Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 12
alþýðu Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ilitstjórnarf uiltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800,- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 r- Vedriö Blessuð rigningin ætlar ekki að gera það enda- sleppt þessa vikuna. í dag mun verða suðvestanátt, sem mun snúast i suð- austur með kvöldinu. bað bætist riflega við Gvend- arbrunnavatnið okkar i dag, þvi fyrri hluta dags verður rigning, og skúrir siðdegis. Sem sagt: Upp með regnhlifarnar!! Gátan INJ R/EF /LL SÖNCx U mfíLfí mmá /fíENN V sm ‘A L/r/MN ym/n V /?/ FfíCr ’fíFoRm f YF/R Bl/RÐfí C/fíFfí t 5KST. l'/tm 5JON F/BRR i/T/NR S/n'fíR \S*0iHL. i f 'lfmh TÓRN /n'fíun OR i MEGUM VIÐ KYNNA örn Friðriksson prestur, Skútustöðum, Mývatns- sveit. fæddist i Kanada 27/7 1927, en fluttist til tslands 6 ára gamall og 'ólst upp á Húsavik. Tók stúdents- próf frá MA árið 1949, en var siðan við tungumála- og bók- menntanám i Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið. Embættis- próf i guðfræði tók hann árið 1954 og framhaldsnám við kirkjusögu i Kaupmannahöfn árið 1960—61. Frá árinu 1954 hefur séra örn verið prestur á Skútustöðum i Mývatnssveit og þjónar hann þar enn. Samhliða preststörfum hefur hann kennt töluvert við barna- og unglingaskólann i Mývatnssveit. Um áhugamál utan hefðbund- innar atvinnu hafði séra örn þetta að segja: „Ahugamál min eru mörg. Ég hef t.d. starfað mik- ið að söngmálum, hef áhuga á málarlist og Ijósmyndatöku. Þá hef ég starfað að félagsmálum á hinum margvislegustu sviðum.” Um prestkosningar sagði séra örVi Friðriksson: ,,Ég er algjör- lega á móti þeim. Ég tel að úrslit- in liggi oft i höndum þeirra, er lit- inn áhuga hafa á málinu. Ég tel að sóknarnefnd ætti að tilnefna presta, þvi að fámenn sóknar- nefnd á meiri möguleika á að mynda sér skoðun um viðkom- andi umsækjendur, en það er oft vonlaust fyrir þorra almennings i stórum prestaköllum.” „Trúaráhuga tslendinga tel ég ótrúlega almennan. Flestir, sem ég tala við telja trúaráhuga sinn undantekningu, en frá sjónarmiði prestsins, sem fólkið talar við, þá virðast þessar „undantekningar” vera ótrúlega margar,” sagði séra Örn Friðriksson að lokum. HEYRT, SÉÐ HEYRT: Að Samvinnubankinn sé nú að opna útibú viðs vegar um landið og yfirleitt byggi bankinn sjálfur yfir sig. Hins vegar séu ekki neinar áætlanir uppi um að opna útibú i einu höfuðeinvigi Sambandsins, Akureyri. Ástæðan ku vera sú, að Landsbankinn leggist eindregið gegn þvi vegna mikilla viðskipta útibúsins þar við SIS. HEYRT: í framhaldi af umræðum um veitingar fræðslu- stjóraembætta til siður hæfari umsækjenda, að prófessor i uppeldisfræði við háskólann hafi ekki viðurkennt háskólapróf i þessari grein. Og ennfremur að formaður Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartss., hafi beitt sér fyrir þvi að réttinda- minnsta umsækjandanum um fyrst greint embætti i Vestur- landsumdæmi, af þeim sjö sem sóttu um, hafi verið veitt embættið, — en Gunnar er einnig formaður fræðsluráðs umdæmisins. EINNIG : 30. ágúst s.l., var hald- inn á Blönduósi, stofnfundur nýrrar Rauða kross deildar. t stjórn félagsins voru kosnir: Séra Arni Sigurðsson, formaður, Hávarður Sigurjónsson, gjald- keri, Ingvi Þór Guðjónsson, rit- ari, Eyrún Gisladóttir og Valur Snorrason. t varastjórn voru kjörin: Margrét Hafsteinsdóttir, Pétur Agnar Pétursson og Kolbrún Ingjaldsdóttir. HEYRT: Að lagning byggðalin- unnar norður hafi dregist mjög úr hófi fram — m.a. vegna skorts á efni. Hafi menn þvi brugðið á það ráð að taka linuefni „að láni” frá ýmsum öðrum framkvæmdum. OG HLERAÐ SPURT: Er það rétt, að svo mikil vandkvæði hafi komið i ljós varð- andi Bessastaðaárvirkjun, þegar farið var að kanna málið