Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Posturmn Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. 1994: Gott ár eða vont? Það fer um þessi áramót eins og önnur, þegar menn freista þess að gera upp við sig hvort liðið ár hafi verið gott eða vont, að niðurstaðan fer eftir stikunni sem mælt er við. Opinberar skýrsluverksmiðjur á borð við Þjóðhagsstofnun segja okkur að árið hafi verið þokkalegt, að minnsta kosti miðað við árið þar á undan og það sem búist var við í upphafi ársins. í pólitíkinni er það eins og fyrri daginn: stjórnarsinnar segja þetta allt saman hafa þokast í rétta átt, en stjórnarandstæðingar fullyrða að allt sé á hraðferð norður og niður. Það fer svo eftir upplagi hvers og eins hvorri fylkingunni hann hefur tilhneigingu til að trúa. Kannski hvorugri. Það verður altjent ekki kvartað yfir viðburðaleysi í pólitíkinni: flokkar klofnuðu — nýr var stofnaður — aðrir runnu saman, að minnsta kosti tímabundið, og unnu borgina — ráðherra sagði af sér vegna um- deildra embættisverka í fyrsta sinn í íslandssögunni — flótti brast á meðal fótgönguliða ýmissa flokka — alþingismenn til áratuga duttu milli skips og bryggju í prófkjörum og nú síðast gerðist sá fáheyrði atburður, að ráðherra- frú afsagði frekari þjónustu við lýðveldið og ætlar að senda því rukkun í staðinn. Og er þá fátt eitt talið af þessum vettvangi. Kjaramálin hlupu í hnút nú í árslok — ekki síst vegna þess að upp komst um strákinn Tuma: í Ijós kom að fjármálaráðherra hafði sjálfur sundrað þjóðar- sáttinni, sem ríkisstjórnin er búin að vera að rembast við að halda til streitu árum saman, með sérstökum launahækkunum til ákveðinna hópa opin- berra starfsmanna. Það eru þó trúlega hvorki efnahagsmál, stjórnmál né kjaramál í víðasta skilningi, sem ráða því hvort einstaklingar meti liðið ár sem gott eða vont. Þar koma til aðrir þættir og óræðari, sem oftar en ekki tengjast samskiptum fólks við sína nánustu, og persónuleg atvik, sem sjaldnast eiga erindi út fyr- ir heimilisveggina. Stundum verða viðburðir af þessu tagi þó lýðum Ijósir, eins og heimkoma Birtu Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráðherra og konu hans, sem hann segir sjálfur frá í grein hér á síðunni. Það þarf tæpast að velkjast í vafa um hvort mun vega þyngra í ársuppgjöri Össurar — sólar- geislinn að sunnan eða hrakfarir Alþýðuflokksins. Þetta var áreiðanlega gott ár fyrir Össur. Það er nefnilega þannig, sem betur fer, að lífshamingja fólks ræðst ekki nema að takmörkuðu leyti af ytri skilyrðum. Það færi í verra ef menn ættu sjálfa lífsgleðina undir því sem stjórnvöld gera eða gera ekki, eða upplýs- ingum sem spýtast út úr Þjóðhagsstofnun. Gleðilegt nýtt árí Þetta er síðasta tölublað Morgunpóstsins á þessu ári. Vegferð blaðsins nær ekki yfir nema fjórðung úr árinu og tölublöðin telja fjórðung úr hundraði. Við- brögð lesenda hafa verið með þeim hætti, að okkur fannst árið gott og göngum full bjartsýni inn í það næsta. Morgunpósturinn þakkar lesendum sínum og landsmönnum öllum sam- fylgdina á því ári sem er að líða og óskar þeim farsældar á nýju ári. Páll Magnússon Posturínn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudðgum. <4 mmæ Er hægt að borga í gíró? „Þegar skuld mín við þjóð- ina, kr. 321.161 frá árinu 1994, er dregin frá þeirri i upphceð, kemur á daginn j að égskulda þjóðinni ekki1 neitt. En þjóðin hins vegarí skuldar mér. Svo er bara að vita, hvort húner reiðu■ búin að greiða þá skuld.“ Bryndís Schram veislustjóri. Þetta er greini- lega afburða díplómati „Ég hef ekkert um málið að segja, ekki orð, ekki einu sinni almenntséð.“ Róbert Trausti Árnason ráðuneytisstjóri. Kannski þess vegna! „Afburða þekking, hœfdeikar og rök- festa Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa lengi vakið aðdáun mína — og er ég þó ekki krati. “ Ragnar Tómasson, lögmaður og að- dáandi. Hér má segja amen efbr efninu „Við erum nátt- úrlega vön því að á aðfangadag eru engar kirkjur nógu stórar og á það viðjafnt um þéttbýlið og strjálbýlið. “ Ólafur Skúlason blskup. Öðru vísi Birta (reynslusaga) Það er óviðjafnanleg og ólýsanleg tilfinning að eignast allt í einu litla dóttur, sem maður er búinn að bíða eftir í hátt á annan áratug. Ekki síst þegar fyrirvarinn er um það bil rösk vika, og maður er sjálf- ur tekinn að hníga nokkuð að aldri — orðinn fertugur. Það breytist allt á litlu heimili; önnur hljóð, annar ilmur, og allt öðru vísi birta. Og hamingjan, sem er svosem ekkert að þvælast fyrir existensíalískum menntamönnum nema þá örstutt og sjaldgæf augnablik, er allt í einu orðin varanleg