Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Sendiherraskipti í London Óbreytt staða segir Þröstúr Ólafsson. „Það hefur ekkert komið fram við rannsókn málsins sem kemur í veg íyrir að hann taki við starfmu,“ sagði Þröstur Ólafsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, þegar hann var spurður að því hvort eitt- hvað hefði komið fram við rann- sókn á fjárreiðum embættis menn- ingarfulltrúa í London sem gerði það að verkum að Jakob Magnús- son taki við sem staðgengill sendi- herra í London um áramótin. Þröstur tók það skýrt fram að ekk- ert slíkt væri uppi á borðinu. Nú um áramót er ætlunin að Jakob taki við sem forstöðumaður sendiráðsins, þannig að hann verði æðsti yfirmaður þess á milli sendi- herraskipta, en Kjartan Jóhanns- son kemur sem kunnugt er ekki til starfa fyrr en á miðju ári. Þegar Jak- ob tekur við þarf ekki að fara fram nein formleg athöfn, svo sem af- hending trúnaðarbréfa, þar sem ekki er litið svo á að nýr sendiherra sé að koma til starfa. ■ INýir menn hjá Tryggingastofnun ■ Fjarvera þingmanna ■ Ríkisútvarpið í skoðun hjá Ríkisendurskoðun r að hefur vakið nokkra athygli á Tryggingastofnun að Emil Als augn- læknir hefur starfað sem tryggingarlækn- ir, einkum í ljósi þess að hann verður 67 ára gamall þann 6. janúar næstkomandi. í samtali við MORGUNPÓSTINN sagði Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar, að hér væri einungis um tímabundið hlutastarf að ræða í tilfelli Emils til þess að ná niður biðlistum sem myndast höfðu Þeir sem gegna þessu störfum að öllu jöfnu eru JúlIus Valsson tryggingaryfirlæknir, VigfúS MagnúSSON aðstoðartrygg- ingaryfirlæknir og JóN K. Jóhannsson tryggingalækn Ær ingmenn fengu ekki sitt hefðbundna jólafrí að þessu sinni og hafa setið þingfundi fram á nætur á milli jóla og nýárs. Nokkuð hefur borið á þvi að þingmenn séu ekki til staðar á þingfundum og einnig hefur verið nokkuð um for- föll. MORGUNPÓSTURINN tók stöðuna í gær, mið- 1 vikudag, en þá höfðu / finini þingmenn I boðað forföll. Jóna f Valgerður Kristjáns- llDÓTTIR, Kvennalista, var boðuð veik en fjórir i þingmenn skráðir með fjarvistir, Árni * j M. Mathiesen Sjálf- f stæðisflokki, Rann- I VEIG GUÐMUNDSDÓTT- ir Alþýðuflokki og framsóknar- mennirnir Halldór ÁsgrImsson og Jón Kristjánsson... XVíkisútvarpið er um þessar mundir í skoð- un hjá Ríkisendur- skoðun. Um er að ræða svokallaða stjórn- sýsluendurskoðun og er reiknað með að þeirri vinnu ljúki með skýrslu sem fæðist væntanlega í febrúar eða mars. Það var fjár laganefnd sem fór fram á þessa endurskoðun í haust en árið 1988 fór sams konar stjórnsýsluendur- skoðun fram á Ríkisútvarpinu. Til- gangurinn nú er öðrum þræði að at- huga hvort þær ábending- ar sem þar komu fram hafi komist til fram- kvæmda. Þá hefur heyrst að frétta- I stofurnarséu I meðal annars í ' skoðun í sambandi ' við yfirvinnu- greiðslur og einnig hefur Innkaupadeildin verið skoðuð... Síðasta áratuginn urðu 167 veitingastaðir gjaldþrota og fengust aðeins 5,8 prósent upp í kröfur. 1,6 milljarðar skiluðu sér ekki Tuttugasta hver króna skilar sér við gjaldþrot veitingastaða. Lofað veri Ijósið —frumflutningur á verkiÁskels Mássonar. 