Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.06.1978, Blaðsíða 8
alþýðu- blaðið Útgefandi Alþýðuf lokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11/ sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverf isgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 Atvinnumál á Keflavíkurfiugvelli „Taugastríð og átroðsla” Fulltrúi verkalýðsins segir ástandið fara síversnandi Vamarmáladeild telur að hér sé um misskilning að ræða Fyrir skömmu birtist grein um atvinnumái á Keflavikurflugvelli. Nefndist greinin „Taugastrið og átroðsla”. í greininni kemur meðal annars fram að islenskum stjórnvöldum sé ófyrir- gcfandi það sinnuleysi sem þeir hafi sýnt atvinnumálum Suður- nesja. í greininni segir einnig að á Keflavíkur- flugvelli starfi fjöldi manna. Margt af þvi fólki búi við skerta starfsorku og vinni ýmis þau störf, sem ekki sé hægt að fá i bæjunum, þar sem atvinnuuppbyggingin hafi ekki tekið mið af þörfum þeirra sem ekki hafi fulla starfs- orku. Þar af leiðandi hafi þetta fólk verið til- neytt að sækja vinnu sína upp á flugvöll, en þar hafi það hingað til búið við atvinnuöryggi. Ennfremur segir i greininni að nú hafi einhver stefnubreyt- ing átt sér stað, þvi það fólk er taldi sig áður hafa örugga atvinnu hafi nú vaknað upp viö það aö atvinnuöryggi þess sé nú ekki lengur fyrir hendi og að sú staöa sé komin upp að verið sé að hrekja islendinga úr fyrri störfum sinum með taugastriöi. Virðist litið vera hægt aö gera vegna þess að rikið hafi gert samninga um þessa hiuti og heimilaö öðrum aðilum en sjálfum hermönnunum að stunda vinnu á flugvellinum, eins og fjölskyldumeölimum hermannanna, þ.e. konum þeirra og jafnvel börnum. Svo virðist sem taugastriðið sé aðallega fólgiö i þvi aö verið sé aö hræöa fólkið með upp- sagnarhótunum ellegar að þvi sésagtaö gera þurfi einhverjar „skipulagsbreytingar” er geti leitt til þess aö ákveðnum aðil- um sé sagt upp störfum. Eins er verið aö hringla með vinnutíma fólksins, vaktir og fleira. Einnig er verið að tala um betri nýtingu og annaöiþeim dúr er vafalaust geti haft þau áhrif að viðkom- andi verkamaöur missi sitt starf. I Suðurnesjatiöindum segir að þetta komi ákaflega illa við fólkiö, þar sem það skapi þvi mikla óvissu um sin störf og viröisteina markmiðið veraþaö að skapa óöryggi hjá fólkinu og reyna þannig aö fæla það i burtu, svo aö fleiri atvinnu- leyfislausir kanar komist i þeirra störf svo litið beri á. Þar sem Suðurnesin hafa fram að þessu verið i algeru fjármagnssvelti hvað varöar atvinnuuppbyggingu með þeim afleiðingum aö nú i dag rikir algert öngþveitiástand i atvinnumálum þeirra Suður- nesjamanna, hefur þetta fðlk, tilneytt, þurft að láta bjóöa sér þettaástandþviþaðhefur, segir i Suðurnesjatiðindum, ekki i nein önnur hús aö leita um atvinnu. Þaö fólk sem lagt hafi sig fram um aö skapa okkur betra þjóöfélag að lifa i, sé nú neytt til að láta kúga sig og van- virða, einfaldlega vegna þess að það vill og þarf að fá vinnu við sitt hæfi. Skömm sé til þess aö vita aö Bandarikjamenn séu i einu og öllu hafnir yfir Islend- inga og að hér sé fyrst og fremst við íslenzk stjórnvöld að sakast. Blaðið haföi samband viö skrifstofu Verkalýös- og sjó- mannafélags Keflavikur |og innti Emil Jónsson skrifstofu- mann álits á þeirri grein er Alþýöublaðiö vitnar til. Sagði Emil að hann gæti i einu Framhald á 6. siðu EKKERT ATVINNULEYSI HJA SKÓLAFÓLKI Litið eða ekkert atvínnu- leysi virðist vera hjá skóla- fólki i sumar, eftir því sem Alþýðublaðið kemst næst í úttekt, sem blaðiðgerði hjá atvinnumiðlunum og ráðn- ingarstofum i gær. Hjá Atvinnumiðlun stú- denta fékk blaðið þessar upplýsingar helztar: — Það hefur gengið vel að ráða fólk í sumar. Þó eru nokkrir á skrá hjá okk- ur ennþá, en það