Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 16
Kaupfélag Ólafsfjarðar vill sameinast KEA: GREIÐA 18 KRONUR I SOLUSKAn OG FLUTNINGSKOSTNAÐ FYRIR — Þessi ósk Kaupfé- lags ólafsfjaröar um sameiningu við Kaupfé- lag Eyfirðinga er ekki nýlega tilkomin. Það eru víst ein 2-3 ár síðan að þessi samþykkt var fyrst gerð hér og viðræður um málið hafa farið fram af og til siðan. Nú er útlit fyrir að innan skamms verði þessar viðræður teknar upp á ný/ en of snemmt er að spá um nið- urstöður þeirra á þessu stigi. Framangreint kom fram i samtali við Ármann Þórðarson kaupfélagsstjóra á Olafsfiröi i gær. Kaupfélag Ólafsfjarðar var áður 'deild i Kaupfélagi Eyfirð- inga, en frá 1. janúar 1950 hefur kaupfélagiö starfað sjálfstætt. Armann bórðarson sagði það vera sitt álit, að með tilkomu vegsins fyrir Múlann og þvi mun betri samgöngum við Akureyri, væri samstarf við Kaupfélag Eyfirðinga mun auö- veldara i framkvæmd. Armann sagði það og sitt álit að þróunin i verzluninni, likt og á öðrum sviðum, væri sú að einingar stækkuðu og þeim fækkaöi jafn- framt. Byggðastefnan i framkvæmd Fram kom i viðtalinu við Ár- mann Þórðarson aö vöruverð i verzlunum viös vegar út um land er mun hærra en gerist i höfuðborginni og nærliggjandi byggðarlögum. Kemur þar einkum til hinn geysilegi kostn- aður sem er samfara flutningi varanna frá Reykjavik. Ólafs- firðingar greiða 15 krónur pr. kg. vöru i flutningsgjald og ofan á það reiknast 3 krónur i sölu- skatt. „Byggðastefnan” marg- rómaða birtist Ólafsfirðingum þvi á þann hátt, að þeir greiða 18 kr. skatt af hverju kg. vöru fyrir að búa svo fjarri Reykjavik! — Við teljum vafalaust að i framtiðinni verði mun meira um beinan innflutning vara til Akureyrar en nú tíðkast og samfara þeirri aukningu ætti vöruverðiö að lækka hlutfalls- lega á Noröurlandi. bað er þvi margt sem kemur tiiiað við skulum óska eftir mun nánara samstarfi við Kaupfélag Eyfirð- inga, sagði Armann bóröarson. —ARH HVERT VORUKILO! v . " L v* ■* . ; , -v-v ‘ * - ' ' Hætt er við að heyrðist hljóð ef Reykvikingar fengju einhvern tlma að sjá snjó.sem kallast gæti þvl nafni. Ólafsfirðingar eru vanir rniklum snjó og llkar vist bara bærilega. Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri: „SAMEININGIN STRANDAR A 0LJ0S- UM ATRIÐUM f SKATTALÖGUM’’ — Þetta hefur legið I loftinu um árabil, og verið rætt á mörg- um fundum, en nú er ákveðið að taka málið fyrir á fundi stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga eftir nokkra daga. Endanleg ákvörð- un er svo i höndum aðalfundar KEA i vor. Þannig fórust orð Vali Arnþórssyni kaupfélagsstjóra á Akureyri, þegar hann var spurður hvenær umsókn Kaupfélags ólafsfjarðar yrði tekin til endanlegrar afgreiðslu hjá stjórn KEA: — Þessu erindi hefur alls staðar verið tekið vinsamlega innan KEA, aö þvi ég bezt veit, en það sem fyrst og fremst strandar á, eru óljós atriði i skattalögunum um sameiningu fyrirtækja. En eindreginn vilji samvinnufólks á Ólafsfirði að sameinast KEA, ýtir auðvitað á meö að hraða þvi að taka ákvörð un um málið. — Nú komu fram óskir frá samvinnufólki á Siglufirði fyrir fáeinum árum, um að Kaup- félag Eyfirðinga stofnaði þar útibú, sem og varð. Hver hefur orðið reynsia af þeim rekstri? — Já, KEA hóf rekstur verzlunar á Siglufirði, eftir að siglfirzkt samvinnufólk hafði lagt fram óskir þar að lútandi. Siglfirðingar tóku verzluninni vel og þeir fullyrða að verðlag á Siglufirði hafi lækkað við til- komu hennar. Verziunin var rekin í 3 ár og á siðastliðnu hausti var svo formlega stofnuð deild úr Kaupfélagi Eyfirðinga á Siglufirði,og útibú