nánar, að menn séu komnir á fremsta hlutt með að hætta við fram- kvæmdir? VEITT ATHYGLI: Að enginn is- lenskur aðili vill kannast við að hafa rætt við Belgiumenn um samvinnu um útgerð fiskibáta frá tslandi. Málið hefur þó verið bor- ið undir sjávarútvegsráðherra af islenskum aðila. En hverjum? LESIÐ: Að menn viti ekki hvað eigi að gera við orkuna, sem fá á með Kröfluvirkjun. Skyldi vera, að sumir sem að safna i orkusjóð til þess að leggja grundvöll að s.tóriðju með þátttöku erlendra aðila nyrðra? ER ÞAÐ SATT, að ákveðin fyrir- tæki i bænum, sem veitt hafa stuðning til byggingar Sjálf- stæðishússins, hafi þurft að leggja mikla aukavinnu á starfs- fólk sitt vegna vissra mála i beinu framhaldi af skrifunum um Ar- mannsfellsmálið? ZÖRVAR HEFUR ORÐIÐ^I Menn hafa gert sér tið- rætt um hina svonefndu „rikisstyrki” til dagblað- anna. Staðreyndin er þó sú, að dagblöðin veita þvi opinbera þjónustu, sem þau fá ekki greitt fyrir, er nemur mun hærri upp- hæðum, en rikisstyrknum nemur. „Styrkurinn” svonefndi er aðallega fólginn i kaupum rikis- stofnana á ákveðnum ein- takafjölda af hverju blaði. Hér er þvi fyrst og fremst um að ræða á- skriftargjöld, en ekki „styrk” og sannleikurinn er sá, að i þessum áskrift- argjöldum er ekki einu sinni fólgin full greiðsla fyrir öll þau eintök, sem rikisstofnanir fá send frá minni blöðunum. Eins og nú standa sakir verður Alþýðublaðið t.d. að borga með þeim eintök- um, sem rikisstofnanirn- ar fá af blaðinu éf reiknað er með þvi áskriftarverði, sem nú er i gildi. Við þessa þjónustu bætist svo sú ókeypis þjónusta, sem blöðin láta t.d. rikisút- varpinu i té með birtingu dagskrár sjónvarps og hljóðvarps. t raun og sannleika eiga dagblöðin stórfé inni hjá rikissjóði um hver áramót, ef reikningarnir væru gerðir upp. En er i sjálfu sér nokk- uð athugavert við það, þótt islenska rikið styrkti dagblaðaútgáfu á tslandi — sem það ekki gerir nú — til þess að stuðla að frjálsri skoðanamyndun I landinu. Er það réttlátt, að rikidæmi aðstandenda blaðs verði látið ráða þvi, hvort sjónarmið eigi sér málsvara meðal þjóðar- innar, eða ekki? Hvaða réttlæti er fólgið I þvi, að fjármagnsöflin eigi sér málsvara i mynd dag- blaðs, en aðrir ekki? Eru blöð, sem auðugir menn gefa út, eitthvað frjálsari og óhlutdrægari, en önn- ur? Auðvitað ekki. Hitt er svo annað mál, hvernig haga á rikisaðstoð við dagblöð út frá þeirri for- sendu, að tryggja eigi frjálsa skoðanamyndun i landinu. Það virðist a.m.k. vera öfugmæli I þvi sambandi, að rikustu útgáfufélögin fái hæsta framlagið. Einmitt þann- ig er þvi nú háttað. Þeir fá mesta aðstoð, sem sist þurfa. Ef frjáls skoðanamynd- un á að vera markmiðið með stuðningi rikissjóðs við blaðaútgáfu, þá verð- ur auðvitaðaðhagahonum með öðrum hætti. Það er m.a. gert I flestum ná- grannalöndunumog þang- að getum við sótt ýmsar fyrirmyndir i þvi efni, ef við leggjum þá á annað borð út á þá braut, að rik- ið styrki dagblöð, sem það gerir ekki eins og málum er nú háttað. FIMM á f örnum vegi Ert þú fullgildur menntaskólonemi eftir vígsluna? % Sigurlaug Siguröardóttir: „Ég er það sko sannarlega, en þessi móttökuathöfn finnst mér þó einum of.” Trausti Leifsson: „Ég veit að ég er tilbúinn i menntaskólanámið, það er sko alveg öruggt. En það er ekkert varið i þessa vigslu. Guðbjörg Hákonardóttir: „Já, ætli það ekki, veit þó varla. En ég hlakka sko til að fá útrás á busum næsta árs, þegar þeir verða skirðir. Kristin Andersen: „Ég mundi ekki kæra mig um aðra svona meðferð. Samt er þetta nauð- synlegt, sem inngönguskilyrði. Friðrik.Halldórsson: „Já, já, og endilega að hafa þessa móttöku- athöfn. Agætt að hafa þetta einu sinni á ári, alveg nauðsynleg meðferð. / Nýskírðir busar:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.