Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.09.1976, Blaðsíða 15
Fimrntudagur 23. september 1976 ...TILKVðLDS 15 Útvarp MORÐIÐ A PRESTSSETRINU EFTIR AGÖTU CHRISTIE í kvöld fimmtudag- inn 23. september kl. 20.05 veröur flutt i út- varpinu sakamálaleik- ritið „Morðið á prests- setrinu” eftir Agöthu Christie. Þýðinguna gerði Áslaug Árnadótt- ir, en leikstjóri er Ey- vindur Erlendsson. Leikfélag Akureyrar sér um flutning verks- ins. í helztu hlutverk- um eru: Þórhalla Þor- steinsdóttir, Marinó Þorsteinsson, Aðal- steinn Bergdal, Þórey Aðalsteinsdóttir og Guðmundur Gunnars- son. Leikurinn gerist á prestssetri I sveitaþorpi „einhvers staðar” i Englandi. Maður er myrtur meðan hann er i heimsókn hjá prestinum. Svo virðist sem margir hafi getað framið glæp- inn. Lögreglan veit ekki vel hvað gera skal, en ungfrú Marple kemur til skjalanna og leysir málið af sinni alkunnu snilld. Agatha Christie, sem réttu nafni hét Agatha Mary Clarissa Miller, fæddist I Torquay I Devon árið 1891. Hún stundaði tónlistarnám i Paris og var hjúkrunarkona i fyrri heims- styrjöldinni. A þritugsaldri fór hún að skrifa sakamálasögur, þar sem aðalpersónan var hinn frægi Hercule Poirot. Siðar fann hún upp á ungfrú Marple, sem lika var snjöll að leysa morð- gátur. Bráðskemmtilega per- sónu, sem ekki sizt hefur notið sin i kvikmyndum þeim, er gerðar hafa verið eftir sumum sögunum. Vinsælasta leikrit Agöthu Christie er „Músagildr- an”, sem slegið hefur öll sýn- ingamet i leikhúsum i London. Agatha Christie ferðaðist viða um heim, einkum með seinni manni sinum, fornleifafræð- ingnum Max Mallowan, enda er efniviðurinn i sumar sögur hennar sóttur til fjarlægustu staða. Hún lézt snemma á þessu ári, hálfniræð að aldri. Eftirtalin leikrit Agöthu Christie hafa verið flutt I út- varpinu: „Vitni saksóknarans” 1956, „Morðið á Mesópótami” 1957, „TIu litlir negrastrákar” (framhaldsleikrit) 1959, „Við- sjál er ástin” 1963 og „Músa- gildran” 1975. ___________________ J venjulegum tima. Það fór hrollur um hana, en svo áttaði hún sig og yppti öxlum. — Jæja, það tekur þvi ekki að fjargviðrast út af þessu, sagðihún óðamála. — Ein- hver þjófur, sem hefur ætlað að stela veskinu minu og skartgrip- unum hlýtur að hafa haldið, að þú værir ég. Sem betur fer varð ekkert að. Shirley minntist handanna, sem lukust um háls hennar, og henni þótti miður, hvað stjarnan tók þessu léttilega. Nú kom Barney aftur, án þess að hafa fundið illvirkjann, og hann sagði þeim, að lyftan væri alls ekki biluð. Ofbeldismaðurinn hlaut að hafa sett spjaldið á hana, og slökkt svo öll ljósin á fjórðu hæðinni. Ránið hafði verið vel skipulagt, ef þetta þá var rán. Shirley minntist simaaðvörunar- innar og hræðslu Paulu. Hún stóð hálf óstöðug upp. — Mér liður bet- ur núna, en ætlið þið ekki að hringja i lögregluna? — Og segja þeim, að minnstu hafi munað að öllum skartgripum kvikmyndaleikkonu yæri stoliö? Paula hló uppgerðarhlátri. — Þeir halda að það sé auglýsinga- brella. Láttu okkur um málið, Shirley, og farðu svo! — Hún getur ekki farið ein heim eftir svona árás, sagði Max og Shirley leið betur við tilhugs- unina um, að hann fylgdi henni heim, en þá bætti hann við. — Sendið Barney með hana. Það fór hrollur um Shirley. — Ég vil heldur fara ein heim, en láta Bamey fylgja mér, sagði hún. Paula yppti öxlum. Hún vildi losna við staðgengil sinn, en Max sá, hvað Shirley var hrædd. — Þá verð ég að fylgja þér heim sagði hann og gekk til dyra. — Ég verð fljótur, Paula. — Það ætla ég aö vona! Paula var svo hvassmælt, að Shirley kom til hugar, að hún væri af- brýðisöm. Hún varð sigrihrós- andi. Það var huggun að fá heim- fylgd með Max eftir það sem komið hafði fyrir. Þegar Max hafð hringt á bil fóru þau niður með lyftunni, og það fór sæluhrollur um Shirley, þegar hann tók um handlegg hennar. — Hvar áttu heima? spurði hann. Hún sagði honum heimilisfangið. Hann hjálpaöi henni inn bílinnog settistvið hlið hennar. —Liður þérbetur? spurði hann vingjarnlega. — Þetta var ætlað Paulu, sagði Shirley hugsandi. — Veiztu hvað ég held, Max? Maðurinn, sem réðist á mig var ekki á höttunum eftir skartgripum Paulu, heldur henni sjálfri! Hún er dauðhrædd við