Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 32
32 MORGUNPÓSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Á uppleið... Fimleikar Alls staðar eru fimleikar í umræðunni þessa dagana og hefur meira að segja rússneskur snilling- ur sest að hér á landi til að sýna listir sínar. Fyrir nokkrum árum þótti ekkert allt of svalt að vera í fimleik- um en nú þykir það ekkert minna en töff, og líkamsvöxtur iðkend- anna er eitthvað ógurlega heitur. Gott ef þetta tengist ekki Magga Scheving? Körfubolti Er þjóðin alveg að ganga af göflunum? Hvernig á öðruvísi að skýra allan þennan körfuboltaáhuga? Hver snillingurinn á fætur öðrum kemur fram í íþrótt- inni og er meira að segja farið að tala um kynþokka leikmannanna. Gott ef ekki stóð einhvers staðar að kvenmenn flykktust á leiki til að berja helv.. hann Herbert augum! Kvennafótbolti Já, ekkert svona! Konurnar eru alveg hreint frábærar í boltanum og fara langt á skapinu einu saman. Liðið er nú eitt það besta í heiminum og sú staðreynd er athyglisverð í Ijósi þess að fyrir nokkrum árum áttum við ekkert kvennalandslið. Kvennaboltinn flýg- ur mjög hátt þessa dagana. Á niðurleið... AC Milan Þetta ítalska stórveldi hefur verið á mikilli niðurleið eftir úrslitaleikinn stórkostlega gegn Barcelona í vor. Eftir þann leik sprutt fram alls kyns kverúlantar sem sögðust alltaf hafa haldið með liðinu. Og gott ef litlu krakkarnir fóru ekki að sjást í æfingagöllum merktum félaginu. Þessir agglar sjást ekki lengur og líklega er hnignun liðsins í samræmi við hnignun eigandans, Silvio Berlus- coni... Handbolti Það er alveg sama hvað hver segir, handbolti er ekki stór og vinsæl íþrótt. Erlendis þykir hún ekki einu sinni spennandi lengur. Þar hefur hún vikið algjörlega fyrir blaki, körfu og raunar alls kyns íþróttum. Stærstu og mestu at- vinnumannliðin í Evrópu geta ekki einu sinni boragð laun þessa dag- ana. Ef HM á íslandi reisir hand- boltann ekki við verður fátt honum til bjargar... Kraftakeppnir Líklega er ástæðan fyrir því einföld: íslendingár eru allt of góðir í þessum kraftakeppnum. Hvert tröllið kemur fram á sjónar- sviðið á fætur öðru og sigrar þessa útlensku þriggja metra lúsera. Við eigum alltaf sterkasta mann heims og gott ef við eigum ekki sterkustu menn heims. Við viljum meiri keppni! Herbert Arnarsson IR-ingur hefur tekið úrvalsdeildina í körfu með trompi og hefur leikið frábærlega með IR- liðinu. Breiðhyltingarnir hafa reyndar komið mjög á óvart í deildinni og eru nánast óvinnandi á heimavelli. Tala menn um að runnin sé upp ný gullöld ÍR-inga í körfunni. Hér á Herbert í höggi við Grindvíkinginn Guðmund Bragason sem einnig stóð sig hreint frábærlega á árinu. óvenju bragðdauft og þurfti skemmtun og sóknarleikur að víkja fyrir leiðindum og varnarspili. Mörkin urðu enda frekar fá og áhorfendur sömuleiðis, sem reynd- ar má einnig rekja til mikillar áhorfunar á heimsmeistarakeppn- ina í sjónvarpinu. Skagamenn unnu titilinn enn einu sinni en að þessu sinni var ekki sami dýrðarljómi á sigrinum eins og árin tvö á undan. Leikir liðsins unnust frekar á einu til tveimur mörkum og sterkir vörn fremur en hreinni yfirspilun eins og gerðist þegar Guðjón Þórðar- son hélt þar um stjórnartaumana. Sigursteinn Gíslason var besti maður liðsins og jafnframt deildar- innar og var útnefndur leikmaður árins í haust og markakóngur deildarinnar varð Skagamaðurinn Mihajlo Bibercic. Hörður Helga- son knattspyrnuþjálfari, sem oft hefur verið gagnrýndur íyrir störf sín, skilaði liðinu titli á sínu fyrsta ári en það var ekki nóg að mati stjórnarinnar og í haust var Logi Ólafsson ráðinn til að taka við lið- inu til tveggja ára. KR-ingar munu líklega hugsa hlýlega til ársins 1994 þegar fram í sækir. í mörg ár á undan hafði ver- ið gantast með titlaleysi klúbbsins í fótboltanum og gekk þetta svo vægara væri að vinna sig út úr erf- iðum fortíðarvanda í fjármálunum. Þó komu Hafnarfharðarliðin FH og