Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 5
E2&1 Föstudagur 25. marz 1977 SJðDMRIMO 5 Enn um hækkun iðgjalda lögboðinna ökutækjatrygginga MARGSINNIS LAGT ÁHERZLU Á NAUÐSYN AUKINNAR ÁVÖXTUNAR FJÁR VÁTRYGGINGAFÉLAGANNA Vegna blaðaskrifa að undan- förnu um iögjöld lögboðinna ökutækjatrygginga, þar sem vitnað hefur verið til umsagnar Tryggingaeftirlitsins til Dóms- málaráðuneytisins dags. 25. febrúar 1977 um hækkunar- beiðni vátryggingarfélaganna, vill Tryggingaeftirlitið taka fram eftirfarandi: 1. 1 umsögn Tryggingaeftir- litsins var ekki lagt fram mat á hækkun verðlags né kaupgjalds á árinu 1977 og þar er ekki að finna neina spá um veröbólgu á árinu. Sem viðmiðun við útreikning iðgjalda var gengiö út frá verðlags- og kaupgjalds- hækkunum á 12 mánaða tima- bili frá 1. febrúar 1976. Veröbólguspár fram I timann hafa reynzt afar illa, þegar iðgjaldaþörf ökutækjatrygginga hefur verið metin á undan- förnum árum. Á s.l. ári var þvi tekinn upp sá háttur að miða við þekkt verölag, þ.e. verðlagsþró- un liðins 12 mánaða timabils. Með þvi móti er reynt að tryggja það, aö jöfnuður ið- gjalda og tjónakostnaöar náist, þegar til lengra timabils er litið, þar eð sveiflur jafnast út milli ára. Aðferðin hefur hins vegar þann ókost, að misræmi getur oröið milli iögjalda og almennr- ar þróunar verðlags á sama tima. Hún er neyöarúrræöi til að finna traustari iðgjaldagrund- völl i þeirri óðaveröbólgu, sem hér rikir stööugt, en hafa veröur i huga, að sú vátryggingargrein, sem hér um ræðir, er sérstak- lega næm fyrir verðbólguáhrif- um. Iðgjöldin, sem ákveðin eru á hverjum tima eiga aö mæta skuldbindingum, vegna tjóna langt fram i timann. Hér er átt við likamstjósnin, sem oft á tlö- um er ekki unnt aö meta fyrr en aö mörgum árum liðnum og eru þau gerö upp á þvi verðlagi, sem rikir á uppgjörsdegi. Það er þvi ekki eingöngu verðlag þessa árs, sem áhrif hefur á tjónabætur vegna tjóna, sem veröa á árinu. Verölag og kaup- gjald næstu 5-10 ára hefur þar einnig áhrif. 1 vátryggingarstarfsemi gilda ekki sömu lögmál og i öðrum rekstri vegna þess að i henni felst áhætta vegna ófyrirsjáan- legra tjónsatburða og afleiðinga þeirra. 1 þeirri grein vát- rygginga, sem hér um ræðir er sú áhætta meiri og nær yfir lengra timabil en i flestum öðr- um greinum. völlur i þessari grein en áður var notaður. 2. 1 fjölmiðlum hefur komið fram sú ákvörðun Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytisins að heimila 37% meðalhækkun iðgjalda. Einnig hefur komiö fram mat Tryggingaeftirlitsins, en niöurstaðan var sú að iögjöld Meö lögum um vá- tryggingastarfsemi er stjórn- völdum lögð sú skylda á herðar að fylgjast meö iðgjöldum vá- trygginga þannig, að tryggt verði að vátryggingarfélög geti staðiö viö skuldbindingar sinar gagnvart tjónþolum, þegar til bótagreiðslna kemur. Hlutverk opinberra aðilja er einnig að sjá til þess að iðgjöldin séu sann- gjörn með tilliti til áhættu og kostnaðar. Því er nauösynlegt að reynt sé að finna öruggan grundvöll iögjalda frá ári til árs. Af þeim sökum hefur eftir- litið aö þessu sinni og á s.l. ári notaö verðlagsþróun liðins timabils, sem viðmiðun með það fyrir augum, að fundinn veröi traustari iögjaldagrund- þyrftu að hskka um 40% að meðaltali á yfirstandandi vát- ryggingartimabili, miöað viö tilteknar forsendur i álitsgerð eftirlitsins. A kvörðun ráðuneytisins um lækkun úr 40% i 37% mun vera reist á tillögum Guðjóns Hansen tryggingastærðfræðings, þess efnis, að auknar kröfur skuli gerðar til ávöxtunar fjár vá- tryggingarfélaga, miöað við það, sem reiknaö var með i álitsgerð Tryggingaeftirlitsins. Þar