Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 8
8 RMIVmJDAGUR 25. JANUAR1996 Aöeins einn maður hefur lýst því yfir aö hann muni bjóöa sig fram til embættis forseta íslands. Það er Ragnar Jónsson tónlistarkennari og organisti Lang- holtskirkju í hjáverkum. Þegar Helgarpósturinn kynnti sérferil frambjóöandans y komu fram alvarlegar ásakanir og reynist þær réttar er vandséö aö Ragnar Jónsson uppfylli þaö skilyrði aö frambjóðandi til forseta hafi óflekkað mannorö. Forsetaframbjódandinn sölsaði uncfir sig aleigu öryrkja - Ragnar eyöilagöi nýjan bíl sem ég átti og hirti tryggingabæturnar. Hann tók líka til sín 700 þúsund króna lífeyrissjóðslán sem ég átti meö fölsuðum papp- írum, segir Svava Þórólfsdóttir öryrki sem býr á Króksfjarðarnesi. Þegar Ragnar Jónsson var tónlistarkennari á Reykhól- um á Barðaströnd á árunum 1992 og 1993 kynntist hann Svövu Þórólfsdóttur, sem býr á Króksfjarðarnesi. Svava, sem er fædd 1921, er öryrki og átti tilfinningalega um sárt að binda þegar kynni þeirra Ragn- ars hófust. Áður en samskipt- um þeirra lauk segir Svava að hann hafi haft af henni stórfé í peningum auk listaverka eftir Mugg, sem geymd voru í Gall- erí Borg. Svava féllst á að segja lesendum Helgarpóstsins í meginatriðum frá viðskiptum sínum við Ragnar. Eyðilagði bílinn „Ég hafði orðið fyrir miklum missi þegar við Ragnar kynnt- umst. Mig hafði lengi langað til að læra að leika á hljómborð og hann bauðst til að kenna mér. Þótt skömm sé frá að segja nú í dag þá urðum við mjög nánir vinir og ég treysti honum fullkomlega í einu og öllu. Ég keypti nýjan, fullkom- inn og dýran Volkswagen Golf hjá Heklu en fékk hann með sérstökum afslætti þar sem hann hafði verið sýningarbíll. Ragnar fékk bílinn lánaðan en gjöreyðilagði hann fljótlega er hann ók á brúarstólpa, án þess þó að hljóta skrámu. Það er víst ekki fyrsti bíllinn sem hann hefur farið þannig með. Hann sagði mér hins vegar að bíilinn hefði aðeins skemmst lítillega og væri í viðgerð. Ragnar fékk andvirði bílsins greitt hjá Vátryggingafélagi ís- lands, að frádregnum eftir- stöðvum af kaupverði, án þess að ég vissi. Þegar ég hafði sam- band við VÍS og fékk að heyra sannleikann var mér brugðið. Þegar maðurinn sem ég talaði við hjá félaginu heyrði mála- vöxtu bauðst hann til að hringja í sýslumanninn og láta hann vita, en mér fannst það svo hroðalegt að kæra Ragnar að ég gat það ekki. Þegar ég ræddi þetta við hann sjálfan bauðst hann til að kaupa handa mér annan bíl en það stóðst ekki frekar en annað því ég þurfti að borga þann bíl líka, sem var af gerðinni Skoda. Hins vegar var Ragnar alltaf á bílnum og endaði með að ég þurfti að láta lögregluna taka af honum bílinn,“ sagði Svava. Hirti lífeyrissjóðslánið „Um þessar mundir var ég að taka 700 þúsund króna lán hjá Lífeyrissjóði bænda og gekk sjálf frá öllum pappírum þar að lútandi en Ragnar fylgd- ist með. Lánið var lagt inn í að- albanka Landsbankans í Reykjavík. Þegar ég ætlaði að fara að nota peningana kom í ljós að daginn eftir að féð var lagt inn var Ragnar búinn að taka það allt út úr bankanum. Þessum peningum hef ég