Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaösútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Sími 86666. Blaðprent hf. LÖG Á SJÓMENNINA? Um s.l. helgi kolfelldu bæöi sjómenn og útvegsmenn miðlunartillögu sáttanefndar i togaradeiiunni. Þar meö höfnuöu báöir aöilar meö öllu hugmyndum rikisstjórnarinnar um lausn deilunnar, en auövitaö var þaö og er á alla vitoröi, aö miölunartillagan, sem sátta- nefndin lagöi fram, var runnin undan rifjum rikisstjórnar- innar. Hún var þaö, sem ríkis- stjórnin vildi gera fyrir togara- sjómennina. Þeir svöruöu til- boöinu afdráttarlaust neitandi. Eftir þá afgreiðslu er þaö vita- vert af manni, sem gegndi um langt skeiö æösta trúnaöarstarfi verkalýöshreyfingarinnar áöur en hann varö ráöherra, aö láta hafa eftir sér opinberlega, aö til mála komi, aö hann lögbindi miölunartillöguna, sem sjó- menn svo rækilega felldu. Slikt getur félagsmálaráöherra, Hannibal Valdimarsson, ekki látiö hina slyngu og refslegu atvinnupólitikusa I rikis- stjórninni plata sig til þess aö gera. Þaö eru ekki nema læp tivö ár, siöan hann var forseti Alþýöusambands tslands og einhverjar taugar hlýtur ráö- herrann þvi enn að hafa til verkalýöshreyfingarinnar. Ef til vill hefur aöstaöa togarasjómannanna ekki veriö skýrö nægjanlega vel út fyrir almenningi. Eins og Alþýöu- blaöið hefur áöur sagt, hafa ýmsir atburöir, svo sem eins og eldgosið i Vestmannaeyjum, oröiö til þess aö þoka togara- verkfallinu út úr sviösljósinu þannig aö togarasjómennirnir hafa oröið aö heyja aö meira eöa minna leyti „gleymda” verkfallsbaráttu. Þetta getur veriö ástæöan fyrir þvi, aö ríkis- stjórnin og þá einkum sjávarút- vegsmálaráöherrann, Lúövík Jósefsson, hafa þorað aö koma fram viö togarasjómenn eins og raun ber vitni um. Ráðherrarnir eru kannski ekkert hræddir viö almenningsálitiö vegna þess, aö almenningur hafi veriö meö hugann þaö mikiö bundinn viö annað, aö hann hafi ekki gefiö sér tima til þess aö lita til togaras jómannanna. Rikis- stjórnin hefur haldiö, aö hún fengi friö til þess aö beygja eöa brjóta togarasjómenn. Þess vegna hefur hún I fullkomnu ábyrgöarleysi skirrst viö aö gera nokkuð til þess aö leysa verkfalliö og haldiö togarasjó- mönnum atvinnulausum langt á annan mánuðeins og til þess aö svelta þá til hlýöni. En rikisstjórnin skal ekki fá friö til þess aö brjóta togarasjó- menn á bak aftur 5 bak viö tjöldin. Augu almennings hafa nú aftur beinzt aö togaraverk- fallinu og menn gcra sér fylli- lega grein fyrir þvi, hvaö togaras jómennirnir eru aö reyna aö fá fram og hversu erfiö kjör þessarar tekjulægstu stéttar landsins eru log hafa verið. Þaö eina, sem togara- mennirnir eru aö biöja um er aö fá haldið hlut sinum miöaö viö aörar launastéttir í landinu og þótt þeir fengju öllum kröfum sinum fullnægt myndi þaö ekki einu sinni duga til þess aö svo væri. Frekari eru nú togarasjó- mennirnir ckki i kjarakröfum sinum. Rikisstjórnin getur leyst þetta mál og hefur lengi getaö það. En valdamesti maöur hennar, Lúð- vik Jósefsson, hefur ekki viljaö þaö. Ilann hefur ætlað aö brjóta togaramenn niöur I friöi og ró fyrir almenningi. Þegar hann svo sér núna, aö þaö er ekki hægt, ætlar hann aö ginna félagsmálaráöherrann, fyrr- verandi forseta ASt, til þess að taka á sig skömmina meö því aö setja lög á sjómennina. Þetta er ljótur leikur, en staöreynd engu aö siöur og sannarlega viö hæfi manns, sem fengið hefur viöur- nefniö „ráöherra útgeröar- manna”. BRAGI SIGUR- JÓNSSON: t vantraustsumræðunum s.l. þriöjudag kvaddi Bragi Sigur- jónsson sér hljóðs og ræddi sér- staklega svik rikisstjórnarinnar við byggðastefnuna og þá ekki hvað sizt brigður Framsóknar- manna við sitt sterkasta kjör- dæmi, Norðurlandskjördæmi