Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 21 Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Gáfur og kjarkur en engin lukka Það verður seint sagt um Jón Baldvin Hannibalsson að hann skorti gáfur. Það vita allir að hann er eldklár. En þessar gáfur virðast ekki gagnast honum í pólitík. Og það verður heldur ekki sagt um Jón að hann sé kjarldaus. Hann hefur mætt meiri andstöðu með sín óskamál en flestir aðrir stjórnmála- menn. Og persóna hans fer í taug- arnar á fleirum en gengur og gerist með pólitíkusa. Samt lætur Jón engan bilbug á sér finna. Það er eins og hann sækist í mótbyrinn. Og það þarf kjark til þess. En eins og með gáfurnar þá hefur kjarkurinn einhvern veginn flækst frekar fyrir Jóni en sldlað honum einhverju. Einhvern tímann bjó Þórbergur Þórðarson tfl hugtaleið karakterísk heimska. Hann hafði komist að því að mönnum nægði ekki að vera greindir. Þeir þyrftu að vita hvað þeir ætluðu að gera við gáfurnar. Sjálfsagt má búa til svipað hugtak um kjark sem leiðir menn í ógöng- ur. Þegar hugaðir menn vaða áfram fullir kjarks en uppskera ekkert meir en hinir heigulu. Það er því ef til vill betra að hafa meðalskammt af þessu hvoru tveggja en of stóran skammt eins og Jón. Alla vega þyrftu menn að fá þá náðargjöf í vöggugjöf að kunna með hvort tveggja að fara ef elcki á að fara illa fyrir þeim — eins og Jóni. Jón Baldvin situr nú uppi sem formaður í flokJd sem er enginn flokkur lengur og sem utanríkis- ráðherra í ríkisstjórn sem er engin stjórn lengur. Flokkurinn er runn- inn út um víðan völl og þeir fáu sem standa eftir með Jóni eru sokknir í spillingarumræðu sem verður erfitt að sjá að þeir geti unn- ið sig út úr. Og ástandið í flokknum er orðið svo slæmt að samstarfs- mennirnir í ríkisstjórninni hafa komist að því að kratarnir séu ein- faldlega ekki nógu góðir vinir þeirra til þess að hægt sé að þola látlausar árásir stjórnarandstöð- unnar í allan vetur. Helst af öllu vilja þeir slíta samstarfínu og fara í kosningar. Og hefja samstarf við einhverja aðra. 1 raun breytir það ekki svo mildu fyrir kratana hvort kosið verður í vetur eða vor. Ástandið á flokknum er þannig að enginn floldcur mun kjósa samstarf með þeim nema í ítrustu neyð. Þeir verða síðasti kosturinn og það þarf meira en sniðug trix til að tryggja þeim ráð- herrasæti. Jón Baldvin hefur reyndar verið slyngur í gegnum árin og oft náð að koma fram með óvænta leiki sem hafa gerbreytt stöðunni og jafnvel komið krötum til valda sem þeir eru í raun alltof litlir tfl að fá með öðrum hætti. Trixin hans Jón hafa hins vegar orðið gagnsærri með ár- unum og máttminni. Nú síðast reyndi hann að breyta afhjúpunum um spillingu krataráðherra I sigurför krata gegn spillingu. I þetta sinn uppskar hann lítið annað en hlátur. Mönn- um fannst þetta álíka gáfulegt og ef Karíus og Baktus yrðu gerðir að yfirmönnum tannhirðu í landinu. Það tók eldd nokkur maður mark á þessu. Og effir því sem ástandið í flokknum versnar, og líkurnar á vetrarkosningum aukast, því mátt- lausara verður trixið sem Jón ætlaði að nota til að fleyta flokknum í gegnum næstu kosningar. Hann ætlaði að veðja á Evrópumálin og fá atkvæði frá einhverjum hluta þess helmings þjóðarinnar sem vill inn í Evrópubandalagið. Hann vonaðist til þess að Finnar færu inn, Svíar færu inn, að