aldr- ei séð tangur eða tetur af. Hins vegar verð ég að greiða hundr- að þúsund krónur á ári í af- borganir af láninu og hef þó ekki aðrar tekjur en örorku- bætur,“ sagði Svava ennfrem- ur. Hvernig gat Ragnar tekið þessa peninga úr bankan- um? „Það er það sem ég skildi ekki. Ég var alltaf að spyrja þá í bankanum hvernig hann hefði getað tekið þetta út en fékk ekki skýr svör. Að lokum hringdi ég í Sverri Hermanns- son aðalbankastjóra og sagði honum frá þessu. Sverrir lofaði að kanna málið og skömmu síðar fékk ég bréf með gögnum frá bankanum. Þar kom fram að við vorum bæði skrifuð fyr- ir bókinni sem lánið var lagt inn á. Ragnar virtist hafa fram- vísað pappír í bankanum með mínu nafni þar sem segir að við séum bæði eigendur bókar- innar. Ég hef aldrei skrifað undir þetta og undirskriftin því fölsuð. En því miður er þetta ekki það versta sem upp kom í samskiptum okkar Ragnars þótt eflaust þætti flestum þetta nóg.“ Tók myndir Muggs Svava Þórólfsdóttir sagðist hafa þekkt til í Gallerí Borg og Ragnar hefði kynnst húsráð- endum þar í gegnum sig. Svava kveðst hafa átt myndir eftir Mugg, sem var frændi hennar, og voru myndirnar geymdar í Gallerí Borg. „Ragnar náði þessum mynd- um út úr galleríinu undir því yfirskini að hann væri að sækja þær fyrir mig. En hann fór með myndirnar heim að Reykhól- um, þar sem hann bjó, en kom aldrei með þær til mín. Það sem mér þykir sárgrætilegast í þessu sambandi er að Ragnar notar eina myndina, frum- teikningu Muggs að verkinu Kristur lœknar sjúka, á jólakort sem hann gaf út fyrir síðustu jól til styrktar fjölskyldum sem misstu ástvini og heimili í snjó- flóðinu á Flateyri. Þetta þykir mér svo yfirgengilegt að ég hef hreinlega verið miður mín út af þessu. Þetta er ekki falleg saga en hún er því miður sönn og á margra vitorði,“ sagði Svava. Hún kvaðst hafa kært Ragn- ar Jónsson til yfirvalda en sú kæra hefði lítinn árangur borið til þessa. Svava sagði málið nú vera í höndum lögfræðings. Skortir skýrari gögn Helgarpósturinn hafði sam- band við Bjöm Lárasson, full- trúa sýslumanns á Patreks- firði, og spurðist fyrir um gang kærumála Svövu á hendur Ragnari. Björn sagði að emb- ættinu hefði borist kæra frá Svövu á sínum tíma og málið verið rannsakað. Síðan hefði það verið sent ríkissaksóknara til ákvörðunar. Embætti sýslu- manns fékk svo bréf frá sak- sóknara þar sem segir að af hálfu ákæruvaldsins sé að svo stöddu eigi krafist frekari að- gerða. í bréfinu segir hins veg- ar að ef fram kæmu frá kær- enda skýrari gögn um afhend- ingu verðmæta og/eða milli- færslu fjármuna bæri að halda rannsókn áfram ef efni stæðu til. Víða farið Ragnar Jónsson er fæddur 1956 og lauk kennaraprófi við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 1978. Hann hefur lengi stundað tónlistarkennslu og farið víða um land þeirra er- inda. Viðdvölin á hverjum stað hefur þó oft verið styttri en ætlað var í upphafi. Hann var kennari á Bíldudal 1991 en samkvæmt því sem Helgarpóst- urinn fékk staðfest var honum sagt upp vegna brots á ráðn- ingarsamningi. Þá fór hann til Tálknafjarðar en eftir stutta veru þar flutti