eystra. Bragi sagði m.a.: Allir vita að fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra hafa verið kjörnir þrir framsóknarmenn af sex þingmönnum. Ekkert kjör- dæmi er liklega sterkara hvað Framsókn snertir heldur en ein- mitt það. I þessu byggðarlagi er einhver blómlegasta atvinnustöð, sem S.I.S. rekur og mér hefur skilizt og sjálfsagt fleirum en mér, að Framsóknarflokkurinn telji sér S.t.S. dálitið nákomið. En hvernig hefur verið búið að þess- ari stóru verkstöð á Akureyri? Það hefur verið búið þannig að henni, að i vetur varð hún fyrir milljónatjóni, vegna raforku- skorts. önnur stór verkstöð norður þar er bæjarútgerðin, sem ég kalla svo, en heitir Útgerðarfélag Ak- ureyringa. Það er rekið fyrst og fremst á snærum Akureyrarbæj- ar. Þar er stórt frystihús, sem hefur verið rekið með mikilli prýði. Stundum svo, að það hefur verið gróði, þegar viða annars staðar um land hefur verið allt að farast i tapi undanfarin ár. En nú er búið að binda togarana, sem öfluðu verðmæta fyrir þetta hrað- frystihús i 4 vikur og togarasjó- mennirnir, sem voru á þessum skipum eru komnir hingað og þangað annars staðar i atvinnu og enginn veit, hvort hægt verður að BYGGDASTEFNAH SVIKIN koma þessari atvinnustofnun af stað, þó að togaraverkfallið leys- ist nú kannski næstu daga. Hvers konar byggðajafnvægisstefna er að halda þessu stóra hraðfrysti- húsi i svelti? Og ekki er tölunni lokið 'með þessu. Við höfum þurft og barizt fyrir þvi undanfarið að fá endurbyggt sjúkrahúsið okkar á Akureyri. Maður skyldi halda að fram- sóknarþingmenn, sem eiga a.m.k. einn af sinum fulltrúum norðan úr Norðurlandskjördæmi eystra i fjárveitinganefnd heföu nú staðið vel i istaðinu þar i vetur. Ekki aldeilis, það mátti heita að alveg væri skorin niður fjárveit- ingin til Sjúkrahússins. Er ekki fremur litið skap þessara þriggja ágætu framsóknarþm. að ætla nú áfram að styðja rikisstjórn, sem hefur hegðað sér svona? En ég er ekki búinn að skilja al veg við raforkumálin okkar norð- ur frá. Núverandi rikisstjórn tók við slæmum arfi eftir fyrrverandi ríkisstjórn. Það skal ég verða fyrsti maður til þess að viður- kenna. En sú deila var þó komin á það stig, að þar varð annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Og ég trúi ekki ööru en að fyrrverandi rikisstjórn hefði gert það. En þessi rikisstjórn hefur hvorki hrokkið né stokkið. Ég kalla það ekki að stökkva að byggja svolitið linuspotta suður á Sprengisandi til að vita, hvernig vindurinn að sunnan mundi þola vetrarveðr- áttu á Sprengisandi. Ég kalla það heldur ekki að hrökkva eða stökkva að senda núna i fyrri viku vinnuflokk suöur i Laugafell, sem er ferðamannaskýli suður á fjöll- unum, láta hann búa til aðra línu, til að vita hvernig hún á þeim stað þyldi vetrarveöráttu. Þeir voru enn veðurtepptir i Laugafelli þeg- ar ég fór að norðan. Ég kalla það heldur ekki aö hrökkva eða stökkva að ætla þessum sömu mönnum seinna að byggja þriðja spottann vestur á Eyvindarstaða- heiði til að vita hvernig veturinn hagaðisér gagnvart linu þar. Það virðist sem sagt algert ráðleysi rikja þarna, algert ráðleysi. Það á að neyða okkur Akureyr- inga til að skrifa undir samninga um það, að ekki verði nú Laxá rafvædd meira en 6.5 megavött i viðbót, þó að lög séu fyrir þvi að það megi nú allt upp 112 megavött virkja þar. Og það á ekki að láta þar við staðar numið, heldur eig- um við aö borga 50 millj. I skaða- bætur fyrir skaða, sem enginn veit hver er og alls ekki er hægt að reikna út. Ekki nóg með það, það á að setja það á raforkuneyt- endur norður þar að byggja fiski- ver úr Laxá neðri upp i Laxá efri, þó að aldrei hafi lax komizt og gengið upp i Laxá efri og enginn viti, hvort