Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 28.03.1996, Blaðsíða 32
H ELGARPÓSTU RlN N Hverjir eiga börnin? Þessa spurningu ætlar Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, að ræða og reyna að svara á fundi um forsjármál barna sem haldinn verður á Sólon ís- landus í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.30. Rætt veröur meðal annars um stöðu forsjárlausa foreldra, rétt barns til umgengni við báða foreldra, stööu föður og móður og afgreiðslu forsjármála hjá yfirvöldum. Frummælendur verða þau María Erla Marelsdóttir, lögfræðingur á Barnaverndar- stofu, Stefán Eiríksson, lögfræðingur í dómsmálaráðuneyti, og Pétur Gunnlaugsson, formaður Fjölskylduverndar... Félag stjórnmálafræðinga stendur á laugardaginn fyrir degi stjórnmálafræöinnar sem haldinn verður hátíðlegur í Litlu Brekku (á bak við Lækjarbrekku) klukkan 14.30. Rætt verður um fyrirhugaöa uppstokkun stjórnmálafræðináms viö Háskóla íslands. Að umræðum loknum veröur aðalfundur félagsins haldinn og er áætlað að hann hefjist klukkan 16.30. Stjórn fé- lagsins hvetur alla, sem telja málið sig einhverju varöa, til að mæta á fundinn... Niöurstööur nýlegra rannsókna á ósýnilegum orkusviöum mannslíkamans, sem birtar voru í bókinni Romeo Error, sýna fram á aö sterkar líkur benda til að þegar við hugsum um ákveðinn einstakiing hafi þær hugsanir bein áhrif á líkamlegt ástand hans. Bandaríkjamaðurinn Douglas Dean hefur búið til mælitæki sem sýnir að greinilegar breytingar verða í líkama manns sem annar maður hugsar um. Þess vegna eru þær ekki svo fjarstæðukenndar gömlu kerlingaþækurnar sem segja að þegar manni finnst eyrun vera að brenna eða fær hiksta stafi þaö af því að einhver sé að tala illa um mann... Bítlaklúbburinn á islandi er í miklum ham þessa dagana. Þann 3. apríl veröur haldin karaoke-keppni á skemmti- staðnum Ölveri og hefst fjörið klukkan 21.00. Að sjálfsögöu verða eingöngu sungin Bítlalög að vali keppenda. Eftir keppni verður haldið heilmikiö Bítlaball á staönum. í maílok gefur klúbburinn svo út fréttablað þar sem starfsemi félagsins verð- ur kynnt, auk frétta af Bítlunum og fróöleiksmolum um hljóm- sveitina atarna... Alaugardag klukkan 16.00 heidur færeyski kórinn Aurora Borealis (Norðurljós), undir stjórn Ólavs Jokladal, tónleika I Norræna húsinu. Aurora Borealis er átján manna kór fólks á aldrinum 16-30 ára. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, allt frá mið- aldatónverkum yfir í þjóöleg söngverk, bæði veraldleg og trúar- leg, gospel og nútímatónsmíðar... * Aföstudag fer fram á Rás tvö söfnun undir kjörorðinu „Stönd- um vörð um Staðarfell". Um landssöfnun er að ræða og því fé sem safnast verður varið til að koma í veg fyrir hrun hús- anna á Staðarfelli í Dölum og tryggja þannig áframhaldandi meðferðarstarf SÁÁ. Ríkið, sem er eigandi húsanna, hefur ekki haldiö þeim viö og þannig stefnt þessari mikijvægu starfsemi í voða... Nýbýlavegi 10 200 Kópavogi Sími 554 2510 Vönduð vinna unnin aðeins affagmönnum Þjónustuaðili fyrir Seljum sikkens hágœða lökk og undirefni. Einnig SAGOL/ sprautukönnur á mjög hagstœðu verði. Setjum alla liti á sprayhrúsa. Talaðu við okkur um BÍLARÉTTINGAR BÍLASPRAUTUN VARASALVi - VARASMYRSL ENDURNÆRIR ÞURRAR OG SPRUNGNAR VARIR Pharmaco hf. Sumar f96 VEGAS BAR Diskóbar Sími 589411 Viía Velka Restaurante Portúgalskur matur MatseðiU á íslensku íslenskir þjónar Sími: 588-424 Verið velkomin Albufeira — Algarve Portúgal Ætlar þú að gleðja einhvern á næstunni? HARLEY DAVIDSON sjálfblekungar og kúlublekpennar í 10 litum á verði frá 2.600 til 3.300 kr. Hallarmúla 2 Kringlunni 10 L V SKAKHUSIÐ A U G A V E G I I Ð H L E M M fí — usinu Borgartúni 27 Skrifstofur og afgreiösla (opið 10-12 og 13-16): 552-2211 Ritsljóm: 552-4666 • Fréttaskotið: 552-1900 • Símbréf: 552-2311 • Auglýsingan 552-4888

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.