Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.03.1973, Blaðsíða 6
heímurinn okkar REIÐUBÚNIR AÐ GEFA OKKUR FRAM EF VIÐ VERÐUM EKKI LðGSÚTTIR Vilja fá að starfrækja fjögurra rása stereo útvarpsstöð með léttri tónlist „Ef yfirmenn Pósts og síma vilja lýsa því yfir að við verðum ekki lögsóttir, þá erum við reiðubúnir að gefa upp nöfn okkar," sögðu sex forsvarsmenn fjögurra útvarpsstöðva, sem starfræktar hafa verið í óleyfi að undanförnu og útvarpað léttri tónlist og spjalli um músik, er blaða- maður Alþýðublaðsins ræddi við þá í ,,húsa- kynnum" einnar útvarps- stöðvarinnar í fyrrakvöld. „Takmarkiö hjá okkur er aö fá aö starfa aö útvarpsstöö innan ramma Rikisútvarpsins, helzt fjögurra rása útvarpsstöö sem sendir út í stereo,” sögöu sex- menningarnir, sem hafa nú lagt niöur útvarpsrekstur — um sinn aö minnsta kosti, þvi þeir segjast fyrst vilja fá aö vita hvort um samstarf veröur að ræöa, eöa hvort það þarf aö kosta baráttu. Og meö baráttu eiga þeir ekki viö rekstur svonefndrar sjóræningja- stöövar til frambúöar, heldur út- sendingar endrum og eins til aö vekja athygli á málstaðnum. Nafn með rentu Málstaöurinn ber llka nafn meö rentu, þvi samheiti útvarpsstööv- anna fjögurra er Reykjavlk Radio Revolution, eöa Byitingar- útvarp Reykjavikur. „bessar sendingar hafa ekki valdiö neinni truflun né óþæg- indum, ef undan er skilin truflun sem varö einu sinni á Kanasjón- varpinu, sem var lagfært strax. Og þótt viö viljum ekki valda neinni truflun, þá er þér óhætt aö hafa eftir okkur, aö þessar trufl- anir sem sendingarnar ollu einu sinni á Kanasjónvarpinu er okkur irauninni skitsama um. Viö erum á móti þvi aö Amerikanar reki herstöö hér á landi. Innlendir aðilar eiga aö geta séö um aö flytja þá léttu tónlist sem amer- iska herstööin útvarpar. Þaö er þar sem okkar hlutverk er.” En kostnaöurinn viö fjögurra rása stereo útvarpsstöö meö tveim „stúdióum” og lágmarks- útbúnaöi fyrir höfuöborgar- svæöiö? „Viö höfum áætlaö aö þaö muni kosta einhvers staöar milli sex til átta milljónir króna, —-og ef sam- komulag næöist viö útvarpsráö um aö reisa slika stöö, þá mætti eflaust afla henni verulegra tekna meö útvarpsauglýsingum.” En af hverju ekki láta Rikisút- varpiö sjálft sjá um þessa hliö? Nú rekur þaö sina eigin tónlistar- deild og útvarpar popp-tónlist á hverjum degi. „1 augum margra er tónlistar- smekkur Rikisútvarpsins oröinn eins og i biösal dauöans. Maöur hefur það á tilfinningunni aö þar séu sinfóniur númer eitt tvö og þrjú, og hvaö er hálftimi eöa þrjú korter á dag fyrir popp og létta tónlist. Viö viljum lika nota út- varpsstöö sem þessa til kennslu. Kenna fólki aö hlusta. Útskýra tónlistina sem við erum aö leika. Einokun Þaö er i okkar augum alger einokun Rikisútvarpsins á músik- smekk. baö nær ekki nokkurri átt aö einn maöur i einhverri deild útvarpsins geti bannaö flutning klassiskra verka i einhverri meö- ferö sem honum sjálfum likar ekki persónulega. Þar eigum við til dæmis viö plötuna „Symp- honies for the seventies” og út- setningar Trúbrots og Ævintýris á klassiskum verkum. A sama hátt og þaö þurfti Súperstar til aö fá ungt fólk um allan heim til þess aö opna bibliuna , þá teljum viö aö létt meðferö klasslskra verka geti leitt athyglina aö klassiskum verkum, og