Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 4
4 VHIHORF Fimmtudagur 23. september 1976 ÍSSS" ENDURSKIPUIAGNING NEYIENDASAMTAKANNA Fyrir nokkrum árum varð mér það á i svipuðum dálki og þessum hér i blaðinu að vikja nokkrum orðum að starfsemi Neytendasamtakanna, sem mér fundust bragðdauf. Þau tilskrif vöktu vægast sagt nokkra reiði þáverandi stjórnenda þess félagsskapar, og i stað þess að svara málefnalega þeirri gagn- rýni, sem þar var borin fram var valin sú leið að svara með persónulegu niði eða jafnvel hótunum. En þvi er ég að rifja þetta upp nú, að i ljós hefur komið á þeim árum sem siðan eru liðin, að það sem ég þá sagði hefur — þvi miður reynzt sannspá. Hinum einu opinberu samtökum neyt- enda hefur ekki vaxið fiskur um hrygg — og þau hafa ekki eign- azt tiltrú þorra neytenda. í fáum orðum sagt: Þau voru ekki þá og hafa ekki enn oröiö vettvangur hagsmunabaráttu neytenda. Aður en lengra er haldið vil ég taka það fram, til að fyrir- byggja herská viðbrögð, að þessi gagnrýni er ekki illa meint og það hlakkar ekki i mér aö svo er fyrir Neytendasamtökunum komið. Þvert á mótiEg tel það ógæfu hins almenna borgara að eiga ekki sterk og dugandi neytendasamtök og það bitnar á engum öðrum meira en heimilisrekstrinum, hvernig ástandið er. Ekki skortir áhugann Ég held að það sé rétt að glöggva sig nokkuð á þeim aðal- atriðum sem skipta máli, þegar reynt er aö kryfja orsakir þess að Islenzkir neytendur virðast áhugaminni um eigin hag en neytendur i nágrannarikjunum. Þaö er ekki af þvi að auraráð séu meiri hér, nema siður sé. Hinn almenni islenzki launþegi hefur ekki úr meiri tekjum aö spila a.m.k. ekki eftir venju- legan vinnudag. Það er ekki af þeim sökum, aö það sitji áhugalaust fólk I stjórn neytendasamtakanna. Þar eiga sæti menn og konur, sem valizt hafa til þeirra starfa af ein- lægum áhuga og trúmennsku, þótt undantekningar hafi verið til á siðustu árum. Það er ekki þvi áö kenna að réttur neytandans sé betur virtur hérlendis af seljendum og framleiðendum, og þvi minni ástæða til neytendaverndar. Þvi er aldeilis öfugt farið. Það er ekki heldur af þeirri ástæðu að islenzkir neytendur séu andsnúnir hugmyndinni um félagsskap neytenda. Oft hefði mátt ætla að svo væri, en þegar á bjátar sakna menn sliks. Mergurinn málsins er, að þvi er mig grunar, að viöleitni til skipulags neytendastarfs hér á landi hefur ekki runnið réttan farveg. Ég held aö of miklum kröftum hafi verið eytt i upp- byggingu skrifstofustarfs, rekstur og viöhald skrifstofu, sem ekki hefur veriö notuð af neytendum, hvorki félags- mönnum né öðrum. Forráða- mönnum samtakanna hafi ekki lánaztaðfinna hina réttu starfs- aöferð, og þvi hefur áhugi þeirra og starf ekki virkjazt sem skyldi. Starfshópar i hverfunum Ef ég man rétt, þá er starfsári Neytendasamtakanna háttað eitthvað á þann veg, að fyrst er haldinn aðalfundur. Þar eru íesnar skýrslur formanns og gjaldkera og kosin stjórn. Stjórnin hittist siðan á stjórnar- fundi og skiptir með sér verkum. Þar er fjallað um fjár- málin og verkefni starfsársins og skipulögð innheimta iðgjalda félagsmanna. Nokkrir slikir fundir eru svo haldnir yfir árið, og þá gerir launaður fram- kvæmdastjóri grein fyrir þvi hvað hann og launuð skirfstofu- stúlka hafa á prjónunum. Svo er árið búið og komið að þvi að halda aðalfund... Þetta er auðvitað ýkt