Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 18.04.1996, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR18. APRÍL1996 &,.. 31 Avanti- tækniundrið Bandaríska alríkislyfjaeftirlitiö (FDA) er aö því komiö, aö til- kynna aö tækniundriö Avanti- smokkurinn, standist fullkom- lega allar kröfur sem gera verö- ur til slíkrar vöru og megi því markaðssetja í hvelli í Banda- ríkjunum og væntanlega fljótt um allan heim. Um nokkurt skeiö hefur hann veriö til sölu á reynslutímabili í Kaliforníu. Avanti-smokkurinn er númer eitt, tvö og þrjú níðsterkur, enda framleiddur úr pólýúretan sem er gerviefni notaö í gervil- eðursframleiöslu. Avanti kemur fólki meö latex-óþol sérstaklega til góöa, en latexiö er þaö efni sem notaö er í alla smokka- framleiöslu heimsins í dag. Avanti hefur þaö jafnframt fram- yfir latexsmokka, aö vera ónæmur fyrir hverskonar spill- ingu af völdum olíubættra efna (vaseltns, barnaolíu og svo framvegis) og líkist meira óteygjanlegum poka en gúmmí- totu. Sökum þess aö Avanti er óteygjanlegur og efniö ofur- sterkt þurfti aö gera hann bæöi ofurléttan, hitaleiðandi og helst þannig aö viökomandi fyndi ekki fyrir honum. Þetta þykir hins vegar valda óöryggistilfinningu þar sem notendur vita varla af Avanti og þurfa sífellt aö líta niöur og athuga meö stykkiö. Veröiö þykir nokkuö til trafala því einn Avanti kostar tæplega 150 krónur í Bandaríkjunum (væntanlega liölega 250 krónur hingaö kominn og tollaöur). Eins uröu hönnuðir aö hafa hann nokkuö rúman aö ummáli vegna óteygjanleikans og nýju tækninnar (svokallaö „shrink- wrap“) og því gætu lítt niöur- vaxnir lent í vandræöum. En á heildina litiö fær Avanti frábæra dóma og leggur mikiö af mörk- um til þess að gera öruggt kyn- Iff skemmtilegt á nýjan leik. Þess má geta aö heil sex ár tók aö hanna gripinn... hinum eina sanna íslendingi, karli eöa konu. HP leitar nánar tiltekiö aö þeim sem hefur framar löndum sínum þjóölega siöi í há- vegum og almenna tröllatrú á gæðum lands og þjóöar. HP hefur þannig tekiö aö sér aö veija vanmetinn málstað þess göf- uga hóps íslendinga sem berst af alefli gegn alþjóðlegum straumum sem eru aö eyðileggia þjóöina meö framandi mat, samstarfi þjóöanna, sjónvarpsléttmeti og Eru hægrimenn [þjoðræknispróf HP stendur nú fyrir dauöaleit e almennri alþjóðlegri meðalmennsku. í síö- ustu viku lagði Rósa Ingólfsdóttir ofurþula Eirík Jónsson fjölmiölahák aö velli meö miklum bravúr. Þeir sem reyna meö sér aö þessu sinni eru ungpólitíkusarnir Guölaugur Þór Þóröarson formaður stutt- þuxnadeildarinnar SUS (ungliöaheyfingar Sjálfstæðisflokksins) og Róbert Marshall formaöur lopapeysu- & álafossúlpukomm- anna í Verðandi (samtökum ungra Alþýöu- bandalagsmanna). „sannari íslendingar“ en hinir? 1. Hefurðu unnið stórf tengd GÞÞ: „Já. Ég fór einu sinni á trilluskak meö pabba og RM: „Já. Ég var í sveit í Húnavatnsýslu þegar ég var yngri sjávarútvegi og landbúnaöi? frændum mínum og fékk vænan hlut. Einnig vann ég í gær- og þar sem ég er frá Vestmannaeyjum þá hef ég stundað unum í sláturhúsinu heima í Borgarfiröi.'1 (1) sjómennsku. Ég er reyndar aö fara á sjó eftir mánuö.” (1) 2. Ertu I góöum tengslum viö hina harðgerðu íslensku náttúru? 