Haukar skemmtilega á óvart og eru liðin komin í áttaliða úrslit í sitt- hvorri Evrópukeppninni. Konurnar björguðu fótboltanum Ef ekki hefði komið til vaskleg framganga íslenskra knattspyrnu- kvenna á árinu væri hægt að af- greiða umsögnina um íslenska knattspyrnu með orðunum: dauf- legt. Islandsmótið í 1. deild var Ungur á uppleið. Borð- tennisstjarnan Guð- mundurE. Stephensen fór ennfyrir íslenskum borðtennismönnum á árinu og var valinn borðtennismaður ís- lands annað árið í röð þráttfyrir að vera að- eins ellefu ára gamall. Erlendir spekingar hafa sagt Guðtnund geysi- mikið efni og vonandi heldur hann áfram að bœta sig í íþróttinni. Gulldrengurinn Guðjón KR-ingar rufu nær þriggja áratuga gamla titlavofu sína með því að vinna bikarinn í lok ágúst á Laugardalsvellin- um. í gegnum árin hefur oft miklu verið til kostað til að vinna titil fyrir félagið og árangurinn orðið lítill sem enginn. Það var ekki fyrr en gull- drengurinn Guðjón Þórðarson, sem fært hafði Skagamönnum titilinn árin tvö á undan, kom að eitthvað fór að gerast. Titlavofa vesturbæinga er flogin eitthvað annað og segja margir að liðið verði erfitt viðureign- ar á næstunni. Á myndinn sést þjálfarinn fagna sigrinum ásamt læri- sveinum sínum. langt að farið var að tala um örlög og að liðið gæti ekki unni titil. Með ráðningu Guðjóns Þórðarsonar frá Skaganum var ljóst að allt væri lagt undir og þrátt fyrir nokkur von- brigði með frammistöðuna í deild- inni var þessum álögum loks hrundið í bikarkeppninni og KR varð bikarmeistari í fyrsta sinn síð- an 1967. Sigurhátíð var haldin í vesturbænum og talað um að Guð- jón gæti unnið allt í fótbolta. Valsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen vakti mikla athygli á sínu fyrsta ári í deildinni og var í lok tímabilsins valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Grindvíkingar slóu heldur betur í gegn á árinu. Þeir sigruðu glæsi- lega í 2. deildinni og léku til úrslita í bikarnum gegn KR og var það í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið var vel mannað og ekki fór á milli mála að þjálfarinn Luca Lúkas Kostic hafði gert góða hluti með liðið. Hetja liðsins var óumdeilan- lega markvörðurinn Haukur Bragason en segja má að hann hafi komið liðinu í úrslit bikarsins með því að verja fjölmargar vítaspyrnur í leikjum liðsins í bikarnum sem Bestur í Svíþjóð Knattspyrnu- maðurinn síungi, Arnór Guðjohn- sen, lék feiknavel með sænska liðinu Örebro á árinu og var einn lykilmaðurinn í þeim frábæra ár- angri liðsins að lenda í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Á dögunum var hann síðan sæmdur ( nafnbótinni „Knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð11 af félögum sín- um í deildinni. Merkilegast á árinu... „Það er ýmis- legt sem stendur upp úr í minning- unni frá árinu 1994. Af inn- lendum vett- vangi mætti nefna það að stórveldið röndótta úr Vesturbænum tryggði sér sinn fyrsta al- vöru titil í ald- arfjórðung þegar þeir unnu bikar- inn. Síðan stóð Magnús Scheving sig mjög vel og sérstaklega var gaman að sjá til framgöngu Helga Áss Grétarssonar sem varð heimsmeistari ung- linga í skák. Það er merkilegt hversu góðum árangri hann hefur náð miðað við að hann skuli hafi verið markvörður ís- lenska drengjalandsliðsins í fótbolta. Auð- vitað sé ég eft- ir góðum markmanni en veit að hann valdi á milli og þurfti að gera það. Vonandi farn- ast honum vel í framtíðinni. Erlendis bar mest á hinni frábæru heimsmeist- arakeppni í fótbolta sem haldin var í Bandaríkjun- um. Sú keppni var glæsileg en með einni risastórri undan- tekningu. Kólumbíumaðurinn Andreas Escobar var myrtur í heimalandi sínu fyrir að hafa gert sjálfsmark í leik. Við þessi tíðindi sló mig hljóð- an og ég get ekki leynt því að ef þetta væri heimfært yfir til íslands væri ég löngu dauður.“ Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari U-18

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.