Alþýðublaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.06.1976, Blaðsíða 14
Happið — eitt vinsælasta íslenzka gamanleikritið A morgun þjóöhát.daginn kl. 20.35, verður flutt i útvarpi leikritið „Happið” eftir Pál J. Ardal. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson, en með hlut- verkin fara þau Valdemar Helgason, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Bessi Bjarnason, Guðrún Stephensen, Sigriður Hagalin, Jón Gunnarsson og Lilja Þórisdóttir. Vilhjálmur b. Gislason, fyrrv. útvarps- stjóri flytur formálsorð. „Happið" var frumsýnt á Akureyri veturinn 1897-98, en hefur á undanförnum ára- tugum verið leikið viða úti um land,enda eitt vinsælasta leik- rit, sem þar hefur verið sýnt. bað hefúr áður verið flutt i út- varpinu, bæði i heild (1938) og svo kaflar úr þvi. betta er léttur gamanleikur,. sem gerist. i sveit, nánar tiltekið hjá Halli hreppstjóra i Dölum. Valgerður dóttir hans er hrifin af Gunnari kennara, en pabbi gamli vill heldur að hún giftist Helga ráðsmanni sinum, og Grima, móðir Helga, styður þann ráðahag. En það eru fleiri stúlkur á heimilinu, og brátt fer svo, að Helgi veit ekki sitt rjúkandi ráð. Páll Jónsson, sem sextugur tók sér ættarnafnið Árdal, fæddist að Helgastöðum i Eyjafirði árið 1857. Hann stundaði nám i Möðruvalla- skóla 1880-82, en haföi áður lært silfursmiði. Páll fór að semja leikþætti og yrkja kvæði um tvitugt, og um svipað leyti kom út eftir hann smásaga. Hann settist að á Akureyri 1883 og varð kennari við barnaskólann þar, allt til ársins 1926, þegar hann lét af kennslu vegna sjóndepru. Jafnframt kennarastarfinu var hann vegaverkstjóri i fjöl- mörg ár, og um tima bæjar- verkstjóri á Akureyri. Páll J. Ardal lezt árið 1930 , 73 ára að aldri. bótt „Happið” sé vafalaust þekktasta leikrit Páls, samdi hann mörg fleiri. Má þar nefna „bvaðrið”, „Tárin”, „Saklaus og slægur” og „Skjaldvör tröllkona”. 14FRÁ MORGNI... AAiövikudagur 16. júni 1976 bíaSiö' SJónvarp Miðvikudagur 16.júni 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Bilaleigan býskur mynda- flokkur. býðandi Briet Héðins- dóttir. 21.05 Nýjasta tækni og visindi Eldvarnir i háhýsum. Myndun tungls og jarðar og landreks- kenningin Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.30 Töfraflautan Opera eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sviðsetning sænska sjónvarps- ins. Leikstjóri Ingmar Berg- man. Aðalhlutverk Josef Köstlinger, Irma Urrila, H§kan HagegSrd, Ulrik Cold, Birgit Nordin og Ragnar Ulfung. Eric Ericson stjórnar kór og hljóm- sveit sænska útvarpsins. býð- andi óskar Ingimarsson. Töfraflautan var fyrst sett á svið haustið 1791 i Vinarborg. Mozart haföi samið óperuna um sumarið fyrir áeggjan vin- ar sins, Schikaneders leikhús- stjóra, sem einnig samdi text- ann, ogbyggði hann aö hluta á ævintýri eftir Christoph Wie- land, sem um þessar mundir var i fremstu röð þýskra skálda. Aðalsöguhetja óper- unnar er sveinninn Taminó. Hann er á veiöum, þegar dreki mikill og illvigur ræðst að hon- um. bað verður honum til bjargar, að þrjár þjónustu- meyjar drottningar ber þar að. bær vinna á drekanum og segja drottningu sinni, hvað fyrir þær hefur borið. Drottningin segir nú Tam&ió frá dóttur sinni, Paminu.sem numin var á brott af töframanninum Sarastró. bað verður úr, að Taminó held- ur af stað til aö heimta meyna úr höndum töframannsins. Hann er vopnaður töfraflautu, sem næturdrottningin hefur gefið honum, og með honum I för er fyglingurinn Papagenó, ógætinn i tali og dálitið sér- sinna. bessi sviðsetning Töfra- flautunnar er meðal viðamestu verkefna sænska sjónvarpsins, og ekkert er til sparað að gera ævintýraheim fyrri alda eins raunverulegan og framast er unnt. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) Aður á dagskrá 28. mars 1975. 