Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.06.1976, Blaðsíða 7
alþýðu- blaAíö Föstudagur n. júní 1976. Listahátíð í Reykjavík 4. til 16. júní 1976 7 ÞJOÐLEIKHÚSIÐ: Brúðuleikritið „Litli prinsinn” Skemmtileg kvöldstund með Fær- eyingum í Norræna húsinu Eitt sérstæðasta atriði Lista- hátiðar að þessu sinni er brúðu- leiksýning Mariónettuleik- hússins frá Stokkhólmi á LITLA PRINSINUM eftir Antoine de Saint-Exupéry. Leikritið verður sýnt tvisvar á Stóra sviði Þjóð- leikhússins: Á laugardagskvöld og á sunnudag kl. 15. Það er sænski brúðuleikhúsmaðurinn Michael Meschke, sem samið hefur leikgerðina og leikstýrir en leikið er á islensku Er hér um óvenjulega samvinnu erlendra og innlendra leikhúsmanna að ræða: með Meschke er fimm manna hópur frá Maríónettu- leikhúsinu og stjórna þeir leik- brúðunum i sýningunni en islenzkir leikarar flytja textann. Ein persónan, flugmaðurinn, er leikin af leikara sýnilegum á sviðinu og fer Sigmundur Orn Arngrimsson með það hlutverk. Aðrir leikarar eru: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, sem leikur litla prinsinn, Steinunn Jóhannesdóttir leikur rósina, Briet Héðinsdóttir refinn, Erlingur Gislason Höggorminn o.fl, Hákon Waage leikur mont- hanann og landfræðinginn, og Flosi Ólafsson leikur drykkju- manninn og ljósmanninn. Sagan um Litla prinsinn er viðfræg og þekktasta saga höl'undar Bókin hefur-komið út i islenzkri þýðingu Þórarins Björnssonar, skólameistara. Segir þar frá flugmanni, sem nauðlendir i Sahara-eyðimörkinni og rekst þará litla prinsinn, litinn dreng- hnokka, sem styttir honum stundir og segir honum frá heimkynnum sinum úti i geimnum og ferðalagi sinu milli hinna ýmsu hnatta himinhvolfs- ins. Þýðingu leikgerðarinnar gerðu Briet Héðinsdóttir og Sig- urður Pálsson. Tónlist er eftir Karl-Erik Welin. Leikstjóri er Michael Meschke og aðstoðar- leikstjóri Seth Nilsson. Sænsku brúðuleikararnir eru Monika Barth, Agneta Ginsburg, Agneta Karlström og Karin Therén. Þessi sýning Mariónettuleik- hússins á Litla prinsinum hefur vakið mikla athygli og orðið viðfræg, enda farið viða. Var meðal annars farið með hana i ieikför til tiu borga i Asiu fyrir rúmu ári siðan. I sýningunni er flugmaðurinn sem fyrr segir eini sýnilegi leikarinn, hitt eru brúður, en hluti sýningarinnar er leikinn i últra fjólubláu ljósi, þannig að ieikararnir stjórna brúðunum svartklæddir og eru ósýnilegir en brúðurnar og leik- myndin hins vegar i skærum litum. Mariónettuleikhúsið i Stokk- hólmi þykir með merkari brúðuleikhúsum og sýningar þess mjög rómaðar. Leikhúsið hefur verið starfrækt af Meschke i um það bil tvo ára- tugi, hefur einkum verið leitazt við að hafa alltaf á boðstólum fjölbreytt barnaefni, en einnig sýnir leikhúsið verk fyrir full- orðna. Meðal sýninga þess má nefna: Ævintýri Hoffmanns, Sögu dátans, Góðu sálina i Sesúan, Túskildingsóperuna, Woyzeck, Bubba kóng, o.fl, Af barnasýningum hafa flestar verið frumsamin sænsk verk en einnig verk eins og Galdrakarl- inn i Os, Bangsimon og Litli prinsinn. Leikflokkur Meschkes hefúr farið i leikferðir svo til árlega frá upphafi. Hingað til lands kom flokkurinn á lista- hátið 1970 og sýndi þá Bubba kóng eftir Alfred Jarry. Auk þess sem Mariónettuleikhúsið hefur haldið uppi öflugri leik- Meschkes sýnir flugmanninum, Sigmundi Erni Arngrimssyni, litla prins- inn. starfsemi hefur farið fram á vegum þesskennsla i leikbrúðu- gerð og brúðuleik undir stjórn Meschkes. Um siðustu áramót urðu timamót i sögu leik- hússins, er öll starfsemi þess var sameinuð undir heitinu Sænska leikbrúðustofnunin. Fékk tlokkurinn þá aukið hús- næði, þannig að sýmngarnar einskorðast