3. Þykir þér íslenskt brennivín gott? 4. Hvernig líkar þér við blessaðan þorramatinn — og er ekki íslenskur matur sá besti í heimi 5. Hefurðu andstyggð á á alþjóðasamstarfi á borð við NATO og ESB? 6. Eru íslendingasögurnar sannar? 7. Eru íslenskar konur þær fegurstu í gjörvöllu jarðríki — og íslenskir karlmenn þeir sterkustu? 8. Líður þér illa og ferð í fýlu þegar ísland tapar landsleikjum 9. Hvaða skoðun hefur þú á verndun íslenska kynstofnsins? 10. Þjáistu af heimþrá þegar þú ert á feröalögum erlendis? GÞÞ: „Jájá. Ég er í fínum tenglum við hana og nota hvert tækifæri til aö þeysa um í náttúrunni. Ég geymi hundinn minn í Borgarfiröi og saman æöum viö féiagarnir þar um allt. Ég vildi þó aö ég heföi meiri tíma fyrir þá iöju.“ (1) GÞÞ: „Já. Þaö er alveg súpergott og sérstaklega meö há- karli, enda eru þaö einar bestu neysluafuröir Islands." (1) GÞÞ: „Þaö er aiveg frábært. Ég komst á lagiö fýrir fjórum árum og hef veriö húkkt síöan. Fyrir mér er þetta algert hnossgæti. íslenskur matur er vel frambærilegur og hráefn- iö gott." (1) GÞÞ: „Nei. Engan veginn. Ég er mjög hrifinn af NATO og ég er ánægöur með fríverslun í Evrópusamstarfi, en ESB virkar þó ekki sannfærandi í þeim efnum." (0) GÞÞ: „Já. Aö sjálfsögöu. Ekki hafa þeir skrifaö allar þessar bækur upp úr einhverri lygi.“ (1) GÞÞ: „Ég hef ekki ferðast um allt, þannig aö erfitt er að fullyrða um slíkt. Konurnar hér eru þó fallegar meö ein- dæmum, en ég ætla ekki aö dæma karlmennina." (1/2) GÞÞ: „Ég er ekkert sáttur þegar viö töpum, enda eiga ís- lendingar aö vinna alla íþróttakappleiki. Þaö segir sig bara sjálft. Og mér leiö sérstaklega illa á HM '95." (1) GÞÞ: „Mér finnst þaö alveg fáránlegt, enda hefur hann aldrei verið verndaður Ég hugsa með óhug til þess hvernig viö værum ef svo heföi veriö.“ (0) GÞÞ: „Nei. Þótt ég hafi eiginlega feröast töluvert þá hef ég sennilega ekki ferðast nóg til aö það fari að örla á slíku. Þó er alltaf gott aö koma heim. En mig dreymir ekki dag- drauma um ísland alla daga sem ég dvel erlendis. “(0) RM: „Ég skokka allavega í Elliöaárdalnum þrisvar í viku." (1/2) RM: „Nei. Þaö er ógeöslegt." (0) RM: „Já. Ég er mjög hrifinn af honum. Núna á þorranum prófaði ég í fyrsta sinn aö éta súrsaöa hrútspunga og naut þess. íslenskur matur er þó alls ekki sá besti í heiminum." (1/2) RM: „Ég er mótfallinn aðiid aö ESB, en fylgjandi aðildinni aö NATO." (1/2) RM: „Já. Er þaö ekki?" (1/2) RM: „Já. Ótvírætt. Það er í raun óþarfi aö spyrja aö svo sjálfsögöum hlutum." (1) RM: „Nei, égget ekki sagt þaö. Nema kannski fyrstu fimm mínúturnar eftir leikinn." (1/2) RM: „Sem eitthvaö verkefni á borö viö verndun íslenskrar tungu, þá finnst mér þaö fáránlegt. Ég veit heldur ekki til þess, aö þaö fyrirfinnist einhver íslenskur kynstofn." (0) RM: „Nei. Ekki almennt. Ég dvaldi þó einu sinni langdvöl- um I Bandaríkjunum og þá örlaöi á heimþrá." (1/2) SANNIR ÍSLENDINGAR: Gísli Rúnar Jónsson, Siv Friðleifs- dóttir, Rósa Ingólfsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson. I URSLIT: SUS-leiðtoginn Guðlaugur Þór