Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 10.10.1994, Blaðsíða 11
/r\vjUMÁM MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 1994_____________________________MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR________________________________________________________11 rcfl IBpMI IV W ■ i.jry , ,•« m jf W ® MMI ■ H » % Vá ■.. m&ir .;«3hS Steiney Björk Halldórsdóttir kaupkona f Skóbúð Reykjavíkur. „Við þurftum að loka búðinni í hálfan mánuð og misstum auðvitað af öllum við- skiptum þann tíma.“ Raunasaga skóbúðareiganda sem leigði verslunarhúsnæði Sagt að koma sér út eflir nauðungaruppboð „Þetta byrjaði með því að húsið, þar sem búðin var til húsa, var selt á nauðungaruppboði þann 20. júlí síðastliðinn. Kaupandinn var Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis. Við ætluðum að reyna að fá keypt plássið sem búðin var í og höfðum rætt það við Sparisjóðinn. Ég fór síðan til útlanda um miðjan ágúst en þegar ég kom heim 19. ágúst frétti ég að Sparisjóðurinn væri bú- inn að selja eigendum Vero Moda húsið sem settu þann fyrirvara í kaupsamninginn að ég færi út með allt mitt dót. Það átti að gerast í síð- asta lagi fyrir 15. september.“ Sú sem hefur orðið er Steiney Björk Hall- dórsdóttir kaupkona í Skóbúð Reykjavíkur. Hún lenti í þeim hremmingum að húsnæðið sem Skóbúð Reykjavíkur hefúr verið í gott betur en áratug var selt á nauð- ungaruppboði vegna fjárhagsvand- ræða eiganda þess, Herlúfs Clau- sen. Steiney var með ótímabund- inn leigusamning í höndunum og hafði ávallt staðið í skilum með leig- una en það dugði þó ekki til þess að hún héldi húsnæðinu eða fengi sex mánaða uppsagnarfrest, sem hún telur sig eiga rétt á samkvæmt lög- um um húsaleigusamninga. Ástæð- an fyrir því að þau lög gilda ekki í hennar tilfelli er sú að húseignin var seld á nauðungaruppboði en við slíka sölu falla leigusamningar nið- ur. Haraldur Jónasson, lögfræð- ingur leigjendasamtakanna, segir að töluvert af málum þessarar tegund- ar komi inn á hans borð. „Það er mjög hart fyrir fólk að lenda í að missa húsnæði sitt á þennan hátt. En það er hins vegar hægt að koma í veg fyrir að svona lagað gerist með því að þinglýsa leigusamningi. Ef það er gert má öllum vera ljóst sem koma nálægt viðkomandi eign að það er leigu- kvöð á henni.“ Vildi ekki gefast upp Þar sem Steiney hafði ekki látið þinglýsa leigusamningi sínum gat Sparisjóðurinn krafist þess að hún færi út. Hún vildi hins vegar ekki una því að lög um húsaleigusamn- inga giltu ekki og neitaði að fiytja með svo skömmum fyrirvara sem henni var gefinn. „Þann 7. september fæ ég síðan þau skilaboð frá Héraðsdómi að ég eigi að mæta í útburðarbeiðni 12. september. Lögffæðingurinn minn mætti fyrir mig og fékk frest til þrjú daginn eftir til að skila greinargerð, sem er nú ekki langur tími. Úr- skurðurinn kemur svo 15. septemb- er og er á þá leið að við eigum að fara út. Sýslumaðurinn hringir í mig og segir að ég eigi að mæta til hans þann 19. september, á mánu- degi. Ég gerði það og gat með herkj- um fengið frest fram til hádegis á fimmtudag. Það mátti ekki minna vera þar sem lagerinn er mjög stór og mikið af vörum sem þurfti að flytja. Lögfræðingurinn minn áfrýj- aði til Hæstaréttar. Málið var tekið þar fýrir þann 28. september en því var vísað frá á þeim forsendum að ég var flutt út. Það hefði sem sagt verið betra fýrir mig að hafa úr- skurð Héraðsdóms að engu í stað þess að hlíta lögum.