slöan kveikt áhugann á klassiskri meöferö þeirra.” En þótt sexmenningarnir vilji fá fullkomna sendistöð, þá voru þaö siöur en svo fullkomin tæki, sem þeir notuðu viö byltingarút- sendingarnar. Móttökuvidd hverrar stöövar var minna en einn kilómetri, og þeir skiptu stööugt um senditiöni. Alltaf var þó sent út á FH-bylgju, og þótt ekki hafi komizt upp um athæfi þeirra fyrr en i slöustu viku, þá hefur ein stööin veriö starfrækt svo til daglega i tvo mánuöi. Hvaöa efni á heima i stöö þeirri, sem þessir ungu menn vilja setja á stofn I samvinnu viö og undir handarjaðri Rikisút- varpsins? „Pólitlk á ekki heima I þessari stöö. Það er fyrst og fremst mús- Ikk, létt músik og einnig önnur. En nú eru flest tæki meö FM bylgju, og þaðer sjálfsagt aö nýta þá möguleika til tæknilega full- kominna útsendinga, þannig aö gæöin njóti sin. Viö viljum ekki keppa viö Rikisútvarpiö, en þaö vantar bara aö þjóna stærsta áheyrenda- hópnum, sem vill fá létta músikk mestan hluta dags. Viö erum á móti þessari ein- okun útvarpsins...” Enner todqfœri... til að eignast hlut í banka. Slík tækifæri bjóðast ekki á hverjum degi! Nú eru aðeins um 15 milljónir óseldar af hlutafjáraukningu Samvinnubankans úr 16 í 100 millj. kr. Meó því að gerast meðeigandi öðlast þú rétt tii virkari þátttöku í starfsemi bankans og gerir jafnframt örugga fjárfestingu. Þeir samvinnumenn sem hafa áhuga á að eignast hlut, snúi sér hið fyrsta til bankans, útibúa hans eða næsta kaupfélags. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, REYKJAVIK. Sl'MI: 20700 AFSAKIÐ/ SKAKKT NÚMER 1 fyrstunni haföi ég gaman að þvi, þegar fólk var að hringja I mig og spyrja um gamla snigilstiga eöa kola- ofna. En þaö var eilitiö erfitt aö þola til lengdar, segir séra Lars Hákansson, sveita- prestur I Noregi. Astæöan fyrir þvi, aö prestsetriö fékk síikar upphringingar er sú, að prentvilla varö I sima- skránni. Fyrirtæki, sem hefur þaö aö verksviöi aö rifa hús, var skráö meö sima prestsins. Nú hefur presturinn fengiö nýtt sima- númer og sjálfvirkan sim- svara fyrir þaö gamla og nú bföur hann aöeins eftir út- komu simaskrárinnar fyrir áriö 1973. NÝ REFSING FYRIR O F HRAÐAN AKSTUR Um það bil 150 bilstjórar uröu fyrir áfalli lifs sins þegar þeir á dögunum voru stöövaöir fyrir of hraöan akstur i Suöur-Frakklandi þegar þeir I staöinn fyrir sektarmiöa fengu kurteis- lega aövörun og fagran blómvönd ofan i kaupið frá ungum stúlkum I þjóö- búningi. Ekki svo vitlaus hugmynd aö framkvæma hér. Vel aö merkja ef blómin eru krans en ekki vöndur. „HIÐ LJÚFA LIF<' I TYRKLANDI Nú geta giftar konur ekki lengur fengiö opinbert leyfis- bréf til þess aö starfa sem vændiskonur i Tyrklandi. Yfirvöldin hafa sett nýjar reglur um „hiö ljúfa lif”, sem m.a. fela þetta I sér, svo og það, aö lágmarksaldur pútnamæöra er hækkaður úr 35 I 40 ár. Vændi I Tyrklandi er undir opinberu eftirliti og aðeins leyfi I sérstökum opinberum vændishúsum. Lágmarks- aldur vændiskvenna er 21 ár. ALDREIAFTUR Arthur Baker vildi ekki lllllllllllllllllllllllllllllllllll kvænast Lauru Alderman svo hún ákvað aö slita sam- bandinu. Arthur brá hins vegar skjótt viö — svo kröftuglega, aö máliö endaöi fyrir dómstólunum. í réttin- um sagöi Laura, aö Arthur heföi ergtsig meö þvi aö æpa inn um bréfarifuna