lagði Verðandi- formanninn Róbert auðveldalega að velli með 6 1/2 stigi gegn 5. Athygli vekur bæði allaballinn og sjallinn eru hrifnir af NATO, en finnst lítið til ESB koma. Það er augljóslega af sem áður var... For z á bát Gúdd morning mistör president. Dú jú vont jor massas bífor or aftör ðö karrottsúpp?" Guðmundur Rafn Geirdal, fimmti forseti lýðveldisins, tekur huggulega á móti gestum. Andrúmsloftið er létt, en reykmettað af ós- andi austurlenskum ilmkert- um sem mynda tölustafinn átta í anddyrinu. í veislusaln- um hangir stórt málverk af Klettafjöllunum, fallegasta stað á jarðríki að mati húsráð- anda. Myndina málaði hann sjálfur — reyndar eftir númer- um — og tókst bara bærilega vel upp, þótt hann sé ekki van- ur því að vinna með höndun- um. Hugurinn er hans verk- færi. Rafn forseti er í tíbetsk- um kufli og sandölum en hefur sett upp bindi til að auka á virðugleikann. Clinton teygir úr tánum og ákveður að veðja á gulræturnar. „Soddan, frú dronning. Nú skal jæj rúbbe díne skúldre. Komrnso." Margrét Þórhildur drepur í filterlausri rettunni og leggst á bekkinn sem Rafn hefur komið haganlega fyrir inni á milli rústanna í kjallar- anum. í för með henni er Alex- andra draumaprinsessa sem grátbað tengdó um að fá að fara með í hughreinsun til ís- lands. Alexandra situr í lótus- stellingu á gólfinu, pírir augun og hummar: „Hmmmmmmmm ... Hmmmmmmmm...“ Þetta er nýi þjóðsöngurinn og útlenski útlendingurinn er strax búinn að ná honum. Loksins er von til þess, að íslenskir íþrótta- menn fari að ráða við að syngja með í öll þau skipti sem þeir standa efstir á verðlauna- palli. „Hmmmmmmmm..." Rafn hefur sannarlega komið klakanum á kortið. „Yfirstress- aðir þjóðhöfðingjar streyma til íslands,“ slúðra heimsfréttirn- ar og birta myndir af saman- flæktum kóngum og drottning- um við íhugun á Bessastaða- túninu. Stærstu blöðin birta exklúsív viðtöl við forsetann þar sem hann tjáir sig um grænmeti og hugarorku. I hisp- urslausu, opinskáu og einlægu viðtali við Alt for Damerne gef- ur Rafn uppskrift að nýstárleg- um linsubaunarétti sem losar um spennu og lýsir því jafn- framt yfir að íslenska þjóðin ætli að senda 300 þúsund skammta til Gólan-hæða. Hug- leiðir og Geimskip, stærstu fyrirtæki landsins, taka að sér flutningana gegn loforði um hvatningarverðlaun. Plan Bí Það er leikur ekki nokkur vafi á því að framtíð lands og þjóðar er björt. Gallinn er að þessi tiltekna þjóð er ekki þekkt fyrir að fara skynsamleg- ustu leiðina í nokkru máli. Fari því svo að Rafn Geirdal nái ekki kjöri er best að eiga skot- helt varaplan. Af nógu er að taka. Óli Grís og Búbba Grís yrðu prýðilegasta puntpar. Sama má segja um læknahjón- in Gunnu A og Helga Vald. Vammlaust fólk; flott í spariföt- um, og flinkt við að ferðast. Hvers annars er krafist? Varla skoðana. Samt stendur yfir stórfengleg leit að heppi- lega hægri manninum. Stórve- sírinn hefur tilkynnt að hann ætli ekki að verða forseti; hann sé í starfi sem honum finnist skemmtilegt og langi ekkert til að skipta. (Það skiptir náttúr- lega engu máli hvort lýðnum finnist hann jafnskemmtilegur og hæfileikaríkur og