Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 1
beitta meö störf hjá varnarliðinu Mikil ásókn virðist vera i vissar stöður hjá varnarliðinu á Kefla- vikurflugvelli, ef dæma má af skrifum síðasta heftis Suðurnesjatiðinda, þvi undir aðalfyrir- sögninni: Suðurnesja- menn órétti beittir, rekur blaðið hversu fáir Suður- nesjamenn fái góðar stöður á Vellinum, miðað við menn af Stór-Reykja- vikursvæðinu. Blaðið fjallar einnig um málið i leiðara og segir, að af þeim 986 tslending- um, sem vinni hjá hern- um, séu 706 af Suðurnesj- um. En hinsvegar þegar komið sé i hærri launa- flokka hjá yfirmönnum, snúist dæmið við, þvi i bestu stöðunum séu 77 menn af stór-Reykja- vikursvæðinu, en aðeins 57 af Suðurnesjum. Þegar komið er upp i stöður svo sem deildar- stjóra, breikkar bilið enn, þar sem aðeins einn deildarstjóri er af Suður- nesjum og 14 úr Reykjavik. Þá segir blaðið, að Suðurnesjamönnum hafi ekki enn tekist að klófesta eftirtaldar stöður: 1. slökkviliðsstjóri, 3 aðstoðarslökkviliðs- stjórar, 1 innkaupastjóri, 1 húsnæðisfulltrúi, 1 sýningarstjóri, 1 mat- reiðsluumsjónarmaður, 1 birgðastjóri, 1 ráðu- nautur, 1 sem fæst við verkáætlanastjórn, 1 við verkskipulagningu og 4 sem stunda önnur stjórn- sýslustörf. Blaðið heldur áfram að rekja þetta misrétti all- ítarlega og byggir at- huganir sinar á starfs- mannaskrá. Þá telur blaðið þetta misrétti enn alvarlega með hliðsjón af þvi, aö þeir sem vinna á Vellin- um og búa á Stór- Reykjavikursvæðinu, fá greidd laun fyrir timann, sem þeir eru að komast heim og að heiman, og þar að auki ferðastyrk, en þessi hlunnindi hafi Suðurnesjamenn ekki, og flytji jafnvel til Reykja- vikur til að njóta þeirra.- FIMM VILJA SMÍÐA STRÆTÓ Fimm erlendar bila- verksmiðjur hafa gert tilboð i að smiða tiu nýja strætisvagna fyrir SVR, en tilfinnanlega vantar nú nýja vagna. Verksmiðjurnar, sem gerthafa tilboð, eru GM i Bandarikjunum, Benz og MAN i Þýskalandi og Scania og Volvo i Sviþjóð. í tilboði Volvo er m.a. gert ráð fyrir að byggt verði yfir vagnana i Hollandi, en þær byggingar yrðu frum- smiði hjá viðkomandi fyrirtæki. Siðustu árin hefur Bílasmiðjan h.f. byggt yfir Volvo-vagna S.V.R. Miðvikudagur 30. jan. 1974 Ss. ár9 alþýðu LITUTSENDINGAR KEFLAVÍKURSJÚNVARPSINS Það verður 1 Blaðið sem þorir ekk'L þolað segir mennta- málaráðherra Ekkert athuga- vert segir form. varna- málanefndar Hátt í tvö þús. vantar á vertífiina Mannaflanefndin svo- kallaða, sem sjávarút- vegsráðherra setti á laggirnar fyrir jól, til að kanna mannaflaskort á yfirstandandi vetrar- vertið, hefur enn ekki lokið störfum. Stafar það m.a. af þvi, að gögn hafa borist seint utan af landsby ggðinni, og einnig vegna þess að nefndarmenn, sem eru fimm talsins, hafa verið svo uppteknir við önnur störf, t.d. samningavið- ræður, að þeir hafa litið getað sinnt nefndar- störfunum. Formaður mannafla- nefndarinnar, Haukur Helgason, tjáði Alþ.bl. i gær, að þá um daginn hefðu siðustu gögnin borist sér i pósti, svo væntanlega yrði hægt að ljúka úrvinnslu gagna á allra næstu dögum, ef tækist að kalla nefndina saman. Lausleg og ónákvæm könnun, sem gerð var um mannaflaskort á bátaflotanum einum, benti til þess að á hann vantaði um 1000 sjó- menn, og þá helst minni bátana. Bendir það til þess, að i sjávarútveg- inn vanti á þessari ver- tið 1500-2000 manns. Þaö verður ekki þolað/ sagði Magnús Torfi ólafsson, menntamálaráð- herra, á Alþingi í gær, er hann svaraði fyrirspurn Jónasar Árnasonar, hvort það verði látið viðgangast að varnarliðssjón- varpsstöðin hefji litútsendingar i