Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 330 miltióna króna halli á Borgarsprtalanum Verðum að loka deildum og segja upp fólki efekki fæst leiðrétting á fjárlögum, segir forstjóri sprtalans. Jóhannes Pálmason sendi Sighvati Björgvinssyni Jóhannes M. Gunnarsson Við sitjum eftir með þá bréf og benti á að spítalinn getur ekki lengur sjúklinga, sem þurfa á flóknari og dýrari aðgerðum staðgreitt reikninga sína og á orðið í erfiðleikum með að greiða út laun. að halda. Og því dýrari, sem hver sjúklingur verður, þeim mun dýrari verður allur rekstur spítalans. Halli á rekstri Borgarspítalans mun nema rúmlega 330 milljónum króna á þessu ári. Þar af eru skuldir frá íýrra ári yfír eitt hundrað millj- ónir. Nú er svo komið, að spítalinn getur ekki lengur staðgreitt reikn- inga sína og missir þannig af um- talsverðum afslætti í innkaupum og dráttarvextir hlaðast upp. Þetta kemur fram í bréfi frá forstjóra Borgarspítalans, Jóhannesi Pálmasyni, til Sighvats Björg- vinssonar. I sama bréfi, sem er dagsett 5. júlí síðastliðinn, segir orðrétt: „Enn- fremur hefur að undanförnu staðið mjög tæpt með að hægt hafi verið að greiða laun og launatengd gjöld.“ Sighvatur hefur látið Símon Sigurbjörnsson kanna fjárhags- stöðu Borgarspítalans, og hefur skýrsla hans nú verið send Borgar- spítalamönnum til umsagnar. Sam- kvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS er niðurstaða Símonar í fullu samræmi við það sem Jó- hannes var margoft búinn að greina ráðherra frá, fyrst Guð- mundi Árna og síðar Sighvati. Fundur verður haldinn með for- svarsmönnum spítalans í heilbrigð- isráðuneytinu á morgun, þriðju- dag, og verður tekin ákvörðun um framtíðarlausn á þessum málum í framhaldi af honum, að sögn Sig- fúsar Jónssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Launagreiðslur alltaf verið vanáætlaðar „Það er ekki hægt að vinda sömu tuskuna endalaust — einhvern tímann hlýtur hún að vera þurr- undin,“ sagði Jóhannes Pálmason í samtali við blaðamann MORGUN- PÓSTSINS. „Það má segja, að þetta sé uppsafnaður vandi sem við höf- um velt á undan okkur til fleiri ára. Framlög ríkisins til launagreiðslna hafa alltaf verið of lág. Það, sem hefúr bjargað okkur allt fram til ‘93 er að við höfum getað tekið það sem á vantaði af almennum rekstr- arreikningi spítalans. Nú hafa framlög til almenns reksturs hins vegar verið „leiðrétt" svo mikið, að þau standa ekki lengur undir hon- um einum, á meðan þetta króníska vanmat á launakostnaði er áfram við lýði.“ Guðmundi Árna Stefáns- syni, þáverandi heilbrigðisráðherra, var bent á, strax í upphafi árs og oft síðan, að ekki væri unnt að halda sig innan ramma fjárveitingarinnar án þess að loka nokkrum deildum og segja upp tugum starfsmanna. Sighvati Björgvinssyni var einnig greint frá stöðu mála um leið og hann tók við embætti. Bæði Guð- mundur Árni og Sighvatur báðu Borgarspítalamenn að grípa ekki til slíkra aðgerða og halda áfram sömu þjónustu og áður. Framlög lækkuð Framlög ríkis og borgar til spítal- ans voru lækkuð um 69 milljónir á milli áranna ‘93 og ‘94 og eru 250 milljónum lægri nú en árið 1991. Mismunurinn á raunverulegum launakostnaði spítalans og fram- lögum hins opinbera nemur um það bil 170 milljónum króna. „Rík- ið samdi um launahækkanir við