honum sjálfum). Flokkssystir hans Gunna Pé kemur ekki til greina enda er hún hvorki af ætt né kynstofni Davíðs þótt hún hafi nú alltaf kosið hann, en bara af því að hún er fædd af sjálfstæðisfjölskyldu og þar af leiðandi skuldbundin flokkn- um um aldur og ævi. Um æðar Gunnu rennur blátt blóð beint frá hinni alkunnu Engeyjarætt og sama hvað kóngurinn segir, Gunnu langar alveg svakalega til að verða forseti. Og þar sem forsetinn er fyrst og fremst túristi hefur hún beitt þeirri snilld að kópera helstu land- kynningarnar hingað til: Hófí og Lindu Pé. Gunna hefur þess vegna gaman af ferðalögum, tungumálum og börnum. Það efast enginn um hæfileikana því á örfáum árum hefur henni tekist hið ómögulega: Vest- fjarðaundrið Olli Hannibals hefur ekki einasta keypt sér rakvél og skæri heldur einnig „Gúdd morning mistör president. Dú jú vont jor massas bífor or aftör ðö karrottsúpp?" Guðmundur Rafn Geirdal, fimmti forseti lýðveldisins, tekur huggulega á móti gestum. Andrúmsloftið er létt, en reykmettað af ósandi aust- urlenskum ilmkertum sem mynda tölustafinn átta í anddyrinu... Rafn forseti er í tíbetskum kufli og sandölum en hefur sett upp bindi til að auka á virðugleikann. Clinton teygir úr tánum og ákveður að veðja á gulræturnar." farið í litgreiningu og lært að nota hnífapör. í kartöflufrænd- garðinum heima Pésa Hafstein, frænda Gunnu, langar svo mikið út á Álftanes að hann er tilbúinn að leggja dómaraparrukið á hill- una. Venslafólk herra Gunnu Pé hefur berað sömu fýsnirn- ar. Bryndís mágkona hans hugsar sér gott til glóðarinnar; loksins hægt að stinga á sig skinkudós án þess að verða nöppuð í tollinum. Nánustu ættmenni Gunnu Pé, þau Helgi Pé og Linda Pé hafa hins vegar ekki gefið neina yfirlýsingu ennþá. Sennilega dugar að einn haldi ættarnafninu á lofti. í leitinni að týndu örkinni hefur Fríkki Sóf ítrekað borist í tal. Hann yrði sosum sætur í sjónvarpinu, en hvað svo? Eng- inn hefur tekið eftir Frikka sem ráðherra og hvers vegna ætti þá einhver að taka eftir honum sem forseta? Og hvílíkur hörm- ungarendir fyrir kvenfrelsis- bríetina Dúnu; ekki nóg með að hún hafi gifst til skoðana- leysis heldur ætlar hún að enda með snittubakka í and- dyri Bessastaða og tala um bróderingar við hinar fylgif- rýrnar sem dregnar eru land úr landi til að dást að nýþvegn- um börnum, blómabeðum og dýrum í útrýmingarhættu. Þokkaleg blanda. — Niðurstaðan getur ekki orðið annað en þunn, þægileg og örugg. Plan Bí með allt sitt flekklausa fyrirfólk kemst ekki með tærnar þar sem Astral- planið hans Geimdals hefur vængina. Höfundur tekur við í dag af Bcrki Gunnars- syni sem annar tveggja Kumpána HP og skríf- ar þá héðan í frá hálfsmánaðaríega móti Huld- arí Breiðfjörð. Hún er íslensku-menntuð frá Háskólanum og párar hversdags í Vinnuna milli þess sem hún bregður sér i gervi lausráð- ins blaðamanns við HP. Hún hafði áður getið sér gott orð fyrir snarpa pistla um þjóðféiags- mál í Stúdentablaðið. HP tekur ofan fyrír nýj- um Kumpána og þakkar þeim fráfarandi kær- lega fyrir samstarfið — og snilldartilþríf á köflum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.