heppilegt sé að sleppa þangað laxi. Hinir ágætu byggða- jafnvægismenn láta sig engu varöa, þó að rafmagnið sé svo lit- ið, að bændur verði stundum að hlita þeirri skömmtun að mega ekki njóta þess nema stundum. Þeir láta sig engu varða, þó að S.t.S. hafi svo litla raforku, að hún verði að byggja varastöð til þess að geta rekið sfnar verk- smiðjur norður frá. Þeir láta sig engu varða, þó elliheimilið á Ak- Framhald á bls. 4 ATVINNUPOLITIKUS „PAR EXCELLENCE” t útvarpsræðu sinni s.l. mánu- dagskvöld talaði Magnús Kjartansson mikið um „hina æfðu stjórnmálamenn” og „atvinnu- pólitíkusa” og átti þá við and- stæðinga sina á Alþingi. Fór hann mörgum orðum um, hve mikil gjá væri staðfest miili þessara „at- vinnupólitikusa” og fólksins I landinu og ræddi meö mikilli fyr- irlitningu um „hina æfðu stjórn- málamenn” — skirrðist jafnvel ekki við að spinna upp heilu lygi- sögurnar um óþjóðhollustu þeirra, sem voru reknar rækilega ofan i hann i umræðum daginn eftir. En hver skyldi nú vera mesti „atvinnupólitikusinn” á tslandi — eini stjórnmálaforinginn, sem á allri sinni ævi aldrei hefur snert við öðru verki en stjórnmálum? Þaðer Magnús Kjartansson sjálf- ur. A þetta benti Gyifi Þ. Gislason i eftirminnilegri ræöu, sem hann hélts.l. þriðjudag. Þar sagði hann m.a„ eftir að hann hafði vitnaöi til orða Magnúsar Kjartanssonar um „hina æföu stjórnmála- menn”: „En hver er sá maður, sem þannig leyfir sér að tala? Ég fæ ekki betur séð, en hann sé eini at- vinnupólitikus hér á lslandi, eini þingmaðurinn, sem aldrei hefur unnið ærlegt starf á starfsævi sinni, nema það, að standa I póli- tikurstússi. Þetta hygg ég að eigi ekki við nokkur annan manna af þeim sem nú eiga sæti á Alþingi. Það vita allir, að barnungur tók hann ofstækistrú á eina mestu ó- heillastefnu, sem komið hefur upp á 20. öldinni I stjórnmálum, kommúnismann. Ilann gekk frá námi, til þess að geta gengið I þjónustu stjórnmálablaðs og stjórnmálaflokks, sem hann hef- ur helgaö bókstaflega allt starf sitt siðan. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi hér á tslandi né heldur annarstaðar öðru en pólitisku. Ilann hefur ferðazt um hálfan heiminn, sem gestur er- lendra kommúnistaflokka og sem gestur rikisstjórna i kommúnist- iskum löndum. Aldrei þó sinnt neinu opinberu starli i þágu lands sins utan landsteinanna, heldur verið eriiulreki sins blaös eða sins flokks og gistivinur skoðana- bræðra sinna annarsstaðar. Það er siíkur maöur, sem telur sig það umkominn aö tala með fyrirlitningu um æfða stjórn- máiamenn og atvinnupólitfk. Manni þarf ekki að vera sérlega klígjugjarnt til þess að klígja við öðru eins og þessu. Flestir gátu leyft sér að hreykja sér aðrir en þessi maöur meö þessa fortið og þcssar skoðanir, sem við allir saman vitum, að hann á og hefur”. 35. ÁRSHÁTIÐ<&. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR V 35. árshátið Alþýðuflokksfélags Reykjavikur verður haldin i Glæsibæ föstudaginn 9. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Heiðursgestir verða forsætisráðherra Svia, Olof Palme og frú. DAGSKRÁ: 1. Olof Palme, forsætisráðherra Svia og heiðursgestur kvöldsins, flytur ávarp. 2. Guðrún Á. Simonar, óperusöngkona, syngur við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. 3. Flutt minni kvenna ? ? ? ? 4. Dans til kl. 2 við undirleik hijómsveitar Hauks Morthens. Veizlustjóri: Gylfi Þ. Gislason, form. Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokksfólk! ósóttar pantanir verður að sækja fyrir kl. 16 i dag á skrifstofu Alþýðu- flokksins Hverfisgötu 8—10, en skrifstofan veitir allar nánari upplýsingar. Simarnir eru 1-50-20 og 1-67-24. Föstudagur 9. marz 1973 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.