starfsfólk, sem kosta spítalann 60 milljónir króna á þessu ári. Þetta höfum við ekki fengið leiðrétt enn- þá, frekar en þær 20 milljónir, sem við höfum þurft að greiða í eftir- laun á árinu og hvergi fengið greiddar. Ríkið vill að Reykjavíkur- borg sjái um eftirlaunagreiðslur, borgin vill að ríkið borgi. Niður- staðan er sú að enginn borgar og við sitjum í súpunni. Þarna er strax kominn helmingurinn af þeim halla, sem stafar af launagreiðslum. Þar við bætast launagreiðslur um- fram fjárveitingu frá því í fyrra upp á tæpar 30 milljónir, og svona mætti telja áfram. Halli á almennum rekstri 120 milljónir Kostnaður við almennan rekstur spítalans fer 120 milljónir fram úr áætlun. Bæði Jóhannes Pálmason og Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri, benda á, að um- svif spítalans hafa aukist mjög í samræmi við fólksíjölgun á höfuð- borgarsvæðinu. „Og það er sérstak- lega sú gífúrlega fjölgun, sem orðið hefur á fólki eldra en sextíu og fimm ára á undanförnum árum og áratugum,, sem aldrei hefúr verið tekið nægilegt tillit til í útreikning- um hins opinbera,“ sagði Jóhannes M. Gunnarsson. Þar að auki er hver sjúklingur mun „dýrari" nú en fyrir nokkrum árum. „Fólk fer mikið meira í heilsugæslustöðvar í smá- aðgerðir og með minniháttar meiðsli núorðið. Við sitjum eftir með þá sjúklinga, sem þurfa á flóknari og dýrari aðgerðum að halda. Og því dýrari, sem hver sjúk- lingur verður, þeim mun dýrari verður allur rekstur spítalans, því það kallar á dýrari lyf, dýrari tæki, og svo framvegis.“ Svokallaðar sértekjur Borgarspít- alans, það er að segja beinar greiðsl- ur sjúklinga fyrir ýmsa þjónustu, verða 35 milljónum lægri en gert var ráð fyrir við útreikninga. „Við töldum þá upphæð, sem okkur var ætlað að ná inn í sértekjum, ofáætl- aða frá upphafi. Síðan bætti ríkið um betur og lækkaði hjá okkur röntgentaxtann, sem kostar okkur 18 milljónir á árinu,“ sagði Jóhann- es Gunnarsson. Ekkert tillit var heldur tekið til 7,5 prósenta gengis- fellingar, sem að sjálfsögðu jók enn á kostnaðinn. „Borgarspítalinn er helsti slysa- spítali landsins og okkur er gert að hafa opna slysadeild allan sólar- hringinn, allan ársins hring. Vlð getum ekki lokað dyrum á fólk, af því við eigum ekki aur. 90 prósent sjúklinga á spítalanum eru bráðatil- felli og við getum ómögulega velt því fyrir okkur hvort við höfum efni á að meðhöndla þetta fólk eða ekki,“ sagði forstjórinn. „Þessar 330 milljónir eru margar krónur, en ef litið er á heildina kemur í ljós að þetta er ekki nema 10 prósent af heildarkostnaðinum við reksturinn. Og þessi 10 prósent verða ekki spöruð nema með því að draga úr þjónustu. Við erum ekki tilbúin til þess að ákveða upp á eig- in spýtur, hvar á að skera niður og hvar ekki. Það verður aðeins gert í samráði við ráðherra. En jafnvel þótt einhverjum deildum verði lok- að, þá er þeirri spurningu enn ósvarað, hvar og hvenær einstak- lingar, sem þurfa á þessari þjónustu að halda, eigi að fá hana. Hvernig ætlar hið opinbera að borga það? Menn átta sig vonandi á því, að það þarf að veita þessa þjónustu, hvort sem það er hér eða annars staðar. Við verðum að fá lausn á þessum málum hið fyrsta, við getum ekki velt þessu svona á undan okkur lengur,“ sagði Jóhannes Pálmason að lokum. Hvað verður gert? Miðað við