Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996 Fjölskyldulögmálið Before and After Sýnd í Bíborginni Leikstjóri: Barbet Schroeder Aðalhlutverk: Meryl Streep, Liani Neeson og Edward Furiong ★★★ Lög og regla hafa löngum verið vinsælt viðfangsefni í kvikmyndum vestanhafs eins og sést á hinum gríðarlega fjölda slíkra mynda sem fram- leiddar hafa verið (með ansi misjöfnum árangri) gegnum árin. Söguþræðir eru mismun- andi, lögfræðingar og vitni ólík, dómsmálin fjölbreytt. Eitt eiga þó flestar þessar myndir sameiginlegt: gagn- rýni á (bandaríska) réttarfars- kerfið og allar þær gloppur og glufur sem þar er að finna. Það er annars nokkuð merki- legt hvað kvikmyndabransinn virðist andvígur boðum og bönnum ráðamanna. Ef til vill má rekja þessa fóbíu til McCarthy-tímabilsins þegar Hollywood lenti undir smásjá kommahatarans alræmda. Það er alltént ljóst að dágóður kippur hefur komið upp á síð- kastið í framleiðslu kvik- mynda úr réttarhaldsdrama- geiranum. Vafalaust má meðal annars rekja það til OJ Simp- son-málsins og John Gris- ham-æðisins þar vestra. Nýjasta mynd leikstjórans Barbet Schroeder, Before and After, ber flest kennileiti klass- ískrar og vandaðrar réttar- haldsmyndar; forvitnilega morðgátu, trausta og alvar- lega leikara og yfirhöfuð gott handbragð. En Before and Aft- er bregður þó samt út af van- anum með því að sameina hlutverk gerandans og þol- andans. Edward Furlong leikur þannig táning sem hverfur eft- ir að kærasta hans finnst myrt. Foreldrar hans eru leiknir af Meryl Streep og Liam Neeson og hafa ákaflega skiptar skoðanir á því hvernig best sé að tryggja syni sínum Kristófer Digrnis Pétursson réttlæti. Faðirinn ofverndar son sinn algjörlega og leggur allt í sölurnar til að sanna sak- leysi hans. Það býr samt meira að baki, eins og móðir . hans veit, og þegar strákurinn kemur loksins heim á ný fer fjölskyldan öll í gegnum rétt- arkerfissúpuna í fylgd lög- fræðings síns sem er í meðför- um Alfreds Molina. (Lögfræð- ingurinn tákngerir raunar þá skoðun margra, að ef nægir peningar séu fyrir hendi séu jafnmiklar líkur á að hægt sé að komast upp með flest: a la OJ.) Strákurinn — sem er bæði í hlutverki geranda og þolanda — þarf sjálfur að gera upp við sig hvernig tilverunni skuli háttað eftir atvikið og er athyglisvert hvernig tekið er á því máli. Before and After fjallar um þá óumflýjanlegu kreppu sem mætir til leiks í tilveru fjöl- skyldu þegar ungur meðlimur hennar (elskaður og dáður af öllum) liggur skyndilega undir grun um hrikalegt ódæði: morð. Áhorfandinn er jafn óviss og foreldrarnir lengst af myndinni, enda fer Schroeder varfærnislegum höndum um efniviðinn og heldur hlutleys- inu í góðum gír. Túlkun aðalleikaranna á hlutverkunum er góð, þó má ég sérstaklega til með að geta þáttar Edwards Furlong sem hefur þroskast og mannast frá dögum Terminator II og sýnir næmi og hæfileika í flóknu hlutverki. Meryl Streep fer hér troðnar slóðir enda fá hlut- verk á þessu róli sem hún hef- ur ekki spreytt sig á. Liam Neeson er dálítið klaufskur í þessari mynd og virðist ekki finna sig, enda mjög óljóst hver innri hvöt hans er. Það „Edward Furlong hefur þroskast og mannast frá dögum Termina- tor II og sýnir næmi og hæfileika í flóknu hlutverki. Meryl Streep fer hér troðnar slóðir enda fá hlutverk á þessu róli sem hún hefur ekki spreytt sig á. Liam Neeson er dálítið klaufskur í þessari mynd og virðist ekki finna sig ... Before And After er ágæt mynd sem ætti að höfða sérstaklega til áhugafólks um hið götótta réttarfarskerfi Bandaríkjanna — og annarra sem gaman hafa af fjölskyldu- drama með morðívafi." að hann er látinn vera járn- skúlptúristi er fáránleg og frekar ódýr lausn. Before and After er tekin að vetrarlagi í Massachusetts- fylki og virkar frostið og snjór- inn vel sem myndlíking á kuld- anum sem myndast í tilveru fjölskyldunar eftir morðið. Lýsing og kvikmyndataka Lucianos Tovoli fylgir þessu eftir og eru