eitthvað... það er einhver, sem vill henni illt. Og ég er kannski i hættu stödd vegna þess, að ég er tvifari hennar. — Þú átt a.m.k. á hættu að verða að aðhlátri, ef þú segir svona vitleysu! sagði hann hneykslaður. — Þetta var rán. — Ræningjar reyna yfirleitt ekki að kyrkja fólk, sagði Shirley þrjózkulega. — Ég svaraði i sim- ann fyrir Paulu daginn, sem hún fékk ibúðina, og maðurinn sagði... Max greip fram I fyrir henni: — Ég held, að við ættum ekki að ræðaeinkamálPaulu.Við skulum Bíóin Samsæri The Parallax View Heimsfræg, hörkuspennandi lit- mynd frá Paramount, byggð á sannsögulegum atburðum eftir skáldsögunni The Parallax View. ÍSLENZKUR TEXTI. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Paula Prentiss. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd í dag vegna fjölda áskorana. uu6tmsBíá Simi 32075 Barist uns yfir lýkur Fight to death Ný hörkuspennandi sakamála- mynd i litum. Leikstjóri: Jose Antonio de la Loma. Aðalhlut- verk: John Saxon, Franciso Rab- al. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lerikhúsin OfeMÓÐLEIKHÚSÍfi ÍMYNDUNARVEIKIN i kvöld kl. 20 laugardag kl. 20 SÓLARFERÐ 4. sýning föstudag kl. 20 uppselt 5. sýning sunnudag kl. 20 Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200 LEIKFÉLAG 22 22 REYKJAVlKUR M STÓRLAXAR 2. sýning ikvöld kl. 20.30 3. sýn.föstudag kl. 20.30 Rauð kort gilda. 4. sýn. sunnudag kl. 20.30 Blá kort gilda SKJALDHAMRAR laugardag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó frá 14-19 Simi 16620. SIMAR. 11798 OG 19533. Föstudagur 24. sept. ki. 20.00 Landmannalaugar — Jökulgil — Dómadalur — Landmanna- hellir. Laugardagur 25. sept. kl. 08.00 Þórsmörk. Haustlitaferð. Laugardagur 25. sept. kl. 13.00 Fjöruganga við Hvalfjörð. Hugað að steinum (baggalút- um — holufyllingum — seolit- um) og lifi I fjörunni. Leiðsögumaður: Ari T. Guð- mundsson, jarðfræðingur. Farmiðasala og nánari upp- lýsingar á skrifstofunni. Ferðafélag tslands. U Föstud. 24/9. kl. 20 Haustlitaferð I Húsafell, gist inni, sundlaug, gönguferöir við allra hæfi. Fararstjóri Jón I. Bjarnason. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606. Utivist. UTIVISTARFERÐIP Mr. Majestk. Afarspennandi amerisk mynd Vharles Bronson Sýnd kl. 9. STJflRNUBÍÓ Simi ,8936 Emmanuelle II Heimsfræg ný frönsk kvikmynd i litum. Mynd þessi er allsstaðar sýnd við metaðsókn um þessar mundir I Evrópu og viða. Aðalhlutverk: Sylvia Kristel, Un- berto Orsini, Cathaerine Rivet. Enskt tal, tSLENZKUR TEXTI. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskirteini. Miðasala frá kl. 4 Hækkað verð Sýnd kl. 6,8 og 10. ÍIÝJA 0ÍÓ ^ml n54!; : W.W. og Dixie BORT REYKOLDS W.W. AND THE DZXIÉ DANCEKINGS --- CONNY VAN DYKE • JERRY REED • NED BEATTY DON WILLIAMS • MEL TILLIS art carney Spennandi og bráðskemmtileg, ný bandarisk mynd með islenzk- um texta um svikahrappinn sikáta W.W. Bright. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TROLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu * GUÐM. ÞORSTEINS§ON gullsmiður, Bankastr. 12 UAFNARBÍð Simi, 16444 Sérlega spennandi og dularfull ný bandarisk litmynd, um hræðilega reynslu ungrar konu. Aðalhlut- verk leika hin nýgiftu ungu hjón: TWIGGY og MICHAEL WITNEY ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.; TÓNABÍÓ Sími31182 Wilby samsærið The Wilby Conspiracy Mjög spennandi og skemmtileg ný mynd með Michael Caine og Sidney Potier i aðalhlutverkum. Leikstjóri: Raiph Nelson. Bókin hefur komið út á islenzku undir nafninu A valdi flóttans. Bönnuð innan 16 ára. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Spennandi bandarisk sakamála- mynd i litum. Aðalhlutverk: James Garner, Katharine Ross. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Simi 11475 Dularfullt dauðsfall Aðrar stárðir. smiðaðar eftir beiðnt GLUCÍ^|AS MIÐJAN Siðumúla 20, simi 38220 VIPPU - BltSKURSHURÐIf! Lagerstæráir miðað við jpnúrop: Hæði2l0 srn x breidd: 240 sm 2W) - x - 270 sm Auglýsið í Alþýðublaðinu Mlastiwhf Grensásvegi 7 Slmi 82655. Auglýsingasími Alþýðu blaðsins 14906 Hafnarfjarðar Apotek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. SeNVlBíLASrOBW Hf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.