1 miðjum ljósaskiptunum, eða mitt á milli þess sem friðarandi jól- anna sameinast mestu skemmtana- helgi ársins ætla nokkrir einstak- lingar að standa fyrir hátíðartón- leikum að kveldi föstudags í Krists- kirkju undir yfirskriftinni Lofað veri ljósið. Kveikjan að þessum tón- leikum er frumflutningur á nýju verki eftir Áskel Másson sem samið er fyrir kontratenór og slag- verk. Eðlilega mun eini kontraten- ór landsins, svo vitað sé, sjá um flutning verksins, en það er Sverrir Guðjónsson. Að sögn Sverris voru aðstandendur tónleikanna í vik- unni að taka á móti alls kyns bjöll- uslagverki víðs vegar að úr heimin- um sem verður í frumflutningi eins verksins. Meðal annars er eitt bjöll- uslagverkið komið alla leið frá Jap- an og nokkur svokölluð gongs komu frá Evrópu. „Verkin eru ým- ist sóló- eða dúóverk sem öll eru flutt út frá stemmningu sem tengist gríska ljóðinu „To Axion Esti“ sem er óður til náttúrunnar, mannesk- junnar, eilífðarinnar og augna- bliksins, en þýðinguna á því annað- ist Sigurður A. Magnússon,“ seg- ir Sverrir. Auk Sverris koma þeir Eggert Pálsson, Pavel Manásek og Martial Nardeau fram á tónleik- unum. Jóhann Sigurðarson les svo ljóð sem tengjast sérstaklega anda tónleikanna.É Á árunum 1985 til 1993 urðu 167 veitingastaðir gjaldþrota sam- kvæmt Hagtíðindum frá Hagstofu Islands. Gjaldþrotunum hefur fjölgað talsvert en síðustu fimm ár- in eru þau að jafnaði 25 árlega. Veitingastaðir hafa nokkra sér- stöðu í því hve lítið fæst upp í lýstar kröfúr við gjaldþrot. Á þessum tæpa áratug verða 167 veitastaðir gjaldþrota, lýstar kröfur eru samtals 1.730 milljónir króna en aðeins too milljónir króna fást greiddar upp í það á öllu tímabil- inu. Að meðaltali fæst því 5,8 pró- sent upp í lýstar kröfur. Að jafnaði eru þetta 18,5 gjaldþrot á ári. Árlega eru lýstar kröfur 192 milljónir króna og að meðaltali fást 11 millj- ónir króna upp í þá tölu eða um tuttugasta hver króna. Hlutfall greiddra krafna hefur lækkað mjög hin síðari ár eins og sjá má á með- 2.000 milljónir 1.800 fylgjandi töflu og á síðustu þremur árum þessa tímabils ná greiddar kröfúr ekki yfir eitt prósentustig. Síðustu tvö árin er hlutfallið það sama eða 0,3 prósent. 140.000 króna hámark sett á út- greidd mánaðarlaun við gjaldþrot Fullyrt hefur verið að veitinga- staðir hafi beinlínis spilað inn á rík- isábyrgð á launum en allar almenn- ar launagreiðslur eru ríkistryggðar upp að ákveðnu hámarki. Því hefur verið talað um að veitingastaðir bjóði starfsmönnum síðum upp á mjög góð launakjör gegn því að viðkomandi starfsmenn fái launin hjá Ábyrgðasjóði launa eftir að staðurinn fari í þrot. Þetta var borið undir Ólaf B. Andrésson deildar- stjóra hjá Ábyrgðasjóði launa. „Þetta er ekkert sem er hægt að henda reiður á en maður hefur heyrt svona sögusagnir,“ segir Ólaf- ur. „Við leitum bara eftir samþykki skiptastjóra um réttmæti kröfunn- ar. Við höfum ekki aðgang að bók- haldi fýrirtækjanna þannig að við getum ekki sannreynt þessar sögu- sagnir. Við reynum að fara alltaf þrjá til sex mánuði aftur í tímann til að sjá hver kjör manna hafa verið en það er allur gangur á því hvernig þetta hefur verið hjá fyrirtækjun- um. Það er hins vegar skiptastjór- inn sjálfur sem er með bókhald fyr- irtækisins og leggur mat á launa- kröfurnar. Okkar afgreiðslu byggj- um við á samþykki skiptastjór- anna.