gráir, hvítir og blá- ir tónar hvað sterkastir í lita- vali hans. Tónlist Howards Shore (uppáhaldstónsmiður David Cronenberg) er seið- Stjömugjöf HP Iumfjöllun sinni nota gagn- rýnendur HP stjörnugjöf les- endum til glöggvunar og þæg- inda. Slík einkunnagjöf hefur oft og tíðum verið umdeild; hún þykir þannig af einhverj- um ástæðum sjálfsögð þegar kvikmyndir og jafnvel plötur eiga í hlut en síður þegar um er að ræða bækur og leikhús eða aðrar „fínar og biæbrigðaríkar" listgreinar. Blaðið tekur náttúr- lega lítið mark á slíkum snobb- hænsnaröddum og leiklistar- og bókmenntagagnrýnendur okkar hafa til dæmis fyrir margt löngu fallist á málaleitan stuðningsmanna stjörnugjafar og smellt stjörnum á þau verk sem til umfjöllunar eru. Til nán- ari útskýringar er hér að neðan birtur hinn alræmdi stjörnu- gjafarskali; *★★★★ (fimm stjörnur) Meistaraverk. Hér er á ferð frábært verk sem ekki nokk- ur sála ætti að missa af. ★★★★ (fjórar stjörnur) Fram- úrskarandi. Virkilega ágætt verk og full ástæða til að taka á sig krók fyrir það. ★★★ (þrjár stjörnur) Prýði- legt. Gott verk og vel þess virði að kynna sér það nánar, án þess þó að missa úr svefn. ★★ (tvær stjörnur) Meðallag. Sæmilegt verk sem getur átt sína Ijósu punkta, þótt ekki séu þeir margir. ★ (ein stjarna) Lélegt. Slaklega unnið verk sem ráðlegast er að eyða sem minnstum — helst engum — tíma í. ® (hauskúpa) Afleitt verk sem fyrir alla muni ber að forðast „snertingu" við, nema til að læra af ósköpunum. tmyndbandið Nasistar hafðir að háði og spotti To Be or Not To Be Höfuðpaur: Mel Brooks ★★★ essi þrælskemmtilega gamanmynd Mels Brooks frá árinu 1983, To Be or Not To Be, er endurgerð eftir hinni klassísku og samnefndu mynd Ernests Lubitscli frá árinu 1942. Myndin segir frá frægu leikhúsi í Varsjá árið 1939. lnnrás nasista er yfir- vofandi en leikstjórinn og að- alleikari leikhússins, herra Bronski, sem leikinn er af Mel Brooks, hefur þó meiri áhyggjur af leiksýningunni. Blákalt heldur hann því fram að leikhúsfólk eigi aðeins að hafa áhyggjur af leikritum og segir það sé alfarið í verka- hring stjórnvalda að hafa áhyggjur af einhverjum kol- geggjuðum nasistum. Þrátt fyrir hörmungar tíma- bilsins er þó hiátursgildið haft í hávegum — að hætti Brooks. Til dæmis hefst myndin á pólsku, en svo til- kynnir rödd úr hátalarakerf- inu að vegna umhyggju við geðheilsu áhorfenda verði restin af myndinni á ensku. í leiksýningu herra Bronskis er síðan gert óspart grín að nas- istum og foringjanum sjálf- um. Meðal annars er einn söngtextinn (sem Bronski í búningi Hitlers flytur) eitt- hvað á þessa leið: „All I want is peace, I just want peace. A little piece of Poland, a little piece of France and...“ Þessi texti fer hins vegar eitthvað fyrir brjóstið á stjórnvöldum sem stöðva sýninguna og bregður Bronski þá á það ráð að setja upp safn af því besta úr Harnlet, þar sem hann stendur ábúðarmikill á svip og flytur háfleygt: „To be... or not to be.“ Um leið og þau orð falla af vörum hans stendur alltaf sami hermað- urinn upp og heldur út, en Bronski veit ekki að um leið og hin fleygu orð Hamlets hrjóta af vörum hans heldur hermaðurinn til ástafundar við konu Bronskis. Nokkrum mánuðum síðar og eftir innrás nasista finnur Bronski umræddan hermann sofandi i rúmi konu sinnar. Verður þá uppi fótur og fit en í ljós kemur að hermaðurinn er nú starfandi í andspyrnu- hreyfingunni og lenda þau öll í hringiðu heilmikils leyni- makks og bregður Bronski sér í Iíki Erharts, Hitlers og fleiri til að blekkja Gestapó. Hann lætur þá alla, á drep- fyndinn hátt, hlaupa kringum sig, þar til þeir verða ringlað- ir og á endanum veit enginn hver er hvar eða hvers vegna. Eða kannski frekar: Að vera eða vera ekki. Það er efinn. Ekki satt? -EBE andi og hentar framúrskar- andi vel til að undirstrika dramað. Before And After er ágæt mynd sem ætti að höfða sér- staklega til áhugafólks um hið götótta réttarfarskerfi Banda- ríkjanna — og annarra