Ragnar að Reyk- hólum og var þar við kennslu þar til honum var sagt upp störfum. Frá Reykhólum flutti Ragnar í Mývatnssveit en fékkst ekki við kennslu þar. Síðastliðið haust flutti Ragnar síðan til Reykjavíkur og hefur meðal annars leyst af sem org- anisti við Langholtskirkju. Margar uppákomur Þótt Ragnar Jónsson hafi víða stoppað stutt hefur hann engu að síður orðið fólki á þessum stöðum eftirminnileg- ur fyrir margra hluta sakir. Fólk á Tálknafirði sem Helgar- pósturinn ræddi við kunni frá ýmsu að segja. Má nefna sem dæmi að Ragnar fékk lánað fé- lagsheimili kvenfélagsins end- urgjaldslaust til að halda þar sérstakt bjórkvöld. Allur ágóði átti að renna til hljóðfæra- kaupa fyrir tónlistarkennslu á staðnum. Bjórköldið þótti tak- ast vel og þarna komu meðal annars fram hljómsveitir sem gáfu vinnu sínu og gestir keyptu öl sem mest þeir máttu til styrktar góðu málefni. Ein- hverra hluta vegna skilaði ágóðinn sér ekki í hljóðfæra- kaup til handa nemendum. Á árunum fyrir vestan er Ragnar Jónsson, tónlistarmaður og -kennari, for- setaframbjóðandi og varaorganisti í hinni friðelsk- andi Langholtssókn: Sakaður um ótrúlega ftókið misferli sem átt hefur sér stað með ýmsum hætti víða um landið. Jólakortið með Muggsmyndinni sem Ragnar Jónsson seldi til styrktar bágstöddum á Flateyri. Öryrkinn Svava Þórólfsdóttir á Króksfjarðarnesi segir Ragnar hafa haft Muggsmyndina af sér með óprúttnum bellibrögðum og svikum. Ragnar sagður hafa gefið út geisladisk og fengið skólabörn til að ganga í hús og selja disk- inn. Ágóðann kvaðst Ragnar ætla að nota til að fara til Afr- íku og spila þar fyrir bágstödd börn. Sú ferð hefur ekki verið farin. Ragnar Jónsson lék um hríð í danshljómsveit fyrir vestan en því samstarfi lauk eftir að hann stakk á sig laun- um hljómsveitarinnar eftir ára- mótadansleik. Félagar hans í bandinu kærðu Ragnar, sem mætti ekki til yfirheyrslu er hann var boðaður og þurfti lögreglan að sækja hann. Að sögn eins liðsmanns hljóm- sveitarinnar nam upphæðin 60 þúsund krónum og hefur Ragnar aldrei greitt félögum sínum þeirra hlut. Meðan Ragnar var á Bíldudal er hann sagður hafa tekið að sér beitn- ingu fyrir útgerð báts eins á staðnum. Þegar til kom ætlaði hann að láta nemendur um að beita og greiða þeim brot af því sem hann átti sjálfur að fá í laun. Mismuninn kvaðst Ragn- ar ætla að láta renna til styrkt- ar tónlistarkennslu. Þessi fjár- öflunarleið var kæfð í fæðingu þar sem mönnum leist ekki á þessi vinnubrögð. Hins vegar var á sumum viðmælendum blaðsins að heyra að þeir hefðu í aðra röndina haft nokkra skemmtun af uppátækj- um Ragnars til að afla sér fjár. „Enda kemur maðurinn afskap- lega vel fyrir og hann á auðvelt með að blekkja fólk,“ sagði sveitarstjórnarmaður einn. Konur flúðu kórinn Hér í upphafi var sagt frá samskiptum Ragnars og Svövu Þórólfsdóttur meðan hann var við kennslu á Reykhólum. Fólk í Reykhólasveit sagði í samtali við blaðið að Ragnar hefði stjórnað kór í sveitinni en hins vegar hefði kvenpeningur kórsins hætt að koma á æfing- ar vegna „óviðurkvæmilegrar framkomu" Ragnars. Fleiri mál af líkum toga komu upp og fór svo að Ragnar var rekinn úr starfi. í Mývatnssveit bjó Ragnar Jónsson í húsi í eigu Skútu- staðahrepps. Sigurður Ragn- arsson sveitarstjóri sagði í star- ikolegastaí fjfrir hönnunarstald, ö af miur er ura að ræia profmal fyrir Mymtóef, íagsinwMWag SÍS, og öraiur ,Augljósastí hönnanar- stuldur sem fólk hefurséðtí u \ ( \ \ ,I0\SS( .. . --*®®*!