mynd, en i eðli sinu ekki röng. Samtökin eru nægilega stór og hafa yfir það miklu fjármagni að ráða, að þau geta komið sér upp frumaðstöðu, samastað og starfskröftum. En þau eru alls ekki nógu stór til aö geta fjár- magnað viðamikla herferð til að safna liði og hefja rannsókna- starf eða kvörtunarþjónustu i stórurp stil. Umhverfis þetta situr svo stjórnin, hópur fólks sem vill vel, hefur áhuga á tilraunum og umbótum, en takmarkaðan eigin tima til að vinna að þeim. En hugleiðir kannski ekki kjarna málsins og þá staöreynd að forsendur alls félagsstarfs i nútimaþjóðfélagi eru aðrar en þær voru fyrir daga sjónvarps. Það félagsform, sem verið hefur á neytendasamtökunum allt frá upphafi er ekki árangursrikt. Væri ekki ráð að leita nýrra leiða, jafnvel þótt það kosti mikið rask á öllu starfi samtakanna? Hvernig væri að samtökin reyndu að beita sér fyrir stofnun litilla starfshópa i hverfum borgarinnar og á stöðum úti á landi. Þetta gætu verið fámennir hópar sem hittast við eldhúsborðið hjá hinum einstöku félögum á vixl, eða nokkru stærri hverfahópar. Þessir hópar gætu skipulagt margs konar starf innan hverf- anna, tekið við kvörtunum og komið þeim á framfæri við miðstöð alls starfsins, aðal- skrifstofuna. Þeir gætu skipu- lagt mótmæli eða viðskiptabann i samstarfi við aðra hópa ef ástæða þykir til að mótmæla óeðlilegum eða ólöglegum verð- hækkunum eöa þjónustu- skeröingu. Þegar slikir hópar verða til i hinum ýmsu hverfum og utan höfuöborgarinnar er einmitt þörf vaxandi aðalskrif- stofu, sem yrði eins konar mið- stöð starfsins — og þegar mikið liggur við eða skipuleggja þarf viðtækar ráðstafanir getur skrifstofan kvatt saman fulltrúa allra starfshópanna til skyndi- funda. Þannig mætti lengi telja upp verkefni, sem slikir starfs- hópar og ein sameiginleg miðstöð þeirra gætu tekizt á hendur. En án starfandi fólks fá engin „skrifstofusamtök” staöizt, og án sameiginlegrar miðstöðvar verður starf einstakra hópa neytenda veikburða og mátt- litið. En sameinaö og skipulagt neytendastarf fær lyft grettis- tökum. Bjarni Sigtryggsson Er BSRB að gliðna sundur? Mikil og vaxandi ókyrrð. Fleiri og fleiri blikur færast nú upp á himin vinnumálanna. Og ókyrrðin birtist i skæru- hernaði launþega, sem þykir 'sinn hlutur fyrir borð borinn. Sjónvarpssendingar hafa fallið niöur i 5 undanfarna daga, sem kunnugt er, og ekki séð fyrir endann á þvi ásatndi, þegar þetta er skrifað. Póstmenn hafa farið hörðum orðum um kjör sin og látiö óspart i ljós, að vel geti komið til einhverra aðgeröa áður en langt um liður. Þá er kennarastéttin ekki yfrið hamingjusöm meö sitt hlut- skipti. Það er athyglisvert, aö þessarar ókyrrðar gætir fyrst og fremst innan raöa félaga i Bandalagi starfsmanna rikis og bæja, sem vissulega bendir til að eitthvað séu tryppin laklega rekin á þeim bæ, að dómi féla- ganna. Vitað er, aö bandalagið á við ramman reip að draga þar sem rikisvaldið er, og þeir, sem kunnugir eru samningavið- skiptum við' þann „stóra Grána” þurfa ekki og eru sjálfsagt ekki furðu lostnir. Rikiö er stór vinnuveitandi, og það ætti auövitaö að vera metn- aður þess, hver sem stjórnar, aö búa sómasamlega að laun- þegum sinum, enda má það teljast nokkurs virði, að geta átt kost á góðum starfskröftum. Þar talar þó reynslan öðru máli. Vitað er, að þótt t.d. verö- tryggöur lifeyrissjóður starfs- manna