Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 7
''l Föstudagur 30. júní 1978 7 Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur Dagsbrúnar verður i Iðnó sunnudaginn 2. júli kl. 2 e.hád. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundastörf 2. önnur mál. Félagsmenn komið á fundinn og sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin ® Útboð Tilboð óskast i umferðaljós (3 gatnamót) fyrir Umferðanefnd Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudagiiin 16. ágúst 1978 kl. 11 f.hád. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Skrásetning nýrra stúdenta í Háskóla íslands fer fram frá 1. til 15. júlí ár hvert. Umsókn um skrásetningu skal fylgja ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskirteini, skrásetningargjald kr. 8500,- og tvær litlar ljósmyndir af umsækjanda. Einnig er spurt um nafnnúmer og fæðingarnúmer umsækjanda. Skrásetningin fer fram i skrifstofu Háskólans og þar fást um- sóknareyðublöð. Skrifstofusturf í HREINSKILNI SAGT Hinn þöguli fjöldi Huggun harmi gegn?! Hugmyndafræðingar stjórn- málaflokkanna velta nú sem ákafast fyrir sér úrslitum kosn- inganna. Að vonum komast þeir að nokkuð ólikum niðurstöðum, enda verður að lita svo á, aö skýringarnar séu af öðrum toga spunnar — margar hverjar af einstakri rökhyggju. Auðvitað komast menn ekki framhjá úrslitunum, en vissu- lega er reynt að teygja þau og toga, stundum ærið furðulega. Almenningi ættu að verða um nokkuð langan aldur minnis- stæð ummæli utanrikisráö- herra, þar sem hann sat grátandi á götubakkanum og stundi upp: Þjóðin virðist ekki vilja at- vinnuöryggi, ekki launajöfnuð, ekki stækkaða landhelgi! Fleira er til tint. I þessum orðum liggur, að allt þetta hafi nú þjóðinni gefizt vegna áhrifamáttar Framsóknarflokksins! En Einar Agústsson og trú- lega Framsóknarflokkurinn i heild mættu vel minnast á fleira, sem ef til vill gæti komið þeim ágætu mönnum i ofurlitið réttari skilning á samhengið við það, sem varð. Væri, t.d. alveg úr vegi að athuga litillega, hvað það hefur kostað þjóðina, að hafa menn við stýri, sem eru ekki i tengsl- um við hið lifandi lif? begar litið er á atvinnuörygg- ið, kemur i ljós, að það er fengið mestmegnis með hóflausri skuldasöfnun erlendis og láns- féð að verulegu leyti notaö til litið arðbærra framkvæmda. Slik skuldasöfnun hefur svo ver- ið notuð öðrum þræði til þess að skapa spennu á vinnumarkaðn- um langt framar þvi, sem nokkur skynsemi var i. Þetta kemur gleggst i ljós, þegar sú staðreynd er athuguð, að viða um land var spennan al- in á þvi, að fara framhjá öllum umsömdum launatöxtum með allskonar yfirgreiðslum, annað hvort i liki hlunninda eða með beinum peningum. Innanlands var svo þetta fjármagnað meö sihækkandi sköttum og verði á þjónustu hins opinbera, sem sagt, verðbólgupúkinn alinn og fitaður á fjósbita stjórnarinnar. Svokölluð launajöfnunarstefna, sem byggð er á valdboði og svikum við gerða samninga, er vitanlega algert öfugmæli. Fasiskar aögerðir gegn við- brögðum fólksins, sem urðu við samþykktum ólögum, sýndu betur en annaö tilhneigingar, sem Islendingar — þvi betur — hafa aldrei þolað. Valdaaðstaðan, sem stjórnar- flokkarnir hafa löngum haft i sveitum landsins, er nú að hrynja, vegna þess aö seinþreyttir bændur og búalið, hafa nú séð tómleika þeirrar leiösagnar, sem þetta fólk hefur alltof lengi aðhyllzt. Grátbroslegast af öllu er, að heyra og sjá þær skýringar beggja stjórnarflokkanna, aö fólk hafi ekki skilið þá einstöku velvild, sem þvi var sýnd með lögþvinguðum yfirtroðslum'. Útreikningar á þvi, hvaðan