á úti- huröinni, aö kasta mold I gluggann og meö þvi aö hengja nærbuxur utan viö gluggann hennar. Arthur fékk tveggja ára skilyrðisbundinn dóm og sleppur viö refsingu ef hann heldur sig á mottunni. Umsögn Lauru: Nú myndi ég aldrei giftast honum. Ég vil aldrei lita hann augum . framar. Arthur er 69 ára gamall. Laura 74ra. SEX SEM SEGIR SEX Rétti I London geöjaöist ekki aö þvi, hvernig hin 25 ára gamla kennslukona Anna Papajcsik hagaöi kyn- feröisfræðslu sinni. Þaö var ósiölæti.iifullyrti dómarinn, aö halda sýningu á brjóstum sinum og kviöi fyrir börn á aldrinum fjögurra til tólf ára á barnaleikvelli. — Þau vildu fræöast um kynferöismál, sagöi Anna I réttinum, Og þar sem ég haföi kennt þeim, aö likaminn sé ekkert til þess aö skammast sin fyrir gat ég ekki neitað þeim um aö sýna þeim þaö sem þau báöu um. Anna var fundin sek um öll ákæruatriðin. Annar kennari, hinn 26 ára. gamli Guido Casale, slapp meö áminningu frá háskóla- ráöi eftir aö hann haföi af- klæöst undir fyrirlestri I háskólanum. Margar ungar stúlkur voru meöal áheyranda. Tveir kven- fyrirlesarar, sem viöstaddir voru, fengu einnig áminningu. LJÓNAÚTFLUTN- INGURTIL AFRÍKU Nýjasta útflutningsafurö Englendinga eru ljón — og kaupandinn er Afrika. Fyrsta ljónasendingin var nýlega send af staö frá Windsor-dýragaröinum til Jóhannesarborgar I Afriku. Eigandi enska dýragarðsins sagöi, aö þetta væri aöeins byrjunin á blómlegum út- flutningi. VATNSLAUST VATNSSALERNI FUNDIÐ UPP i AMERÍKU Ný gerö af vatnssalerni, sem raunar er ekki vatns- salerni þvi þaö notast viö oliu, hefur verið fundiö upp I New Orleans. Uppfinninga- menn fullyröa, aö salerni þetta valdi engri mengun, en hins vegar mun vera allt aö 200 sinnum dýrara aö sturta niöur I þvi en i venjulegu vatnssalerni. Meö hjálp oliunnar brennir þetta nýja salerni úrganginn næstum þvi upp til agna i sérstökum brennslutanki- Uppfinningamaöurinn smiöaöi „oliusalerni” þetta fyrst til nota i bandariska hernum en ný gerö af þvi hefur nú veriö sett upp við Mount Rushmore, þar sem andlitssvipur fjögurra bandarískra forseta hefur veriö höggvinn i bergið. Sagt er, aö salerni þetta henti s'ér- lega vel um borð i skipum og i eyöimörkum. Er hér ekki eitthvað á ferðinni fyrir þjóöhá tiöarnefndina ? DAUÐAHAFIÐ VERÐUR HEILSU- LIND Strendurnar umhverfis Dauöahafiö hafa lifnað viö á ný — I þetta skipti sem heilsulindir fyrir fólk meö vööva- og húösjúkdóma. Nú býr ferðafólk og sjúk- lingar i gistihúsum, þar sem áöur stóöu borgirnar Sódóma og Gómorra sem á sinum tima eyddust I jarð- eldum. Þúsundir feröafólks nota ölkelduböö, leirböö og hina heitu sól til þess aö losa sig viö sjúkdóma og tsrael [ hefur nú þegar lagt i tals- I verða fjárfestingu viö að í byggja upp heilsulindabæ á strönd Dauðahafs. Tvö hótel i eru nú þegar fullbúin og sex ný veröa reist á næstu tveim | árum. Ekki eru allir læknar sam- mála um, aö steinefnin I Dauöahafinu og i jarövegin- um I næsta nágrenni séu hentug til þess aö lækna sjúkdóma. En margir mæla : meö dvöl þarna fyrir fólk, sem þjáist af exem, liöasjúk- dómum, gigt og sjúkdómum I taugakerfi. Heilbirgöisyfir- völd I Danmörku greiöa jafn- \ vel allan kostnaö viö heils mánaöar dvöl Dana, sem þjást af þessum sjúkdómum, j við heilsulindirnar á strönd- um