Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994 Grafgotur Nýskráningar folksbila Nýskráningum fólksbíla fer fækk- andi, fjórða árið í röð. Á tímabilinu janúar til september 1991 voru 7568 bílar skráðir en á sama tímabili í ár voru aðeins skráðir 4333 nýir bílar. Fyrstu níu mánuð- ina 1993 voru 4576 bílar skráðir. Verðmæti innflutnings Verðmæti innflutnings er meira á tímabilinu janúar til ágúst í ár en í fyrra. í fyrra var innflutningurinn 57,4 milljarðar en í ár er hann 63,9 milljarðar. Verðmæti innflutnings- ins er svipað nú og árið 1990. Verðmæti út- flutnings á áli 12 milljarðar króna - t~h im ’88 '89 ’90 ’91 '92 ’93 ’94 í Það stefnir í mun meiri útflutning á áli í ár en verið hefur síðustu ár. Verðmæti útflutningsins gæti far- ið yfir 10 milljarða ef miðað er við þróunina frá janúar til ágúst í ár. Mer er spurn Deilur um flutning ÁTVR í Hafnarfirði í Miðbæ hf. „Þeir eru að narra fófláð frá mér“ segirStefán Rafn, fasteignaeigandi við Reykjavíkurveginn. Óánægja er komin upp meðal margra Hafnfirðinga vegna fyrir- hugaðra samninga milli ÁTVR og Miðbæjar hf. um kaup á stóru rými í nýja miðbæjarhúsinu fýrir áfeng- isútsölu. Fyrir sex árurn var opnuð áfengisútsala í Lækjargötunni sem annar vel og gott betur þeirri versl- uninni í Hafnarfirði, að sögn eins starfsmanns. Þá var ráðist í að inn- rétta húsnæðið fyrir háa fjárhæð sem sé hvorki þröngt né óhentugt. Hann telur að verið sé að bjarga Miðbæ hf. þar sem hellingur af húsnæði er ekki gengið út og fyrir- tækið komið í greiðsluvandræði. Bærinn hafi keypt meira í húsinu en hann ætlaði til að bjarga málun- urn í kratatíðinni. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti eindregin tilmæli til fjár- málaráðuneytisins að útsalan yrði flutt í húsið en ráðuneytið ræður endanlega staðarvali og verður að staðfesta samninga. Að sögn Frið- riks Shopussonar fjármálaráð- herra er búið að gefa grænt ljós á flutningana þótt ekki hafi ennþá verið samið. „Bæjarráð Hafnar- fjarðar hefur lagt það rnjög ein- dregið til að ÁTVR verði flutt. Ég fékk bréf frá þeim þar sem þeir tí- unduðu vandkvæðin að hafa áfeng- isútsöluna þar sem hún er.“ Aðspurður um hvað þetta kosti gaf fjármálaráðherrann ekki upp tölur en sagði samninginn hag- stæðan. Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði, er einn þeirra sem telur flutninginn með öllu óþarfan. „Áfengisútsalan er betur kornin þar sem hún er,“ segir hann. Burtséð frá því gengur fjöllunum hærra að hjólað hafi ver- ið í verslunareigendur á Reykjavík- urveginum til að fá þá inn. Helsti fasteignaeigandinn þar, Stefán Rafn, staðfesti þetta í samtali við MORGUNPÓSTINN. Afengisbúðin við Lækjargötuna í Hafnarfirði. Þórður H. Hilmarsson, forstjóri Giobus, spyr: „Að- ilar í atvinnulífinu þurfa oft að skreppa til útlanda í stuttar viðskiptaferðir. Og Það getur verið allt að þre- faldur verðmismunur á farmiðum hjá Flugleiðum eftir því hvort tnenn eru úti ífimm daga eða tvo, ogþá ódýr- ara að vera í fimtn daga. Þetta leiðir til þess að mcnn sem kannski þurfa ekki að vera nema einn eða tvo daga í útlöndum þurfa oft að láta sig hafa það að vera úti í fimm daga til að fá ferðina ódýrari og ná niður kostnaði. Ég vil meina að með þessu sé verið að láta at- vinnulífið greiða niður fyrir aðrar ferðir, til dœmis túristafargjöldin. Þannig að mig langar að spyrja að því hvort Flugleiðir geti ekki verið með meiri jöfnuð á milli fargjalda." Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, svarar: „Það er kannski ekki eðlilegt að bera viðskipta- mannafargjöldin við alódýrustu far- gjöldin vegna þess að á þeim eru svo stífir skilmálar. Eðlilegra er að bera þetta saman við fargjöld sem eru nær fimmtíu þúsund krónum. Þar er verið að bera saman tvenns konar þjónustu oft mjög ólíka og þeir sem borga svokölluð viðskiptamannafar- gjöld eru í rauninni að borga fyrir þrennt. í fyrsta lagi fyrir tíðnina sem þeir hafa aðgang að, í öðru lagi fýrir stuttan bókunarfýrirvara og í þriðja lagi fýrir sveigjanleika miðans. Og þessi sveigjanleiki miðans hefur í för með sér að þeir geta breytt fýrirvara- laust um ferðaáætlun og miðinn gildir áfram. I fyrsta lagi er okkar reynsla sú að allt að fjórðungur fólks á þessum gjöldum mæti ekki til þess flugs sem það var bókað á, og við erum því oft að fljúga með mjög mörg tóm sæti þeirra vegna og töpum þar af leið- andi tilsvarandi tekjum. Þannig að við verðum að taka tillit til þess í verðlagningunni. í öðru lagi vilja þessir farþegar yf- irleitt stuttan bókunarfýrirvara. Ög við bjóðum líka upp á fargjöld fýrir viðskiptamenn sem eru ekki með þessari helgarreglu sem Þórður er að tala um, þau eru 20 prósent ódýrari, en það er hins vegar á þeim fjögurra daga bókunarfýrirvari. En þessi far- gjöld eru mjög lítið notuð, við sjáum það ef við miðum við okkar við- skiptamenn erlendis sem nota þetta „Þeir eru að narra fólkið frá mér af Reykjavíkurveginum sem er búið að vera í leigu þarna í mörg ár og nota ÁTVR sem agn. Ég er mjög óhress yfir þessu og sé enga ástæðu fyrir því að flytja áfengisverslunina niður í miðbæjarapparatið.” „Manni blöskrar að það eigi að fara í dýrasta húsnæði landsins til að bjarga einhverjum mönnum úti í bæ. Okkur finnst það glapræði," sagði starfsmaður í áfengisútsöl- unni í samtali við blaðið. Það geng- ur einmitt fjöllunum hærra að Hrafnkell Asgeirsson, frændi Guðmundar Árna Stefánssonar, hafi séð um söluna fyrir Miðbæ hf. Hrafnkell neitaði hins vegar að ræða það við MORGUNPÓSTINN. Kári Halldórsson hjá fasteigna- sölunni Ás, sem sér um sölu og leigu á húsnæði í miðbæjarhúsinu, sagði að staðan væri þannig núna að neðri hæð hússins hefði að fullu verið ráðstafað nerna einu bili en uppi væri eftir að koma út helm- ingnum. „Sumt er selt og annað leigt eftir atvikum,“ sagði hann. Hann sagði enga stefnubreytingu hafa orðið á þann hátt að þar sem salan hefði gengið illa væri nú öll- um árum reynt að leigja út. „Það er búið að bjóða leigu og kaupieigu frá upphafi.“ Heyrst hefur að mögulegir kaup- endur og leigjendur setji það sem skilyrði að ÁTVR opni útsölu í hús- inu. Kári neitar því en hins vegar hafi nokkrir sett þann fyrirvara að megnið af rýminu væri gengið út áður en þeir skrifa undir. En er ekki verið að reyna að fá ÁWR inn í húsið sem agn á kaupmenn? „Jú,jú. Það er bæði verið að reyna að fá þá inn til að selja þeim ákveðið rými og eins til að auðvelda að koma því út sem eftir er. Þetta er svipað og í öðrum verslunarmið- stöðvum.“ Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að tvær ástæður séu fyrir því að stefnt sé að því að flytja útsöluna í miðbæjarhúsið. Annars vegar hafi nágrannar kvartað yfir óþægindum, ekki síst vegna rnikill- ar og vaxandi bílaumferðar sem magnist vegna skorts á bílastæðum. Er þetta nauðsynlegt? „Það má alltaf deila um hvað er nauðsynlegt en það er ómögulegt að segja að þetta sé bráðnauðsyn- legt. I sjálfu sér hefur verslunin við Lækjargötu gengið vel en nágrann- arnir telja sig hafa orðið fyrir óþæg- indum vegna mikillar untferðar og mun meira. Og það sýnir okkur það að þessi stutti bókunar- fyrirvari skiptir viðskiptamenn hérlendis miklu. I þriðja lagi er- um við að tala um tíðnina. Þeir viðskiptamenn sem borga þau far- gjöld, sem Þórður er að tala um, geta fýrirvaralaust hlaupið inn á hvert flug Flugleiða sem þeir vilja. Hinir sem borga afsláttarfargjöldin sætta sig við miklu meiri hömlur, kannski tveggja vikna eða lengri bókunarfyr- irvara og síðan hömlur á dvalar- lengd í hinn endann líka. Þannig að um er að ræða mjög ólíka þjónustu. Og þeir sem þurfa meiri þjónustu og meiri sveigjan- leika, þeir borga meira.“ Nýbygging Miðbæjar hf. þar sem fyrirhugað er að setja upp áfengisverslun. skorts á bílastæðum. Svo er erfitt að velja tíma til að fara í miðbæjarhús- ið. Það er að hrökkva eða stökkva ef við viljum vera með verslun þar.“ Verður tnikill kostnaðarauki við flutninginn? „Já, af þessu verður kostnaðar- auki þar sem húsnæðið er stærra. Við erum nú í 370 fermetrum í Lækjargötunni en nýja húsnæðið er töluvert stærra.” -SG ásamt GK Holyday Inn lokar 1. nóvember Flugleiðir hafa sýntáhuga Islandsbanki mun hætta rekstri Holiday Inn-hótelsins nú 1. nóv- ember þannig að ákvörðun um framtíð þess verður að liggja fýrir innan skamms. Að sögn Vals Valssonar, banka- stjóra íslandsbanka, þá blasir það við að ef menn vilja kaupa hótelið til áffamhaldandi hótelrekstrar þá sé tíminn að renna út. Sagði Valur að ef hótelið lokaði 1. nóvember þá yrði því mikill aukakostnaður sam- fara að opna það aftur til hótel- rekstrar — tíminn væri því að renna út. Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS þá hafa Flugleiða- menn sýnt hóteiinu áhuga. Upp- hæðin sem þeir hafa nefnt til er hins vegar ekki ásættanleg fyrir Is- landsbanka sem að sögn Vals lítur svo á að ef ekki kemur tilboð yfir 500 milljónir króna þá sé eins hag- kvæmt að taka það undir höfuð- stöðvar íslandsbankans. Eftir því sem komist verður næst þá hafa Flugleiðamenn verið að ræða verð- tölu nálægt 400 milljónum en Val- ur vildi ekki ræða tilboð einstakra aðila. Hann staðfesti hins vegar að aðilar í ferðaiðnaðinum hefðu sýnt hótelinu áhuga. Valur Valsson bankastjóri „Það hlýtur hins vegar að vera mikið áhyggjuefni fyrir þá sem standa að ferðaiðnaðinum að enginn skuli treysta sér til að reka hótel sem fæst á hálfvirði.” „Það hlýtur hins vegar að vera mikið áhyggjuefni fyrir þá sem standa að ferðaiðnaðinum að eng- inn skuli treysta sér til að reka hótel sem fæst á hálfvirði," sagði Valur en byggingakostnaður Holiday Inn var nálægt 1000 milljónum króna. -SMJ Lobbflð á Holiday Inn. Þar verður hugsanlega hætt að taka á móti hótelgestum og því breytt í biðstofur bankastjóra.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.