eö Tryggingaeftirlitinu var ekki gefinn kostur á að fjalla um tillögur Guöjóns Hansen, eða aö skýra nánar for- sendur sinar við útreikning á fjármunatekjum vátryggingar- félaganna, og þar eð þráfald- lega hefur veriö vitnaö til álits- gerðar Tryggingaeftirlitsins um þetta efni i fjölmiðlum, telur eftirlitið nauösynlegt, að fram komi eftirfarandi um þennan þátt málsins. Tryggingaeftirlitið hefur margsinnis i greinargerðum til vátryggingarfélaga og til ráöu- neytisins og i viððræðum við þessa aðila, lagt áherzlu á nauð- syn aukinnar ávöxtunar fjár vátryggingarfélaga frá þvi sem verið hefur vegna rýrnunar eigin fjár þeirra i verðbógunni. Hafa veriö lagðar fram tillögur af hálfu eftirlitsins, sem miða að þvi, að breytt veröi um stefnu I þessu efni. Sendi eftirlitið ráðuneytinu sérstaka greinar- gerð um þetta efni 15.9. 1976. Hugmyndir um aukna ávöxtun fjár eru þvi ekki nýjar af nál- inni. 1 umsögn sinni reiknaði eftirlitið hins vegar meö sömu ávöxtun og verið hefur, þar eð árangur er enn ekki kominn I ljós af slikum ráöstöfunum, einnig vegna sérstakra rekstrarerfiðleika þessarar greinar undanfarinn áratug og vegna þess, hve mikil óvissa rikir um verðbólgu framtiðar- innar, þar til tjónin verða gerð upp. Siöast en ekki sizt taldi Tryggingaeftirlitið óráðlegt aö reikna með meiri ávöxtun vegna þeirrar óvissu, sem ávallt rikir um almenna vexti i þjóöfélaginu og áhrif þeirra á upphæðir tjónbóta til tjónþola. Er yfirleitt gert ráö fyrir þvi nú, þegar likamstjón og og vinnutekjutap vegna þeirra er metiö, aö fjárhæð sú, sem tjón- þoli fær i hendur beri 13% vexti i framtiðinni. Breyttu dómstólar um stefnu i þá átt að reikna með lægri vöxtum er verið hefur viö ákvörðun tjónbóta, gæti það haft i för með sér milljónahækk- un á skuldbindingum vát- ryggingarfélaga vegna óupp- gerðra tjóna frá núv. mati. Kæmi vel til greina aö reikna með öryggisálagi vegna þessa þáttar á iögjöld og má skoða hugsanlega aukningu ávöxtunar frá þvi sem nú er sem slikt öryggisálag að einhverju marki. Rétt mat á skuldbindingum vátryggingarfélaganna yfir- leitt, er algert grundvallaratriði og skiptir sköpum um það, hvort staöa þeirra telst nægilega traust þannig, aö þau geti staö- ið við skuldbindingar sinar gagnvart vátryggðum i fram- tiöinni. Tryggingaeftirlitið taldi af þessum sökum ekki ábyrga af- stöðu sina, að reikna með auknmgu ávöxtun fjár félag- anna fram i timann meö tilliti til þeirrar óvissu, sem rlkir um endanlegar bótaupphæðir við þær verðbólguaðstæður sem hér rikja. 2. Félag islenzkra bifreiöaeig- enda hefur lagt fram tölur, er það telur að miöa eigi viö við ákörðun iðgjalda. Er þá miðaö við mat á verðlagshækkunum þessa árs og gengið út frá gild- andi kjarasamningum. Sem fyrr sagði telur Tryggingaeftir- litið fyrri reynslu af veröbólgu- spám fram i timann i þessari grein slæma, og tölur sýna verulegt vanmat tjónaupphæöa samkvæmt spám fyrri ára, sen slikt þjónar ekki hagsmunum hinna vátryggðu. Telur eftirlitið bagalegt hve einhliða og þröng öll umræöa er i þessu máli. Mörgu er ábóta- vant I þessari grein, sem lög- boðin er. Tjónabætur eru hér lægri en viðast annars staðar i nálægum löndum, huga þarf að vátryggingarskilmálum og bótareglum til aukinnar vernd- ar fyrir tjónþola og efla þarf þjónustu við þá, sem rétt eiga á tjónbótum, verðug verkefni fyrir neytendasamtök. Iðgjaldaákvarðanir I öku- tækjatryggingum eru vinsælt árlegt blaðaefni. 