Alþýðublaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1977, Blaðsíða 2
Laugardagur 12. marz 1977 gJÞjJjJ*- 2 STJÓRNMAL alþýóu* blaðið 'Útgefaudi: Alþýöuflokkurinn. " > Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni SigtryggSson. Aösetur ritstjórnar er i Síöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — sími 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Um 15 þúsund manns búa í verkamannabústöðum A kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands Islands var meðal annars f jallað itarlega um húsnæðis- mál. I greinargerð, er fylgdi tillögum frá ráð- stef nunni, er rakið hvern- ig samkomulag varð um það með ríkisstjórninni og samninganefnd ASÍ í febrúar 1974, að launa- skattur yrði hækkaður úr 1% í 2% í þágu Bygginga- sjóðs ríkisins. Einnig að lífeyrissjóðir verkalýðs- félaganna keyptu skulda- bréf af sama sjóði fyrir fimmtung ráðstöfunar- fjár síns gegn því, að þriðjungur allra nýrra íbúða yrði reistur á félagslegum grundvelli fyrir launþega í landinu. l' greinargerðinni er einnig rakið hvernig nú- verandi félagsmálaráð- herra hef ur oftar en einu sinni staðfest vilja sinn til að standa við fyrirheit þessa samkomulags, þótt því miður hafi lítið sem ekkert orðið úr efndum. Það er því mjög að von- um, að verkalýðshreyf- ingin skuli nú enn einu sinni krefjast þess, að loforð verði ekki lengur svikin. Það má raunar furðulegt heita þvílíkt langlundargeð verkalýðs- hreyfingin hefur sýnt í þessum málum. Hún þarf nú að beita öllu afli sínu til að tryggja það, að sú mikilvægasta og farsæl- asta lausn fáist á hús- næðismálum launafólks- ins, sem samþykkt var á kjaramálaráðstefnunni. Það fer ekki á milli mála, eins og segir í samþykktum ráðstefn- unnar, að verkamanna- bústaðakerf ið hafi gefið bezta raun þeirra bygg- ingakerfa almennings, sem komið hefur verið á f ót og starf rækt hafa ver- ið á undanförnum árum og áratUgum. Lökust er hins vegar reynslan af hinum svokölluðu leigu- íbúðum sveitarfélaga, sem alltof víða eru reistar af lítilli hagsýni og koma auk þess almennu launafólki ekki nærri alltaf til góða, enda var á sínum tíma illa til löggjafarinnar vandað. Svo virðist sem þorri þessara leig u íbúða muni Ijúka sögu sinni sem almenn braskvara, eins og segja má um hluta almennra fjölskyldu- íbúða, ef ekki eru taldar með þær sem reistar hafa verið á félagslegum grundvelli. Það sjónar- mið kjaramálaráðstefn- unnar, að sveitarfélögin reisi hér effir, samkvæmt lögum þessum, aðeins leiguíbúðir fyrir þær fjölskyldur, sem ekki geta eignast íbúðir í verkamannabústöðum er tvímælalaust rétt. Sú skoðun ráðstefnunnar er einnig hárrétt, að fyrir- hugaðar söluíbúðir á grundvelli laga þessara verði reistar sem verka- mannabústaðir og jafn- framt að þeir nái til- skyldum fjölda, þ.e. um 800 íbúðum á hverju ári. Verkalýðssamtökin verða að standa fast á þessari kröfu sinni, og einnig þeirri, að tryggt verði að afborganir af lánum á íbúðum þessum „verði ekki hærri en nemi li>% af dagvinnutekjum launþeganna. Þetta er í raun og veru sama grundvallarhugsunin og er fyrir hendi varðandi kjör þau, sem nú eru og hafa alltaf verið á lánum, sem Byggingasjóður verkamanna hefur veitt og veitir. Alþýðublaðið vill hins vegar gera þaö að tillögu sinni, að ekki verði látið við það sitja, að lánin verði 80 af hundraði byggingar- kostnaðar, heldur verði þau 90 eða jafnvel 100%. Eins og Eggert G. Þorsteinsson, alþingis- maður, benti nýlega á er það launamönnum næsta óyfirstíganlegt að greiða fimmtung byggingar- kostnaðarins, eins og hann er orðinn. Á meðal- ibúð getur hann numið 2 milljónum króna. Slíkar greiðslur eru ofviða venjulegu launafólki. A sama hátt mætti hugsa sér að afborganir yrðu ekki hærri en 10% af dag- vinnutekjum íbúða- ejgenda, og að lánstíminn vérði lengdur talsvert. Alþýðublaðið benti ný- lega á, að á grundvelli gömlu verkamanna- bústaðalaganna, sem í gildi voru 1929 til 1970, hefðu verið reistar 1748 íbúðir. Einnig var á það bent, að Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar hefði þegar fullgert 1221 íbúð, og að hundruð íbúða hefðu þegar risið á grundvelli nýju verka- mannabústaðalaganna, er Emil Jónsson, fyrrum félagsmálaráðherra, fékk sett vorið 1970. Ekki er f jarri sanni að um 15 þúsund manns búi í þessum íbúðum. Fátt sýn ir betur samhengið í bar- áttu Alþýðuflokksins