sem gaman hafa af fjölskyldu- drama með morðívafi. - KDP Fjöldi fjöldamorðingja... Copycat Sýnd í Sagabíó Leikstjóri: Jon Amiel Aðalhlutverk: Sigourney Weaver og Holly Hunter ★★ Helsti galli Copycat er leik- aravalið í aðalhlutverkin tvö. Þetta gæti hljómað undar- lega, enda er um að ræða tvær hæfileikaríkar og reyndar leik- konur sem sjaldan hafa tekið feilspor á litríkum ferli sínum. Holly Hunter leikur hér al- gjörlega litlausa lögreglukonu og líkist oft svefngengli hvað andleysið varðar. Þokki Hunt- er er kæfður enn frekar með kerlingarlegum búningum sem persóna hennar er látin klæð- ist í myndinni. Hún líkist þann- ig einna helst barnaskólakenn- ara fremur en því reynda og harða lögreglukvendi sem hún á að túlka. Holly Hunter, ásamt álíka lit- lausum félaga sínum, í meðför- um Dermot Mulroney, fær það verkefni að passa uppá sál- fræðing sem sérhæft hefur sig í fjöldamorðingjum. Sálfræðing- ur þessi er efst á fórnarlamba- lista fjölda fjöldamorðingja. Hlutverk sérfræðingsins er í höndum Sigoumey Weaver. Hún er haldin skelfilegri víð- áttufælni sem hún fékk eftir að hafa lent í klóm brjálæðings sem er leikinn af einstakri inn- lifun af söngvaranum geð- þekka, Harry Connick jr. Weaver hefur í öllu falli kom- ið sér fyrir í glæsiíbúð með öllu og hefur samband við um- heiminn í gegnum Internetið þar sem hún ræðir málin við aðra sjúklinga, fæst við eigin víðáttufælni og fylgist með mislukkuðum aðgerðum lög- reglunar við að stöðva hamför nýjasta morðingjans í bransan- um. Hann sérhæfir sig í því að myrða fórnalömb sín á ná- kvæmlega sama hátt og aðrir frægir morðingjar hafa gert í gegnum tíðina. Charles Man- son og Ted Bundy eru hetjurn- ar í lífi hans. Maður er annars nokkuð spenntur eftir að fá að vita hver þessi eftirhermumorðingi er, en þegar það kemur síðan á daginn um miðbik myndarinn- ar koðnar eftirvæntingin fljótt. Ástæðan er vitaskuld sú, að þarna er enn ein litlaus per- sónan á ferð; morðingi sem á ekki roð í aðrar og miklum mun frumlegri drápmaskínur úr kvikmyndum samtímans. Weaver virðist hér vera að endurtaka hlutverk sitt úr Death and the Maiden, mynd sem Roman Polanski gerði ár- ið 1994. Allavega fer hún hér með hlutverk taugaveiklaðs fórnarlambs sem glímir við áreitni á háu stigi. Því miður er fátt spennandi eða sannfær- andi í túlkun Weaver í þessu tilfelli. Framvinda Copycat er nokk- uð hröð, en útreiknanleg, eins og svo oft vill verða með slíkar myndir. Endir myndarinnar er skólabókadæmi og hefur sést í aragrúa annarra verri og betri mynda. Stílbragð myndarinnar á þó hrós skilið, enda kunnáttusam- ir menn við stjónvölinn: ann- arsvegar leikstjórinn Jon Ami- el og hinsvegar kvikmynda- tökumaðurinn Laszlo Kovacs. Amiel hefur átt betri daga (leikstýrði The Singing Detecti- ve eftir Dennis Potter), en þó einnig verri (á heiðurinn á Sommersby, 1993, með Richard Gere). Sem betur fer hefur hann samt ekki tapað sínu næma auga fyrir mynd- rænni frásögn og hrynjanda í klippingu. Kovacs sýnir svo enn og aftur hæfileika sína sem kvikmyndatökumanns. Þó er enn ekki hægt að setja hann á neinn ákveðinn stall eða bás hvað stíl varðar. Það er svo sem ekki nema von, því sveigj- anleiki í aðferðum er sérstaða hans. Copycat er þegar allt kemur til alls spennumynd í meðal- Iagi og býr yfir flottum umbúð- um hvað myndrænu og hrynj- andi varðar, en innihaldið veldur síðan talsverðum von- brigðum. Einkum og sér í lagi má þar kenna um Holly Hunter og Sigourney Weaver, sem báðar eru eins og of hæfileika- ríkir fiskar á skraufaþurru landi ófrumleikans. -kdp m „Copycat er þegar allt kemur til alls spennumynd í meðallagi og býr yf- ir flottum umbúðum hvað myndrænu og hrynjandi varðar, en innihaldið veldur síðan talsverðum vonbrigðum. Einkum og sér í lagi má þar kenna um Holly Hunter og Sigourney Weaver, sem báðar eru eins og of hæfileikaríkir fiskar á skraufaþurru landi ófrumleikans."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.