“ Ólafur segir mjög mörg dæmi Vigdís Grímsdóttir „Þetta er alveg leyfilegtc „Það er ekki tekið fram hvaðan þetta er tekið, maður gerir það ekki, en ég svartletra það. Þetta er alveg leyfilegt," segir Vigdís Grímsdóttir um stuttan kafla á blaðsíðu 205 í bók hennar Grnnda- vegi 7 sem tekinn er orðrétt upp úr skáldsögu Vésteins Lúðvíksson- ar, Manni og haft, án þess að Vé- steins sé getið eða titill bókar hans nefndur. „Þetta er bara aðferð sem ég nota, nokkurs konar klippitækni sem ég notaði til dæmis líka í síð- ustu sögu minni,“ segir Vigdís og bendir á að víða í bókinni sé að finna tilvitnanir í aðrar bókmenntir og jafnvel í kvikmyndir. Þegar bókinni er flett sést að stundum lætur Vigdís þess getið hvaðan tilvitnunin kemur, til dæm- is þegar hún vitnar í þjóðsögur Jóns Árnasonar og í skáldkonuna Saffó. Það er aftur á móti ekki gert þegar vitnað er í Mann og haf en samkvæmt heimildum blaðsins mun Vésteinn hafa komið af fjöll- um þegar honum var bent á að vitnað væri í skáldsögu hans í bók Vigdísar. Þar sem Vésteinn er staddur í útlöndum og ekki náðist í hann þar, var ekki hægt að fá við- brögð hans við þessu. Vigdís segir aftur á móti að það sé alveg rétt að Vésteinn hafi ekki vitað af um- ræddum kafla í Grandavegi áður en bókin kom út en hann viti þetta hins vegar núna. Vigdís leggur áherslu á að þetta sé ekki neitt stórmál og Vésteinn hafi tekið þessu ljúflega og hann hafi fengið eintök af bók hennar fyrir sitt framlag. „Það var engin harka í þessu. Hann kom í heimsókn til mín og þetta var allt í lagi.“ ■ Vigdís Grímsdóttir „Þetta er bara aðferð sem ég nota, nokkurs konar klippitækni." um að efasemdir séu um hvernig vinnusamningi sé háttað. Hins veg- ar var lögunum breytt árið 1992 meðal annars þannig að nú geta laun sem koma til greiðslu hjá Ábyrgðasjóði launa aldrei verið hærri en þrefaldar atvinnuleysis- bætur eins og þær eru hæstar án til- lits til barnafjölda. Um þessar mundir er sú upphæð um 140 þús- und krónur á mánuði. Fyrir 1992 var ekkert þak á hve launakröfur gátu verið háar. „Nú er miklu minni hætta á því að þetta sé mis- notað enda borgum við aldrei meira 140 þúsund krónur á mánuði fyrir launþega óháð því hve há launakrafa hans er,“ segir Ólafur hjá Ábyrgðasjóði launa. -pj Útgerðarmenn raðsmíðaskip- anna íjögurra fengu samtals 1185 tonn af 13000 tonna auka- rækjukvóta Gætu sett auka- kvótann milfjomr Raðsmíðaskipin fjögur fengu samtals 1.185 tonna aukningu á rækjukvóta sínuni þegar heildar- kvótinn var aukinn um 13000 tonn í nóvember síðastliðnum. Gissur ÁR 6 fékk 327 tonn í sinn hlut, en Nökkvi HU 15, Jöfur ÍS 172 og Óddeyrin EA 210 fengu 286 tonn hvert. Eins og fram kom í MORGUNPÓSTINUM hinn 22. des- ember, þá var Gissur þegar kom- inn með allan þann kvóta, sem skipið gat nýtt, og því var aukn- ingin seld á tæpar tólf milljónir króna. Þar var þó ekki um varan- lega sölu að ræða, heldur aðeins sölu á kvóta þessa árs. I slíkri sölu, eða leigu, eins og það er oftar kall- að, fást um það bil 36 krónur fyrir kílóið af rækju. Sé um varanlega sölu að ræða hafa hins vegar feng- á 190 ídag ist 85 krónur fýrir kílóið þar til nú fyrir skemmstu, að verðið rauk upp úr öllu valdi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins selst rækju- kilóið nú á allt að 160 krónur í varanlegri sölu. Það þýðir að út- gerðarmenn Nökkva, Jöfurs og Oddeyrarinnar gætu selt aukabit- ann á tæpar 46 milljónir og út- gerðarmaður Gissurs fengi ríflega 52 milljónir fyrir sfn 327 tonn. Hjá Fiskistofú er Oddeyrin skráð með 135 tonnum minni kvóta en nem- ur úthlutun á árinu og Jöfur með 79 tonnum minni kvóta, en ekki er vitað hvort þessi tonn hafa ver- ið lánuð, leigð eða seld varanlega. Oddeyrin hefúr hins vegar enn ekki landað neinni rækju það sem af er kvótaárinu, sem hófst í ágúst síðastliðnum. -æöj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.