þau svör, sem yfir- menn Borgarspítalans hafa fengið þegar þeir hafa leitað til ráðuneytis- ins á árinu, það er, að þeir ættu að halda áfram rekstri eins og ekkert væri, hlýtur niðurstaða fundarins á morgun að verða sú, að auka fjár- framlög til spítalans. Samt sem áð- ur er raunhækkun á fjárveitingu til hans sama og engin í nýútkomnu fjárlagafrumvarpi, þegar tillit er tekið til launahækkana sem orðið hafa á árinu. Það er því deginum ljósara, að 7 milljarða hallinn hans Davíðs er strax kominn með slag- síðu; til að bæta úr yfirstandandi rekstrarörðugleikum spítalans og koma í veg fyrir að allt fari á sama veg á næsta ári, þarf að auka fjár- veitingu til hans um 5- 600 milljón- ir. -ÆÖJ Hallinn í tölum Helstu niðurstöður i greinargerð Símonar Steingríms- sonarum fjárhagsvanda Borgarsprtalans. ■ Misræmi í launakostnaði og fjárveitingu frá fyrri árum 60-70 m.kr. ■ Launahækkanir, sem stafa af kjarasamningum á þessu ári og hafa ekki fengist bættar 60 m.kr. ■ Aukning yfirvinnu og breytingar á stöðugildum 30 m.kr. ■ Eftirlaunakostnaður 20 m.kr. ■ Áætluð hækkun útgjalda milli ára 25 m.kr. ■ Lækkun framlags milli ára 69 m.kr. ■ Misræmi í fjárveitingu og rekstrarumfangi, sem myndaðist ‘93 26 m.kr. ■ Lækkun á sértekjum, m.a. vegna lækkunar á röntgentaxta 35 m.kr. Njarðvík Notaðar sprautur íqömnni Nokkrir krakkar fundu notaðar sprautur í fjöru neðan við Bakka- stíg. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík er ekki vitað til hvers spraut- urnar hafa verið notaðar en benda á að þarna sé um vítavert gáleysi að ræða. ■ Sandgerði Rallíkrossí íbúðahverfi Maður nokkur í Sandgerði er svo mikill áhugamaður um rallíkross að hann lætur fátt eitt koma í veg fyrir að ná árangri í greininni. Hann var að trylla um Norðurgötu, sem er í íbúðahverfi, á númers- og hljóðkútslausum bíl nú um helg- ina. Þegar lögreglan stöðvaði þetta athæfi viðurkenndi hann upp á sig allar sakir - hafði einfaldlega gleymt sér í sportinu. ■ Akranes Sb'IHi geisla- spilaraogók á fjósastaur Helgin á Akranesi var róleg utan að fólksbíll lenti á ljósastaur. öku- maðurinn var að stilla geislaspilara, auk þess sem lögreglan telur að of hraður akstur hafi spilað inn í. Eng- in slys urðu á fólki. Að sögn lög- reglunnar hefúr mikið dregið úr stútum við stýri en bendir jafn- framt á að það kunni að vera í sam- hengi við minnkandi löggæslu. ■ ísafjörður Skemmdir á sportvörum Tveir ungir piltar voru gómaðir um þrjúleytið í gær þar sem þeir höfðu brotist inn í sportvöruversl- un á ísafirði. Þeir ollu nokkrum skemmdum. Að öðru leyti var helgin róleg á Isafirði utan einn ölvunarakstur. ■ Akureyri Hálkaá Akureyrí I gær vöknuðu Akureyringar við hvíta jörð og urðu tveir árekstrar í hálkunni. Engin slys urðu á fólki. Eitt innbrot var um helgina á Akur- eyri, farið var inn um rúðu í Mynd- bandahöllinni en einskis saknað. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var helgin venju fremur róleg enda var kalt fýrir norðan. ■ Þetta er bara frumvarpið segirSigfús Jónsson, aðstoðannaður heilbrigðisráðherra. Skýrsla Símonar Steingrímsson- ar og fúndurinn í framhaldi af gerð hennar koma rétt eftir að fjárlaga- frumvarpið er lagt ffam. Og þar er hvergi minnst á þessar 330 milljón- ir sem á vantar. „Nei, nei, það er rétt, að þetta rekstrarumfang, sem er á Borgar- spítalanum í augnablikinu er ekki inni á fjárlögunum.