Alþýðublaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1978, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 11.' júlí 1978 Samtakafólkið er alþýöu- blaðió Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaOur: t Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Siðu- múla 11, slmi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverð 2000 krónur á mánuöi og 100 krónur I lausa- sölu. Kosningaúrslitin 25. júní síðast liðinn leiddu í Ijós, að Alþýðu- flokkurinn varð sigurvegari kosninganna, hlaut f jórtán þing- menn og 22 af hundraði atkvæða. Það er kunnara en frá þurfi að segja að veruleg átök og flokka- drættir hafa verið á launþega- væng íslenzkra stjórnmála allan þennan áratug — og auðvitað miklum mun lengur. Alþýðu- flokkurinn starfaði um tólf ára skeið með Sjálfstæðisflokknum. Framan af gekk það samstarf bærilega, og fékk Alþýðuflokk- urinn bærilega útkomu í kosn- ingum. Siðasta kjörtímabilið, frá 1967 til 1971, var hins vegar erf itt, hin ytri efnahagsmál óhagstæð, og ríkisstjórnin hafði eflaust setið lengur en hollt var. Þá gerð- ist það einnig að stofnaður var annar flokkur lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna, Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. Þeir voru hins vegar í stjórnarand- stöðu við Viðreisnarstjórn. Alþýðuflokkurinn tapaði illa i kosningunum 1971, og ferli Viðreisnarstjórnar var þar með lokið. Sigurvegarar þeirra kosninga voru hins vegar Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Það er í sjálfu sér óþarft að rekja þessa sögu frá því eftir 1971. Svokölluð vinstri stjórn var mynduð, og þó hún gerði raunar margt vel, eins og nærfellt allar ríkisstjórnir, þá réði hún ekki við efnahagsmálin, hér varð bull- andi óðaverðbólga og stjórnin hrökklaðist frá vegna efnahags- legrar styrjaldar við launþega- samtökin í landinu. Þá tók við samstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks. Sú stjórn sat i f jögur ár, eða þar til í kosningunum fyrir hálfum mánuði.Stjórnin reyndist illa og réði alls ekki við efna- hagsmálin. Alþýðuflokkurinn rak ábyrga efnahagspólitík í stjórnarand- stöðu við þessa stjórn, varaðist yf irboðog ábyrgðarleysi en gerði rækilega úttekt á sjúkdómsein- kennum verðbólguþjóðfélagsins og lýsti í smáatriðum, hvernig bæri að leysa þessi vandamál. Alþýðuf lokkurinn dró enga dul á, og það vita raunar allir lands- menn, að það er engan veginn auðvelt að fást við efnahags- vandann. En með þessa stefnu- skrá, og vegna fjölmargra breytinga, sem gerðar haf a verið á starfi og háttum flokksins, vann Alþýðuf iokkurinn hins vegar einhvern stærsta sigur ís- lenzkrar stjórnmálasögu. Hvort sem Alþýðuflokkurinn verður í ríkisstjórn eða utan rikisstjórnar það kjörtímabil, sem nú er nýhafið, þá er óum- deilanlegt að flokkurinn er forustuafl íslenzkrar jafnaðar- stefnu og iýðræðishugmynda. Jafnframt hefur Alþýðu- flokkurinn tekið upp ný vinnu- brögð, prófkjör og opnar fjár- reiður. Þá hefur flokkurinn lagt áherzlu á hvert nýmælið á fætur öðru, breytingar á stjórnsýslu, aðgerðir gegn samtryggingu og spillingu í stjórnkerfinu. Allt gerir þetta að verkum, að jafnaðarmenn, þó svo þeir hafi áður verið í öðrum f lokkum, ættu nú að láta gamlar erjur niður falla og ganga til liðs við Alþýðu- velkomið flokkinn. Það er gamaldags og ástæðulaust að láta einhverjar formlegar viðræður fara fram. Slíkt hefur hvort sem er aldrei verið annað en eitthvert samningamöndi milli forustu- manna. Miklu heilbrigðara væri, og raunar eðli málsins sam- kvæmt, að þeir sem áður hafa stutt til dæmis Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna, gangi hreinlega í Alþýðuf lokkinn, taki þátt í áframhaldandi starfi við að efla innviði flokksins og gera hann að nútímalegum fjölda- flokki lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna. Umbótastarf ið í Alþýðu- flokknum á engan endi að taka. Alþýðuf lokkurinn er rétt að byrja á starfi sem á að marka islenzkt samfélag enn rækiiegar á næstu árum. Til þess að þetta megi takast þarf enn fleira fólk og enn fleiri hugmyndir, enn meira lýðræði. Alþýðublaðið vill sérstaklega beina þeim orðum til stuðnings- manna Samtaka frjálslyndra og vinstri manna að slíðra sverð gamallar sundrungar og ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Því umbótastarf iðá að halda áfram. —VG RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN Staða AÐSTOÐARLÆKNIS við Kvennadeild spitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist til 1 árs frá 1. ágúst n.k. Umsókn, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skal skila til Skrif- stofu rikisspitalanna fyrir 25. júli. Upplýsingar veita yfirlæknar deildarinnar i sima 29000. Reykjavik, 11.7. 1978 SKRIFSTOFA RIKISSPiTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Útgerðarmenn — Skípstjórar Að gefnu tilefni sjá netaverkstæðin sér ekki fært að afhenda loðnunætur fyrir næstu loðnuvertið nema full skil séu gerð á greiðslum. Landssamband islenskra netaverkstæðiseigenda Skemmtiferð Kvenfélag Hallgrimskirkju efnir til skemmtiferðar laugardaginn 15.7 kl. 9 árdegis. Farið verður til Þingvalla, um Kjós og Kjósaskarð. Nánari upplýsingar i simum 13593 (Una) 14184 (Matthildur) ERTÞÚ VATNSBERI? Eða notar þú ferska vatnið í krananum heima? Hvers vegna þykkni? Floridana appelsínuþykknið losar þig við allan óþarfa vatnsburð og sparar þér geymslupláss. Þú blandar því fersku vatninu í þykknið þegar þér hentar. Útkoman úrl/4 lítra af þykkni verður 1 lítri af ódýrari, hreinum og svalandi C-vítamínríkum appelsínusafa. Floridana appelsínuþykknið er G-vara sem tryggir fersk bragðgœði og varðveislu C-vítamínsins mánuðum saman. ENGUM SYKRI, LIT EÐA ROTVARNAR- EFNUMERBÆTTÍ FLORIDANA. MJÓLKURSAMSALAN í REYKJA VÍK Þú gerir létt og hagkvæm innkaup til langs tíma með FLORIDANA þykkni!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.