Alþýðublaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri og ábyrgðar- maður, Freysteinn Jóhannsson. Stjórn- málaritstjóri, Sighvatur Björgvinsson. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, simi: 28800. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi: 14900. Auglýsingar, Hverfisgötu 8-10, simi: 28660 og 14906. Blaðaprent hf. Leyfum öðrum að reyna sig í sérhverjum borgarstjórnarkosningum i Reykjavik svo langt aftur sem menn muna hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn notað sömu áróðursað- ferðirnar til þess að reyna að laða til sin fylgi. Hann hefur haldið þvi fram, að engir aðrir en Sjálfstæðismenn geti stjórnað Reykjavikur- borg. Siðasta tilbrigðið i þessari áróðurskantötu ihaldsins er það, að engir nema Sjálfstæðismenn hafi vit á ,,bisniss” og þar sem Reykjavikurborg eigi að reka sem „bisnissfyrirtæki” geti engir annast þann rekstur nema ihaldið. Liggur þá sjálfsagt næst við að gera Reykjavikurborg að hlutafélagi þar sem hlutaf járeign ibúanna ræðst af þvi hve hátt þeir eru skrifaðir hjá „flokkn- um”. Það er auðvitað megnasta f jarstæða að halda þvi fram, að engir geti stjórnað málefnum höf- uðborgar íslands nema þeir, sem sýnt geta fé- lagsskirteini i Sjálfstæðisflokknum. Fjölmörg sveitarfélög á íslandi lúta stjórn annara aðila, en Sjálfstæðismanna og ekki er hægt að sjá, að sú stjórnun fari þeim sveitarstjórnum neitt verr úr hendi, en Sjálfstæðisflokknum stjórn Reykja- vikur. Þá eru Sjálfstæðismenn mjög viða i sam- starfi við aðra flokka um stjórn bæjarmála og varla myndu þeir Sjálfstæðismenn skrifa undir það, að sú samvinna gefi nokkuð verri raun, en stjórn Sjálfstæðisflokksins eins á málefnum Rey kja vikurborgar. í stjórn á málefnum sveitarfélaga eins og i landsmálum verður ávallt að velja og hafna. Enginn einn stjórnmálaflokkur er þannig úr garði gerður, að áhugasvið hans nái til allra þátta samfélagsmála. Það, sem einum flokkn- um þykir mikils um vert, finnst öðrum að litlu hafandi og það er einmitt þessi mismunandi af- staða flokkanna til einstakra samfélagsmála, sem skilur á milli þeirra. Þegar einn og sami flokkurinn hefur öll völd i samfélagi — hvort heldur á sviði landsmála eða sveitarstjórnarmála — þá mótast auðvitað allar framkvæmdir og aðgerðir sveitarfélagsins af þeim áhugasviðum, sem einkennandi eru fyrir þennan ákveðna stjórnmálaflokk, af þvi að það er hann einn, sem velur og hafnar. Hafi sami stjórnmálaflokkur mjög lengi einskorðuð völd i sliku samfélagi, þá er hætt við, að allar aðgerðir hans i málefnum þess samfélags verði ákaflega einhæfar einfaldlega vegna þess, að áhugamál annarra stjórnmálaafla i samfélaginu fá aldrei að komast að. Eðlilegt jafnvægi milli nauðsyn- legra framkvæmdaratriða hlýtur þvi mjög að raskast og þvi meira, sem lengra liður. Vilji menn tryggja jafnar og alhliða framfarir i málefnum sins byggðarlags næst það aðeins með þvi, að af og til sé skipt um stjórn i þvi byggðarlagi þannig, að sérhverjum stjórnmála- flokki veitist færi á þvi að láta gott af sér leiða i þeim málaflokkum, sem hann ber einkum og sér i lagi fyrir brjósti. Slik stjórnarskipti þurfa að fara fram i Reykjavik eins og i öðrum sveitarfé- lögum og þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi sumt vel gert i þeim málum borgarinnar, sem hann hefur haft sérstakan áhuga á, þá þarf ekki siður aðgerðir i hinum, sem hann hefur látið sitja á hakanum. Slikar aðgerðir verða ekki unnar nema aðrir stjórnmálaflokkar fái lika á stund- um að spreyta sig. alþýðu| Skólinn - Borgin - Samfélagið II. HEITT VATN. SUNDNÁM Einhver dýrmætasta eign, sem Reyk- vikingar eiga, er heita vatnið i iðrum jarðar, og möguleikarnir til þess að nýta hana nánast ótæmandi. Það hefur því vakið furðu margra borgarbúa, hve tregur Sjálfstæðis- flokkurinn hefur verið til þess að reisa litlar kennslusundlaugar við stærstu skóla borgarinnar, sérstaklega í hinum nýju hverfum borgarinnar. Þar hafa þau furðulegu vinnubrögð tíðkast, öll- um til óhagræðis, að verja milljónum í akstur milli borgarhverf a til að koma 9- 13 ára nemendum á 2-3 vikna sund- námsskeið. Og til þess að geta gert þetta hefur orðið að fella niður lög- boðna kennslu í öðrum greinum. Senni- lega er erfitt úr að bæta í fullbyggðum skólum, en það ætti tvímælalaust að taka þetta atriði til gagngerðrar endur- skoðunar í hinum ófullgerðu og óbyggðu skólum borgarinnar, svo sem í Breið- holti II. Það er samdóma álit þeirra skóla- manna, sem hafa kennslulaugar i skól- um sínum, að þær séu ómissandi og óborganlegur þáttur í skólastarfinu. Þær tryggja það, að barnið verður flugsynt á unga aldri, börnin venjast vatninu strax við upphaf sskólagöngu og mjög auðvelt er að fylgjast með því, að allir, sem getu hafa til þess, læri að synda. Það er líka komið á daginn, og þótti engum mikið, að einhvern geig hefur sett að borgaryf irvöldum i þessum efn- um. Skal lítillega vikið að því í næsta þætti. Guðmundur Magnússon. A-listinn á Eyrarbakka 1. Vigfús Jónsson, fyrv. odd- 10. Guðmann Valdimarsson, viti, Garðbæ. smiöur, Ægissiðu. 2. Jón Bjarni Stefánsson, út- 11. Þórður Markússon. sjó- gerðarm, Ásheimum. maður, Asgarði. 3. Sigurður Eiriksson. bif- Jónatan Jónsson, vélstjóri, reiðarstjóri, Garðafelli. Heiömörk. 4. Gisli Gislason, varðstjóri, 13. Einar Þórarinsson, skipstj.. Austurvelli. Stigprýði. 5. Bj arney Agústsdóttir, frú, 14. Ólafur Guöjónsson, bifreiða- Sæfelli. stjóri, Mundakoti. 6 . H i 1 m a r A n d r é s s o n , verkam., Smiðshúsum. FRAMBODSUSTl til sveitarstjórnarkosninga i Eyrarbakkahreppi scm fram eiga að fara 26. mai 1974. Borinn fram af Alþýðuflokksmönnum, Framsóknarmönnum og óháðum. 7. Sverrir Bjarnfinnsson, skipstj., Búðarsstig. 8. Reynir Böðvarsson, garðyrkjubóndi, Sætuni. 9. Margrét Ölafsdóttir, frú, Silfurtúni. Framboð til Sýslunefndar Árnessýslu. 1. Vigfús Jónsson, Garðbæ. 2. Gisli Gislason, Austurvelli. Fimmtudagur 16. maí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.