KEA stofn- að þar f bæ. — Hefur einhver saman- burður verið gerður á vöruverði á Ólafsfirði og t.d. Daivik, þar sem fuilyrt hefur verið að verð- munur á þessum stöðum sé um- talsverður? — Nei, mér er ekki kunnugt um það. Hins vegar fullyrða Ólafsfirðingar að vöruverð i Ólafsfirði sé að jafnaöi 10—15% hærra þar en á Dalvik. Kaup- félag Eyfiröinga beitir verð- jöfnun á sinu svæöi og vöruverð er yfirleitt hið sama, hvort sem vöruna er að finna I búð á Akureyri, Dalvik eða I Hrisey. Verð á ýmiss konar þungavör- um getur þó verið mismunandi eftir stöðum. KEA greiddi 5—6 milljónir kr. í verðjöfnunarsjóð árið 1975, en reikningar fyrir siðasta ár eru ekki fullfrá- gengnir, þannig að hliðstæðar tölur fyrir það ár liggja ekki fyrir. Við litum ekki á verðjöfn- unarfjármagnið sem aukningu á rekstrarkostnaði fyrirtækis- ins, heldur litum við svo á að hagsmunir þess séu samtvinn- aðir hagsmunum byggðar- laganna hér, sagöi Valur Arnþórsson. —ARH Eftirlíkingar af íslenzkum ullarfatnaði: Grípið verður til gagnráðstafana ,,Nú siðustu daga hefur komið i ljós, að erlendir aðilar hafa tekið að framleiða eftirlíkingar af islenzk- um ullarfatnaði, og telja islenzkir fram- leiðendur að þetta geti haft skaðleg áhrif á út- flutning i þessari fram- leiðslugrein”. Þetta sagði Gunnar Thorodd- sen, iðnaöarráðherra, i ræöu sinni við setningu ársþings iðn- rekenda i gær. Hann kvaðst hafa fariö þess á leit við út- flutningsmiðstöð iðnaðarins, að hún kallaði framleiðendur saman til fundar til að ræöa, hverjar ráðstafanir séu nauö- syniegar til að koma I veg fyrir skakkaföll. Ráðherrann sagöi ennfremur, að iðnaðarráðuneytið myndi veita þá aðstoð i þessum efnum, sem i þess valdi stæði. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977 alþýðu blaðiö Lesið: I Vestmannaeyja- blaðinu Brautinni: „Páli Helgason, umboðsmaður Sunnu hér i bæ, er rausnar- legur maður eins og glögg- lega -kom fram á bingói, sem hann hélt á föstudag- inn. Þar fékk m.a. ungur piltur, ekkjusonur, vinning. Þegar Páll sá hverra manna pilturinn var, var hann fljótur til og tilkynnti piltinum að hann tvöfaldaði vinningsupphæðina „og þú býður móður þinni með til Spánar”. Frétt: Að i umræðum fjár- veitinganefndar um vega- áætlunina hafi þingmenn mjög brotið heilann um það hvernig ná mætti endum saman. Áætlað fjármagn nægir hvergi til að sinna öllum óskum, og ekki einu sinni þeim brýnustu. A timabili varalvarlega farið aö ræða um að fella niöur aðflutningsgjöld af bifreið- um, en hækka benzinið i staðinn. A þennan hátt átti að auka innflutning bif- reiða og ná inn verulegum tekjum með hækkuðu benzínverði. Mörgum þótti hugmyndin aðlaðandi, en hún fékk ekki nægan byr og liggur nú óbætt hjá garði. Séð: Hafið þið heyrt þenn- an um tslendinginn, Frakkann og Kinverjann, sem mættust á förnum vegi? Og hvað haldiö þið að tslendingurinn hafi gert. Þeir eru alltaf sjálfum sér likir. Hann sprengdi Kin- verjann og klæddi sig i Frakkann. Tekiö eftir: Fróðlegt er að fylgjast með innbyrðis bar- áttu nokkurra fámennra félaga, sem kenna sig við kommúnisma og Maó-for- mann. Þessi félög hafa þá eiginleika að klofna mán- aðarlega eða oftar langsum og þversum. í siðasta verkalýðsbiaði, málgagni Einingarsamtaka komm- únista, er viðtal við fyrr- verandi félaga i KFt/ML, sem mun þýða Kommún- istaflokkur tslands, Marxistar, Leninistar. Hann segir: „Við álitum engan starfsgrundvöll fyrir kommúnista innan þessa flokks og hann er i reynd verkalýösfjandsamleg klika og öllu framsæknu starfi til bölvunar”. Þá vit- um við þaö.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.