1 landinu eru reknir tugir vátryggingar- greina, sem hljótt er um yfir- leitt og vátryggingarmál ber ekki oft á góma i fjölmiölum. Iögjaldatekjur vátryggingar- félaga á árinu 1976 munu hafa verið á bilinu 10-15 milljaröar króna og eru iögjöld lögboðinna ökutækjatrygginga um 10% þeirrar tölu. Af nógu er þvi að taka varðandi framkvæmd, markmið og tilgang þessarar margþættu starfsemi, sem i raun er félagslegs eðlis. Örn Bjarnason, verkamadur, Vestmannaeyjum: Eina úrræðið er að fara verkfallsleiðina Kjallaragrein úr Fréttabréfi Verkalýðsfélags Vestmannaeyja 1 Fréttabréfi Verkalýðsfélags Vestmannaeyja sem okkur barst fyrir skömmu, var eftir- farandi grein eftir örn Bjarna- son. Þessi orð Arnar Bjarnason- ar spegia vel þá ákveðni sem nú er f hugum verkalýðshreyf- ingarinnar, þegar dregur að samningum og þvi birtum við hana hér. Fryirsögnin er Alþýðublaðsins. Félagar. - Enn einu sinni hafa auðherr- arnir gengiö svo á áður gerða samninga við verkalýðsfélögin, að allsekki verður lengur viö unað. Enn einu sinni er verka- fólk knúið til þess að beita þvi neyðar vopni — verkfalls- vopninu og stööva margar hliö- ar framleiðslun'nar meö öllu, til þess eins að fá nauðsynlega og sjálfsagða leiöréttingu mála sinna. Verkalýöurinn veröur að búa sig undir stór átök viö atvinnu- rekendur og miljónir á miljónir ofan ganga enn á ný fólkinu úr greipum vegna þráa, heimsku og illgirni tiltölulega fárra manna, sem lýðst það að telja sig eiga atvinnutækin i landinu, svo hörmulegt sem það er. En eins og málum er háttað i dag, bendir ekkert til þess að verka- lýðurinn hafi bolmagn til þess aö taka atvinnutækin I sinar hendur, jiótt þaö bolmagn skap- ist vissulega siöar, og frelsa þar með auöherrana frá þvi að reka þau áfram meö endalausu „tapi”. Þvi er eina úrræöiö aö fara verkfalls leiðina, eins og sakir standa. Það hefur sýnt sig aö auðvaldið lætur sér aldrei segjast fyrr en verkalýðurinn sýnir hörku og ástæöulaust að ætla aö þaö verði öðruvisi nú, ekki sist þar sem með stjórn landsins fara menn, sem bein- linis hafa það á stefnuskrá sinni aö halda kaupgetu fólksins, á þeirra máli skrilsins, i algjöru lágmarki. Viðtækt verkfall er þvi ekki aöeins sennilegt, heldur beinlinis fyrirsjáanlegt eða óhjákvæmilegt. En hvað getur verkalýðurinn gert til þess aö árangurinn verði sem glæsileg- astur i komandi átökum? Hvað ber hverjum og einum að gera til þess að kraftar hans nýtist sem best i eigin þágu og heildarinnar? Ég vil nefna þrjú atriði, þótt ég geri mér ljóst, að fleira þarf að koma til. 1 fyrsta lagi er nauðsynlegt, þegar til verkfalls kemur, aö samstaðan sé algjör. Auðvaldið reynir örugglega nú, eins og alltaf áður, að tvistra verkafólki meö gylliboöum og blekkingum. Einmitt þá er nauösynlegt að enginn hlaupist undan merkj- um, en hver og einn haldi sig fast við samtök sin og ráöi við félaga sina i viðkomandi verka- lýðsfélagi og forystu þess og láti heldur engan annan komast upp með að gera það. 1 öðru lagi, þegar sest er við samningaborðiö, aö fylkja sér þétt um slna menn og sýna afturhaldinu þar með, svo aö ekki verður um villst, að forysta verkalýðsfélaganna berst ekki ein, heldur hafi hún allan fjölda vinnandi fólks á bak viö sig, sem lætur sig málið miklu varða. Og i þriðja lagi, að taka virk- an þátt I fundum i félagi sinu og gagnrýna framkomnar sátta til- lögur bæði jákvætt og neikvætt og vera þannig virkur þátttak- andi, baráttunni til heilla. Góðir félagar! Ef viö verka- lýðssinnar berum gæfu til þess að hafa þessi atriði að leiöar- ljósi og allir leggja sitt af mörk- um, eru hamingjutimar fram- undan hjá islensku verkafólki og alþýöumönnum öllum. Bú- umst þvi til bardagans af einurð og látum ekki auövaldiö villa okkur sýn. Baráttukveöjur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.