rikisins sé mönnum mikils virði, er fjarri þvi aö rikisvaldið gangi beinlinis i valið um starfslið, eigi menn kost á störfum á almennum vinnumarkaði. Þetta er þvi furöulegra, sem flestir, ef ekki allir starfsmenn rikisins, verða að standast tals- verðar kunnáttukröfur vinnu- veitanda. Um lifeyrissjóðinn er annars það satt bezt að segja, að á grunni þess, að hann brennur ekki til ösku I veröbólgubálinu hefur launakjörum beinlinis veriö haldið niðri. Ýmsar athafnir B S R B i launasamningum eru og hafa verið verulega umdeildar. Satt er það, að sá fær sjaldan lof, sem á ljósinu heldur. en ljósið hefur nú ekki alltaf logað skært. Við munum eftir „oliu- samningum” o.fl. af svipuöum toga. En nokkru lengra er siöan gengið var að hinu mjög svo misheppnaða starfsmati. í sjálfu sér er, eða þarf ekki að vera, neitt athugavert við starfsmat, sé það sómasamlega og sanngjarnlega á lagt. Vitað er, að störf krefja misjafnlega mikillar ábyrgðar, og eins hitt að misjafna kunnáttu þarf til að inna þau af hendi. Starfsmat er vissulega ekki vandalaust en það var athyglis- vert að þeir, sem eutthvaö fóru með f jármuni i kerfinu eöa áttu að gæta þeirra, voru yfirleitt verulega hærra metnir i launum. Segja mátti að kennarastéttin væri látin gjalda þess, að hún haföi ekki fjárvörzlu með höndum! Þvi var ábyrgö þeirrar stéttar ekki hátt metin, og verður þó að segja, að það er nokkuð undarleg afstaöa valdhafa, sem svo belgja sig upp á hátiölegum stundum oft og einatt og tala um æskuna sem dýrmætustu eign þjóð- félagsinsf Broslegt mátti kalla allt starfsheitamoldviðrið, ef þvi hefði ekki jafnframt fylgt, að það var sannanlega notað ótæpt, til að halda niðri launum, eða hækka þau, eftir atvikum, eftir þvi hvort augasteinar eöa ama- kefli áttu i hlut! Þetta hefur verulega bitnað á konum i opin- berri þjónustu, sem einhverra hluta vegna sáu óljósar gegnum skoilaleikinn. Mestu máli hefur samt ætið skipt, að samningamenn laun- þega hafa látið sér sjást yfir þann einfalda sannleika, að kjör hinna lægst launuöu verða að miðast viö það,að starfsmaöur, karl eða kona, geti haft af þeim sómasamlegt lifsframfæri. Væri það gert að ófrávikjan- legum grundvelli, var eftir- leikurinn hægari um viöunan- legan launamun. Ekki verður annað séð á þessari stundu, en aö B S R B sé að gliöna sundur, sem vissulega er ekki frækileg niöurstaöa. Skæruhernaður er nú þegar hafinn með setuverkfaili sjónvarpsmanna og fleira i upp- siglingu þaö bezt verður séð. Tilgangslaust er að velta þvi ð HREINSKILNI SHGT fyrir sér, hvort hér sé um að ræða ólöglegar aðgerðir eður ei. Viðbrögð rikisvaldsins eru hreint eins og um væri aö ræða fyndniskrýtlu. Fjármálaráðherra visar á ráðuneytisstjóra og hann hendir boltanum aftur til yfirmanns sins! Stéttarsamband sjón- svarpsmanna lætur ekki svo litið að ræöa viö þá félaga. Þetta mega nú kallast tilburðir i lagi, til þess að afstýra vandræðum! Menn hafa löngum haft þaö álit, að þvi viðtækari sem samtök væru, þvi meira gætu þau áorkað. Vissulega ætti það svo aö vera. En eftir öllum sólarmerkjum að dæma sýnist það hafa veriö útúrseiiingráðamanna BSRB, að ráða við samningagerðir fyrir félaga sina. Þvi er nú komið sem komiö er. En það er sannarlega ekki neitt þjóðráð að þegja og halda að sér höndum, þegar vanda ber að. Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.