verkalýðsflokkunum hafi komið stóraukið fylgi, eru vitanlega alveg út I hött. Auövitaö er hægt að fara f allskonar talnaleiki i þvi sambandi. En af sjálfu leiðir, að þeir verða aldrei neitt sönnunargagn nema siður sé. Þetta er samt eitt, sem furðu margir bera sér i munn sem einhvern stóra sannleik! A sama hátt er allt f jasiö um svokallað lausafylgi, sem yfir- leitt er talað um i heldur litlum virðingartón. Litið batnar málið við að heyra og sjá þær frómu óskir og fullyröingar, að þetta svokallaða lausafylgi muni nú brátt skila sér aftur til einhverra föðurhúsa! Hér er i raun og veru verið að segja, svo skýrt, að ekki verður um villzt, að fólkið sé hugsunar- litlir bjánar, sem er eitt i dag og annað á morgun! Gerðir þess hafi einungis stjórnazt af ein- hverju ósjálfræði! Þetta ósjálfræði muni brátt renna af þvi, rétt eins og áfengisvima af drukknu fólki! Og þá, þá muni það leitaþangað, sem stóri hópurinn sé fyrir og leita sér skjóls i einhverjum massa, sem lætur leiðast af hin- um sjálfkjörnu, vitru foringj- um! Hér skal ekki reynt til að sannfæra þessa menn um, hvaö þeir fara villir vegar. Þeir eru ekki komnir fram á sjónarsviðið til að láta sannfærast. Hitt er meir, að þeir eru gjörsneyddir • þvi aö skilja, hvað hér liggur á : bak við. Og þeim er þaö ekkert ofgott, að hugga sig við sinar hugdettur. Hinn einfaldi sannleikur er aðeins þetta. Islendingar eru seinþreyttir til vandræða, en þar kemur, að þeir láta ekki bjóða sér hvaö sem er. Hið svokallaða lausafylgi er ekkert annað en fólk, sem hugsar og metur málin málanna vegna. Þetta er ekkert massa- samfélag. En atfylgi þess gerir ákveðnar kröfur til þess, að við óskum þess sé orðið, að svo miklu leyti sem nokkur kostur er. Þetta atfylgi byggist ekki á neinni flokksþrælkun. Þannig er nú vonandi að renna upp sú tið, að þeir sem fylgi þess fá, hverju sinni, njóti þess til að koma i framkvæmd þvi, sem þeir hafa á dagskrá. Með þvi hlýtur að opnast leið til að auka sannkallað lýöræði, það er vilja þeirra, sem á bakvið standa. Dugi þeir ekki, er einfalt má, að þá njóta þeir ekki atbeina þess lengur! Hinu má það alls ekki gleyma, að það er ekki aðeins nóg að hafa virkt aðhald að stjórnmálamönnum, sem veljast til framkvæmda. Það verður einnig að hafa fullt aðhald að þeim, sem velja skal til forystu á þeim vettvangi, sem starf þess fer fram. Lýðræði verður ekki virkt, nema þvi aðeins að hver og einn, sem að þvi hneigist, láti sér ekki aðeins nægja að vera einn af þöglum fjölda, heldur geri það gildandi i hvivetna. Oddur A. Sigurjónsson Óskum að ráða á næstunni skrifstofu- mann. Laun eru samkv. iaunakerfi rikis- starfsmanna, launafl. B-9. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá undirrituðum, þurfa að ber- ast fyrir 5. júli n.k. VEGAGERÐ RÍKISINS BORGARTÚNI 7, REYKJAVÍK. Ert þú fólagi í Rauöa krossinumV Deildir fólagsins eru umi land allt. RAUÐI KROSS fSLANDS EFLIÐ ALÞÝÐUFLOKKINN - ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Utanlandsferðir Alþýðuflokksins 18. júlí til Grikklands 18. ágúst til Costa del Sol 21. september til Portúgals Costa del Sol Frá Grikklandi . Upplýsingar í skrifstofu Alþýðuflokksins Sími 29-2-44 PlilSliM lll* Grensásvegi 7 Sfmi 82655. <9 MOTOfíOLA Alternatorar i bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platínulausar transistor kveikjur i flesta bíla. Hobart rafsuðuvélar. Haukur og ólafur h.i'. Armúla 32 — Simi 3-77-00. Svefnbekkir ó verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 Sendi- bíla- sföðin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.