Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 9
JSSr Föstudagur 25. marz 1977 FRÉTTIR 9 Verið að ganga frá reglugerð um: Niðurgreiðslu eða endurgreiðslu að- flutningsgjalda — á tækjum og efni til iðnaðar Þessar reglur miðast við sið- ustu áramót og liggur i orðanna hljóðan, að þau gjöld sem greidd hafa verið til þessa verða endurgreidd. Davið kvað þessar reglur vissulega þakkarverðar, en þó væru tollamál iönaðarins engan veginn komin i viðunandi horf. —hm 1 ræðu Daviðs Sch. Thor- steinssonar formanns Félags is- lenzkra iönrekenda á ársþingi iðnrekenda i gær kom fram, aö þessa dagana er veriö að ganga frá reglum um niðurfellingu, eða endurgreiöslu, aöflutnings- gjalda, hverju nafni sem þau nefnast, af öllum vélum, véla- hlutum, varahlutum, hráefnum og efnivörum iönaðarins. Formaður F.í.í. end- urkjörinn I gær fór fram stjórnarkjör i Félagi islenzkra iðnrekenda. Var Davið Sch. Thorsteinsson endurkjörinn formaður félags- ins og hlaut hann 103.552 at- kvæði eða 98.6% ailra greiddra atkvæða. Davið var fyrst kosinn i stjórn félags islenzkra iðnrek- enda 1968, en hann hefur gegnt formennsku i samtökunum frá árinu 1974. Aðalmenn til tveggja ára voru kjörnir þeir Kristinn Guðjóns- son og Björn Guömundsson. Auk þeirra eiga sæti i stjórninni Björn Þorláksson og Hjalti Geir Kristjánsson. Varamenn voru einnig endurkjörnir þeir Sveinn S. Valfells og Agnar Kristjáns- son. —JSS 275 sóttu þorra- blót íslendinga- félagsins tslendingafélagið i Washington D.C. hélt sitt árlega þorrablót 5. þessa mánaðar. Þorra- blótið sóttu 275 manns viðsvegar að úr Banda- rikjunum. Formaður tsiendingafélagsins i Washington er Svala Benedikts- son Daly, sem stjórnaði skemmt- uninni af miklum skörungsskap. Aðrir i stjórn félagsins eru Hall- friður Guðbrandsdó11 i r Schneider, Asgeir Pétursson, Kristin Wheeler og Peter Colot. A borðum var þorramatur, sem Flugleiðir fluttu endurgjaldslaust frá tslandi. Flugleiöir gáfu einnig flugfarmiða, sem var aðal-happ- drættisvinningur kvöldsins. Heiöursgestir á þorrablótinu voru Agústa Thors og Aage Lor- ange, pianóleikari, sem kom frá tslandi gagngert til að skemmta þorrablótsgestum, og tókst mjög vel. Ræðumaður kvöldsins var David Nickerson frá bandaríska utanrikisráðuneytinu. Frá klukkan 15 á miövikudag til klukkan 15 I gær mældust 142 skjálftar á Kröflusvæðinu. Sterkasti skjálftinn þetta tima- »1 mældist 2.6 stig á Richter aö ityrkleika, en alls mældust 19 skjálftar yfir tvö stig. GEK/AB Heilsuverndarstöð Reykjavikur Sérfræðingur óskast Sérfræðingur i barnalækningum óskast til starfa á barna- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur, frá 1. mai 1977. Umsóknir er greini aldur, námsferii og fyrri störf ber að senda yfiriækni barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur fyrir 25. april 1977. Heimilað að hækka auka- leigugjald stöðumæla Dómsmálaráðuneytið hefur fyrir sitt leyti samþykkt aö svo- kallað aukaleigugjald stöðu- mæla verði hækkaðúr 100 kr. i 300 kr., en ekki er blaðinu kunn- ugt um að tekin hafi verið ákvörðun um það hiá borginni, hvenæi þessi hækkun kemur til framkvæmda. Upphaflega lagði borgarráð til að umrætt gjald yrði hækkaö i 500 kr., en á það var ekki fallizt i ráðuneytinu og varð þvi niöur- staðan sem fyrr segir, 300 kr. Eins og fram hefur komið i fréttum hafa bifreiðaeigendur verið ákaflega latir að borga aukaleigugjöld og stöðumæla- sektir og hefur innheimtuaðferð sú sem beitt hefur verið til þessa reynst næsta gagnlitil. Þau gjöld sem ekki hafa innheirrst hjá lögreglunni hafa verið send til sakadóms til frekari með- ferðar, en vegna mikils álags á fáliðað starfsfólk sakadóms hef- ur þessi innheimta ekki gengið sem skyldi. Undanfarið hafa verið i deigl- unni breytingar á þessu inn- heimtufyrirkomulagi, með það fyrir augum að gera innheimtu- aðferðirnar virkari. Að sögn Ólafs Volter Stefáns- sonar, skrifstofustjóra i dóms- málaráöuneytinu, hefur veriö rætt um að koma á svipuðu fyrirkomulagi hér og tiðkast i Noregi, Danmörku og Sviþjóð, en það er að gera gjöldin aö- fararhæf i viðkomandi bifreið þannig að hægt sé að seljá bif- reiðina á nauðungaruppboði fyrir áföllnum gjöldum. Sagði Ólafur að rætt hefði verið um aö láta allar kærur sem kæmu fram vegna ólöglegrar stöðvun- ar ökutækis, sem ekki vörðuöu beint umferðaröryggi, falla undir þessi ákvæði. Undirstrik- aði ölafur að hér væri einungis um hugmyndir að ræða en ekki hefði veriö tekin nein ákvörðun um þetta atriöi. —GEK Þaó emm við. SAMSÖLU BRAUÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.