Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 12
Vedrrið Veðurstofan spáir sunnan og suð-vestan kalda og skúrum framan af degi. siðan má gera ráð fyri: stinningskalda og rign- ingu. Veðrið fer yfirleitt hlýnandi um allt Suður- og Suðvesturland svo gera má ráð fyrir hláku. Cátan bvlPfl 5EIN N_ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Tæknil. frkvstj: Ingólfur Steins- son. Ritstjóri: Sighvatur Björg- vinsson Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson Aðsetur rit- stjórnar Siðumúla 11, simi 8-18-66. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskrift- arverð: Kr.: 800 á mán. Lausa- söluverö: Kr.: 40.- KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 laugardaga til kl. 12 FoST 74.PT '/ fi£rr siRbfií- T*r 5/zv/v/ ♦ trÞnú Qi. //<//? firofiKU 5 3 unuH M/5S/ MjARK GfíL/W l fi TOHSY L£//< VUb LEGUfí. l rúk' t)RY/<K mfELlR. i ÖL/K/R. 9 AÐfíLS FR.0 7 Kortfi / rnfiÐUR 'Dl’fifU* eRYTj fiR 10 6 // TfíÉ LyKlLORÐ* QáMvoTUR MEGUM VIÐ KYNNA Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur er fæddur i Reykja- vik 9. september árið 1943, og hef- ur átt lögheimili i höfuöborginni alla sina tið. Foreldrar Guðlaugs eru þau Karl I. Jónasson stöðvar- stjóri, sem lézt fyrir alllöngu og Guðný Guðlaugsdóttir frá Tryggvaskála. Kvæntur er hann Vigdisi Bjarnadóttur, ritara. bau Guðlaugur og Vigdis eiga saman einn dreng sem heitir Bjarni Karl, og er hann tveggja ára gamall. Guðlaugur á einnig tvo syni frá fyrra hjónabandi, og heita þeir Valdimar Karl og Karl Höskuldur. Guðlaugur Tryggvi varð stú- dent frá MR árið 1963, en hag- fræðiprófi lauk hann frá Man- chesterháskóla árið 1967. Um at- vinnu sina að prófi loknu sagði Guðlaugur: ,,Ég byrjaði að vinna hjá Hagstofu Islands, en þar hafði ég unnið áður með náminu. Siðar vann ég m.a. hjá Seðlabanka Is- lands og Efnahagsstofnuninni. Nú er ég deildarfulltrúi hjá Heim- spekideild Háskóla Islands.” Er við spurðum Guðlaug um félags- og tómstundastörf sagði hann: ,,Ég gekk i Alþýðuflokkinn á menntaskólaárunum, og hef ég verið þar siðan. Um tima var ég ritstjóri Stúdentablaðs jafnaðar- HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ manna, æskulýðssiðu Alþýðu- blaðsins, og ýmissa annarra blaða sem unghreyfingin gaf út. Nú hef ég umsjón með Félags- blaði Alþýðuflokksfélags Reykja- vikur, og er jafnframt ritari félagsins. 1 sambandi við tóm- stundir, hef ég mikinn áhuga á alls konar iþróttum, t.d. sundi, knattspyrnu, skiðum, og ekki sizt hestamennsku. Einnig fæst ég við að mynda og hef gaman af söng. Verið i ýmsum kórum á undan- förnum árum”, sagði Guölaugur Tryggvi að lokum. FRÉTT: Að Jónina Pétursdóttir hafi verið ráðin i forstöðustarf heimilishjálpar og heimilisþjón- ustu á vegum Reykjavikurborg- ar. VEITT ATHYGLI: Að nú eru hjólbarðar orðnir tiltölulega jafn dýrir og þeir voru, áður en Japanar sóttu inn á markaðinn á sinum tima með þvi að bjóða hjól- barða á mun lægra verði, en um- boðsmenn evrópskra og banda- riskra hjólbarðaframleiðenda. Verðmunur á japönskum og bandariskum hjólbörðum er nú t.d. orðinn litill sem enginn. LESIÐ: I grein eftir Arsæl Jóns- son.lækni, i timaritinu HJARTA- VERND, að likur bendi til þess, að seytjándi hver karlmaöur á Is- landi, sem nú er fertugur, verði dáinn úr hjarta- eða æðasjúkdóm- um fyrir sextugt. LESIÐ: I sömu grein hve hlutfall þeirra, sem deyja úr hjartasjúk- dómum á tslandi, hefur vaxið ótt á fáum árum, en hjartasjúkdóm- ar eru nú algengasta dánarorsök- in hér á landi. Umrætt hlutfall hefur verið sem hér segir: 1951—’55 ollu hjartasjúkdómar dauða 131 af hverjum 1000 látn- um. 1956—60 ollu hjartasjúkdómar dauða 169 af hverjum 1000 látn- um. 1961—65 ollu hjartasjúkdómar dauða 266 af hverjum 1000 látn- um. 1966—’70 ollu hjartasjúkdómar dauða 279 af hverjum 1000 látn- um. HEYRT: Að athugunum á stöðu flugfélagsins Air Viking sé nú svo langt komið, að fullyrða megi, að ekki muni koma til neinnar . rekstrarstöðvunar hjá fyrirtæk- inu. TEKIÐ EFTIR: Mikilli ánægju formælenda Islands erlendis með það, að loksins hefur nú tekizt að fá yfirmenn Landhelgisgæzlunn- ar til þess að heimila fréttamönn- um að fylgjast með atburðunum á miðunum frá borði varöskipanna. Islenzku blöðin, sem lögðu þunga áherzlu á nauðsyn þess arna, hafa sem sé reynzt vera sannspá. HEYRT: Að DAGBLAÐIÐ sé að ganga frá samningum við Stein- dórsprent um þá setningu á blað- inu, sem Dagblaðið sjálft getur ekki annast. ER ÞAÐ SATT, að sérstakur sendimaður frá aöalbanka Sam- vinnubankans i Reykjavik hafi tekið við stjórn útibús bankans I Keflavik vegna mistaka, sem þar hafi átt sér stað, og að I sambandi við þau mistök hafi verið nefnt nafn þekkts umsvifamanns þar syðra, sem margoft áður hefur komið við slíka sögu? ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ t=*1 Það hefur smátt og smátt verið gert að ófrá- vikjanlegu lögmáli i sam- bandi við afgreiðslu fjár- laga, að stjórnarmeiri- hlutinn á Alþingi felli bókstaflega allar breyt- ingatillögur stjórnarand- stæðinga gersamlega án tillits til þess hvers eðlis þær eru. Vissulega má færa rök fyrir þvi að slik afstaða stjórnarmeiri- hluta sé eðlileg þegar um er að ræða útgjaldatillög- ur frá stjórnarandstæð- ingum en sú röksemda- færsla dugar vissulega ekki til þegar stjórnar- andstaðan flytur tillögur eða ábendingar um vel framkvæmanlegar sparnaðarleiðir eða nýjar aðferðir til þess að auka tekjur rikissjóðs eða rikisstofnana — og þá sizt, þegar þær aðferðir gætu vel orðið vinsælar og árangur þeirra er beinlin- is undir vinsældunum kominn. Við lokaafgreiðslu fjár laga nú fyrir jólin fluttu tveir þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvinsson eina slika tillögu. Tillagan var á þá lund, að Alþingi heimilaði rikisstjórninni að leyfa sjónvarpinu að efna til sjónvarpsbingós til tekju- öflunar fyrir stofnunina, en eins og allir vita hefur rikisútvarpið átt i mjög miklum fjárhagsörðug- leikum og þvi sótt um mjög verulegar hækkanir á afnotagjöldum. Astæð- an fyrir tillögu þeirra Benedikts og Sighvatar var einfaldlega sú að kanna nýja fjáröflunar- leið fyrir rikisútvarpið, sem gæti komið i stað hækkunar á afnotagjöld- um og myndi örugglega verða miklum mun vin- sælli fjáröflunarleið en hin hefðbundna afnota- gjaldahækkun. Hugmyndin um sjón- varpsbingó er ekki ný af nálinni hvorki hérlendis né erlendis. Erlendar sjónvarpsstöðvar reka margskonar slika starf- semi sér til fjáröflunar — starfsemi, sem byggist á þvi, að hlustendur hafi á- nægju af að taka þátt i. Hér á landi hefur slikt sinnig verið gert, en fyrir skömmu ráku ákveðin fé- lagasamtök i Reykjavik bingó i auglýsingatimum sjónvarpsins. Það má vel vera, að hugmyndin um að afla rikisstofnun eins og sjón- varpi/hljóðvarpi tekna með vinsælum keppnis- þáttum með þátjtöku al- mennings, eins og sjón- varpsbingó myndi örugg- lega verða, kann að koma mönnum spánskt fyrir sjónir fyrst i stað. En hvi skyldi svo vera, þegar betur er skoðað? Er það eitthvert náttúrulögmál, að ekki megi afla rikis- stofnunum tekna nema með allra óvinsælasta hætti — þjónustugjöldum eða beinni skattlagningu? Ef hægt er að afla slikum aðilum tekna með ein- hverjum þeim hætti, þar sem almenningur tekur þátt af fúsum og frjálsum vilja og fær einhverja á- nægju af og sú tekjuöflun getur komið i veg fyrir ó- vinsælar tekjuaflanir svo sem eins og aukna skatt- heimtu eða hækkun á þjónustugjöldum, hvers vegna má þá ekki gera það? Að flestir — þó ekki allir stjórnarþingmenn skuli hafa fellt þessa til- lögu þeirra Benedikts og Sighvatar aðeins vegna þeirrar . reglu að við af- greiðslu fjárlaga megi ekki samþykkja neinar tillögur frá stjórnarand- stæðingum sýnir aðeins hversu vitlaus sú regla getur verið. FIMM á förnum vegi Klæðir þú þig nógu vel? Egill Gunnsteinsson, bifreiða- smiður: Já,ég reikna fastlega með þvi, en þegar mér verður kalt, þá er það helzt á höndum og fótum. Ég álit annars að við Islendingar klæðum okkur al- veg nógu vel. Filippus Jóhannsson, vörual- greiöslumaður: Já, það held ég alveg örugglega, en stundum kemur þó fyrir að ég finni fyrir kulda á fótunum, en við Islend- ingar ættum alveg að kunna að klæða af okkur kuldann. Guðni Stefánsson, nemi: Já, ég er alveg nógu vel klæddur, en ef mér verður kalt, þá er það helzt á tánum. Mér er ekkert kalt þó að ég sé bara á peysunni núna enda fæ ég aldrei kvef. Haukur Þór Þorgrimsson, nemi: Ég klæði mig yfirleitt nógu vel, en stundum kemur þó fyrir að mér sé kalt þegar það er frost úti, og fæ ég þá einstaka sinnum kvef. Mér verður helzt kalt, þegar ég fer á skauta, og þá á tánum. Steinunn Jóhannesdóttir, sima- mær með meiru: Nefekki get ég sagt það, mér er yfirleitt alltaf skitkalt, og þarf ég á talsvert meiri varma að halda, þar sem „föðurlandið” dugir ekki til i þessum miklu vetrarkuldum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.