Dauðahafs. Dönsk kona, Eva Henrichson, sagöi að \ dvöl þarna heföi algerlega í læknaö hana aö húösjúk- | dómi, sem 20 ára | meöhöndlun meö pillum og j sprautum hafði ekki getaö unniö bug á. O F M I K I L L PRÓFSKREKKUR I JAPÖNSKUM SKÓL- UM? Tveir japanskir skóla- nemendur, sem voru mjög óánægöir meö prófeinkunnir slnar, frömdu nýlega sjálfs- morð i örvæntingu. Fimmtán ára gamall drengur bjó til rafmagnsstól handa sjálfum sér og 13 ára gömul stúlka kveikti i sér. PÁSKAR DRUKKNA I SÚKKULAÐI Jafnvel þótt enn séu tæpir : tveir mánuöir til páska er páskaundirbúningurinn i ! fullum gangi viös vegar um | heim. SúkkulaöiVerksmiöja : nokkur { Italiu mun þó ekki j eiga sér neina gleöipáska um J þetta leyti. Nýlega kom upp | eldur i verksmiðjunni og þá / eyöilögöust páskaegg fyrir / 10 millj. lira (rúmlega 1,5 j millj. kr). Og slökkviliös- : mennirnir, sem komu á vett- vang, uröu aö vaöa yfir heilt j fljót af bráönu súkkulaöi. AÐDRÁTTARAFL HÓSTANDI - HNERRANDI HIKSTANDI? Þrír læknar mæla með góðum súpudiski — Heitur súpudiskur er gagnlegri til þess að vinna bug á hósta og hnerrum, en mörg af hinum svonefndu „lyfjum", sem á mark- aðinum eru að því er þrír læknar sögðu undirnefnd öldunga- deildarinnar. Þeir vöruöu Einkaleyfis- nefnd öldungadeildarinnar viö þvi, að þaö sé engin lækning kunn viö venjulegu kvefi og mikiö auglýst meööl, sem hægt er aö fá i Bandarikjunum án resepts, séu I rauninni vita gagnslaus og geti jafnvel veriö hættu- leg. Allir læknarnir þrir stungu upp á, að heit súpa eöa asperin væru beztu kostirnir gegn nefrennsli, hnerrum, bólgum I ennis- og kinn- beinaholum og öðrum ein- kennum kvefs. Læknar þessir eru Sol Katz, yfirlæknir lungna- deildar Georgetown lækna- háskólans, Richars Hronick, yfirlæknir smitsjúkdóma- deildar læknaháskólans i Mary-land og Thomas Dunphy, frá Hunter-heilsu- gæzlustofnuninni i Lexing- ton. Læknar þessir báru vitni I rannsókn, sem stjórnað er af Gaylord Nelson, senator frá Wisconsin, sem fullyrt hefur, aö hin ákafa auglýsinga- starfsemi á kvefmixtúrum sé „hvorki meira né minna en hneyksli”. □ Þannig er það í Noregi - og trúlega ekki víðs fjarri hér á landi: MEIRA EN HELM- INGUR UNGLINGA HEFUR FRAMID AFBROT EN LO0REGLAN VEIT ÞÓ IIM F/EST ÞEIRRA Framkvæmdar hafa verið i Noregi I rannsóknir, byggðar á skoðana- könnunum meðal ungs fólks, sem gera lögregluskýrslur um afbrot unglinga beinlinis hlægilegar. Rannsóknin sýnir, að ótrúlega mikið ! er um unglingaafbrot, um flest þeirra veit bara lögreglan aldrei neitt. Þess vegna eru allar niðurstöður frá henni komnar um afbrotahneigð unglinga langt frá þvi að vera réttar — þvi miður. Samkvæmt lögregluskýrslun- um fjallaöi lögreglan áriö 1970 um alls 3769 bilaþjófnaöi og 437 brot á löggjöf um meðferö og sölu eiturlyfja. Merkir þetta þá, aö þjófnaöir á bilum séu u.þ.b. 10 sinnum algengari, en brot á eiturlyfjalöggjöfinni? Likast til alls ekki. Þegar um bilþjófnaö er aö ræöa, þá er alltaf eitthvert „fórnardýr” I spilinu, sem ávallt mun kæra atburðinn, m.a. til aö fá tryggingafé goldiö sé um tjón aö ræöa. Meö þessum hætti „ljúga” lögregluskýrslurnar, segir i grein I timariti norsku try ggingafélaganna. Greinarhöfundurinn, Per Stangeland.segir frá athugunum, sem geröar hafa verið til þess aö safna upplýsingum um lögbrot, sem aldrei hafa náö aö komast á lögregluskýrslur. Leitaö var til ungra karlmanna og þeir beönir aö fylla út spurningalista. Rannsóknirnar sýndu, aö hnupl var algengasta lögbrotiö — meira en helmingur þeirra 3745 ung- menna, sem þátt tóku i athugun- unum, sögöust hafa stundað hnupl. Og helmingur ung- mennanna játaöi aö hafa hnuplað frá foreldrum sinum. Búöaþjófnaöur og brot á götu- ljóskerum voru einnig mjög al- geng — u.