“ Eins og gefur að skilja var erfitt fyrir Steineyju að útvega sér strax nýtt húsnæði. Engu tauti var komið við fulltrúa Sparisjóðsins um að fá nokkurra daga ffest til viðbótar svo hún varð að láta sig hafa það að flytja allar vörur sínar og lager í leiguhúsnæði í Faxafeni. Nú hefur Steiney hins vegar fengið inni að Laugavegi 87, en það pláss er tölu- vert minna en hún var í áður. Af þeim sökum verður hún að hafa megnið af lagernum sínum í geymslu í Faxafeni. Þetta er sérstak- lega bagalegt fýrir búðina því vetrar- vörurnar voru nýkomnar og Steiney sér nú ekki fram á annað en að þurfa að selja megnið af þeim á markaði. Gat 1 kerfinu Auk þess sem allt þetta umstang hefúr valdið Steineyju óþægindum hefur þetta einnig kostað hana mikla peninga. „Við þurftum að loka búðinni í hálfan mánuð og misstum auðvitað af öllum viðskiptum þann tíma. Flutningarnir fram og til baka kost- uðu sitt og svo hef ég þurft að greiða um það bil 112.000 krónur í lög- fræðikostnað." Steiney segir að henni finnist það mjög athyglisvert að það virðist sem svo að það sé ekki hægt að fá það á hreint hvort lög um húsaleigu- samninga falli úr gildi þegar eignir eru seldar nauðungarsöíu. „Það er vissulega gat í kerfinu þar sem þetta er, en ég vil ítreka að það er hægt að loka því með því að láta þinglýsa leigusamningum," segir Haraldur Jónasson og ítrekar jafn- ffamt að það eigi jafnt við um ein- staklinga og fýrirtæki, sem eru í leiguhúsnæði, að þeir eru réttlausir í tilvikum sem þessum ef leigusamn- ingi hefur ekki verið þinglýst. „Það á að vera regla hjá fólki að þinglýsa leigusamningum sem eiga að gilda í langan tíma. Annars eru menn einfaldlega varnarlausir ef eignin er seld nauðungarsölu.“ -jk íbúðir á efri hæðum í miðbænum Tll vamar glæpum I apríl í vor samþykkti borgarráð að standa að tilraunaverkefni í samvinnu við Þróunarfélag Reykjavíkur sem felst í því að litt eða ónotuðu atvinnuhúsnæði í miðbæ borgarinnar verði breytt í íbúðarhúsnæði. Verkefnið gengur undir nafninu „Ibúð á effi hæð“ og er hugmyndin að baki því marg- þætt, að sögn Péturs Sveinbjarn- arsonar, ffamkvæmdastjóra Þró- unarfélags Reykjavíkur. „Með því að koma húsnæði sem er illa nýtt í notkun má draga úr þörf fyrir nýbyggingar. Með auk- inni byggð í gömlum hverfúm er einnig hægt að nýta betur skóla, heilsugæslustöðvar og aðrar stofn- anir sem eru þar fyrir. Aukin íbúa- byggð í miðbænum mun án nokk- urs vafa draga úr glæpum þar. Það sýna ámóta tilraunir sem hafa verið gerðar erlendis. Það gefur augaleið að ef búið er í húsi þar sem eru verslanir eða fýrirtæki virkar það á vissan hátt sem þjófavörn." í júní var auglýst eftir umsækj- endum sem hefðu áhuga á að taka þátt í verkefninu og bárust tuttugu og fjórar umsóknir. Eftir mat á þeim var ákveðið að ganga til sam- starfs við sextán aðila. Að sögn Pét- urs hafa sumir þeirra í huga að gera eina íbúð í húsnæði sínu, aðrir allt að fjórar. Reykjavíkurborg lagði 9,9 millj- ónir til verkefnisins og Húsnæðis- stofnun 2 milljónir. Þeir sem vilja hefja framkvæmdir á næstu sex mánuðum fá styrk til þeirra upp á 250.000 til 350.000 krónur. Pétur leggur áherslu á að þetta verkefni sé fýrst og fremst tilraun. „Tilgangurinn með verkefninu er að leggja mat á kostnað við breytingar á atvinnuhúsnæði í íbúðir og kanna þörf fýrir húsnæði af þeim toga í miðbænum. Besta leiðin að þessum markmiðum er að fylgjast með framkvæmdunum, en með þeim breiðist líka út þekk- ing meðal arkitekta og iðnaðar- manna á því hvernig best er að standa að vinnu að þessu tagi.“ -jk Pétur Sveinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Reykjavíkur. „Tilgangurinn með verkefninu er að leggja mat á kostnað við breytingar á atvinnu- húsnæði í íbúðir og kanna þörf fyrir húsnæði af þeim toga í mið- bænum.“ I návígi Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Kerfið verður að vera sveigjanlegt Af hverju þurfa ráðherrar þess- ar heimildir - geta þeir ekki farið fyrir alþingi og fengið lagaheimild fyrir þessum peningum, eins og öðrum sem ráðstafað er af ríkinu? „Þessar heimildir eru til að taka við óvæntum fjárútlátum. Þær eru til að koma í veg fyrir að sífellt þurfi að fara inn á fjáraukalög með hluti sem koma óvænt inn á borð ráð- herra.