ekki við gamla Ma riónettuleikhúsið, komið hefur verð upp leikbrúðusafni og veitt er menntun i leikbrúðu- gerð og -leik, bæði styttri nám- skeið og þriggja ára menntun við stofnunina. llingað kemur flokkurinn frá Mariónettuleikhúsinu f rá brúðuleikhúsþingi i Moskvu. þar sem þau sýndu leikrit eftir Pablo Neruda: Afrek og andlát erkibófans Murieta. ilrekað skal að sýningin :í Litla prins- inum er flutt á islenzku og er a-tluð hæði' börnuni og full- orðnum. í sambandi við Lista- hátið komu hingað til landsins tveir færeysk- ir leikarar, þau Annika Hoydal og Eyðun Johannessen, sem stóðu fyrir skemmti- dagskrá i Norræna húsinu dagana 6. og 7. júni. I för með þeim var gitarleikarinn Finnbogi Johannessen, en hann annaðist und- irieik. Dagskrá þessa nefndu þau ,,E,itt föroyskt kvöld.” Annika Hoydal er fædd og uppalin i Færeyjum, en á barns-. aldri bjó hún með fjölskyldu sinni í Suðurameriku. Annika stundaði nám við Leiklistar- skóla rikisins i Kaupmannahöfn og frá 1973 hefur hún leikið i mörgum leikhúsum i Kaup- mannahöfn. Ennfremur hefur hún komið fram i sjónvarpi og kvikmyndum og sungið inn á hljómplötur, m.a. með Harka- liðinu færeyska, sem mun mörgum íslendingum að góðu kunnugt. Eyðun Johannessen er fyrsti Færeyingurinn, sem hefur hlot- ið leiklistarmenntun. Hann nam við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn og leikhúsið i Odense. Frá 1973 hefur hann verið leikhússtjóri i Tórshavn, þar sem hann sviðsetti m.a. ieikritið Pétur og Rúna eftir Birgi Sigurðsson á þessu ári. Finnbogi Johannessen starfar sem tæknimaður við útvarp Færeyja. Hann er sjálfmennt- aður gitarleikari og hefur leikið með ýmsum „bit”-hljómsveit- um. Hann hefur náð svo langt i listsinni aðnú kennir hann hana við kvöldskólann i Tórshavn. Fyrri hluta efnisskrárinnar byggðist aðallega á færeyskri ljóðlistfrá fyrri hluta þessarar aldar. Bar þar hæst hlut H.A.Djurhuus, en með honum upphófst ný hefð i ljóð- og söng- list á si'ðari hluta 19. aldar og við upphaf þeirrar 20. Ljóð hans og söngvar urðu nánast almenn- ingseign og eru enn á hvers manns vörum. Eyðun Johannessen las ljóðin og kom þarna fram skemmtilegt samspil leikrænnar tjáningar. upplesturs og tónlistar. Þar á eftir söng Annika kvæðið um Ölav Riddararós, sem Harka- liðið hefur gert vinsælt hér á landi. Henni tókst að fá flestalla áhorfendur til að taka undir við- lagið, enda voru margir Færey- ingar viðstaddir þetta kvöld. A siðari hluta efnisskrárinnar voru m.a. sjómannavisa og smellin gamanvisa eftir Gunnar Hoydal, sungið af Anniku. Enn- fremur sýndu leikararnir þátt úr sjónleiknum ,,Ein byrjan” eftir Steinbjörn Jacobsen. Þátt- urinn, sem nefndist „Hann og hon” fjallaði á gamansaman hátt um fyrstu kynni karls og konu. Þáttur úr sjónleik Jens Pauli Heinesens, „Hvönn stakk- inn skal ég fara i, pápi?” sem byggður er á gamalli þjóðsögu vakti mikla hrifningu áhorf- enda. Siðasta atriði þessarar kvöldvöku var gamansaga, sem nefnist ólavsvökugestir. Hún var sérstaklega skemmtilega lesin og var mikið hlegið. Markmiðið með dagskrá þessari var að kynna færeyska „hvunndagsmenningu" og að dómi blaðamanns tókst Færey- ingunum mjög vel upp. Fram- sögn þeirra var mjög skýr og greinileg, þannig að hægur vandi var fyrir Islendinga að fylgjast með, jafnvel þó þeir kynnu ekki færeysku. enda mál beggja ærið lik. Þessari kvöld- stund i Norræna húsinu var alls ekki illa varið og mjög gaman var að fá að kynnast þvi sem um er að vera i leiklistarlifi frænd- þjóðar okkar. A\' ^æreyski flokkurinn. Frá vinstri: Finnbogi Johannesson, Annika Hoydal, Eyðun Johannessen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.