frá upphafi vega og til þessa dags, en látlaus og samfelld barátta hans fyrir vexti og viðgangi verkamannabústaðanna i landinu. Verkamannabústaðirn- ir eru einn af mörgum sprotum hinnar alþjóð- legu jafnaðarstefnu, sem hvarvetna er að f inna þar sem jafnaðarmenn hafa komist til áhrifa. Hér á landi bar Alþýðuf lokkur- inn málið fram til sigurs. — AG. GYLFI RÆÐIR SKATTA- MÁL Á SKAGANUM Alþýðuflokksfélögin á Akranesi hafa ákveðið að gangast fyrir al- mennum fundi, borg- arafundi, um skatta- málin annan sunnudag 20. marz. Fundurinn verður haldinn i Röst. Gylfi Þ. Gislason, for- maður þingflokks Al- þýðuflokksins, flytur þar framsöguerindi um skattamálin og svarar fyrirspurnum fundar- manna. Allir eru vel- komnir á þennan fund, sem nánar verður aug- lýstur i næstu viku. Auc^Íýsenciar! AUGLÝSINGASIMI BLAÐSINS ER 14906 E IN- D iÁLKI IRiNN Þróun útvarps og sjónvarps Otvarp og sjónvarp eru ein- hverjar mikilvægustu og áhrifa- mestu stofnanir i hverju þjóö- félagi. Þar sem lýöræöiö hefur veriö lokaö utan dyra eru þessi tæki notuö til aö styrkja stööu, valdhafa, koma á framfæri ein- hliöa áróöri i þeim tilgangi aö heilaþvo landslýö. Þar er litiö um skoöanaskopti nema kannski utan stjórnmálasviösins. Þaö er kunnara en frá þurfi aö segja, aö meöal slikra þjóöa er lögö rik áherzla á aö efia þessar stofnanir til aö viöhalda stjórnarfarinu. Meðal frjálsra lýöræöisþjóöa eru þessar stofnanir ekki siöur mikilvægar, þótt starfsemi þeirra byggist á öörum forsendum. Þær túlka mismunandi skoöanir, flytja fréttir um hvaöeina, sem gerist i heiminum og eru mikil- vægt kennslutæki. Algjöru frelsi i rekstri útvarps- og sjónvarps- stöðva fylgja þó nokkrar hættur. Þær helztu eru yfirráð fjár- magnsins og stjórn hinna fjár- sterku á þessum stofnunum. A íslandi og í hinum norrænu löndunum hefur hiö opinbera einkarétt á rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðva. Það er eina formið, sem tryggt getur jafnan, eöa sem jafnastan rétt allra til notkunar á þessum fjölmiölum. Það yröi alvarlegur hnekkur fyrir frjálst stjórnmálastarf og jafn- rétti, ef á þessu yröi breyting og útvarps-ogsjónvarpsrekstur gef- inn frjáls. Til þess aö draga úr þeim þrýstingi, sem veriö hefur hér á landitil aö leyfa frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur, veröur Rikisútvarpiö aö starfa vel og taka tillit til breyttra aðstæðna og krafna. Rikisútvarpinu hefur ávallt verið skorinn þröngur stakkur I fjármálum, en ekkert skortir á kröfur um meiri og aukna þjón- ustu. Margoft hefur veriö bent á þröngan húsakost útvarpsins, sem hefur verið leigjandi ýmissa annarra rikisstofnana og ein- staklinga og aldrei getaö um frjálst höfuö strokiö þess vegna. Húsnæöi sjónvarpsins var þegar i upphafi of litiö og hefur sett starf- inu þar þröngar skorður. Lengi hefur veriö áformaö aö reisa nýtt útvarpshús. Teikningar eru tilbúnar, lóö er tilbúin og skófla til aö taka fyrstu stunguna er í skrifstofu menntamálaráö- herra. Þaö veröur aö vinda bráö- an bug aö þvi, aö þetta hús risi. Framundan eru margvlsleg verkefni, sem Rikisútvarpið þarf að gæta aö i sambandi viö rekstur og þjónustu. Útvarpiö er mikilvirkasti tengi- liöur alls almennings I landinu. Þessi stofnun hefur á liönum ára- tugum unniö mikil afrek viö erfiö- ar aöstæöur. En starfiö veröur aö efla og bæta. Til dæmis er brýnt að koma á fót landshlutaútvarpi. Starfsmenn útvarpsins þurfa aö vera mikilvirkir i fjölmennum byggðum utan Reykjavlkur, og þaöan þarf aö útvarpa daglega efni, er snertir þessi byggöarlög sérstaklega og auövitaö landiö allt um leiö. útvarpiö þyrfti aö hafa útibú, a.m.k. á Vestfjörðum, Noröurlandi og Austurlandi. Einnig þarf útvarpiö aö huga að ýmsum tækninýjungum, og má þarnefna ,,stereo”útvarp og FM- sendingar, sem þyrftu aö ná til sem flestra landsmanna. En eölilega veröur ekki hægt aö vinna aö þessum verkefnum fyrr en tryggt hefur veriö aö allir landsmenn nái útvarpssending- um óbrengluöum og ótrufluöum. Huga þarf aö dagskrárgerö. Hún hefur tekið gifurlegum breytingum á siöustu árum og i langflestum tilvikum til batnaö- ar. En lengi má gera gott betra, og fyrst og fremst þarf aö stefna aö þvi, aö útvarpiö bæti stööugt tengsl sin viö fólkiö i landinu og veröi lifandi stofnun meöal þess og fólkið þátttakendur i starfi útvarpsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.