23.45 Dagskrárlok Málverkasýning á Mokkakaffi benti honum á, að rétt væri að halda sýningu. örn ræddi siðan við Guðmund i Mokkakaffi og gekk frá öllu. Ómar segist hafa gaman af surrealisma. A hinn bóginn seg- ist hann ekki vera með neina þjóðfélagsádeilu i myndum sinum. ,,Ég mála það sem mig langar til að mála,” sagði Ómar Stefansson. Myndirnar bera vott um mikið imyndunarafl þannig að listamaðurinn er oftast langt inni i einhverjum dularheimi, sem þó tengist raunveruleik- anum á mjög sérstakan og margbreytilegan hátt. bó finnst manni guðstrú, þjóðsögur og goðsagnir hljóti að hafa mótað mikið af þeim hugmyndum sem þarna birtast. Myndaheitin eru einnig mjög i samræmi við við- fangsefnin og lýsa óvenju næmu imyndunarafli. brátt fyrir allt er varla hægt að segja að Ómar sé frumlegur i myndsköpun sinni enda hefur hann án efa orðið fyrir áhrifum frá mörgum hliðum listaheims- ins. Litameðferð hans er furðu góð, en þó er hægt að sjá að hér er ekki fullskapaður listamaður á ferðinni. Ómar á sjálfsgt mikið eftir að læra og erfitt er að dæma hvort hér er á ferðinni efni i snilling eða aðeins bráð- þroska unglingur á sviði málar- alistarinnar. Hvað sem úr ómari Stefáns- syni kann að verða er þó eitt vist, að hér er á ferðinni ungur áhugasamur hæfileikamaður, sem ersvo gjörsamlega laus við þann nokkuð algenga kvilla meðal listamanna, að vera til- gerðarlegur. ómar er fyrst og fremst hann sjálfur, efnilegur og hress ungur maður og við á Alþýðublaðinu óskum honum heilla á listabrautini. —BJ bað er ekki á hverjum degi sem 15 ára strákur heldur mál- verkasýningu, svo ekki sé talað um sýningu sem vekur athygli. Ein slik sýning var þó opnuð á Mokkakaffi sl. mánudag. barer á ferðinni ómar Stefánsson úr Garðabæ, en hann er aðeins 15 ára að aldri. begar Alþýðublaðið átti tal við þennan unga listamann við opnun sýningarinnar kom fljótt i ljós að Ómar Stefánsson er ekkert barn. Að visu hefur hann orðið að ganga i gegn um hið venjubundna skyldunám eins og aðrir. brátt fyrir það gaf hann sér þó tima til að taka þátt i Myndlistaklúbbi Garðabæjar, en það er hópur áhugafólks um myndlist. bá hefur Ómar lesiðsér til um málaralistina, sótt áýningar hvaF sem þær var að finna og málað og numið af einstöku kappi. Ómar sagðist mest hafa lært af Bryndisi bórðardóttur, sem kennir við Iðnskólann i Reykjavik, en hún lærði m.a. af Sverri Haraldssyni sagði Ómar. bá sagðist hann einnig hafa mikið lært af Eiriki Arna i Myndlistaklúbbnum. Að öðru leyti kvaðst hann hafa aflað sér mikils fróðleiks i innlendum og erlendum bókum og blöðum, sem hann hefur náð i. bótt Ómar sé enn ungur að árum hefur hann þó fengið tæki- færi til að sjá listina að ein- hverju leyti úti i hinum stóra heimi. Varla hefur það skemmt fyrir honum að pabbinn er flug- maður, en ómar hefur farið til Danmerkur, Englands og Bandarikjanna. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr þessum utanferðum sinum en sagði að þær hefðu e.t.v. eitthvað vikkað sjóndeildarhring sinn eins og allra, sem færu útfyrir pollinn. begar ómar var spurður um það hverjir væru uppáhalds list- málarar hans hérlendir þurfti hann nokkurn tima til umhugs- unar Að lokum sagði hann: ,,Ég er mikið hrifinn af Eiriki Smith, sérstaklega eldri myndunum hans. Einar Hákonarson er mjög góður. Ég held ég láti þessa tvo nægja.” Ómar sagðist ekki vera hrif- inn af Hundertvasser. „Hann er ekki skemmtilegur málari,” sagði Ómar. Ómar sagðist hafa hug á að verða listmálari og ætlaði i Myndlistaskólann i haust og siðan halda áfram námi erlend- is. Hann byrjaði að mála 1972 og var búinn að mála allmikið þeg- ar örn Guðmundsson, dansari Miðvikudagur 16. júni ki. 20. Gönguferð á Grimmanns- feli. Fararstjóri: Hjálmar Guðmundsson. Verð kr. 500 gr. v/bilinn. Lagt upp frá Umferðarmiöstöðinni (að austanverðu). FERÐIR t JúNt 1. 16.-20. Vestmannaeyjar. 2. 18.-20. Grimseyjarferð i miðnætursól. 3. 18.-20. Ferð á sögustaði i Húnaþingi. 4. 23.-28. Ferð um Snæfeils- nes, Breiðafjörð og á Látra- bjarg. 5. 25.-28. Ferð til Drangeyjar. 6. 25.-27. Ferð á Eiriksjökul. Kynnið ykkur feröaáætlun féiagsins og aflið frekari upplýsinga á skrifstofu félagsins. Ferðafélag lslands öldugötu 3. Simar 19533 og 11798. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 71200 — 74201 *ULm TRDLOFUNARHRINGA Joliannfí lfífsson ImignUtgi 30 i&ittti 19 209 Dúnn Síðumúla 23 /ími 64200 aj} h n Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.