þ.b. 35% hinna spurðu höföu átt aöild aö sliku, en 29% höföu stolið á kaffihúsum. Fjórðungur piltanna haföi átt mök viö stúlkur undir 16 ára aldri. 16,4% sögöust hafa átt mök viö stúlkubörn einu sinni eða tvisvar, en 9% sögöust margoft hafa átt mök viö stúlkur á þessum aldri. 1 norskum refsilögum eru ákvæöi um, aö refsing fyrir aö hafa mök viö stúlkubörn geti falliö niöur, ef sá, sem hlut á aö máli er á svipuöu þroska- og aldursstigi og stúlkan. Per Strangeland býst viö þvi, að þetta ákvæði hafi náö til flestra þeirra ungu pilta, sem framangreind svör gáfu. Piltarnir, sem svöruöu spurningalistunum, voru á aldrinum 19-20 ára, ■ en 16,2% þeirra höföu þó tekiö þátt I óleyfi- legri bruggun áfengra drykkja. Sjaldgæfasta afbrotiö, sem piltarnir höföu framiö, var „aö taka meö valdi eitthvaö frá öör- um”. Aöeins 1,4% af úrtakinu gaf jákvætt svar viö þessari spurningu. 6,9% piltanna höföu tekiö þátt i aö stela bilum, en hjá flestum var aöeins um þaö aö ræöa aö hnupla bifreiö fööur slns og skila henni svo aftur á sama staö án þess aö nokkur tæki eftir. Lögbrotin, sem þessi könnun hefur afhjúpaö, viröast vera til- viljanakennd og ekki kerfis- bundin. Flestir þeirra, sem svöruöu spurningalistunum, myndu hafa hafnað I bókum lög- reglunnar ef komizt heföi upp um þá. En áhættan virðist ekki vera mikil — aöeins 7,1% af hinum spuröu höfðu komizt i kast viö lögregluna fyrir brot sln. SÍMAHLERANIR ERU NÝJASTA HNEYKSLISMAL- IÐ Á ÍTALÍU Það hefur valdið mikilli óró á (talíu, að hundruð þekktra ítalskra borgara hafa orðið fyrir símahler- unum, sem framkvæmd- ar hafa verið fyrir tilstilli örsmárra útvarpssendi- tækja. Heimildir í Dóms- málaráðuneytinu halda því fram, að símahler- unum hafi verið beitt gagnvart jafn háttsettum mönnum sem Andreotti forsætisráðherra, Berl- inguer, framkvæmda- stjóra Kommúnista- flokksins, Almirante, leiðtoga nýfasista. Þá er þvi einnig haldiö fram, aö simar hafi verib hleraöir hjá Italska seölabankanum og fyrirtækjunum Shell og Chevron. Sömu heimildir greina, aö slmar hafi veriö hleraðir hjá miklum fjölda stjórnmála- manna, kaupsýslumanna, iðju- höldum, bankastarfsmönnum, blaðamönnum og leikurum. Auk seölabankans og fyrirtækjanna Shel! og Chevron munu simar einnig hafa veriö hleraðir hjá tveim vinstri-sinnuöum dag- blööum, þaö er aö segja Paese- Sera og Avanti. Til þessa hefur ekki verið greint frá þvi hvort kunnugt sé hverjir stóðu aö simahlerunum þessum eöa hvort þær muni halda áfram. — Skrifstofa hins opinbera saksóknara I Róma- borg hefur tilkynnt, aö hún staö- festi þaö aö rannsókn sé hafin. Embættið greindi einnig frá þvi, aö rannsóknadómari þess hafi og muni láta rannsaka sér- staklega hina glæpsamlegu hliö” málsins. 0 Föstudagur 9. marz 1973 Föstudagur 9. marz 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.