“ En samt er ljóst að það vantar þessar 330 milljónir, af hverju er ekki gert ráð fyrir þeim í fjárlög- um? „Jú, það er náttúrlega vegna þess að menn eru ekki tilbúnir til þess að viðurkenna þetta rekstrarumfang.“ En þetta rekstrarumfang er stað- reynd og menn vita af þessum 330 milljónum... „Vita af þessu, já, já, en þetta er bara frumvarpið, ekki fjárlögin. Það verður ekki afgreitt fyrr en eftir tvo mánuði og þess vegna erum við að skoða þetta núna.“ Og hvað gerist í framhaldi af þessari skýrslugerð Símonar? „Borgarspítalinn á eftir að koma með athugasemdir. Ég vil ekki koma með neinar tillögur fyrr en ég hef heyrt þær. Þetta er allt í vinnslu núna og verið að leita nýrra leiða í rekstri spítalans. Það hefúr aldrei verið skilgreint nógu vel, hvaða hlutverki hann á að gegna, hvaða þjónustu menn eru að kaupa. Ég vil breyta þessu og gera um þetta skýra samninga. Eins og þetta er í dag, er staða verkkaupanda, ríkissjóðs, allt- of veik. Verksali, hann heldur bara Sigfús Jónsson Það hefur aldrei verið skilgreint nógu vel hvaða þjónustu menn eru að kaupa. áff am að vinna og vinna og taka við sjúklingum og gefa lyf og eyða og eyða peningum. En verkkaupand- inn, hann stendur bara og tekur upp veskið og borgar og borgar og skilur ekkert í því, hvað þetta er dýrt.“ ■ Bætifláki Nöldurskjóða og aulobrandaratjaslari í Tímanum á föstudag má lesa eftirfarandi í spjalli Pjeturs Haf- steins Lárussonar: „Mér skilst tið Mcíl og menning hafi ráðið nokkra rithöfunda, flesta af lakara taginu, auk nokkurra rugludalla úr fiölmiðlaheiminum, til að skrifa smásögur í þessa bák. ... Umrceddir tveir höfundar eiga það raunar sammerkt, að fólki með sœmilega óbrenglaða dómgreind varðandi bókmenntir, er með öllu hulið í hverju skáldgáfa þeirra fclst. Annars vegar er um að rœða opin- bera nöldurskjóðu Morgunblaðsitis varðandi leiklistaiflutning, hins veg- ar aulabratidaratjaslara á einhverj- um Ijósvakamiðlinum." Soffía Auður Birgisdóttir, rit- stjóri Forlagsins: „Þessi litli geð- vonskulegi pistill lýsir sér náttúr- lega best sjálfur og bregður um leið athyglis- verðu ljósi á þá persónu sem hann skrifar — að því er virðist i einhverju gremjukasti. Ég vil benda á þær mörgu rangfærslur sem þama er að finna. 1 fyrsta lagi kemur bókin Tundur dufl Máli og menningu ekkert við, hún er gefin út af bókaútgáfunni Forlaginu sem er, hvað útgáfustjóm varðar, alveg óháð Máli og menningu. Pjetri H. Lárussyni virðist eitthvað mikið uppsigað við það fyrirtæki, en ekki nenni ég að spá i orsakim- ar fyrir þeirri heiff. í öðru lagi er bókmenntamat Pjeturs sem fram kemur í pistlinum stórfúrðulegt, ég tel að höfundar Tundur dufla séu meðal okkar fr emstu. Níþ Pjeturs um tvo af þessum höfundum, Súsönnu Svavardóttur og Hallgrím Helgason, er sérstakt rannsóknarefni út af fýrir sig. Þar lætur hann stjórnast af einhverj- um tilfinningum sem eiga lítið er- indi á prent fyrir almenning — persónulegar dagbækur fólks eiga frekar að vera vettvangur fyrir slíkar hugrenningar sem að öllum líkindum eiga uppruna í minni- máttarkennd og öfund. Pistill Pjeturs H. Lárussonar ber ekki miklum þroska blaðamannsins vitni.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.