tilfmning, að minnsta kosti þessar vikurnar. Barnleysi er böl, sem fáir þolend- ur tala um en bera harm sinn í hljóði, og tekur þó öðrum fram um seigdrepandi vonsku. Um það sannfærðist ég endanlega yfir jólin, eftir fjölmörg símtöl og bréf frá blá- ókunnugu fólki, sem ekki hefur enn eignast barn, og er jafn fullt af örvæntingu yfir því og við vorum árum saman. Það þarf eiginlega glaðbeittan hundrað kílóa húmo- rista og fíngerðan jarðfræðing, sem hefur ánægju af því að liggja heil sumur í 30 stiga gaddi á Græn- Iandsjökli, til að halda lífinu í barn- lausu sambandi yfir drjúgan aldar- part. Tölfræðin segir líka, að barn- laus hjónabönd hafi um það bil enga möguleika á að standast tím- ans tönn. Við Árný sáum þetta lög- mál ganga upp í kringum okkur. Og vorum hálfvegis búin að sætta okkur við það, að eini sigur okkar í baráttunni fælist í því að samband- ið, sem byrjaði í Menntaskóianum í Reykjavík fyrir tveimur áratugum, yrði undantekningin sem sannaði regluna, enda batnaði það frekar en hitt, þegar á leið. Birta bætti það allt saman upp með margföldum hætti. Ég hefði svo sannarlega verið til í að bíða aðra tvo áratugi, bara eftir henni. Á biðstofum dómaranna og ráðu- neytanna í Kólumbíu varð ég eigin- lega forlagatrúar, og komst á þá skoðun að öll þessi þrautaganga hefði í rauninni verið undirbúning- ur að fundum okkar, og frá upphafi heimsins hefði Birta verið okkur ætluð. Einsog gerist með barnlaus hjón á tækniöld rérum við auðvitað fyrir Þungavigtin íl Össur Skarp- [L 4 HÉÐINSSON umhverfisráðherra allar víkur. Sá róður var stundum þungur. Það eitt að fara í gegnum glasafrjóvgun er erfitt. Enn erfiðara er þegar kraftaverkið gerist; það verður þungun, sem allt í einu og fýrirvaralaust verður svo að engu. Það er almennilegur bömmer og engum manni hollur. En starfsfólk- ið á glasafrjóvgunardeildinni veit hvernig á að sýna aðgát í nærveru brothættra sálna, og ólíklegt að maður á borð við Þórð lækni fæðist nema einu sinni á öld. Bömmerarnir urðu svo sem víð- ar, og nærgætnin ekki jafn mikil hjá öllum og Þórði. Einhvern tíma um miðbik síðasta áratugar ákváðum við Árný að kanna möguleika á því að ættleiða íslenskt barn, og Árný hringdi í félagsmálabatteríið í höf- uðborginni. Þar var fyrir svörum kona, sem taldi það útilokað. Það væri engin íslensk börn að fá. Við skyldum reyna fyrir okkur í dóms- málaráðuneytinu, sem hefði með ættleiðingar frá útlöndum að gera. En Árný býr yfir kyrrlátri þrjósku, og útskýrði fyrir konunni að við værum til í að bíða 10 - 15 ár, og spurði hvort við mættum ekki komast á skrá. Konan hafnaði því algerlega. Svo eignuðumst við vini, sem ekki gátu heldur eignast börn, en höfðu þó fengið yndisleg íslensk börn til fósturs, í þeim tilgangi að ættleiða þau síðar. Þá fór Árný aft- ur á. stjá; hún spurði einstakling sem þekkti til þessara mála, hvernig væri hægt að koma því í kring fyrir okkur. Þá vorum við upplýst um það, að eina leiðin væri að þekkja einhvern sem hefði áhrif í barna- verndargeiranum. Og við fengum nafn á manneskju í afar stóru sveit- arfélagi, sem hafði hjálpað „fólki einsog okkur“. Hún tók okkur vel, gekkst fúslega við því að í örfáum tilvikum hefði hún útvegað góðum fjölskyldum börn til fósturs, og út- skýrði að með því hefði hún fýrst og fremst í huga að koma börnun- um á sem best heimili. Það eru út af fyrir sig ágæt rök. En hún bætti því við, að hún hefði verið gagnrýnd fyrir þetta, væri auk þess að hætta í starfi, og gæti því miður ekkert gert fýrir okkur. Niðurstaðan var sem sagt sú, að af því við þekktum engan í kerfinu, þá komumst við hvorki á skrá hjá borginni, né fengurn fósturbörn. Nú segja mér ágætir félagsráðgjafar, að þetta sé allt breytt, og allir sitji við sama borð. Ekki rengi ég það. En á sínum tíma sátum við Árný ekki við sama borð og einhverjir aðrir, sem þekktu betur þá sem réðu í kerfinu. En skelfing vorum við sár yfir þessu. Vorum við ekki jafn „góð fjölskylda“ og einhverjir aðrir? Auðvitað er þetta gleymt núna. Nú á ég yndislega dóttur, sem dag- langt geislar brosi ættuðu úr Sierra Nevada fjöllunum og hefur rökkur kólumbískra nótta í augum. En ég veit að það standa aðrir í sömu sporum og ég gerði árum saman, og ég vil ekki að kerfið komi fram við þá af sama miskunnarleysi og mér fannst það sýna okkur. „Á biðstofum dómaranna og ráðuneytanna í Kólumbíu varð ég eigin- lega forlagatrúar, og komst á þá skoðun að öll þessi þrautaganga hefði í rauninni verið undirbúningur aðfundum okkar, ogfrá upphafi heimsins hefði Birta verið okkur œtluð. “ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.