***~ .•JBiíR;--, •'flMSO. Happdrætti á vegum Tónlistar- skóla Ragnars Jónssonar þar sem glæsilegar bifreiðir voru í vinn- inga. Ætla má að enginn þeirra sem keyptu miða í þessu happ- drætti hafi orðið svo heppinn að fá aðalvinningana, því bifreiðirnar reyndust skömmu síðar skráðar sem eign móður hans. samtali við Helgarpóstinn að Ragnar hefði skuldað húsa- leigu fyrir alllangan tíma þegar hann hvarf á brott og „þær skuldir eru enn ógreiddar“. Happdrættisvinningar Árið 1985 fékk Ragnar Jóns- son leyfi dómsmálaráðuneytis til að efna til happdrættis sem nefndist: Byggingarhappdrætti Tónlistarskóla Ragnars Jóns- sonar. Fyrsti vinningur var bif- reið af gerðinni Ford Escort Laser. Útgefnir miðar voru 30 þúsund og dráttur auglýstur 15. desember 1985. Þann 27. júní 1985 var umrædd happ- drættisbifreið skráð sem eign Ragnars Jónssonar, sem þá hafði heimilisfang á Akureyri. Þann 4. desember er sala á þessari bifreið skráð hjá toll- stjóra. Enn efndi Ragnar til happ- drættis árið 1986 með leyfi ráðuneytisins. Það hét Lands- happdrætti Tónlistarskóla Ragnars Jónssonar og á mið- unum stóð að happdrættið væri „til styrktar útgáfu á tón- listarkennslumyndböndum, Umfjöllun Helgarpóstsins um meint höfundarréttarbrot vegna sýningarskrár sem Ragnar Jónsson lét gera fyrir myndlist- arsýningu sína og er því sem næst eineggja sýningarskrá sem myndlistarmaðurinn Pétur Gautur lét gera fyrir sig stuttu fyrr. fyrir grunnskóla og almenn- ing“. Vinningar voru sagðir glæsilegir: Ellefu bílar og „44 hljóðfæri að eigin vali að auki“. Á happdrættismiðunum var mynd af tveimur bílanna: Mercedes Benz og Volkswagen Golf. Dráttur átti að fara fram 16. júní 1986. Þann 27. júní var Golfinn skráður eign Tónlistar- skóla Ragnars og 2. október 1986 var Mercedes Benz-bif- reiðin skráð á nafn móður Ragnars Jónssonar. Má af þessu ætla að enginn þeirra sem keyptu miða í þessu happ- drætti hafi orðið svo heppinn að fá aðalvinningana. Að lokum er rétt að rifja upp umfjöllun Helgarpóstsins frá því fyrr í vetur þegar greint var frá ágreiningi hans við mynd- listarmanninn Pétur Gaut. Þannig háttaði til að Ragnar hélt sýningu á myndverkum sínum og lét af því tilefni gera sýningarskrá. Þegar skráin sú var af glöggum aðilum borin saman við sýningarskrá Péturs Gauts frá síðasta vetri er aug- ljóst að hönnunin er því sem næst eineggja; munurinn er hverfandi lítill og síðast þegar fréttist var Pétur Gautur að íhuga málsókn vegna höfund- arréttarbrots. HP reyndi árangurslaust að ná tali af Ragnari Jónssyni í gær til að fá svör hans við þeim ásökunum sem á hann eru bornar. Fram til þessa hef- ur hann opinberlega neitað öll- um ásökunum um hvers konar misferli. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.