Norðmenn færu inn og íslendinga myndi langa líka. Þá kæmi í ljós að kratar einir hefðu Idára stefnu gagnvart Evrópu og þau mál yrðu að kosningamáli. Nú virðist hins vegar margt benda til þess að kosið verði fyrr til Alþingis á íslandi en til Evrópu í Noregi. Þá hefur Jón elckert að bjóða kjósendum en fáliðaðan hóp eftirlegukinda í Alþýðuflolcknum sem voma þar enn í von um ein- hvern bitlinginn. -ÁS Nú virðist hins vegar margt benda til § (/> þess að kosið verðurfyrr til Alþingis á | íslandi en til Evrópu í Noregi. Þá hefur £ Jón ekkert að bjóða kjósendum enfálið- aðan hóp eftirlegukinda í Alþýðu- flokknum sem voma þar enn í von um einhvern bitlinginn. Fiölmiðlar Lastu skýrslu Stefáns Jóns Hafstein um borgar- málefni? „Nei, ég las hana nú ekki, ég las fyrirsagnirnar. “ Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Máttar „Nei. “ Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt arlögmaður „Nei. “ Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins „Nei. “ Guðmundur Magnússon prófessor „Nei. “ Sigtryggur Jónsson sálfræðingur „Nei. “ Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross fslands Siðferði og framhjáhald Ég var beðinn um það um dag- inn að halda stutta tölu á einhverj- um fundi í Háskólanum sem átti að fjalla um siðferði blaðamanna. Sem betur fer varð ekkert af því. Fund- urinn átti að vera sama dag og út- gáfufyrirtæki MORGUNPÓSTSTINS gaf grænt ljós á undirbúning að fyrsta blaðinu. Ég hefði ekki mátt vera að því að mæta. En manni leggst alltaf eitthvað tfl. Fundinum var frestað. Það eina sem ég hafði velt fyrir mér að segja var saga af því þegar ég sat einn daginn og hlustaði á inn- hringdar fréttir á Pressunni sálugu. Á símsvaranum var meðal annars kona sem vildi endilega að við köf- uðum ofan í mál læknis hér í bæ. Það væri eldci nóg með að hann hefði haldið framhjá konunni sinni í mörg ár heldur væri hann núna farinn að halda framhjá hjákon- unni. Síðan þá hef ég verið þeirrar skoðunar að blaðamenn væru fyrst og fremst í því hlutverki að halda aftur af almenningi. Ég get nefnt miklu fleiri dæmi af fólki sem hringir inn á blöðin og vill endilega að þau taki einhvern sem því er í nöp við í bakaríið. Og vilja ekki vanda meðulin. Öllum íslenskum blaðamönnum er ljóst hvar mörkin á milli blaða- efnis og einkamála liggja. Ég man elcki eftir mörgum tilfellum þar sem deilt hefur verið um þessi mörk inni á ritstjórnum blaða. Um þau er nolckuð almenn sátt. Hins vegar hafa blöð og blaða- menn orðið uppvís að mistökum. Þau mistök hafa þó ekki orðið til þess að blaðamenn hætti að virða þessi mörk. Ekki frekar en þjófnað- ur lögfræðinga frá skjólstæðingum sínum hefur orðið til þess að lög- menn hafi hægt og bítandi orðið að glæpamönnum og ekki frekar en að mistök lælcna verða til þess að þeir leggi sig síður fram við að koma sjúklingum sínum til heilsu. Gunnar Smári Egilsson En lastu bókina sem hann gaf út um síðustu jól? „Nei. “ Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Máttar „Nei.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður „Nei. “ Guðmundur K. Magnússon prófessor Útvarp Búkolla EFTIR ÞÓRARIN LEIFSSON yrnfyr „Gluggaði í hana.“ Sigtryggur Jónsson sálfræðingur „Já.“ Guðjón Magnússon, formaður Rauða kross Islands

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.