sumar. Tilefni fyrirspurnar Jónasar var frétt Alþýðublaðsins í gær þess efnis, að sjónvarpsstöðin á Kef lavíkurf lugvelli myndi hefja litút- sendingar í júní. Blaðið snéri sér til Magnúsar Torfa, og innti hann eftir, hvaða ráðstöfunum hann hygðist beita til að koma í veg fyrir litút- sendingarnar, en hann vildi „ekki ræða málið nánar". Páll Asgeir Tryggvason, for- maður varnarmála- nefndar utanríkis- ráðuneytisins, sagði af þessu tilefni, að hann sæi ekki i fljótu bragði að neitt væri athugavert við það að stöðin sendi út í lit, þar sem ekkert væri tekið fram í sjónvarpsleyfi varnarliðsins um að það væri ekki leyfi- legt, og um sömu sjónvarpsstöðina verður að ræða, og þá sem nú sendir út í svart-hvitu, og hef- ur rekstrarleyfi. Fullnægði þessi nýji búnaður öllum skilyrðum um styrk- leika sendinga og annað, virtist ekkert vera athugavert við breytingar yfir « lit. Væri því vafa- samt stjórnskipu- lega, að unnt yrði að svipta varnarliðs- sjónvarpið sjón- varpsleyfi af þess- um sökum. Páll Ásgeir, tók að lokum fram, að varnarliðið hefði ekki rætt þetta mál við varnar- málanefndina.- LOÐNUÚTFLYTJ- ENDUR SEGJA LÚÐVÍK HAFA BANNAÐ AÐRA SAMNINGA MEÐAN REYNT VAR ViÐ PÚLVERJANA A meðan beðið var eftir samningaviðræðum við Pólverja um sölu á loðnu- mjöli, synjaði viðskipta- ráðherra útflytjendum um leyfi til mjög hag- stæðra samninga um fyr- irframsölu á þessari vöru til annarra kaupenda. Engir samningar tókust við Pólverja og fór við- skiptanefnd þeirra héðan i fússi. ,,’Synjun ráðherra kom i veg fyrir samninga á verði, sem idag myndi teljast mjög gott”, sagöi útflytjandi, sem blaðið hafði tal af. ,,Það verð, sem til boða stóð var ekki langt frá þvi hæsta, sem sést hefur”, sagði annar útflytjandi, og hann bætti við: „Var það vægast sagt mjög áhættusamt að setja fótinn fyrir þessar sölur”. „Þrátt fyrir greinilega vaxandi sentraliseringu og aukin afskipti stjórnvalda af þessum afurðasölum væri ekki sanngjarnt að for- dæma útkomuna i heild. En synjun á leyfum til loðnumjölssölu, á meðan beðið var eftir pólsku samningunum, sem ekk- ert varð úr, voru alvarleg mistök. Er ekki annað sýnilegt en að þau valdi stórfelldu tjóni, eins og dæmið stendur i dag.” ..og það jafnvel ollið stórtjóni LOFORÐ I STAÐ LOÐNU- GJALDS EFTIR FYRSTA JÚNÍ Loðnugjaldinu svonefnda, sem ákveðið er 5% af áætluðu verðmæti loðnuafurða yfirstandandi vertiðar, er ætlað að greiða niður væntanlegar hækkanir á oliu til islenskra fiski- skipa fram til 1. júni, en eftir það hefur engin tekjuöflun verið áformuð til frekari niðurgreiðslu. Það eina, sem útgerðin getur byggt á, það sem eftir er ársins, er loforð rikisstjórnarinnar um, að verðlag á oliu muni ekki raska rekstrargrundvelli útgerðarinnar. Jón L. Arnalds, ráðu- neytisstjóri sjávarút- vegsráðuneytisins, sagði við Alþýðublaðið i gær, er við leituöum hjá honum frekari upplýsinga um þetta mál, að ákvörðun um frekari fjáröflun verði tekin i sambandi við ákvörðun fiskverðs 1. júni. Áætlað er, að með loðnugjaldinu fáist 250 milljönir króna til að greiða niður oliuna, og var þá reiknað með þvi, að olian kostaði kr. 7.70 hver litri til febrúarloka. Skömmu siðar komu nýjar spár um oliuverðið, sem gerðu ráð fyrir hækkun upp i allt að 12-13 kr. litrinn. 1 ljósi þessarar nýju spár og þess, sem siðan hafa komið fram, er reiknað með, að siðari hluta ársins þurfi sam- svarandi gjald til að greiða niður oliuna vera 350 milljánir króna i stað þeirra 250 milljóna, sem eiga að fleyta flotanum fyrri hluta ársins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.