði þeirra. Einn- ig er nefnt að Sævar er vélstjóri og var auk þess stuðningsmaður Kon- ráðs Alfreðssonar fyrir tveimur árum en snerist til fylgis við Óskar á þinginu sjálfu. Flestir viðmælenda MORGUNPÓSTSINS töldu Sævar hafa öruggan meirihluta þingfull- trúa á bak við sig þótt ekki sé farið að velja fulltrúana. Fylgi hans er mest innan núverandi stjórnar og á fullljóst að farið verði fram á hlut- fallskosningu. Það nægir að átta þingfulltrúar fari fram á það en á þinginu verða væntanlega 62 þing- fulltrúar. Við hlutfallskosningu telja menn að fylkingar riðlist og Sævar verði þá eldci öruggur með meirihlutafylgi. Skiptir þar mestu að stóru félögin fá hlutfallslega mun meira vægi. Margir eru nefndir til sögunnar sem kandídatar til formanns. Kon- ráð Alfreðsson, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, fór gegn Óskari á síð- asta þing* en tapaði með nokkrum mun. I kjölfarið gengu fulltrúar Sjómannafélags Reykjavíkur út og hafa ekki tekið þátt í stjórn félags- ins. Konráð hefur sagst vera að þreifa á málunum en hafi ekki tekið ákvörðun. Sigurður Ólafsson, formaður Sjómannafélags ísfirð- inga, hefur fyrir vestan lýst yfir áhuga á starfinu en óvíst er hvaða stuðning hann hefur utan Vest- fjarða. Birgir Björgvinsson, hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, hefur einnig verið nefndur til sögunnar án þess að líkur séu á sátt um hann. Hann barðist hart gegn sumarbú- staðamálinu. Jónas Garðarsson frá Reykjavík er einnig í umræð- unni og margir telja að hann verði næsti varaformaður. Sævar mun hafa boðið honum varafor- mennsku með sér en Jónas mun hafa hafnað því. Konráð er einnig oft nefndur sem líldegur varafor- maður enda byggist andstöðuhóp- urinn eldd síst á fulltrúum Reykja- víkur og Eyjaíjarðar, auk Vest- mannaeyja. Á morgun verður haldinn fund- ur í sjö manna framkvæmdastjórn Sambandsins en þar sitja, auk Ösk- ars, Sævars, Konráðs og Sigurðar, þeir Sigfinnur Karlsson frá Norð- firði, Elías Björnsson, Vest- mannaeyjum, og Þórður Ólafs- son, Þorlákshöfn. Á þeim fundi á að reyna að sætta sjónarmið milli fylldnganna tveggja þannig að for- maður og varaformaður komi hvor úr sinni fylkingunni. Enn er þó inni í myndinni að fá hlutlausan aðila til starfans. Mikill vilji er fýrir að leysa deiluna fyrir þingið svo eldd komi til kosninga, enda óttast margir djúpstæðan klofning í kjölfar hat- rammrar kosningabaráttu. Á þing- inu verður einnig kosið í sam- bandsstjórn og framkvæmdastjórn en talið er að Óskar og Sigfinnur hætti. -pj Keflavík Þrír ökuníð- ingar gripnir Lögreglan í Keflavík tók þrjá ökumenn um helgina á ofsahraða. Á föstudagskvöld mældist bíll í rad- ar lögreglunnar á 149 km hraða á Reykjanesbraut. Aðfaranótt sunnu- dags var annar ökuníðingur stöðv- aður eftir að hafa mælst á 153 km hraða en hámarkshraði á Reykja- nesbraut er 90 km. Þriðji ökumað- urinn var gripinn við hraðakstur í Grófinni í Keflvík en hann mældist á 126 km hraða þar sem hámarks- hraði er 70 km. ■ Ólafsvík Tófa brtur lamb í gær á Hellissandi fannst lamb sem tófa hafði bitið. Lögreglan seg- ir aðkomuna að lambinu hafa verið ljóta, því tófan var búin að naga framsnoppu þess alveg upp að aug- um, hafði einnig bitið dindilinn af því, og farið í görnina. Lambinu var lógað á staðnum. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem lamb er bitið á þessum slóðum og síðustu tvö árin hafa sex lömb verið bitin. Fjögur varð að af- lífa. Talið er að í öllum tilvikum sé sama tófan á ferðinni, og greinilegt sé að hún sé mjög grimm. ■ Þingsetning 118. löggjafaþing Isiendinga var sett á laugardaginn. Eftir ræðu séra Ragnars Fjalars Lárussonar, sem meðai annars talaði um ein- elti gagnvart stjórnmálamönnum, gengu þingmenn með biskup og forseta íslands í broddi fylkingar til Alþingishússins. Jóhanna Sigurðardóttir Guðmundi Ama hefur ekki tekist að skýra altt Tjáir sig ekki um vantraust fyrr en það kemur fram. „Ég ætla ekki að setjast í dómara- sæti yfir honum Guðmundi Árna,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir að- spurð um hvort Guðmundur Árni Stefánsson hafi gert hreint fyrir sínum dyrum. Hún segist hafa sín- ar skoðanir á málflutningi hans en vill ekki fara nánar út í þær skoðan- ir: „Ég ætla bara að hafa það fyrir mig. Það er ýmislegt sem honum hefúr tekist að skýra í þessu og ann- að eldd. En ég hef ekkert meira um málið að segja.“ Telurðu að hann eigi að segja af sér? „Ég ætla elcki að setjast í neitt dómarasæti yfir honum, það eru nógu margir til þess.“ Hvað gerir þú efborið verðurfram vantraust d hann á Alþingi? „Ég svara engu ef-i. Við skulum sjá hvort það kemur fram.“ Hvað með flokkinn í heild? Hefur hatin gert hreintfyrir stnum dyrum? „Ég veit það ekki. Þeir fara þarna ákveðnar leiðir og það er ýmislegt jákvætt í því. Þótt það tengist ekki þessu máli þá get ég nefnt lög um starfsemi stjórnmálaflokka, sem mér finnst jákvæð. Einnig finnst mér mjög jákvætt að þingmenn sitji ekki í bönkum og sjóðum. Það er ágætt ef menn setja sér ákveðnar siðareglur innan síns flolcks. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig neitt um það.“ Finnst þér Jón Baldvin hafa farið réttfram í þessu máli? „Það er erfitt að dæma um það. Ég hef nú ekki lesið þessa greinar- gerð Guðmundar ítarlega þannig að ég ætla ekki að hafa neina skoð- un á því á þessari stundu.“-pj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.