“ Telur þú að eftirlit þurfi með þessu? „Við í fjármála- ráðuneytinu skipt- um okkur ekki af því hvernig einstak- ir ráðherrar nota þetta. Fjármála- ráðuneytið er ekkert eftirlitsráðuneyti með öðrum ráðu- neytum. Það er auðvitað bara Ríkis- endurskoðun sem endurskoðar þetta. Við höfúm þar eng- ar fastmótaðar regl- ur aðrar en þessar. Ég he!d að ráðherr- ar hafi notað þetta mjög mismunandi mikið.“ En er þetta eðli- leg útdeiling? Það er greinilegt að menn eru að svara einhverju kvabbi. Er þetta ekki ákveðin góðgerðar- stofnun sem er rek- in í gegnum þessa skúffupeninga ráð- herranna? „Það ' kemur stundum upp að það þarf að bregðast við hraðar heldur en að hægt sé að bíða eftir fjárheim- ildum. Það er til dæmis tvennt í mínu ráðuneyti; Það var annars veg- ar Stjórnunarfélag- ið. Við rákum á sín- um tíma stjórnun- arnámskeið hjá hinu opinbera og spurningin var sú að kaupa ákveðin námskeið og myndbönd og svo framvegis. Það mun borga sig á lengri tíma. Eg gat út af fýrir sig sótt um ein- hverja aukafjárveitingu út af þessu, það var ekki gert, heldur tók ég það þarna inn af því að það var rúm fyr- ir það þarna. Annað var; laganemar vegna alþjóðlegrar ráðstefnu evr- ópskra laganema, sem við töldum réttlætanlegt að styrkja vegna þess að það var verið að fjalla um emb- ættisstörf ýmiss konar. Við töldum það fyllilega réttlætanlegt að láta smástyrk vegna þess. Það var af- gangur af þessu í fyrra og það var fært á milli ára til almennra nota í ráðuneytinu. Ástæðan fyrir því að þetta er inni er að það er verið að koma í veg fyr- ir að alls konar smærri hlutir fari inn á fjáraukalög. Síðan hefur ríkis- stjórnin ráðstöfunarfé sem hefur ekkert breyst; það eru 100 milljónir til að taka á óvæntum hlutum. Þar get ég nefnt til hjálparstarf ýmiss konar. Ég tel að þetta sé til bóta, það er brýnt að það sé til sveigja eða sveigjanleiki í útgjaldamöguleik- um. Við höfum til dæmis á undan- förnum árum verið að heimila stofnunum að færa á milli ára ónýttar fjárheimildir en á sama hátt höfum við líka farið fram á það að þeir, sem hafa farið út fyrir þær, verði að taka á sig aukinn sparnað árið eftir og skila þannig hallanum til baka. Ástæðan fyrir þessu öllu saman er að hafa einhvern sveigj- anleika." „Við ífjármálaráðuneytinu skiptum okkur ekki afþví hvern- ig einstakir ráðherrar nota þetta. Fjármálaráðuneytið er ekkert eftirlitsráðuneyti með öðrum ráðuneytum. Það er auðvitað bara Ríkisendurskoðun sem end- urskoðar þetta. Nú hafa komið fréttir af þessum úthlutunum. Telur þú að allar þessar útdeilingar standist ná- kvæma rannsókn? „Ég hef bara ekki kynnt mér það sérstaklega enda er það ekki í mín- um verkahring.“ Nú var þetta kerfi sem komst á laggirnar í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem fjármálaráð- herra. Ert þú sáttur við þetta? „Ég tel að það sé æskilegt að hafa útgjaldakerfið sveigjanlegra en það hefur verið. Ég tel að öll þau skref sem hafa verið stigin að undan- förnu séu til heilla: Að geta fært á milli ára og gera ráðherrana meira ábyrga fyrir sínum málaflokkum með rammafjárlögum. Um leið fá þeir meira frelsi og um leið bera þeir ábyrgð á því að menn starfi innan ramma fjárheimildanna. Ég held að þetta sé allt til bóta. Það má síðan áreiðanlega deila um það hvers konar útgjöld eiga að fara undir þetta og ég er ekki fær um að dæma um það. Auðvitað er hug- myndin sú að þetta séu útgjöld sem gætu tilheyrt viðkomandi ráðu- neytum.“ -SMJ Undanfarið hafa birst upplýsingar í morgunpóstinum um ráðstöf- unarfé ráðherra. Þar er sagt frá þeim rúmlega 80 milljónum sem ráðherrar hafa til að eyða í verkefni sem eru þeim persónulega þóknanleg. Margar þessar greiðslur vekja athygli og spurningar um það hversu mikilvægar þær eru. Þetta eru einu opinberu fjárútlátin sem má segja að stjórnist af persónulegum hugdettum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.