eru fáir atvinnulausir í raun og veru. Þeir sem enn eru á skrá hjá okkur eru til dæm- is læknanemar, sem eru nú erlendis í krufningum eða einhverjir slíkir, sem vant- ar vinnu i aðeins einn mán- uð. Það er erfitt að fá at- vinnu í svo stuttan tima. — Það er athyglisvert, að okkur hefur gengið bet- ur að útvega kvenfólki vinnu en karlmönnum, hvernig sem svo stendur á því. — En það er ekkert at- vinnuleysi hjá okkur. Erum að loka skrifstof- unni Næst ræddum við viö Ölaf Ólafsson hjá Atvinnumiðlun Landssam bands islenzkra menntaskólanema. — Þetta hefur gengið vel hjá okkur, við förum að loka skrif- stofunni hjá okkur núna, það eru svo fáir eftir á skrá. Hvaö hafa margir leitað til ykk- ar? — Eg hef engar ákvæmar tölur um þaö en ég gæti gizkaö á að það væru um eitt hundrað. Af þeim eru nú eftir fimmtán manns. Þetta er ekki nákvæm tala, þar sem einhverjir þessara hafa ef til vill fengið vinnu framhjá okkur án þess að láta okkur vita. — Mér finnst eftirspurn eftir vinnukrafti skólafólks vera mjög svipuð og i fyrra. Það hafa ekki verið nein vandræði, alla vega ekkert neyöarástand, en þetta hefur gengið seint hjá yngstu krökkunum sem eru að koma út á vinnumarkaðinn i fyrsta skipti og kunna ekkert á kerfið. — Gagnstætt þvi, sem mér skilst að hafi verið uppi á teningn- um hjá Atvinnumiðlun stúdenta, þá hefur okkur gengið verr að út- vega konum vinnu en körlum. En þetta hefur samt gengið það vel, að við sjáum ekki ástæðu til að vera meö skrifstofuna opna leng- ur en fram i miðja næstu viku. Með hátt í 2000 skólanema í vinnu. Gunnar Helgason, forstöðu- maður, varð fyrir svörum hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavik- urborgar. — Skólafólk hefur sótt býsna mikið til okkar um vinnu i sumar, eins og vant er. Ætli láti ekki nærri að þaö sé hátt i tvö þúsund manns og þar er Vinnuskólinn meðtalinn. Fjórtán og fimmtán ára krakkar fara i Vinnuskólann og við höfum tekið alla sem til okkar hafa sótt. Þaö mun vera um eitt þúsund manns. En krakk- ar, sem eru 16 ára og eldri og hafa sótt til okkar eru sennilega 900- 1000. Hvernig hefur ykkur gengiö að útvega þeim vinnu? — Sæmilega, en við höfum ekki alveg haft undan. Þar er ekki hægt aö tala um neitt atvinnu- leysi, þó eru enn á skrá hjá okkur um 40 piltar og stúlkur. Sumir hafa reyndar þurft að biða upp I þrjár vikur til mánuð og það eru þvi alltaf vissir erfiðleikar, svona álika og undanfarin ár. Hvaða störf vinna þessir krakk- ar aðaiiega? — Þetta eru alls konar störf. Aðallega eru þetta þó störf viö gatnagerðina, við grænu svæðin, garðyrkjuna og hreinsun. Komum fleiri í sveit en venjulega. Að lokum náði Alþýðublaðið tali af Guðmundi Jósafatssyni, fulltrúa hjá Búnaðarfélaginu. — Ég hef ekki áreiðanlega tölu um það, hversu margir komust i sveit á okkar vegum, þar sem ekki hafa allir svarað sem við höfum haft samband við. Ég trúi þvi þó, að milli 150-160 krakkar á aldrinum 12-15 ára hafi komizt i sveit fyrir okkar tilstilli. Það er óvenju margt. — Við gátum þó ekki, frekar en vant er, sinnt öllum þeim sem til okkar sóttu, en þeir voru 460 að þessu sinni. Af þessari samantekt má sjá, að ekki verður um atvinnuleysi að ræða hjá skólafólki i sumar. All- flestir, sem reynt hafa að útvega sér vinnu, hafa fengið einhverja lausn á málum sinum að þessu sinni. —ATA Reyknesingar Reyknesingar Sigurhátíðir Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi verða haldnar í kvöld í Skiphóli Hafnarfirði og laugardagskvöld í Festi Grindavík og hefjast kl. 20,30 Þingmenn flokksins í kjördæminu flytja ávörp Skemmtiatriði — Veitingar — Dans Allir stuðningsmenn flokksins velkomnir Mætum öll og fögnum sigri MUasala ,ið inn8anginn Alþýðuflokkurínn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.